Morgunblaðið - 12.08.1990, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1990
j jj » ei' sunnudagur 12. ágúst. Hólahátíð; 9. sd. eftir
1 UxVljrTrínitatis. 224. dagurársins 1990. Árdegisflóð
í Reykjavík kl. 9.57 og síðdegisflóð kl. 22.21. Sólarupprás
í Rvík kl. 5.08 og sólarlag kl. 21.55. Myrkur kl. 23.03. Sólin
er í hádegisstað í Rvík kl. 13.33 og tunglið er í suðri kl.
5.52. (Almanak Háskóla íslands.)
FRÉTTIR/
MANNAMÓT
REYKJAVÍKURLÆKNIS-
ára afmæli. í dag, 12.
OU þ.m., er sextugur Leif-
ur Blumenstein, bygginga-
fræðingur, Brekkustíg 10,
Rvík. Hann er fyrrv. tækni-
deildarstjóri byggingadeildar
borgarverkfræðings. Hann
tekur á móti gestum í Bað-
stofu iðnaðarmanna í gamla
Iðnskólanum, Lækjargötu
14a, í dag, afmælisdaginn,
kl. 16-19,.
Q A ára afmæli. Á morg-
0\/ un, 13. ágúst, er átt-
ræð frú Þyrí Marta Magnús-
dóttir, Tjarnargötu 16,
Rvík. Hún tekur á móti gest-
um í dag, sunnudag, í Kiwan-
ishúsinu, Smiðjuvegi 13A,
Kópavogi, kl. 15-19.
LÁRÉTT: — 1 eyðslusam-
ur, 5 hætta, 8 þrætir, 9 blaut-
ar, 11 rýju, 14 flýtir, 15
málmpinnar, 16 líkamshlutar,
17 elska, 19 kvendýr, 21 bú-
seta, 22 ungt lamb, 25 tann-
stæði, 26 huidumann, 27 for.
LÓÐRÉTT: — 2 þannig, 3
keyra, 4 lítilfjörlegra, 5 varm-
inn, 6 geislahjúps, 7 fúsk, 9
von, 10 kjaftinum, 12 bursta,
13 ýlfraðir, 18 tölustafur, 20
flan, 21 kindum, 23 aðgæta,
24 burt.
KEFLAVÍK. Norski Æsku-
lýðskórinn sem hér er í heim-
sókn á vegum Hjálpræðis-
hersins, rúmlega 20 manna
kór, syngur í Keflavíkurkirkju
mánudagskvöld kl. 20.30 á
samkomu sem Óskar
Óskarsson stjórnar. Hann er
fararstjóri hópsins.
HÉRAÐ: í tilk. í nýju Lög-
birtingablaði tilk. heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytið
að það hafi hinn 19. júní skip-
að Skúla G. Johnsen borg-
arlækni til þess að vera hér-
aðslækni í Reykjavíkuriækn-
ishéraði samkvæmt lögum
um heilbrigðisþjónustu, „með
síðari breytingum, frá 1. júlí
til 31. desember 1990 að
telja".
NESKIRKJA. Nk. þriðju-
dagsmorgun er mömmu-
morgunn, opið hús fyrir mæð-
ur og börn þeirra kl. 10-12.
FURUGERÐI 1. Félagsstarf
aldraðra. Á þriðjudaginn kl.
13 verður opið hús. Spiluð
vistogbrids. Kaffitími kl. 15.
TRÚFÉLAGIÐ Veginn,
kristið samfélag, hefur dóms-
og kirkjumálaráðuneytið við-
urkennt til skráningar sam-
kvæmt lögum um trúfélög,
segir í tilk. frá ráðuneytinu í
Lögbirtingi.
QA ára afmæli. í dag, 12.
t/U ágúst, er níræður Eyj-
ólfur Gíslason frá Vötnum
í Ölfusi, Njálsgötu 82, Rvík.
Hann var um langt árabil
starfsmaður Togaraafgreiðsl-
unar við Reykjavíkurhöfn
sem annaðist aflalöndun úr
togurunum m.m. Kona hans
var Sigríður Guðmundsdóttir
frá Grímsstöðum á Eyrar-
bakka. Hún lést árið 1984.
Hann er að heiman í dag.
Q A ára afmæli. í dag, 12.
ÖU ágúst, er áttræð frú
Inga P. Sólnes, Aðalstræti
65, Akureyri. Maður hennar
var Jón G. Sólnes, banka-
stjóri og alþingismaður. Hún
er í dag stödd í Rvík og tekur
á móti gestum í félagsheimili
tannlækna, Síðumúla 35, kl.
17-19 í dag, afmælisdaginn.
