Morgunblaðið - 12.08.1990, Síða 2
2 FRÉTTIR/IIMIMLEIMT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1990
Barinn í höfuð með
brotínni flösku
MAÐUR var barinn í höfuðið
með brotinni flösku fyrir utan
Hótel ísland laust eftir klukkan
þrjú í fyrrinótt. Hann var fluttur
til aðgerðar á slysadeild og
þurfti að sauma um 40 spor í
höfuð honum.
*
Arásarmaðurinn var handtek-
inn og gisti fangageymslur
lögreglu.
Þá voru tveir menn fluttir á
slysadeild eftir hörð átök í Hafnar-
stræti um klukkan hálfsex í gær-
morgun. Annar var skaddaður í
andliti, hinn hafði hlotið högg á
hnakka. Tveir menn sem veitt
höfðu áverkana voru færðir í
fangageymslur lögreglu.
Lögreglan átti annríkt aðfara-
nótt laugardagsins vegna ýmis
konar ölvunaróláta. Þrír ökumenn
voru grunaðir um ölvun við akst-
ur. Það þykir lítið áðfaranótt laug-
ardags en bendir til þess, að sögn
lögregluvarðstjóra, að lögreglan
hafi átt svo annríkt við að sinna
útköllum að minni tími en ella
hafi gefist til eftirlits með umferð-
inni.
íslenska óperan:
Hafa fengið stuðning
langt umfram flárlög
- segir menntamálaráðherra
„RÍKIÐ hefur á þessu ári veitt íslensku óperunni Qárstyrk langt
umfram Qárlög, bara í júnímánuði síðastliðnum 3 milljónir króna.
Framtíðarmál óperunnar eru og hafa verið í athugun en ég hef
ekkert orðið var við þá óperumenn undanfarnar vikur fyrr en ég
sá viðtal við Garðar Cortes í Morgunblaðinu í dag,“ sagði Svavar
Gestsson menntamálaráðherra jþegar hann var í gær inntur eftir
hvort ríkisvaldið hygðist veita Islensku óperunni aukinn Qárstyrk
vegna rekstrarerfiðleika stofnunarinnar.
Ráðherra sagði að engin stefna
hefði verið mörkuð um til
hvaða aðgerða yrði gripið. „Ég hef
óskað eftir því að unnið verði að
þessu af krafti,“ sagði ráðherrann.
Hann sagði engin tímamörk hafa
verið sett hvenær niðurstaða ætti
að liggja fyrir. „En ég vil árétta
það að á tímum þegar um ekki
eru veittar neinar aukafjárveiting-
ar hefur ríkið veitt óperunni
óvenjumikinn stuðning, sennilega
þann hæsta sem um er að ræða á
þessu ári á vegum menntamála-
ráðuneytisins til eins aðila,“ sagði
?áðherra.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Hildur Harðardóttir, Halldór Björnsson, Anna Sigríður Einarsdóttir, Hrafn Harðarson og Hulda
Harðardóttir eru þar sem áður var moldar flag en er nú að gróa upp vegna ræktunarstarfs þeirra.
Vogastapi:
Gróðursett í moldarflög
Vogum.
ÁHUGAFÓLK um gróðurrækt hefur á síðastliðnum sex árum
farið með tijáafklippur, torf sem kemur við kantskurð, blóm
og annan gróður sem fjarlægður er úr görðum og gróðursett
sunnan til á Grímshól á Vogastapa. Mikill árangur hefur orðið
af gróðursetningunni. Tré eru farin að vaxa og blóm að
blómstra þar sem áður voru moldarflög og rofabörð eru farin
að gróa.
Frumkvöðull að gróðursetn-
ingu á þessum stað er Hildur
Harðardóttir frá Keflavík. „Ég
ákvað að slá til fyrir sex árum
og prófa þetta. Éf árangurinn
yrði 20% héldi ég áfram en raun-
in varð sú að árangurinn varð
80-90%,“ sagði hún. Frá því að
Hildur hófst handa fyrir sex
árum hafa fleiri bæst í hópinn,
alls 15 manns.
