Morgunblaðið - 22.07.1990, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ
T
ÁÆTLAÐ AÐ „NEÐANJARÐARHAGKERFIÐ" VELTI 20
MILLJÖRÐUM KRÓNA i ÁR:
YSK stoppar
í sum skattagöt
■ Tekjutap ríkissjóðs áætlað rúmir 4 milljarðar króna
■ Góð innheimta á VSK bendir til að nótulaus viðskipti hafi
numið milljörðum á ári hverju
H Engar tillögur nefndar um úrbætur í skattaeftirliti 1 98ó hafa
enn komið til framkvæmda
■ Stöðugildi hjá skattrannsóknarstjóra jafnmörg nú og þau
voru 1 985 þrátt fyrir að framteljendum hafi fjölgað um
13.000.
■ Skattsvikamál upp á 55 milljónir afgreitt á þessu ári frá
skattrannsóknarstjóra
eftir Friörik Indriðason/grafík Andrés Magnússon
AÆTLAÐ er að „neðanjarðarhagkerfið" hér á landi, eða
dulin efnahagsstarfsemi, muni velta um 20 milljðrðum
króna á þessu ári. Talan er ekki nákvæm en frá árinu
1986 hefur verið talið að veltan í þessu kerfí sé 6% af
landsframleiðslu sem í ár verður 338 milljarðar króna.
Tekjutap ríkissjóðs af þessari veltu í formi glataðra
skatta er varlega áætlað rúmir 4 milljarðar króna og
svo virðist sem stjórnvöld hafi á undanfornum fjórum
árum haft litinn áhuga á að ná í nokkuð af þessum tekj-
um. Árið 1985 vann nefnd á vegum fjármálaráðherra
skýrslu um neðanjarðarhagkerfið og var skýrslan kynnt
á Alþingi í apríl 1986. Yakti hún mikla athygli á sínum
tíma og umræðu um þessi mál í þjóðfélaginu. í skýrsl-
unni var m.a. að finna tillögur til úrbóta í skattamálum,
þar á meðal tillögur um eflingu skattaeftirlits í fimm
liðum. Engin af þessum tillögum hefur enn komið til
framkvæmda. Segja má að tilkoma virðisaukaskatts
(VSK) sé mikil úrbót í þá átt að einfalda skattakerfið
og gera það skilvirkara. VSK virðist hafa tekist vonum
firamar og er innheimta ríkissjóðs af þessum skatti nokk-
uð meiri en áætlað hafði verið. Á fyrstu tveimur mánuð-
um þessa árs komu þannig um 7 milUarðar króna í kass-
ann í gegnum VSK en á sama tímabili í fyrra skilaði
söluskatturinn 3,7 milljörðum í ríkiskassann. Þessa tvo
skatta er þó alls ekki hægt að ieggja að jöfnu en mismun-
urinn þarna á milli bendir m.a. til að nótulaus viðskipti
hérlendis nemi nokkrum miiyörðum króna á ári.
sem
Þeir
Milljónir króna
250
náðust
Tíl hægri sést hverju
embætti Skattrann-
sóknastjóra hefur
skilað í kassann
undanfarin fimm ár.
veltan0
Talið er að neðanjarðar-
hagkerfið nemi a.m.k. 6%
vergrar landsframleiðslu
og missir Ríkissjóður því af
feitum bita.
Til hægri sést velta
íslenska neðanjarðar-
hagkerfisins undanfarin
fimm ár og spá fyrir
1990. Gengið er út frá
því að veltan sé 6%
vergrar landsfram-
leiðslu og er þá ekki
tekið tillit til breyttra
aðstæðna eins og
skattkerfisbreytinga.
15
10