Morgunblaðið - 28.06.1990, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 28.06.1990, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDÁGUR 28. JÚNÍ 1990 TENNIS/WIMBLEDON Sýnt beint frá úrslitaleikjum ÚRSLITALEIKIR í einliðaleik karla og kvenna á Wimbledon mótinu í tennis, sem nú er nýhafið, verða sýndir beint í ríkissjónvarpinu. mr Urslit í kvennaflokki verða laugardaginn 7. júií og í karlaflokki daginn eftir. Leikirnir hefjast báðir kl. 13.00. Þess má geta til gamans að þetta verður ekki eina íþróttaefnið í sjónvarp- inu þessa daga — á laugardegin- um verður sýndur beint leikurinn um þriðja sætið í HM í knatt- spyrnu og sjálfur úrslitaleikurinn á sunnudeginum. „Við höfum verið að reyna að fjölga beinum útsendingum, bæði erlendis frá og héðan að heiman. Þetta er í fyrsta skipti sem við sýnum beint frá Witnbledon og það markar ákveðna braut. Okkur var gert gott tilboð, og segja má að þessar útsendingar frá mótinu séu mikiu ódýrari fyrir okkur en að senda beint einn hálfleik frá 1. deildinni í knattspyrnu eða hluta ftjálsíþróttamóts, svo dæmi séu tekin," sagði lngólfur Hann- esson, deildarstjóri íþróttadeildar Sjónvarps, við Morgunblaðið. HANDBOLTI Leikið gegn Kuvait í kvöld Alþjóðlega handknattleiksmótið í Hafnarfirði hefst í kvöld með leik Islands og Kuvait kl. 18 í íþróttahúsinu í Kaplakrika. Danmörk og Noregur taka einnig þátt í mótinu og mætast þjóðirnar kl. 20.30. „Við verðum að fara varlega gegn Kuvait. Við þekkjum lítið til liðsins en vitum að það getur komið á óvart. En við ætlum okkur sigur og ég er bjartsýnn á að strákarnir standi sig,“ Þorbergur Aðalsteinsson, þjálf- ari íslenska landsliðsins. KNATTSPYRNA Tommamótið hafið Tommamót Týs, það sjöunda í röðinni, var sett í gærkvöldi. Skrúð- ganga allra iiðanna, 24, var farin frá barnaskólanum og inn á Há- steinsvöll þar sem mótið var sett. Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ, var heið- ursgestur á opnuninni. Eftir að mótið hafði verið sett var sýnt listflug og fallhlífarstökk. Einnig var dreift 2.000 karamellum úr Frá Sigfúsi flugvél við mikinn fögnuð mótsgesta. Stjörnulið Omars Gunnari Ragnarssonar var mætt til leiks að vanda, lék nú við morg- Guðmundssyni un|iana úr sundlauginni í Eyjum og rúllaði þeim upp! I dag 1 yJum hefjast síðan leikir og verður leikið á fjórum grasvöllum, samtals 64 leikir. Sömu lið og undanfarin ár eru mætt til leiks að því undanskildu að Leiknismenn mæta ekki núna en í þeirra stað kemur Þór frá Akureyri. Þátttakendur eru um 700. IÞROTTAHATIÐ ISI Opnunarathöfn á Laugardalsvelli Opnunarathöfn íþróltahátíðar ÍSÍ verd- ur á aðalleikvanginum í Laugardal í kvöld. Um 6.000 manns munu taka þátt í athöfninni, en aðgangur er ókeypis. Dag- skráin verður eftirfarandi: Kl. 19:45 30 hestamenn koma inn á Laugardalsvöll á fákum sínum og ríða tvo hringi í kringum völlinn. Kl. 19:50 KUBBUR ER TAKMARKIÐ PÚSLAÐU HUGSAÐU KUBBAÐU ALVÖRU LEIKFANG FYRIR ÞÁ SEM GETA HUGSAÐ 6 LITIR = 6 STYRKLEIKAR 3.500 böm á lcikskólaaldrí ganga inn á völlinn og sleppir hvort barn blöðru þegar hátíðin verður fonnlegn sett. Kl. 20:00 Innganga fulllrúa séisambanda, Iþrótta- bandalaga og héraðssambanda. Kl. 20:25 Sveinn Björnsson, foraeli ÍSÍ, flyturávarp. Kl. 20:35 Vigdís Finnbogadóltir, forseli íslands, setur íþróttahátíð 1990. Að lokinni setningu verð- ur þjóðsöngur íslands leikinn og fáni íþróttahátíðar dreginn að húni. Kl. 20:40 Leikskólabörn syngja og dansa. Kl. 20:45 Hópatriði 1.000 knattspyrnu-oghandknatt- leiksbarna með bolta. Kl. 20:50 150 ungir kai’atemenn sýna hópatriði. Kl. 20:55 Fimleikafólk sýnir hópatriði. Stsei’sta hóp- fímleikaatriöi, sem sýnt