Hildur sagði mikilvægt að
engu sé hent og Hrafn Harðar-
son sagði landið nógu stórt til
að taka við öllu sem til félli við
garðvinnuna, svo engu þyrfti að
kasta á glæ. EG
Þriðja olíukreppan blasir víð:
Þær fyrri ollu óðaverðbólgu
og nær útrýmdu fýringunni
NÚ GÆTI farið svo, að íslendingar og aðrar þjóðir neyðist til
að riQa upp lærdóm frá áttunda áratugnum um það, hvernig
hægt sé að spara olíu, eftir tiltölulega lágt olíuverð undanfarin
misseri. Ástandið á olíumörkuðum eftir innrás Iraka í Kúvæt er
óljóst, en þriðja olíukreppan síðan 1973 er ekki ólíkleg. Þegar
fyrri olíukreppur gengu ylír, 1973 og 1979, urðu áhrifin hér á
landi margvísleg, meðal annars var hægt að draga úr notkun
olíu um miðjaii áttunda áratuginn, verðbólgan þaut upp og í kjöl-
far síðari kreppunnar voru gerðar tilraunir til að beina olíuvið-
skiptunum frá Sovétríkjunum.
Tunnan af hráolíu kostaði 2,8
dollara á heimsmarkaði árið
1973. Þá skall á stríð milli ísraels
og arabarikja um haustið. Meðal-
verð næsta árs, 1974, varð 10
dollarar. Síðan lækkaði það og
varð 8,9 dollarar 1978. Þá urðu
enn miklir at-
burðir í araba-
heiminum, þar
sem helstu
olíulindir jarð-
arinnar eru,
bylting var •
gerð i íran 1979 og olíuverðið fór
upp í 20,6 dollara 1980 og hefur
ekki síðan orðið hærra. Tölurnar
eru á verðlagi ársins 1973, á verði
hvers árs fór það hæst í 36 doll-
ara 1980.
íslendingar voru tiltölulega vel
undir það búnir að bregðast við
margföldun olíuverðs 1974, miðað
við aðrar þjóðir, þegar til lengri
tíma er litið, þar sem hækkunin
gerði virkjun jarðhita til húsahit-
unar skyndilega afar hagkvæma.
Víða um land hafði hagkvæmni
hitaveitu verið athuguð, en beðið
með framkvæmdir þar sem olíu-
kyndingin var ódýrari. Hækkun
hvatti til hitaveituframkvæmda
út um land og nágrannasveitarfé-
lög Reykjavíkur sömdu við Hita-
veitu Reykjavíkur um aðild og var
hitaveita lögð i þau á skömmum
tíma.
í dag eru um 86% af öllu hús-
næði í Iandinu
hituð með jarð-
varma, það
hlutfall var um
helmingur fyrir
olíukreppuna
1973. Raf-
magn hitar um 10% húsnæðis,
þannig að olíufyringin vermir að-
eins um 4% húsa í dag. Þessa
þróun má kalla jákvæðar afleið-
ingar olíukreppunnar, til þess að
hita húsin á veitusvæði HR þyrfti
500 þúsund tonn af olíu á ári.
Nú kostar veitan um tvo milljarða
króna á ári, fyrir olíuna þyrfti að
greiða 6-8 milljarða. En kreppan
hafði einnig neikvæð áhrif.
Verðbólga, sem mældist í eins
stafs tölu 1971 þegar Viðreisnar-
stjórnin fór frá, hafði aukist um-
talsvert fyrstu tvö ár vinstri
stjórnarinnar og við olíukreppuna
margfaldaðist hún enn frekar og
BAKSVIÐ
eflir Þórhall Jósepsson
olíunnar varð til áð rikisvaldið ' hefur (fkkí vériö' hamln síðári.
nema ef vera skyldi í vor og sum-
ar.
Eldsneytiskostnaður farar-
tækja hækkaði og kom ekki síst
niður á útgerðinni. „Þetta var al-
veg skelfilegt, olíuverðið þrefal-
daðist," segir Kristján Ragnars-
son, formaður LÍU. Útgerðar-
menn, sem það gátu, brugðust við
með því að skipta yfir í svartolíu,
sem var og er ódýrari en gasolía.
í kreppunni 1979 fóru menn að
nota olíueyðslumæla og spöruðu
olíu með því að keyra vélarnar
ekki á fullum afköstum, en þrátt
fyrir þetta hækkaði olíukostnað-
urinn umtalsvert.
