Morgunblaðið - 22.07.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 22.07.1990, Síða 4
ERLEIMT 4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ INIMLEIMT Umdeildar efiiahags- aðgerðir Aðilar vinnumarkaðarins telja ný- kynntar aðgerðir ríkisstjómarinnar sem ætlað er að lækka fram- færsluvísitölu um 0,78% eða niður fyrir rauð strik kjarasamninga, ófullnægjandi. Aðgerðimar felast í niðurfellingu virðisaukaskatts af ísienskum bókum og af viðhalds- vinnu við húsnæði; frestun á hækk- un bensíngjalds og afturhvárfi frá hækkun gjaldskrár Pósts og síma og RÚV. Amarflug deilir við fj ármálaráðherra Forsvarsmenn Amarflugs saka Olaf Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra um valdníðslu og hafa krafist þess að forsætisráðherra taki mál félagsins úr höndum fjár- málaráðherra og ábyrgist sjálfur að efna samþykkt ríkisstjómarinn- ar um fyrirgreiðslu við Amarflug. Hin harðorða yfirlýsing Arnar- flugsmanna kom í kjölfar deilna þeirra við ráðherrann sem hófust með ræðu Harðar Einarssonar, frá- farandi stjómarformanns, félags- ins á aðalfundi þess á þriðjudag. Þar gagnrýndi hann flugmála- stefnu stjómvalda og sagði að nei- kvætt eigið fé félagsins, sem tap- aði 170 milljónum króna á liðnu ári, væri 680 milljónir króna en mundi lækka um 800 milljónir ef ríkisstjórnin efndi gefín loforð. Fjármálaráðherra segir málið snú- ast um það hvort sömu reglur eigi að gilda um Arnarflug og önnur fyrirtæki. McGovern fser að grafa Svavar Gestsson- menntamálaráð- herra hefur veitt bandaríska forn- leifafræðingnum Thomas McGo- vern leyfi til fornleifarannsókna í Arneshreppi á Ströndum. Þar með er úr gildi fallin sú ákvörðun þjóð- minjanefndar að synja McGovem um Ieyfi til rannsóknanna. Lést í flugslysi Maður lést og annar siasaðist alvarlega er lítil flugvél fórst í Ásbyrgi á mánudag. Hinn látnhhét Jörundur Sigurbjörnsson, 38 ára gamall Akureyringur. Mokveiði á VestQarðamiðum Þorskur hefur mokveiðst á Vest- fjarðamiðum að undanförnu og hafa mörg skip fengið 20-30 tonn í hali. Ásgeir Guðbjartsson, skip- stjóri og áhöfnin á Guðbjörgu IS veiddu 240 tonn frá mánudegi til miðvikudags og var verðmæti af- lans 13 milljónir króna. Eimskip eykur hlutafé Horfur era á að Eimskipafélag íslands auki hlutafé sitt um allt að 100 milljónir króna með útboði á almennum markaði í haust. Sam- kvæmt heimildum Morgunbláðsins era uppi hugmyndir um að stærri hluthafar falli frá forkaupsrétti og útboðið verði til að stækka hlut- hafahóp félagsins. Olís skráð á Verðbréfaþingi OLÍS hefur hlotið skráningu á Verðbréfaþingi íslands fyrst íslenskra almenningshlutafélaga. Frá leiðtogafundi Sovétmanna og V-Þjóðverja. Samþykkja að Þýskaland verði í NATO Sögulegt samkomulag tókst með þeim Míkhaíl Gorbatsjov Sovét- leiðtoga og Helmut Kohl, kánslara Vestur-Þýskalands á leiðtoga- fundi þeirra í Sovétríkjunum á sunnudag og mánudag. Sovét- menn samþykktu fyrir sitt leyti að sameinað Þýskaland yrði í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Helstu skilyrðin af hálfu Sovét- manna eru þau að her Þjóðveija á landsvæði núverandi A-Þýska- lands verði ekki undir stjóm NATO, Þjóðveijar fækki stórlega í sameiginlegum herafla sínum fog hafni öllum möguleikum á að koma sér upp kjamavopnum. Sov- étherinn mun hverfa á brott úr A-Þýskalandi á þrem til fjórum ámm. Með þessu samkomulagi er rutt úr vegi síðustu hindruninni fyrir sameiningu Þýskalands í eitt ríki og jafnframt leyst eitt af erf- iðustu deilumálum stórveldanna eftir síðari heimsstyrjöldina. Samkomulag náðist um landamæri Pól- lands og Þýskalands Á þriðjudag náðist samkomulag um landamæri