Morgunblaðið - 12.08.1990, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÚTVARP/SJÓNVARP SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1990
39
Fjallað verður um tímaskyn hinna ýmsu dýrategunda.
Sjónvarpið:
Töfrar tímans
■■■■ Töfrar timans er undir-
QA 40 titill fimmta þáttarins í
fræðsluflokknum Ofur-
skyn sem Sjónvarpið sýnir í kvöld.
Kannaður er ólíkur lífstaktur mis-
munandi dýrategunda. Dýr skynja
tímann á mismunandi hátt og sú
skynjun er háð hjartslætti þeirra.
Því má segja að iífshrynjandi hjá
snjáldurmús sé um 30 sinnum
örari en hjá fíl. Vegna miklu ör-
ari efnaskipta sem koma m.a.
fram í örum hjartslætti virðist
músinni því tíminn líða hægar. I
þættinum verður m.a. fylgst með
þeim sið ákveðinnar fiskitegundar
að verða strandaglópur á hveiju
vori þegar fellur frá til að verpa
eggjum sinum í sandinn áður en
hann heldur aftur á haf út.
arvið Ragnheiði Davíðsdóttur ritstjóra. Endurtek-
inn þáttur frá þriðjudegi.
3.00 I dagsins önn - Hellarannsóknafélag Is-
landsUmsjón: Pétur Eggerz. (Endurtekinn þáttur
frá deginum áður á Rás 1.)
3.30 Glefsur. Úrdaegurmálaútvarpimánudagsins.
4.00 Fréttir.
4.03 Vélmennið leikur næturlög.
4.30 Veðurfregnir. — Vélmennið heldur áfram.
5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
5.01 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson
(Endurtekið úrval frá kvöldinu áður.)
6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
6.01 Áfram ísland. íslenskir tónlistarmenn.
LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2
Útvarp Norðurland kl. 8.10-8.30 og 18.35-19.00.
AÐALSTÖÐIN
FM 90,9 / 103,2
7.00 f morgunkaffi. Umsjón Steingrimur Ólafsson
og Eiríkur Hjálmarsson. Með morgunkaffinu eru
viðtöl, kvikmyndayfirlit teprófun, neytendamál,
fjármálahugtök útskýrð, kaffisimtal og viðtöl i
hljóðstofu. Kl. 7.00 Morgunandakt Sr. Cecil
Haraldsson. Kl. 7.10 Orð dagsins. Kl. 7.15 Veð-
rið. Kl. 7.30 Litið yfir morgunblöðin. Kl. 7.40
Fyrra morgunviðtal. Kl. 8.15 Heiðar, heilsan og
hamingjan. Kl. 8.30 Hugleiðing á mánudegi. Kl.
8.40 Viðtal dagsins.
9.00 Á nýjum degi. Umsjón Bjarni Dagur Jónsson.
' Kl. 9.30 tónlistargetraun.
12.00 Hádegisspjall. Umsjón Steingrimur Ólafsson
og Eiríkur Hjálmarsson.
13.00 Með bros á vör. Umsjón: Margrét Hrafnsdótt-
ir. 13.30 Fyrirtæki dagsins. 14.00 Brugðið á leik
í dagsins önn. 14.30 Rómantiska hornið. 15.00
Rós í hnappagatið. 15.30 Simtal dagsins.
16.00 i dag I kvöld. Umsjón: Ásgeir Tómasson.
16.05 Veðrið. Fréttir og fróðleikur. 16.15 Saga
dagsins. 16.20 Ertilefni til. 17.45 Heiðar, heilsan
og hamingjan. Endurtekið. 18.00 Úti i garði.
19.00 Við kvöldverðarborðið. Umsjón: Randver
Jensson.
20.00 Á yfirborðinu. Umsjón: Kolbeinn Gíslason.
24.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar. Umsjón:
Randver Jensson,
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Eiríkur Jónsson og morgunvakt Bylgjunnar.
Nýjustu fréttirnar o.g gluggað í morgunblöðin
þegar ný vinnuvika er að hefjast.
9.00 Páll Porsteinsson. Vinir og vandamenn kl.
9.30 og tónlist.
11.00 Ágúst Héðinsson. Afmæliskveðjur og óska-
lögin.