SÉRFRÆÐINGAR. í tilk.
frá heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu í Lögbirt-
ingablaðinu segir að það hafi
veitt Sigurlaugu Margréti
Karlsdóttur lækni leyfi til
að starfa sem sérfræðingur í
geðlækningum hérlendis. Þá
hafi Þórólfi Guðnasyni
lækni verið veitt starfsleyfi
sem sérfræðingur í barna-
Hver mun gjöra oss viðskila við kærleika Krists? Mun
þjáning geta það eða þrenging, ofsókn, hundur eða nekt,
háski eða sverð? (Róm. 8,35.)
ÁRNAÐ HEILLA
HJÓNA-
BAND. í Eski-
fjarðarkirkju
voru gefin
saman í hjóna-
band af sr.
Davíð Baldurs-
syni Dagmar
Sigurðardótt-
ir og Viðar
Hreggviðs-
son. Heimili
þeirra er í Víði-
mýri 1, Nes-
kaupstað.
KROSSGÁTAN
□ T“" n n □
pfi 1 ■
10 11 12 13
14
15 le
■ 18 ■
19 n 20 ■
22 23 24
25 □ 26 27 u
MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR 25 ÁRUM
Lausafregnir bárust um
það i gær að enn væru
líkur á því að 230 íslend-
ingar sem nú eru í Dan-
mörku og Noregi komist
heim um næstu mánaða-
mót. Muni þeir koma
heim um finnsku hafnar-
borgina Petsamo. Hefur
verið um það talað að
Esja færi þangað til að
sækja fólkið, en um það
verður þó ekki fullyrt á
þessu stigi. Hafði verið
sagt frá því í útvarpinu
í Danmörku í gær að
þeir íslendingar sem sótt
hefðu um leyfi til að fara
til íslands, um Petsamo,
myndu leggja af stað frá
Kaupmannahöfn eftir
svo sem 10 daga.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
MINNINGARKORT
MINNINGARKORT
Líknarsjóðs Dómkirkjunn-
ar eru til sölu hjá kirkjuverði
Dómkirkjunnar.
LÁRÉTT: — 1 sterk, 5 sárna, 8 íraks, 9 hugga, 11 áttan,
13 ull, 15 nefum, 16 doppu, 17 agi, 19 iðan,'21 iðja, 22
sálmana, 25 get, 26 áma, 27 rói.
LÓÐRÉTT: - 2 tíu, 3 ríg, 4 krauma, 5 skáldi, 6 ást, 7
nóa, 9 hending, 10 giftast, 12 tapaðar, 13 nauðaði, 18 gamm,
Morgunblaðið/Sverrir
Þetta gamla timburhús, sem stóð í yfir 100 ár á baklóðinni Tjarnargötu 3 C í miðbæn-
um, er nú komið á nýjan kjallara á öndvegislóð; á horni Bröttugötu og Garðastrætis.
Húsið var éign Indriða Einarssonar um langt árabil. Hann eignaðist það árið 1887.
Keypti það þá af þeim sem lét smiða það árið 1880, L. Knudsen. Það virðist ekki í
fijótu bragði vera hægt að upplýsa hver hafi teiknað húsið og smíðað það fyrir Knud-
sen. Það er ekki samkvæmt upphaflegu útliti á hinum nýja stað. Árið 1917 var Ind-
riða leyft að setja kvist á húsið, austurhlið þess. Hún er nú bakhlið. Þetta er framhliðin
og snýr í suður. Næst gerðist það í byggingarsögu þessa gamla húss að árið 1940 leyfð-
ist þáverandi eiganda, Þorsteini Sigurðssyni, Hringbraut 159, að setja reykháf á hús-
ið. Þegar húsið kvaddi sinn gamla stað í Tjarnargötunni hafði það verið í eigu ríkisins
um langt árabil og tilheyrði húsum Alþingis. í húsinu voru haldnir fundir á vegum
AA-samtakanna hin síðari ár. Þegar húsið var auglýst til sölu fylgdi því sú kvöð að
það skyldi flutt þangað sem það nú stendur. Borgaryfirvöld höfðu ákveðið það all-
löngu áður. Það var Finnur Guðsteinsson, Laufásvegi 5, Rvík, sem keypti húsið. Um-
sækjendur voru 6.
lækningum hér. Og Kristínu
J. Geirmundsdóttur veitt
tímabundið leyfi til tannlækn-
inga, til 30. september nk.
HAFNARFJÖRÐUR. í tilk.
frá skipulagsstjóra ríkisins og
bæjarstjóra Hafnarfjarðar í
Lögbirtingi segir að í afgr.
bæjarverkfræðings liggi
frammi tillaga að nýju deili-
skipulagi á svæðum hesta-
manna við Kaldárselsveg:
Gert er ráð fyrir fleiri hest-
húsum en nú eru á svæðinu,
keppnissvæði, reiðvegum og
nýju félagsheimili. Lýst er
eftir athugasemdum við upp-
dráttinn fyrir 7. sept. nk.
