Morgunblaðið - 22.07.1990, Síða 34

Morgunblaðið - 22.07.1990, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ ÐTSALA ENeiABÖRNiN Bankastræti 10. S: 22201. Giftu sig í skógarlundi FERÐAÞJONUSTA Reka hótel o g krá í Danmörku BRUÐHJON VIKUNNAR BRÚÐHJÓN vikunnar eru Sig- urður Orri Steinþórsson og Halldóra Ágústsdóttir. Þau voru gefin saman af séra Árna Páls- syni í skógarlundi að Stálpastöð- um í Skorradal 7. júlí. Sigurður Orri og Halldóra kynnt- ust fyrir átta árum. „Við unnum bæði við skógrækt í Skorradal,“ segir Sigurður Orri. „Svo þróaðist þetta smám saman út í ást,“ bætir hann við en er lengi að svara þegar hann er spurður hvað hafi nú heill- að hann mest í fari Halldóru. „Ætli það hafi ekki verið hvað hún er blíð og góð Hún er líka fjandi úr- ræðagóð og dugleg. Nei annars. Það var persónuleikinn í heild, bara hún öll,“ bætir hann við hugsi. Tveimur árum seinna eignuðust þau soninn Ágúst Skorra sem var skírður á sama stað og hjónavígslan fór fram. „Rétt eins og núna hafði rignt allan daginn en stytti upp þegar átti að fara að sklra,“ segir Sigurður Orri og bætir við að há grenitré hafi skýlt skógarlundinum fyrir vindi á brúðkaupsdeginum. Halldóra tekur undir þetta og bætir við að athöfnin hafi tekist ljómandi vel. „Hún fór fram klukkan þrjú en á eftir var boðið upp á kransa- köku og kampavín í skóginum. Þá var gestum boðið í kaffi heim að Hvammi þar sem foreldrar mínir búa en um nóttina gistum við á Hótel Borgarnesi." Brúðurin og fjölskylda hennar sáu um mestan undirbúning brúð- kaupsins. „Foreldrar mínir sáu um kaffið en við mamma bjuggum til kransakökuna," segir Halldóra og bætir við að kakan hafi verið frum- raun þeirra mæðgna á kransaköku- sviðinu. Hér getur Sigurður ekki stillt sig um að skjóta inn í að mæðgurnar hafi ekki getað trúað sínum eigin augum þegar þær voru búnar að koma kökunni saman. „Þær störðu á kökuna eins og þær væru að bíða eftir að hún hryndi,“ segir hann með stríðnisglampa í Sigurður Orri Steinþórsson, Halldóra Ágústsdóttir og Ágúst Skorri Sigurðsson. augum. Þá má geta þess að Halld- óra, sem er myndlistarkennari, saumaði sjálf brúðarkjólinn. „Mig langaði ekki í hefðbundinn brúðar- kjól,“ segir hún, „og ákvað að sauma mér látlausan hvítan kjól í staðinn. Efnið í kjólinn fékk ég hjá ömmu Orra sem hafði átt það lengi,“ bætir Halldóra við segir að hún hafi líka saumað lítinn hvítan HIN kunna vísnasöngkona Berg- þóra Árnadóttir og þúsundþjala- smiðurinn Hans Peter Sorensen festu nýlega kaup á hóteli í bæn- um Skovsgaard sem er rúmlega 30 kílómetra vestur af Álaborg. Bergþóra hefúr búið í Danmörku síðastliðin tvö ár en Peter, sem er þýskur að uppruna, hefur búið víðs vegar í Danmörku mestan hluta ævinnar. Hefúr hann feng- ist við margs kyns störf, meðal annars rekið kvikmyndahús, myndbandaþjónustu og útvarps- stöð. Það var í maí síðastliðnum sem skötuhjúin keyptu Skovsgaard Hotel og var strax hafist handa við að breyta og bæta. Vegna fram- taksleysis fyrri eiganda hafði rekst- ur hótelsins legið niðri um alllangt skeið en eftir að Peter og Bergþóra tóku við rekstrinum hefur það gjör- breyst. Hafa þau opnað krá og leik- tækjasal í húsakynnum hótelsins auk • þess sem bæjarbúum býðst ókeypis afnot af rúmgóðum sal til veisluhalda. Einnig hefur verið bryddað upp á nýjungum af ýmsu tagi, til að mynda gafst kráargest- um tækifæri til að sjá heimsmeist- Morgunblaðið/Charles Egill Hirt Peter og Bergþóra ásamt Jóhönnu Aðalbjörgu Bergsdóttur, sem starfar á Skovgaard Hotel í sumar. Á myndinni sést hundurinn Muggur sem er gestum hótelsins að góðu kunnur. arakeppnina í knattspyrnu á þriggja mejtra háum sjónvarpsskermi. íbúar Skovgaard eru um eitt þúsund talsins en hótelkráin er sú eina í bænum. Margir ferðamenn í samtali við Morgunblaðið sagði Bergþóra að eftirspurn eftir gist- ingu hefði orðið meiri en þau bjugg- ust við. „Bæði innlendir og eríendir ferðamenn leggja leið sína til Skovgaard eða eiga leið hér um enda eru margir fallegir staðir hérna í kring," segir Bergþóra. „Núna er háannatími að ganga í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.