12.00 Hádegisfréttir.
14.00 Helgi Rúnar Óskarsson með vinsældarlista-
popp i bland við gamla tónlist. Farið i sumarleiki.
17.00 Reykjavik siðdegis. Haukur Hólm. Viðtöl og
símatimar hlustenda.
18.30 Snorri Sturluson og kvöldmatartónlistin.
22.00 Haraldur Gislason.
2.00 Freymóður T. Sigurðsson á nætun/appinu.
Fréttir á klukkutfmafresti kl. 10, 12, 14 og 16.
EFF EMM
FM 95,7
7.30 Til i tuskið. Jón Axel Ólafsson og Gunnlaug-
ur Helgason.
7.45 Út um gluggan. Farið yfir veðurskeyti.
8.00 Fréttayfirlit. Gluggað i morgunblöðin.
8.15 Stjörnuspeki.
8.45 Lögbrotið. Lagabútar leiknir og kynntir.
9.00 Fréttir.
9.20 Kvikmyndagetraun.
9.40 Lögbrotið. Nú er komið að þvi að svara.
9.50 Stjörnuspá. Spáð i stjörnurnar.
10.00 Fréttir. Morgunfréttayfirlit.
10.05 Anna Björk Birgisdóttir.
10.30 Kaupmaður á horninu. Skemmtiþættir
Griniðjunnar.
10.45 Óskastundin.
11.00 Leikur dagsíns.
11.30 Úrslit.
12.00 Fréttayfirlit á hádegi.
12.15 Komdu i Ijós.
13.00 Klemens Arnarson,
14.00 Fréttir.
14.30 Uppákoma dagsins. Hvað gerist?
15.30 Spilun eða bilun.
16.00 Fréttir.
16.05 ivar Guðmundsson.
16.45 Gullmoli dagsins. Rykið dustað af gömlu lagi.
17.00 Afmæliskveðjur. ívar sendir út kveðjur.
17.30 Kaupmaðurinn á hominu. Endurtekið,
18.00 Fréttafyrirsagnir dagsins.
18.30 „Kikt i bió" Ivar upplýsir hlustendur um það
hvaða myndir eru til sýninga i borginni.
19.00 Kvölddagskrá hefst.
19.00 Breski og bandariski listinn. Valgeir Vilhjálms-
son kynnir.
22.00 Páll Sævar Guðjónsson.
ÚTVARP RÓT
FM 106,8
9.00 Fjör við fóninn. Bl. morguntónlist umsj.:
Kristján.
12.00 Framhaldssagan. Gunnar Helgason les
drengjasöguna Jón miðskipsmaður.
12.30 Tónlist.
13-OOMilli eitt og tvö. Country, bluegrass og hill-
billy tónlist. Lárus Óskar velur lög.
14.00 Tónlist.
17.00 Tónlist.
17.30 Fréttir frá Sovét.
18.00 Tónlist.
19.00Skeggrót. Umsj.: Bragi & Þorgeir.
21.00 Heimsljós. Kristileg tónlist umsj.: Ágúst
Magnússon.
22.00 Kiddi í Geisla. Pungarokk m. fróðlegu ívafi.
24.00 Útgeislun. Valið efni frá hljómplötuversl.
Geisla.
STJARNAN
FM 102/104
7.00 Dýragarðurinn. Ólöf Marin Úlfarsdóttir.
9.00 Á bakinu með Bjarna. Bjarni Haukur.
12.00 Hörður Arnarsson.
15.00 Kristófer Helgason og kjaftaklúbburinn.
18.00 Darri Ólason.
22.00 Ölöf Marín Úlfarsdóttir.
1.00 Björn Þórir Sigurðsson. Næturvakt.
Margrét Hrafnsdóttir er á Að-
alstöðinni alla virka daga frá
kl. 13 til kl. 16.
Aðalstöðin:
Með
bros á
vör
■■i^H Margrét Hrafns-
1 Q 00 dóttir stýrir dagskrá
lo ““ á Aðalstöðinni alla
virka daga sem hún nefnir
Með bros á vör. í þessari dag-
skrá kennir ýmissa grasa. Kl.