FRÍMERKI. Næsta frí-
merkjaútgáfa verður 6. sept-
ember. Koma þá út þijú
frímerki. Eitt þeirra er tileink-
að „Ferðamálaári Evrópu
1990“. ísland gerðist aðili að
Ferðamálaráði Evrópu, sem í
eru 18 ríki. Frímerkið er í
verðgildinu 30 kr., það teikn-
aði Finnur Malmquist. Þar
er teiknað merki Ferðamála-
ráðs Evrópu og sýnir hluta
af Evrópulandakorti. Hin
frímerkin tvö tilheyra
frímerkjaútgáfunni „lands-
lagsfrímerki". Annað sýnir
Hvítserk í V-Húnavatnssýslu,
klettadranginn 15 m háa.
Hitt sýnir mynd af Lóma-
gnúpi í V-Skaftafellssýslu,
sem rís 688 m yfir sjávar-
mál, vestanvert við Skeiðar-
ársand. Verðgildi þess er kr.
200, en Hvítserks-frímerkið
er 35 króna merki. Þau teikn-
aði Þröstur Magnússon.
FRUMHUGMYNDIR. í tilk.
í Lögbirtingablaðinu frá Fél.
ísl. hugvitsmanna er tilk. um
6 frumhugmyndir hugvits-
manna sem allir eru búsettir
í Rvík. Meðal frumhugmynd-
anna er ein sem Ijallar um
baðklefa. Önnur um kúlu-
tengibeislismél, um magnvið,
um samlokueiningar húsa,
um ostaumbúðir og um form-
arningsvél.
LÆKNADEILD Háskólans.
Menntamálaráðuneytið augl.
í Lögbirtingi lausa stöðu við
námsbraut í lyfjafræði lyf-
sala. Þetta er 37% staða í
lyfja- og efnafræði og um-
sóknarfrestur er settur til 27.
þ.m. en lektorsstaðan verður
veitt 1. janúar nk.
SKIPIN
REYKJAVÍKURHÖFN:
Togarinn Snorri Sturlusson
fór á veiðar í gærkvöldi. Tog-
arinn Ögri kom úr söluferð
og togarinn Haraldur Böðv-
arsson kom úr slipp, en þar
hefur hann verið um nokkurra
vikna skeið. í dag er Kyndill
væntanlegur af ströndinni og
fer aftur á morgun. Þá er
Laxfoss væntanlegur að utan
ásamt leiguskipinu Weser
Guid. Þá kemur togarinn
Ottó N. Þorláksson af veið-
um og landar. Á þriðjudag
eru Jökulfell, Helgafell og
Árfell væntanleg að utan.
Þýska eftirlitsskipið Pos-
eidon er væntanlegt í dag.
HAFNARFJARÐAR-
HÖFN: í fyrrakvöld hélt
togarinn Víðir til veiða.
Mánudagsmorgun kemur
togarinn Rán inn til löndunar.
■, .................................................................‘
Þessir krakkar héldu hlutaveltu til ágóða fyrir Rauða
kross Islands. Þeir eiga heima í vesturbæ Reykjavíkur
og heita Elien Birna Loftsdóttir, Svanhvít Ásta Smith,
Axel Ólafur Smith og Hólmfríður Drífa Jónsdóttir. Á
hlutaveltunni söfnuðust 3.520 krónur.
ORÐABOKIINl
Rúta
Þegar samgöngur fóru
að aukast milli. landshluta
fyrir og um miðja öldina
með bættu vegakerfi, var
farið að halda uppi ferðum
milli staða með stærri bílum
en áður höfðu þekkzt. Leið-
in nefndist áætlunarleið og
bílíinn áætlunarbíll eða
áætlunarbifreið. Enda þótt
þetta séu góð og gild íslenzk
orð, mun flestum hafa þótt
þau löng og óþjál í munni.
I skandinavískum málum
heitir ákveðin leið á milli
staða rute, en þangað er
orðið komið úr frönsku ro-
ute og svo lengra að úr
latínu. í dönsku er svo orð
eins og rutebil, rutebád
o.s.frv. Trúlega hefur ein-
hver svo tekið upp no. rúta
í íslenzku eftir þessum orð-
um. í augum hreintungu-
manna er þetta ekki ís-
lenzka en orðið fer þægilega
í munni og eins samsetning-
ar með því. Ég man vel, að
menn höfðu í öndverðu horn
í síðu þess og þá ekki sízt
að láta það tákna bæði leið-
ina og svo farartækið sjálft,
sem hana fór. I ágætri grein
um ferðamál, sem birtist
nýlega hér í blaðinu, er ein-
mitt talað um rútur, rútu-
eiganda og rútufyrirtæki.
Enda þótt ég sé ekki hrifinn
af no. rúta, er sennilega
erfitt að komast hjá því, þar
sem í því felst ákveðin
merking. Auk þess verður
því ekki heldur neitað; að
það fer vel í samsetningum.
- JAJ.