Póllands og sam- einaðs Þýskalands í viðræðum utanríkisráðherra fjórveldanna og þýsku ríkjanna beggja í París, hinum svokölluðu 4+2 viðræðum. Krzysztof Skubiszéwski, utanrík- isráðherra Pónándá, sem einnig sat fundinn, sagðist mjög ánægð- ur með niðurstöðuna. Hans-Dietrich Genscher og Ja- mes Baker á Parísarfiindinum. Fórnarlömb í Auschwitz færri en áður var talið Ný rannsókn pólskra sagnfræð- inga hefur leitt í ljós að fóm- arlömb nasista í útrýmingarbúð- unum í Auschwitz voru mun færri en fyrri valdhafar Póllands höfðu haldið fram, eða 1,1 milljón en ekki 4,4 milljónir eins og komm- únistar sögðu. Sannað þykir að langflest fómarlambanna hafi verið gyðingar, en samkvæmt fyrri valdhöfum voru jafnmargir Pólveijar drepnir í búðunum. Harkaleg deila íraka og Kúvæta Kúvætar hafa brugðist ókvæða við ásökunum íraka um að þeir hafi sýnt þeim yfírgang með þvf að stela olíubirgðum og reis hem- aðarmannvirki innan landamæra íraks. írakar fordæmdu einnig stjómvöld í Kúvæt og Sameinuðu arabísku furstadæmunum fyrir að hafa af ásettu ráði valdið þeim miklu efnahagslegu tjóni með of- framleiðslu á olíu. Á fimmtudag ítrekuðu Bandaríkjamenn stuðn- ing sinn við Kúvæta eftir að írak- ar höfðu gefið í skyn að þeir kynnu að beita hervaldi ef ara- baríkin drægju ekki úr olíufram- leiðslu sinni. Bandaríkin: Skattahækkanir blasa við Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UM FÁTT ER nú meira rætt í Bandaríkjunum en skattahækkanir af ýmsu tagi. Ríkisskuldirnar vegna fjárlagahalla síðustu ára nema nú rúmlega þrem billjónum dollara og vaxa með ævintýralegum hraða á hverri klukkustund. Ríkisskuldabréf hafa verið gefin út linnulaust til að standa undir eyðslu umfram tekjur og þykir fyrir löngu í óefni komið. Ef með eru taldar skuldir fyrirtækja og neytenda nemur skulda- súpa landsins nú 13 - 14 billjónum dollara. Á móti koma að sjálfsögðu miklar eignir innanlands sem utan og gífúrleg framleiðslugeta en skuldamálin þykja samt komin á alvarlegt stig. ó Bandaríkjaforseti og Banda- ríkjaþing séu nokkuð sammála um að grípa þurfi til skattahækkana og aukinna álagna, og að samkomu- lag þurfi að nást um stefnubreytingu í skuldamálum áður en Bandaríkja- þing fer í frí í næsta mánuði vegna þingkosninga í nóvember, eru málin í sjálfheldu. Demókratar vilja að George Bush forseti, sem lofaði í forsetakosningabaráttu sinni að hækka enga skatta, hafi frumkvæði að tillögum í þessa átt, en repúblikar vilja að demókratar, meirihluti á þingi, hafi þar forystu og ákvörðun- arvald. Þrátt fyrir nauðsynina á stefnubreytingu er það talið nálgast kraftaverk ef eitthvert samkomulag næst á svo stuttum tíma sem nú er til stefnu. Ekki bætir úr skák að flest ríki Bandaríkjanna era í fjárkröggum og hugleiða því skattahækkanir. Á mið- vikudag undirritaði Michael Dukakis, ríkisstjóri í Massachusetts, ein mestu skattahækkunarlög sem samþykkt hafa verið í Bandaríkjunum, og eiga þau að fylla 1,4 milljarða dollara fjár- lagagat í Massachusetts. Samkvæmt þeim er 5% söluskattur til ríkisins lagður á 600 þjónustu- greinar sem hann náði ekki til áður, þar á meðal þjónustu þeirra sem spá um óorðna hluti. Tekju- og bensín- skattar eru eírinig hækkaðir. Nýju lögin eiga að færa ríkissjóði Massac- husetts 1,1 milljarð dollara á fjár- hagsári sem hófst 1. júlí og 1,6 millj- arða dollara á næsta ári. Fjárhagsörðugleikar Massa- chusetts eru m.a. raktir til þess að Dukakis hafi ekki sinnt störfum sínum sem skyldi þá er hann var í kosningabaráttunni um forsetaemb- ættið 1988. Þá gekk ýmsum fyrir- tækjum á tæknisviði mjög vel í Massachusetts og oft var minnst á efnahagsundrið