13.30 velur hún fyrirtæki
dagsins, hálftíma síðar þá
bregður Margrét á leik með
hlustendum, Rómantíska
hornið er kl. 14.30 en þá eru
leikin þrjú dægurlög sem fjalla
um ástina. Kl. 15 er einstakl-
ingur útnefndur fyrir að láta
gott af sér leiða eða vegna
einstaks árangurs á sínu sviði
og fær hann rós í hnappagatið
af því tilefni. Kl. 15.30 finnur
Margrét sér einhvern
skemmtilegan viðmælanda,
íslenskan eða erlendan, og
ræðir við hann í gegnum síma.
Auk þessa leikur hún svo létt
lög inn á milli fyrir hlustendur.
Hundasýning
Hundaræktarfélags íslands
haldin í Laugardagshöll sunnudaginn 12. ágúst 1990
Dagskrá
Hringur 1. 09.00-09.45 Enskur Cocker Spaniel
09.45-10.10 Enskur Springer Spaniel
10.10-14.40 Labrator Retriever
14.40-16.50 Golden Retriever
16.50-17.00 Schafer
Hringur 2. -
09.00-09.25 Sankti Bernard
09.25-11.40 írskur Setter
11.40-13.10 Poodle
13.10-13.25 Dachshund
13.25-13.40 Maltese
13.40-13.50 Papillon
13.50-16.40 íslcnskur íjárhundur
Dómarar: Jean Lanning frá Englandi og Carl-Johan Adlercreutz frá Svíþjóð.
Úrslit sýningar eru áætlud um kl. 17.30
Hlýánisýning og hundafimi á undan úrslitum
kðgangseyrir: Fullorðnir 400 kr.
lörn 6-12 ára 200 kr.
Jörn yngri en 6 ára ókeypis í fylgd með fullorðnum
fritt fyrir ellilífeyrisþega
Hundaræktarfélag íslands
Gárur
eftir E/ínu Pálmadóttur
Þeir sem kaupa
köttinn
Það var einhvern tíma fyrir
verslunarmannahelgina —
helgina þegar verslunarmennirn-
ir vinna — að gára tók í sinni.
Mikið hafði verið talað um stór-
kostlega hljómleika í Berlín með
frægustu popphljómsveitum, til
að afla fjár handa fórnarlömbum
náttúruhamfara. Þau er öllum
ofarlega í huga eftir jarðskjálft-
ana miklu í Armeníu, íran og nú
siðast á Filippseyjum. Fólkið sem
lent hefur í þessum hremmingum
hefur verið inni á gafli í hverri
stofu um víða veröld og átt allra
samúð. Nú skyldi reyna að létta
eitthvað, með einu heljarins
miklu átaki, hörmungar þessa
fólks, að svo miklu leyti sem
hægt er að létta mannfall og slys.
íburðarmiklir hljóm-
leikar í Berlín skyldu
sendir í beinni útsend-
ingu til sjónvarps-
stöðva um allan heim.
Var mikið auglýst fyr-
irfram hvílíkt húllum-
hæ þarna yrði. Og það
varð! Það sáu íslend-
ingar í beinni útsend-
ingu síðdegis á laug-
ardegi. Plastmúrinn
mikli, sem búið var
að auglýsa svo mikið,
var byggður með ærn-
um kostnaði og
sprengdur með helj-
armiklu búmmsarab-
úmsi á fáum mínút-
um. Flugeldar spýtt-
ust og hljómsveitirnar
frægu léku og náðu
til alls heimsins í einu.
Svo kom fréttin.
Lítt áberandi. Líklega
bara sagt frá henni
einu sinni. Svo miklu
hafði verið kostað til að það var
bara ekkert eftir handa fórn-
arlömbum náttúruhamfara.
Sorrý! Áheyrendur höfðu þó ekki
látið sig vanta og ekki höfðu sjón-
varpsstöðvarnar brugðist í að
kaupa þessa góðgerðartónleika í
beinni útsendingu. Þetta voru
semsagt eins vel heppnaðir tón-
leikar og gert hafði verið ráð
fyrir. Það var bara búið að eyða
hálfum milljarði í tilkostnað.
Þetta gátu skipuleggjendur
eflaust séð fyrir. Ef ekki þá vita
þeir varla hvað þeir eru að gera
og eru tæplega í stakk búnir til
að hjálpa meðbræðrum í nauð.
