Morgunblaðið - 12.08.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.08.1990, Qupperneq 4
I 4 FRETTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. AGUST 1990 ERLENT INIMLENT tonn af þorski á næsta ári, 10 þúsund tonnum minna en gert er ráð fyrir að veitt verði á þessu ári. Jakob Jakobsson, forstjóri stofnunarinnar, segir að tillögur um þorskafla verði endurskoðaðar þegar nýjar upplýsingar berast um stofninn við Grænland. Hlutafjárútboð hjá Eimskipafélaginu Bensínlaus flugvél skell- ur á Reykja- nesbraut Fyrirhugað er útboð á nýju hlutafé í Eimskipafélagi íslands að nafnvirði 86 milljónir króna. Nokkrir af stærstu hluthöfum í félaginu hafa fallið frá forkaups- rétti sínum á hlutafénu, en þeir eiga um 50% af hlutafé félagsins. 600 milljónir vantar í Atvinnuleysistryggingasjóð BANDARÍSK ferjuflugvél með tvo menn innanborðs reyndi nauð- lendingu á Reykjanesbraut á sunnudaginn. Vélin var á leið til Reykjavíkur, en þegar hún varð bensínlaus sneri flugmaðurinn henni til Keflavíkurflugvallar. Vélin missti afl áður en hún komst að flugbrautarendanum og reyndi flugmaðurinn þá að lenda á Reykjanesbrautinni. Endaði flug- vélin í urð við veginn. Hún er talin ónýt en mennirnir sluppu með minniháttar skrámur. Þrír íslendingar létust í umferðarslysi í Svíþjóð Þrír íslendingar létust í umferð- arslysi í Svíþjóð á sunnudaginn. Jafnframt létu sænsk hjón lífið í slysinu og íslenskur drengur slas- aðist alvarlega. Minni þorskafli á næsta ári Hafrannsóknastofnun hefur lagt til, að veidd verði 300 þúsund Um 600 milljónir króna vantar í Atvinnuleysistryggingasjóð þannig að hann geti staðið við skuldbindingar sínar á þessu ári, ef svo fer 'fram sem horfir með atvinnuleysi í landinu það sem eftir er ársins. Að sögn Eyjólfs Jónssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins, verður annaðhvort að leysa út eignir sjóðsins í formi skuldabréfa Byggingarsjóðs ríkis- ins eða greiða þessu upphæð úr ríkissjóði. Úthafsrækjukvótinn aukinn um tíu af hundraði Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að auka veiðiheimildir á úthafsrækju um tíu af hundraði. Alls hefur verið úthlutað um 22.000 tonnum og er þessi viðbót því 2.200 tonn. Þessu til viðbótar má veiða 5.000 tonn innan íjarða og veiðar á Dohmbanka eru frjáls- ar. Talið er að þessi aukning geti gefið af sér um 550 milljónir króna í útflutningsverðmæti. ERLENT Irakar ráð- ast inn í Kúvæt þá. Á fimmtudag lýsti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna innlimun Kúvæts í írak ógilda. Þá hótuðu írakar að beita efnavopnum yrði ráðist á þá. Benazir Bhutto rekin úr embætti Saddam Hii*' íraskar her- sveitir réðust inn í Kúvæt aðfaranótt föstudags. Vesturveldin frystu inni- stæður Kú- væta í bönkum og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom strax saman á neyðarfundi og sam- þykkti samhljóða harðorða yfir- Iýsingu þar sem Irökum var gert að hafa sig skilyrðislaust á brott frá Kúvæt. Sovétmenn og Banda- ríkjamenn sendu út sameiginlega áskorun til allra ríkja heims um að stöðva vopnasölu W íraks og fordæma innrásina. írakar settu á stofn leppstjórn í Kúvæt en ekki er ljóst hveijir sitja í henni. Á föstudagskvöld tilkynntu stjórnvöld í írak að íraski herinn yrði kallaður heim á sunnudag en það fór á annan veg. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti síðan með 13 atkvæðum af 15 að beita írak og Kúvæt viðskipta- þvingunum og hefur þeim verið framfylgt af miklum þunga. Mestu munar þar um að olíuút- flutningur frá Iöndunum hefur verið stöðvaður. George Bush Bandaríkjaforseti fyrirskipaði að senda herlið til Saudi-Arabíu til þess að mæta ógnun frá íröskum hersveitum sem höfðu verið sendar til landamæra Kúvæts og Saudi-Arabíu. Á miðvikudag til- kynnti Saddam Hussein íraksfor- seti að Kúvæt hefði verið innlimað í Irak og yrði hluti íraks um alla framtíð. Þá voru um 4.000 manna lið bandarískra fallhlífahermanna og um 50 bandarískar orrustuþot- ur komin til Saudi-Arabíu. Þrjú flugvélamóðurskip voru send til Persaflóa auk annarra