Morgunblaðið - 22.07.1990, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.07.1990, Qupperneq 1
96 SIÐUR B/C 164. tbl. 78. árg. SUNNUDAGUR 22. JULI PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS Dyttað að báti úti á Granda Morgunblaðið/Ámi Sæberg Eyrbítur geng- ur laus í Brussel Brussel. dpa. DRYKKJUMAÐUR brást illa við er bar- stúlka neitaði honum um frekari af- greiðslu á krá í Brussel á fimmtudags- kvöld. Að sögn lögreglu varð hinn ölóði, sem sagður er 37 ára gamall karlmaður, svo illur er stúlkan neitaði honum um kollu til viðbótar að hann lamdi hana og beit síðan af henni annað eyrað. Að því búnu tók hann til fótanna og var ekki kominn í leitirnar er síðast fréttist. Stúlk- an var flutt á sjúkrahús þar sem læknum tókst að sauma eyrað aftur á hana. Rose Kennedy 100 ára gömul Daily Telegraph. ÆTTMÓÐIR Kennedy-Qölskyld- unnar í Banda- ríkjunum, Rose Kennedy, verður hundrað ára í dag, sunnudag. Af sjö börnum hennar og auðkýfingsins Jos- ephs Kennedys féllu tvö fyrir morðingjahendi, John F. Kennedy, Bandaríkjaforseti, var myrtur í Texas 1963 og bróðir hans, Robert öldungadeildarþingmaður, í Los Angeles 1968. Rose Kennedy innrætti börnum sínum samheldnina sem einkennt hefúr fjölskylduna og stjórnaði heimilislifinu af myndugleika, flengdi óþekktarorma með herðatré þegar þörf krafði. Hins vegar forðaðist hún ávallt sviðsljósið, ólíkt öðrum í ljölskyldunni. Heilsu henn- ar hefur hrakað mjög síðustu árin en hún er þó með fullri rænu. Eitt barna- barnanna spurði fyrir skömmu hvort henni fyndist ekki spennandi að verða hundrað ára. „Nei, ég vildi ég væri orð- in sextán," var svarið. Fyrstu ftjálsu kosningarnar í sögu Mongólíu: Kommúnistar sigurstrang- legir og boða einkavæðingu Israelar mót- mæla „Múmum“ Tel Aviv. dpa. SU ákvörðun israelska sjónvarpsins að sýna beint frá „Múrnum", tónleikunum í Berlín á laugardagskvöld í tilefni af hruni Berlínarmúrsins, sætti harðri gagnrýni á ísraelska þinginu. Einn af hörðustu andstæðingum útsendingarinn- ar var Dov Shilansky, forseti þingsins, sem var í útrýmingarbúðum nasista í heimsstyrjöldinni síðari. Hann er andvíg- ur stjórnmálasambandi Israels við Þýskaland og hefur neitað að heilsaþýsk- um gestum þingsins. „Israelsríki hefur snúist öndvert gegn sameiningunni en nú ríkir gleði. Hvað veldur allri þessari gleði?“ sagði Shilansky. HELMUT KOHL KANZLARI VESTUR- ÞÝSKALANDS 14 _ Ulan Bator. Reuter. KOMMÚNISTAFLOKKURINN í Mongólíu er talinn sigurstranglegur í fyrstu frjálsu kosningunum í sögu landsins, sem heQast í dag, sunnudag. Hins vegar má búast við að stjórnarandstæðingum vaxi ásmegin og forystumenn kommúnista hafa þegar látið nokkuð undan síga. Þeir hafa orðið við æ háværari kröfum um lýðræði og frjálsræði í efnahagsmálum, boða meðal annars lög sem heimila einkarekstur og ihuga sölu á r íkisfy r irtækjum. Helmingur Mongólíumanna, sem eru um tvær milljónir, hefur rétt til að greiða atkvæði í kosningunum, sem fara fram í tveimur umferðum og verður sú síðari að viku liðinni. Þing landsins hafði orðið við kröfum umbótasinna utan og innan komm- únistaflokksins um að alræðisvald hans yrði afnumið. „Þjóðfélag okkar verður að breytast, við getum ekki haldið áfram á sömu bráut,“ sagði Kinayat Zardykhan, aðstoðarforsætis- ráðherra landsins. Einkafyrirtæki eru enn bönnuð með lögum í landinu en þó hafa fjög- ur fyrirtæki fengið undanþágu á undanförn- um mánuðum. Zardykhan sagði að einka- rekstur yrði heimilaður eftir kosningarnar, ríkisfyrirtæki, sem rekin eru með tapi, yrðu að öllum líkindum seld og til greina kæmi að erlend fyrirtæki fengju að kaupa þau. Meðal stjórnarandstæðinga er sundur- þykkja en þeir hafa gagnrýnt fyrirkomulag kosninganna og sakað kommúnista um valdníðslu. Þeir segja að kommúnistaflokkur- inn fái meira fé en aðrir og hafi meiri að- gang að fjölmiðlum, auk þess sem valdastofn- anir geri allt til að tryggja sigur hans. Flokk- urinn nýtur mikils stuðnings á meðal hirð- ingja en stjórnarandstæðingar sækja fylgi sitt til unga fólksins og menntamanna í þétt- býli. Mongólía er næstelsta kommúnistaríki heims, á eftir Sovétríkjunum, og hefur komm- únistaflokkurinn haft alræðisvöld i landinu frá því það var stofnað árið 1921.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.