Kannski var það ekki málið, svo
notað sé vinsælt orðatiltæki. Til-
ganginum var líklega eftir allt
saman náð. Hvernig er svosem
hægt að fá betri og víðtækari
auglýsingu fyrir sig en svona,
að ná um gervihnetti til alls
heimsins? Og það inn í stofu til
vel undirbúins fólks með samúð?
í okkar auglýsingaheimi er ekk-
ert jafn snjaílt og að nugga sér
utan í Krist, þ.e. eitthvert gott
málefni. Og er orðið býsna al-
gengt. Nýjasta í skemmtana-
bransanum úti í heimi er að safna
í þágu umhverfismála. Þau eru
mál málanna nú. Og þeir sem
eiga mikið og allt sitt á þun-u,
geta fengið auglýsingu út á þá
sem misst hafa í náttúruhamför-
um.
Að eiga er líklega jafn fyrir-
hafnarsamt og hann Piet Hein
segir með íslenskum orðum
Helga Hálfdanarsonar:
Ég þarf að annast um ótal hluti
sem eignast ég smátt og smátt.
þó orðað gæti ég eignarhaldið
á annan og réttari hátt;
því einlægt sé ég þann sannleik vera
á sjejmi f Kringum mig,
að eigirðu meiia en átta hluti,
þá eiga hlutirnir þig.
Á einhvern hátt á þetta og annað
ámóta að auka skilning og aðstoð
milli jarðar barna, á sinn hátt
eins og kraftaverkið með brauðið
og fiskana. Þarf raunar ekki
himnasendingar á heimsvísu.
Eða hvað? Bólar kannski ekki á
því hér líka að nauðsynlegt þyki
að auglýsa með ænium kostnaði
væntanlégt liðsinni við góð mál-
efni?
Og þá vaknar spurningin: Hve
miklum hluta af söfnun til góðs
málefnis er eðlilegt að eyða í til-
kostnað? Þegar góðu málefnin
eru orðin svona mörg — og mað-
ur getur lengi á sig blómum
bætt — þá kemur að því að þurfi
að fara að velja úr og greina í
sundur. Þá er að finna upp ein-
hverja þumalputtaaðferð. Sjálf
tók ég það ráð í fyrra eða hitteð-
fyrra að sleppa stuðningi við átak
eða kaup á happdrættismiðum
þegar sýnilega er lítt sparað í
tilkostnað fyrirfram. Til dæmis
að kaupa ekki þegar bornir eru
í hvert hús litprentaðir stórir
glæsibæklingar eða birtast á
skjánum tíðar auglýsingar gerð-
ar af auglýsingastofum. Þann
sem veit hvað slíkt kostar grunar
að litla framlagið hans týnist eins
og títuprjónn í heystakki í söfn-
uninni. Sumir segja að verði að
auglýsa vel og vekja nógu mikla
athygli ef á að fást nokkur veru-
leg fúlga. Kann að vera rétt! En
til hvers er verið að safna? í sjóð
eða auglýsingu og sjóð?
Okkur til hagræðis, sem viljum
heldur það fyrrnefnda, ætti að
birta kostnaðaráætlun um fram-
kvæmdina. Og í rauninni að setja
reglur um að um leið og gefið
er upp hve mikið safnaðist til
hins góða málefnis, þá sé um
leið gerð grein fyrir tilkostnaði.
Manni sýnist vera orðin þörf á —
stundum a.m.k. Að þetta er ekki
gert er sjálfsagt okkur blaða-
mönnum að kenna. Við auglýsum
óspart með kynningu og texta-
auglýsingum átak og söfnun til
góðra verka, en göngum ekki
eftir því að upplýsa hvemig með
féð er farið. Oftast er því eflaust
vel varið og lítið klipið af því í
kostnað. Annars getur maður
sjálfsagt sjálfum sér um kennt
og sagt eins og Káinn, þegar
hann í hálfkæringi orti um nýút-
komið ljóðakver sitt:
Þeir sem kaupa þetta kver,
þeir geta heimsku kennt um,
Aldrei hefur varið ver
verið fimmtán sentum.