herskipa. Bretar hétu Saudi-Aröbum einnig stuðningi sínum ef ráðist yrði á Ishaq Khan, forseti Pakjst- an, rak Benazir Bhutto, for- sætisráðherra landsins, úr embætti á mánudag fyrir meinta spill- ingu og fyr'r Benazir Bhutto að hygla ættmennum sínum. Hún sakaði forsetann um að bijóta lýðræði á bak aftur í landinu og sagði leyniþjónustu hersins standa á bak við brottreksturinn. Nýir valdhafar í Iandinu segjast ætla að halda kosningar í landinu í október en margir draga í efa að það verði gert. Mikið mannfall í Líberíu Uppreisnin í Líberíu hefur breyst í ættbálkastríð og hefur gripið um sig mikil skelfing meðal borgara f landinu því fjölmargir óbreyttir borgarar hafa verið myrtir af uppreisnarmönnum. Leiðtogar ríkja í V-Afríku ákváðu á þriðju- dag að senda friðargæslusveitir til Líberíu. Leiðtogi uppreisnar- manna í Líberíu, Prince Johnson, hafði hótað að ráðast á bandarísk herskip við strönd landsins ef Bandaríkin eða ríki V-Afríku sendu ekki hersveitir til að binda endi á stríði í landinu. Alþýskar kosningar í desember Á miðvikudag ákvað v-þýska stjórnin að hætta við áætlanir um að flýta alþýskum þingkosningum og verða þær í desember eins og fyrirhugað var. Kristilegir dernó- kratar vildu að kosningunum yrði flýtt en tókst ekki að fá tilskilinn þingmeirihluta, tvo þriðju, fyrir tillögum sínum á a-þýska þinginu. V-þýskir jafnaðarmenn höfðu hót- að að fella tillögurnar ef þær yrðu bornar upp í þinginu í Bonn. Enn leita aðstand- endur Wallenbergs Aðstandendur Raouls Wallen- bergs og Kanadíska Raoul Wal- lenberg-hreyfíngin hafa sent frá sér fréttatilkynningu með yfírskriftinni „Saknað - Raoul Wallenberg". stjórnarinnar en örlög Raouls Wallenbergs voru ekki skýrð til fullnustu og vilja fyrrnefndir aðilar því halda leitinni áfram. Itilkynningunni segir að Wallen- berg hafi verið tekinn til fanga af Sovétmönnum í Debrecen í Ungveijalandi 17. janúar 1945. Sovétmenn segja að hann hafí fengið hjartaáfall og dáið 17. júli 1947 í Ljubjanka-fangelsinu í Moskvu. Hæstiréttur Svíþjóðar og fjöldi vitna hafa sannanir fyrir því að það sé ekki rétt. Tilgangurinn með tilkynningunni er biðja um upplýsingar um Wallenberg og og jafnframt er þess farið á leit að þær verði sendar til sendiráða Svíþjóðar, Bandaríkjanna, Kanada eða ísraels eða til Kanadísku Raouls Wallenbergs-hreyfingar- innar. Markmiðið er að leysa Wal- lenberg úr haldi og gera honum kleift að safneinast fjölskyldu sinni. Hann varð 78 ára 4. ágúst sl. „Sök“ hans er sögð vera sú að hafa bjargað 100.000 gyðingum frá bráðum dauða í seinni heims- styijöldinni. Sonja Sonnenfeld og Nina Wallenberg fóru til Sovétríkj- anna í fyrra í boði sovésku örygg- islögreglunnar,KGB, og Sovét- Fréttatilkynning með mynd af Raoul Wallenberg hefur verið send víða um heim. NEWS RELEASE -MISSING- Raoul Wallenberg Rorn: Au|>ust 4, 1912 in Stockholni, Swcden THE PERSON Kaoul WallenbvrR. who was taken ito Soviet custody in Dclirecen.llungary, n January 17,1945. Thi he died of a hearl altack on July 17,1947, in IJubjanka prtson in Moscou. Swedish Supreme Court Jusllco and numerous w ilnesses have proven this lo he incorrccl. THE ASSIGNMENT To locale Wallcnhcrn and repurt Ihis informalion lo an Enihavsy of onc of the fiillowing counlries: Sweden, the llnited States of America, Canada. or Israel. THE GOAL HIS CRIME Tbe rescue of 100.000 Jewish pcople from certaln dealli during Wortd War II STATUS Dlplumai; Cllieen uf: Swedcn; the Uniled Statcs of America; Canada; and Isr m may also be sent to: The Canadian Kaoul Wallenberg CommiUee P.O. Box «040, Stn. “F” Noregur: Statoil sætir gagnrýni fyrir vafasaman sanming Ósló. Frá Helge Sörensen, fréttaritara Morgunblaðsins. INNRI rannsókn á norska ríkis- olíufélaginu Statoil hefur leitt ýmislegt í ljós, sem þykir ekki standast gagnrýni, segir í dag- blaðinu Aftenposten. Fram- kvæmdastjórn Statoil hefur eink- um sætt ámæli fyrir þriggja ára 500 milljón króna (5 milljarðar ISK) samning, sem hún gerði um köfun við útgerðarfyrirtækið Sea- way Pelican. H arald