sem þar átti sér stað. Velgengni flestra þessara fyrirtækja varð skammvinn og hefur verið alger kyrrstaða, eða jafnvel afturför, í at- vinnulífi ríkisins. Mannflöldi á Vaclav-torgi í Prag fagnar 10. desember sl. er tilkynnt var um myndun fyrstu stjórnar- innar í fjóra áratugi þar sem kommúnistar voru ekki allsráðandi. Tékkóslóvakía á tímamótum: Hvernig þjóð nemur regl- ur lýðræðisskipulags á ný FYRSTU sporin á vegi lýðræðis og frelsis eru engan veginn auð- veld. Stjórnmálaumræða í Tékkóslóvakíu er ekki laus við ein- feldni og varpar ljósi á skort okkar á reynslu og þekkingu. Nýja stjórnin þarf að kljást við fjölda vandamála og raða þeim í for- gangsröð. Enginn þarf að velkjast í vafa um að hefðir á sviði stjórnmála, menningar og siðferðismála marka framtíðarstefnuna sem sérhver þjóð kýs sér. Lýðræðishefðin getur ekki tal- ist sterk í Tékkóslóvakíu. Ef undanskilin eru ár fijálsa lýðveld- isins milli heimstyijaldanna ber saga landsins merki kúgunar; fyr- ir 1918 var það veldi Habsborgara en síðar tóku við yfirráð Hitlers um hríð og loks kommúnistaal- ræðið. Þráin eftir frelsi er eins og rauður þráður í verk- um stjórnmála- manna, rithöfunda og tónlistar- manna alla 19. öldina. Allir áttu þeir sér eitt takmark: Sjálfræði Tékka og Slóvaka. Það var fyrir tilstilli hins óþreytandi baráttu- manns, Tomasar Garrigue Mas- aryks, að hægt var að setja á stofn lýðveidið 1918 og sá fyrstu fræ- kornum lýðræðisins. íbúar landsins vísuðu eindregið á bug alræðinu í fijálsum kosning- um nýverið, rétt eins og Ungveij- ar nokkru fyrr, og staðfestu jafn- framt þá ákvörðun sína -að búa við frelsi. Samt sem áður kom það glöggt í ljós í kosningabaráttunni að langur tími myndi líða þar til lýðræðisreglur næðu yfirhöndinni í öllu samfélaginu. Hringborðsum- ræður fulltrúa flokkanna í sjón- varpi sýndu hvílíkt ginnungagap var á milli manna hvað snerti pólitískt hug- arfar og hefðir. í fáum orðum sagt, þjálfaðir stjórnmála- menn eru ekki til. Það er ekki hægt að gera út af við 40 ára kúgun í snatri og með vissum hætti erum við öll mörkuð henni. Vaclav Havel forseti orðaði þetta svo: „Við berum öll hluta sektar- innar.“ Hægt er að líta á nær hálfa aðra milljón atkvæða, er kommún- istar fengu í júní-kosningunum, sem viðvörun. Það var einkum skorturinn á vinstriflokki við hlið- ina á kommúnistum sem gerði þennan óvænta árangur möguleg- an, hann kom leiðtogum sjálfs flokksins á óvart. Önnur ástæða BflKSVP eftir Jaroslav Novak ÍPrag var misheppnuð barátta hinna gömlu flokka jafnaðarmanna og sósíalista sem eitt sinn voru mjög sterkir í landinu. Þeir eiga gífur- legt starf fyrir höndum. Kjósend- ur Borgaravettvangs kusu hann til að styðja helstu frammámenn hans, þ. á m. Havel, einnig vegna þess að margir landsmenn voru ráðvilltir en vildu fyrst og fremst vísa gömlu stjórnarherrunum ótvírætt á bug með því að styðja byltingarmenn. Hvað sem því líður er ljóst að grípa þarf til ýmissa óvinsælla ráðstafana á næstunni og hugsanlegt er að bið verði á því að árangur náist í efna- hagsumbótunum. Þá munu marg- ir óánægðir og óþolinmóðir styðja kommúnista í kosningunum eftir tvö ár hafi enginn flokkur vinstra megin við miðju komið á fram- færi áhugaverðri stefnu er nær athygli fjöldans. Það er e.t.v. nokkur huggun að hlutfall kjós- enda kommúnista meðal fólks undir þrítugu var aðeins sex af hundraði. Höfundtir er tókkneskur blaðamaður, 69áragamall. Á tímum kommúnista sendi hann erlendum fjölmiðlum íþróttafréttir, sem ritskoðunin lét yfírleitt afskiptalausar, en stundaði einnig önnur störf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.