Morgunblaðið - 22.07.1990, Page 10
U'Ji. .iiS ÍIUOAd'-lK'/.'Jg dídAJU'/I'JOaOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLI
HEILRÆÐIHANDA TIL VONANDILAXVEIÐIMÖNNUM
ÞEIR sem rennt hafa fyrir lax eru flestir á einu
máli um að þar sé á ferðinni íþrótt sem ekki er
unnt að slíta sig frá, ganga jafhvel svo langt að
segja að það eina sem haldi þeim á lífi yfir vetur-
inn sé tilhlökkunin að komast í lax á sumrin.
Fyrir þá sem ekki hafa tekið bakteríuna kann
þetta að virðast skrýtið. Ein leið til að bæta úr
því er að kynna sér málið betur og gefa lesendum
innsýn í fúrðuheim þennan. Það er nefiiilega alls
ekki eins erfitt að komast inn í hóp laxveiðiunn-
enda og margur kann að halda. Meira um það
síðar.
eftir Guðmund Löve
jmmm■ íslandi eru 117 lax-
veiðiár samkvæmt
skýrslum Veiðimál-
astofnunar. Veiði-
rétt eiga þeir
deigendur sem land
eiga að hverri á, og er hlutur hvers
og eins reiknaður út eftir lengd
bakkans með tilliti til annarra at-
riða, svo sem uppeldis- og veiði-
stöðva físksins. Samkvæmt lands-
lögum er skylt að stofna veiðifélög
um allar laxveiðiámar og eru 58
þessara félaga innan vébanda
Landssambands veiðifélaga. Félög
þessi leigja svo oftast ána til stang-
veiðifélaga eða einkaaðila, sem svo
aftur sjá um að selja einstaklingum
veiðileyfí í ámar. Margar af helstu
laxveiðiám landsins, svo sem Laxá
í Kjós, Þverá í Borgarfirði, Grímsá,
Haffjarðará, Laxá í Dölum, Hauka-
dalsá, Vatnsdalsá og Víðidalsá eru
í leigu ýmissa athafnamanna sem
oft leigja þær aðeins útvöldum ein-
staklingum. Sumar ár eru einnig
þéttsetnar erlendum laxveiðimönn-
um, og má þar til dæmis nefna að
Laxá í Kjós, sem í fyrra skiiaðí flest-
um fískum á land, er leigð af útlend-
ingum svo til allan veiðitímann.
Laxveiðitímabilið stendur yfír frá
20. maí til 20. september, en á
þessum fjórum mánuðum má í
hverri á veiða í 92 daga. Á hverjum
degi má veiða í 12 klukkustundir
alls, og er deginum skipt í tvennt,
gjarnan frá kl. 7 til kl. 13 og frá
kl. 15 til kl. 21. Með þessu móti fær
fiskurinn möguleika til að ganga
óáreittur upp ána hálfan sólarhring-
inn. í hverri á er Ieyfður ákveðinn
fjölda stanga sem samþykktur er
af Veiðimálastofnun. Til hliðsjónar
er haft að áin skili að meðaltali
einum fiski á stöng á dag, en veiði-
vonin er að sjálfsögðu mjög mis-
munandi eftir tíma og veiðistað
fyrir utan alla duttlunga náttúrunn-
ar.
Veiðileyfin
Laxveiðileyfið er oftast selt fyrir
einn eða fleiri daga í senn. Mismun-
andi reglur gilda um þetta fyrir
hverja á. Stundum eru alíar stangir
í á seldar saman í einn eða fleiri
daga, en oft er hægt að fá t.d. eina
stöng í hálfan dag. í flestum ám
er Ieyfílegt að vera tveir um stöhg,
og má þá að sjálfögðu aðeins annar
veiða í einu. Verð á veiðileyfum er
bæði mismunandi milli áa og milli
tímabila. Venjulega eru leyfin dýr-
ust á miðju tímabilinu þegar veiði-
vonin er mest, en ódýrust í byrjun
þess og enda. Svo dæmi séu tekin
kostar dagurinn í Elliðaánum nú
um helgina kr. 12.500, í Norðurá
kr. 29.000 (þar er þetta dýrasta
helgin á sumrinu) og í Laxá í Leirár-
sveit kr. 46.000 (síðustu dagana í