Árið 1979 reyndu stjórnvöld að
fínna leiðir til að bregðast við og
minnka skaðann. Talsvert var í
húfi og er enn. í fyrra var flutt
til landsins olía fýrir um 6,9 millj-
arða króna og hækki verð að jafn-
aði um þriðjung, svo dæmi sé tek-
ið, kostar það þjóðarbúið rúmlega
tvo milljarða króna. Þá var komið
á fót ólíukaupanefnd sem skyldi
meðal annars kanna hagkvæmari
olíukaup. Hún kannaði marga
möguleika, eins og að kaupa olíu
frá Nígeríu og láta vinna hana í
Portúgal, greiða hvorum tveggju
fyrir með fiski. Þetta reyndist
óhagkvæmt. Þá hófst mikil gagn-
rýni á viðskiptin við Sovétríkin,
en olíukaup af þeim eru bundin
milliríkjasamningum um gagn-
kvæm viðskipti. Ákveðið var að
semja um olíukaup í Bretlandi á
föstu verði, en Sovétviðskiptin
voru bundin við Rotterdamverð,
og var samið um kaup á sex olíu-
foririúm. Þéir reyndúsf dýrari en
Rússaolían á Rotterdamverðinu
og varð ekki af frekari kaupum.
Talsmenn Sovétviðskiptanna
sögðu þá að þessir samningar við
Bretana sýndu að Rússaolían
væri hagkvæmari kostur, en tals-
menn þess að kaupa olíu af öðrum
þjóðum töldu íslensku samninga-
mennina ekki hafa leitast við að
ná hágkvæmustu samningum við
Breta, því væri samanburðurinn
óraunhæfur.
Nú blasir þriðja olíukreppan við
og ýtir undir umræður, sem hafa
um skeið staðið um olíúviðskiptin.
„Það þarf alltaf eitthvað til, að
menn vilji endurmeta stöðu sem
er búin að vera eins í fjörutíu ár.
Ég tel að við hljótum _að endur-
skoða þetta mál núna. Ég hef trú
á því að sambönd olíufélaganna
við vestræn olíufélög byggist á
það góðum grunni að við getum
það,“ segir Kristján Ragnarsson.
„Aðalatriðið finnst mér að við eig-
um að hafa frjálst verð á olíu,
láta það byggjast upp á sam-
keppni og láta hvern og einn bera
ábyrgð á því sem hann gerir í
þessu sem öðru.“ Og um Sovétvið-
skiptin segir Kristján: „Við eigum
að selja þeim síld vegna þess að
þeir vilji kaupa síld, en ekki vegna
þess að við kaupum af þeim olíu.
Ég held að þeir geti selt sína olíu
hvar sem er og hvenær sem er,
og viðskiptin með síldina byggist
á því að þeir vilji kaupa hana og
menn þurfi ekki að vera að binda
þetta.“
Umhverfísvernd:
Stuttmynd
um gróður-
eyðingu og
landgræðslu
UPPTÖKUR á fimmtán mínútna
langri stuttmynd um gróðureyð-
ingu og landgræðslu heíjast um
helgina. Námsgagnastofnun
stendur að gerð myndarinnar
en hún er hluti af samstarfs-
verkefni tíu þjóða sem eiga að-
ild að alþjóðlegum samtökum á
sviði menntamála. Myndin er
ætluð sem kennsluefni fyrir 9-14
ára grunnskólanemendur.
Að sögn Karls Jeppesen hjá
Námsgagnastofnun er myndin
hluti af myndaflokki sem tíu þjóðir
í International Council for Educat-
ional Media-samtökunum (ICEM)
hafa gert samning um að framleiða
sem kennsluefni fyrir grunnskóla-
nemendur. Hver þjóð gerir eina
mynd um efni sem efst er á baugi
í því landi en myndunum verður
síðan dreift til þeirra þjóða sem
þátt taka í samstarfinu. Yfirstjórn
myndaflokksins er í Kanada.
Iðunn Steinsdóttir hefur, í sam-
vinnu við Valdimar Leifsson, samið
handrit að íslensku myndinni sem
Ú'allar um gróðureyðingu og land-
græðslu. í myndinni leikur hópur
íslenskra barna en einnig koma
nokkrir fullorðnir við sögu. Mynd-
bær sér um tæknilega hlið verks-
ins.
Stefnt er að því að frumsýna
myndina áx norrænni umhverfis-
verndarráðstefnu sem haldin verð-
ur hér á landi næsta vor en reikn-
að er með að allur myndaflokkur-
inn verði tilbúinn til sýningar á
fundLICEM .að ári. Flok|qirinn pri
viðamesta verkefni samtakanna.