Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 5
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 5 Reuter Vetrartískan kynnt í París, háborg tískunnar, eru fatahönnuðir nú í óðaönn að kynna tískufatnað næsta vetrar. Meðal þess sem sýningarstúlkur Philippe Venets sýndu í fyrradag var þessi kóbaltbláa rúskinnskápa sem skreytt er með upphleyptu guilmynstri. I hettunni og ermalíningunum er dýrafeldur. Gróðureldar ógna gassvæðum í Síberíu Moskvu. DPA. BORGINNI Nadym í vesturhluta Síberíu stafar hætta af gróðureld- um sem loga á 25 stöðum í nágrenni borgarinnar. Einnig eru gasvinnslustöðvar í hættu, að sögn TASS-fréttastofunnar. Níkolaj Kovrígín borgarstjóri sagði í samtali við TASS i gær að öllum ráðum væri beitt til þess að reyna að koma í veg fyrir að eldarnir komist að gasleiðslum og bæjum og þorpum á Nadym- svæðinu. Hitabylgja hefur geysað í Síberíu að undanförnu og telst það til tíðinda þar um slóðir. Eldarnir kviknuðu af þeim sökum og breið- ast um skóga og gresjur. Eru um 7.000 hektarar gróðurlendis nú þegar sviðin jörð. Ekki er búist við úrkomu næstu vikuna og eru Síberíumenn vanbúnir af tækjum til að beijast við elda af þessu tagi. Sovétríkin: Fyrirmenn grafiiir í lúxuslíkkistum Moskvu. Daily Telegraph. SOVÉSKIR líkkistusmiðir afhjúpuðu eitt af best varðveittu leyndarmálum stéttar sinnar á fyrir skömmu. Félagar í stjórn- málaráðinu og aðalritarar kommúnistaflokksins fá sérstakar lúxuslíkkistur þegar þeir falla frá. essi lúxusgerð er tíu senti- metrum lengri og sex senti- metrum breiðari en líkkistur fyr- ir almenning. Kisturnar verða að vera úr gegnheilli furu og í klæðninguna að innanverðu fara um 20 metrar af rauðu ektasilki. Blaðamaður hins vinsæla tímarits Ogonjok fannst líkkist- usmíði hálfskuggaleg atvinnu- grein, en hann segist hafa hitt fyrir „glaðværan hóp“ starfs- manna þegar hann kom í heim- sókn í líkkistuverksmiðju í Moskvu. Nokkrir þeirra sátu á einum smíðisgripnum og voru að snæða nestið sitt. Þeir voru hreyknir af starfi sínu — og lúxuskistunum. „Þetta eru mjög íburðarmiklir gripir,“ sögðu þeir, „og við smíðum þá eingöngu ef við fáum fyrirskip- anir um það frá ríkisstjórninni. Þær eru fóðraðar innan með yndislegu silki og það fara um fjórar klukkustundir einungis í klæðninguna,“ héldu þeir áfram, „en í venjulegar kistur fara að- eins um tíu mínútur og efnið er ekki ýkja merkilegt." Lúxuslík- kistur kosta sem svarar rúmlega 15.000 ísl. krónum, en venjulega gerðin kostar rúmlega 8.000 kr. Aðeins tveir menn utan stjórn- málaráðsins hafa fengið lúxus- kistur: Dr. Andrej Sakharov, mannréttindafrömuður og nób- elsverðlaunahafi, og Vladímír Vysotskíj, vinsæll leikari og söngvari. Á haustdögum mun Samvinnuferðir-Landsýn gefa íslendingum færi á að komast í nána snertingu við það land sem oft er kallað vagga vestrænnar menningar. Fyrstu 3 dagana verður dvalið í Kairo viö bakka Nilarfljóts þar sem tignarleg fortíðog nútíðin tengjast saman á heillandi hátt. Gist verður á hinu frábæra 5 stjörnu hóteli Ramses Hilton. Frá Kairo verður flogið til verslunarborgar- innar Aswan, sem þekktust er fyrir eina stærstu stíflu heims. Þaðan verður. haldið niður Níl í 7 daga sigl- ingu á 5 stjörnu lúxusskipi. Komið verður í land á hverjum degi og skoðaðar fornminjar sem eru þar við hvert fótmál. - Við lofum ógleymanlegri ferð! Siglingin endar í Luxor og þaðan ökum við til strand- bæjarins Hurghada sem stendur við Rauðahafið. Þar verður strandlíf stundað af miklu kappi í 5 daga og síðan flogið til Kairo, dvalið þar 13 daga... og flog- ið heim. BROTTFARARDAGAR, VERÐ OG BÓKUNARSTAÐA Haustferðin 1. sept. 17 dagar. Reykjavik: Austurstræti 12. s 91 -691010. Innanlandsferöir. s. 91 -691070. postfax 91 -27796. telex 2241. Hótel Sogu vió Hagatorg. s 91 -622277. póstfax 91 -623980 Akureyri: Skipagotu 14. s 96-27200. postfax 96-27588. telex 2195 FLUGLEIÐIR js misM Samvinnuferöir - Landsýn Verð 121.900 kr. á mann í tvíbýli. UPPSELT. Fyrri aukaferð 23. sept. 16 dagar. Verð 123.800 kr. á mann í tvíbýli. Örfá sæti laus. Seinni aukaferð 20. okt. 16 dagar. Verðl 34.600 kr. á mann í tvíbýli. Laussæti. InnifaliJ í verði er flug og gisting i Kairo með morgunverði og 2 hádegisverðum, fullt fæði á skipinu og hálft fæði á Hurghada, skoðunarferðir og íslenskfararstjórn. Verð miðast við gengi 20. júni 1990 og er án flugvallarskatts.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.