Norvik, forstjóri Statoil, útilokar ekki, að starfsmenn Statoil kunni að hafa hagnast sjálfir á samningnum um köfunina. Seaway Pelican var í raun gjaldþrota, þegar samið var um verkið við það. í skýrsl- unni segir, að Statoil hafí valið dýr- ustu lausnina og versta skipið til að vinna umsamið verk og að ekki hafi verið farið að útboðsreglum. Meðal annars vegna atvika er tengdust þessum samningi sögðu Martin Bekkeheien, framkvæmdastjóri Statoil, og Jakob Bleie aðstoðarfram- kvæmdastjóri af sér fyrr á þessu ári. Austur-Evrópa: Versta olíukreppa síðan í heimsstyij öldinni síðari INNRÁS íraka í Kúvæt og líklegar verðhækkanir á olíu á heimsmarkaði í kjölfar hennar munu bæta gráu ofan á svart í efnahagslífí Austur-Evrópu. Kommúnistaríkin fyrrverandi stóðu þegar frammi fyrir mesta orkuvanda þjóðanna síðan i heimsstyrjöldinni síðari þegar Saddam Hussein lét til skarar skríða og sölsaði undir sig olíu- lindir nágrannaríkis síns. Ákvörðun Sovétstjórnar um að draga verulega úr útflutningi á olíu til ríkjanna á þessu ári og krefjast heimsmarkaðsverðs í beinhörðum gjaldeyri fyrir olíuna á næsta ári hafði þegar boðað illt fyrir efnahagslíf rikjanna. Sovétríkin dældu alls 86 milljón tonnum af olíu til fyrrverandi leppríkja sinna árið 1989. Stjórn- völd byijuðu að draga úr olíusölu til þeirra 1. júlí sl. og munu minnka samningsbundna sölu enn hinn 1. september. Tékkóslóvakía mun til dæmis aðeins fá 14,3 milljón tonn frá Sovétríkjunum í ár en reiknaði hh með 16,8 millj- ón tonnum og Ungveijaland mun í mesta lagi fá 6 milljón tonn en það er og bifreiðaeldsneyti hefur hækkað um allt að fjórðung í Tékkósló- vakíu og Ungveijalandi. Þjóðirnar hafa nú tekið orku- stefnu sína til rækilegrar endur- skoðunar. Þær velta fýrir sér hvernig þær geta nálgast vest- ræna olíu á sem hagkvæmastan mmmmmmmmm hátt og hug- BAKSVIÐ að eftir Önnu Bjamadóttur 1,8 milljón tonnum minna en þjóð- in átti von á. Sovétstjórnin kýs heldur að selja olíuna á heims- markaðsverði fyrir gjaldeyri sem hana vanhagar um og njóta góðs af verðhækkunum en standa við gamla vöruskiptasamninga við þjóðir sem sneru baki við henni um leið og færi gafst. Austur-Evrópuríkin eru illa undir ákvörðun Sovétríkjanna búin. Þau eru óhæf til að kaupa olíu frá Vesturlöndum og eiga auk þess ekki fyrir henni. Verð á gasi og orku til lýsingar og húshitunar hefur hækkað um 20 til 50% síðan sovéska ákvörðunin var kunngerð myndir um framlengja olíuleiðslur frá höfninni í Tri- este á Ianda- mærum Ítalíu Austurríkis til og Júgóslavíu til Austur-Evrópuríkjanna hafa verið reifaðar. Þær veita einnig fyrir sér hvaða orkugjafar gætu að hluta komið í stað olíunnar. Ung- veijar stefna að aukinni kolanotk- un en þeir hafa vanrækt kola- vinnsiu undanfarin ár og Tékkó- slóvakar hafa sýnt kjarnorku áhuga. Austur-Þjóðveijar treysta á Vestur-Þjóðveija en Pólveijar „bíða eftir kraftaverki" eins og segir í svissnesku blaði. Orku- sparnaður á nú upp á pallborðið í austri en orkuneysla hefur verið talin merki um velmegun fram að þessu og því ekkert verið gert til að draga úr henni. Tékkósló- vakar nota til dæmis jafn mikla orku og Austurríkismenn þrátt fyrir mun minni framleiðslu og verri lífskjör. Ráðamenn hafa ekki langan frest til að endurskoða orkustefn- una. Þjóðirnar þurfa að borga fullt heimsmarkaðsverð fyrir hana um næstu áramót. Tékkneskur hagfræðingur hefur reiknað út að það jafngildi því að Sovétmenn hækki olíu úr 872 tékkneskar kronen í 3.675 kronen tonnið á einni nóttu. Breska blaðið Finan- cial Times bendir á að 33% af gjaldeyristekjum Pólveija, 90% af lekkóslovaka, 20% af Ungveija og yfir 100% af gjaldeyristekjum Búlgara myndu fara í olíukaup ef þeir keyptu sama magn og í ár á 30 dollara fatið á heimsmark- aði. Sérfræðingar reikna með að stefnubreyting Sovétmanna kosti Austur-Evrópuþjóðirnar um 12 milljarða dollara. Áhrifin af að- gerðum íraka bætast síðan við þennan vanda og auka enn erfið- leika stórskuldugra þjóðanna f austri. y

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.