hefur verið áíslandi. Kl. 21:15 Opnunarhátíðinni lýkur með flugeldasýn- ingu. Knattspyrna í 4. flokki kaila leika lið Norður- og Vesturlands kl. 17 á Haukavelli og á sama tima lið Suður- og Austurlands í 5. flokki í Garðabai. Drengjalandsliðið mætir úivals- liði á Laugardalsvelli kl. 17.30 og kl. 17.45 mætir Norðurland Vesturlandi í 5. flokki karla í Garðabæ. Handknattleikur Alþjóðlegt mót i handknattleik hefst í i[)róttahúsinu í Kaplakrika kl. 18 með leik Islands og Kuvait. Noregur og Danmörk mætast svo kl. 20.30. Blak Öldungamót BLÍ í karla- og kvennaflokki hefst í íþróttahúsi Hagaskólans kl. 20. KNATTSPYRNA / 1. DEILD ÚRSLIT Valur-KR 2:1 Valsvöllur, Islandsmótið í knattspyrnu, 1. deild — Hörpudeild — miðvikudaginn 27. júní 1990. Mörk Vals: Ingvar Guðmundsson (12. og 38.). Mark KR: Pétur Pétursson (81.). Gult spjald: Baldur Bragason, Val. Dómari: Gylfi Orrason. Dæmdi vel. Línuverðir: Eyjólfur Ólafsson og Gísli Jó- hannson. Ahorfendur: Um 850. Lið Vals: Bjarni Sigurðsson, Þorgrímur Þráinsson, Magni Blöndal Pétursson, Sævar Jónsson, Einar Páll Tómasson (Arnatdur Loftsson 63.), Þórður B. Bogason, Snævar Hreinsson, Ingvar Guðmundsson, Bergþór Magnússon (Amundi Sigmundsson 78.), Baldur Bragason, Antony Karl Gregory. Lið KR: Olafur Gottskálksson, Sigurður Björgvinsson, Atli Eðvaldsson, Þormóður Egilsson, Gunnar Skúlason, Rúnar Kristins- son, Hilmar Björnsson, Þorsteinn Halldórs- son (Sigurður Ómarsson 80.), Arnar Arnar- son, Ragnar Margeirsson (Björn Rafnsson 36.), Pétur Pétursson. ÍA-Þór 3:1 Akranesvöllur, Islandsmótið í knattspyrnu, 1. deild — Hörpudeild — miðvikudaginn 27. júní 1990. Mörk ÍA: Haraldur Ingólfsson (23.), Guð- björn Tryggvason (33. vsp.), Bjarki Péturs- son (53.) Mörk Þórs: Bjarni Sveinbjörnsson (70.) Gult spjald: Nói Björnsson og Árni Þór Árnason, Þór. Rautt spjald: Ekki gefið. Dómari: Ólafur Lárusson og átti slakan dag. Línuverðir: Ólafur Hákonarson og Einar Guðmundsson. Áhorfendur: Um 650. Lið ÍA: Gísli Sigurðsson, Jóhannes Guð- laugsson, Heimir Guðmundsson, Alexander Högnason, Sigurður B. Jónsson, Brandur Siguijónsson, Karl Þórðarson, Sigursteinn Gíslason, Bjarki Pétursson, Guðbjörn Tryggvason, Haraldur Ingólfsson (Arnar Gunnlaugsson 74.) Lið Þórs: Friðrik Friðriksson, Lárus Orri Sigurðsson (Sævar Árnason 81.), Siguróli Kristjánsson, Nói Björnsson, Luka Kostic, Þorsteinn Jónsson, Sigurður I.árusson, Árni Þór Árnason, Bjarni Sveinbjörnsson, Ólafur Þorbergsson (Júlíus Tryggvason 64.), Hlyn- ur Birgisson. KA-ÍBV 1:1 Akureyrarvöllur, íslandsmótið í knatt- spyrnu, 1. deild — Hörpudeild — miðviku- daginn 27. júní 1990. Mark KA: Ormarr Örlygsson (78. vsp.) Mark ÍBV: Ingi Sigurðsson (75.) Gult spjald: Ormarr Örlygsson, KA. Andrej Jerina og Tómas Ingi Tómasson, ÍBV. Rautt spjald: Ekki gefið. Áhorfendur: 600 greiddu aðgang. Dómari: Ólafur Sveinsson. Línuverðir: Egill Már Markússon og Svan- laugur Þorsteinsson. Lið KA: Haukur Bragason, Steingrímur Birgisson, Halldór Halldórsson, Gauti Lax- dal, Bjarni Jónsson, Heimir Guðjónsson, Ormarr Örlygsson, Jón Grétar Jónsson, Hafsteinn Jakobsson, Kjailan Einarsson, Þórður Guðjónsson. Lið ÍBV: Adolf Óskarsson, Friðrik Sæ- björnsson, Heimir Hallgrímsson, Elías Frið- riksson, Jón Bragi Árnason, Bergur Ágústs- son, Andrej Jerina, Ingi Sigurðsson, Hlynur Stefánsson, Tómas Ingi Tómasson, Sigurlás Þorleifsson. FH-Fram 2:1 Kaplakrikavöllur, Islandsmótið í knatt- spyrnu, 1. deild — Hörpudeild — miðviku- daginn 27. júní 1990. Mörk FH: Hörður Magnússon (38. mín.) og Pálmi Jónsson (85. nún.) Mark Fram: Pélur Arnþórsson (15. mín.) Gult spjald: Ólafur Kristjánsson og Guð- mundur Valur Sigurðsson, FH. Kristján Jónsson, Frain. Áhorfendur: 531 Dómari: Gísli Guðmundsson. Límiverðir: Guðmundur Haraldsson og Björn Gunnarsson. Lið FH: Halldór Halldórsson, Birgir Skúla- son, Andri Maiteinsson, Guðmundur Hilm- areson, Björn Jónsson, Ólafur Kristjánsson, Kristján Gíslason, (Magnús Pálsson vm. á 67. mín.), Þórhallur Víkingsson, Hörður Magnússon, Pálmi Jónsson, Guðmundur Valur Sigurðsson. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Þorsteinn Þoi’steinsson, Kristján Jónsson, Jón Sveins- son, Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson, Kristinn R. Jónsson, Pétur Arnþórsson, Anton B. Markússon, (Baldur Bjarnason vin. á 55. mín.), Ríkharður Daðason, (Jón Erling Ragnarsson vm. á 67. mín.), Guð- mundur Steinsson. Adolf Óskarsson, ÍBV. Halldór Halldórsson, FII. Ingvar Guðmundsson og Antony Karl Gregory, Val. Ingi Sigurðsson, ÍBV. Bjarni Jónsson og Ormarr Örlygsson, KA. Björn Jónsson, Ól- afur Kristjánsson og Hörður Magnússon, FH. Viðar Þorkelsson, Kristinn R. Jónsson, Pétur Arnþórsson og Pétur Ormslev, Fram. Einar Páll Tómasson og Þorgrimur Þráins- son, Val. Hilmar Björnsson og Sigurður Björgvinsson, KR. Morgunblaðiö/KGA Guðmundur Steinsson var þrívegis nálægt því að skora gegn FH í gær- kvöldi en tókst ekki. Hér er hann í baráttu við Birgi Skúlason í Kaplakrikanum. .^ggw- Sigur á ell- eftu stundu Halldór Halldórsson bjargaði FH með góðri markvörslu „ÉG er mjög hress með þennan sigur. Það var reglulega kærkom- ið og nauðsynlegt fyrir okkur að vinna í kvöld. Ef við hefðum tapað þá blasti fallbaráttan við. Við gerum okkur nú grein fyrir því að við vinnum ekki nema með mikilli baráttu og hún var til staðar íkvöld," sagði Halldór Halldórsson markvörður FH, sem átti stórleik og kom í veg fyrir að Framarar færu með sigur af hólmi. Það var Pétur Arnþórsson sem skoraði fyrsta mark leiksins. Hann tók boltan viðstöðulaust á lofti og sendi hann með laglegu skoti í bláhornið hjá Skúli Unnar Halldóri markverði. Sveinsson Fram til þessa hafði FH sótt mun meira skrifar en ekki skapað sér færi. Hörður Magnússon jafnaði metin á 38. mínútu. Varnarmaður ætlaði að gefa knöttinn á Birki markvörð en var allt of lengi að því. Hörður komst framhjá honum, náði knett- inum og átti ekki í vandræðum með að skora. Framarar hófu síðari hálfleik af miklum krafti. Á fyrstu mínútunum áttu þeir sex góð marktækifæri en inn vildi boltinn ekki. Ríkharður Daðason skaut naumlega framhjá og Guðmundur Steinsson skapaði sér þrívegis góð marktækifæri en boltinn smaug alltaf rétt framhjá. Pétur Ormslev skaut yfir í sannköll- uðu dauðafæri og skömmu síðar varði Halldór meistaralega skot frá Guðmundi Steinssyni. Framarar virtust hafa leikinn í hendi sér en Hafnfirðingar voru á öðru máli. Hörður gaf fallega send- ingu inn fyrir vörn Fram. Pálmi Jónsson náði knettinum og skoraði af öryggi. Frömurum tókst ekki að jafna, þrátt fyrir að þeir hafi reynt ákaft, enda aðeins fimm mínútur eftir. Framarar léku ágætlega í síðari hálfleik en tókst ekki að koma knettinum framhjá Halldóri. FH- ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en í þeim síðari vörðust þeir vel þungum sóknum Fram. Þá skutust þeir einu sinni í sóknina og það var nægilegt til að skora. Halldór markvörður var besti maður vallarins. Hann bjargaði nokkrum sinnum meistaralega og var öruggur í úthlaupum. Björn Jónsson lék vel í vörninni og þeir Ólafur Kristjánsson og Hörður Magnússon áttu góðan dag. Hjá Fram var Viðar Þorkelsson sterkur í vörninni. Kristinn R. Jóns- son og Pétur Arnþórsson börðust vel á miðjunni og Pétur Ormslev var drjúgur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.