Morgunblaðið - 23.08.1990, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990
Félag íslenskra náttúrufræðinga:
Nyja gifsið sett á Blakk. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Blakkur settur í nýtt gifs
STÓÐHESTURINN Blakkur
frá Reykjum varð fyrir bíl fyrr
í sumar og við það brotnuðu
þijú bein í hné á hægra fram-
fæti. Blakkur hefur verið í gifsi
síðan. Um síðustu helgi var fót-
urinn settur í nýtt gifs og var
myndin tekin þegar dýralækn-
ar og aðstoðarmenn voru að
styðja hann fyrstu sporin. Hest-
urinn var enn svolítið vankaður
eftir svæfinguna.
Blakkur hefur dvalið í góðu
yfirlæti hjá heimilisfólkinu á
Syðstu-Fossum í Andakílshreppi
í Borgarfirði. Þar er hann í góðri
stíu og nokkur hross höfð með
honum á húsi. Að sögn Gunnars
Gauta Gunnarssonar dýralæknis
er erfitt að segja til um hvernig
brotið lítur út fyrr en fóturinn
hefur verið myndaður á ný. Það
verður gert næst þegar skipt verð-
ur um gifs.
Skorað á félaga að
semja ekki um stunda-
kennslu án samráðs
FÉLAG íslenskra náttúrufræðinga hefur skorað á félaga sína að
semja ekki um stundakennslu án samráðs við stjórn og kjararáð
félagsins. Segist Auður Antonsdóttir, formaður félagsins, eiga von
á því að flestir félagsmanna verði við áskoruninni enda megn óán-
ægja í þeirra röðum með greiðslur fyrir stundakennslu.
Á almennum fundi FÍN á þriðju-
dag var auk þess samþykkt að
senda forstöðumönnum mennta-
stofnana ábyrgðarbréf til áréttingar
á kröfum félagsins vegna kjara fyr-
ir stundakennslu og með áherslu á
Stöð 2 óskar
eftir yiðræð-
um við D V
„STÖÐ 2 hefur óskað eftir við-
ræðum við okkur, og við tókum
þeim umleitunum vel,“ sagði Jón-
as Kristjánsson, ritstjóri DV, í
samtali við Morgunblaðið, en
Fijáls fjölmiðlun, útgáfufélag
DV, er minnihlutaeigandi í Sýn,
sem Stöð 2 keypti meirihluta í á
dögunum.
Jónas sagðist ekki vita hvort
Stöð 2 hygðist bjóða í hlut Fijálsrar
fjölmiðlunar í Sýn. „Við tókum vel
í óskir þeirra um viðræður, því í
þessu máli er ýmislegt sem þarf að
ræða,“ sagði Jónas. Fulltrúar
Fijálsrar fjölmiðlunar hafa sett út
á stjórnarhætti fyrri meirihlutaeig-
enda í Sýn, og meðal annars íhugað
málsókn vegna þessa. „Þetta þarf
meðal annars að ræða við nýja eig-
endur, en það er búið að eyðileggja
þetta fyrirtæki, og því spuming
hvort eftir nokkru sé að falast með
málarekstri,“ sagði Jónas ennfrem-
ur.
BHMR-félagar taka ekki þátt í nefndarstörfum;
Fulltrúar ríkisins í minni-
hluta í stjórn Lánasjóðsins
frágang mála fyrir upphaf kennslu
á komandi misseri. „Við höfum ver-
ið að leita eftir bættum kjörum fyr-
ir þessa stundakennslu fyrir félags-
menn undanfarið ár en launadeildin
telur að ekkert stéttarfélag hafi
umboð til að semja um laun fyrir
stundakennslu,“ sagði Auður. Hún
sagði náttúrufræðinga aðallega
kenna stundakennslu á háskólastigi
og væm flestir við líffræðiskor
Háskóla íslands. Taldi hún að
þijátíu til fimmtíu félagar í FÍN
sinntu að meðaltali stundakennslu
við Háskóla íslands.
Hún sagði bráðabirgðalög ríkis-
stjómarinna herða fólk í þeirri af-
stöðu sinni að sinna stundakennsl-
unni ekki. „Ég reikna með að al-
mennt verði farið eftir þessu. Það
hefur verið megn óánægja með
launakjör rrieðal þess fólks sem
hefur tekið þetta að sér og ég reikna
fastlega með að félagsmenn fari
ekki til kennslu," sagði Auður.
Námsmenn:
Leiga fyrir her-
bergi 15.000
- lánið 8.000 kr.
HÚSALEIGA, sem námsmönnum
er gert að greiða fyrir 15 fer-
metra hcrbergi, er 15.000 krónur
á mánuði að meðaltali og fyrir 60
fermetra íbúð 30.000 kr. á mán-
uði. Þetta er niðurstaðan úr út-
reikningum Húsnæðismiðlunar
stúdenta á meðalleigu fyrir íbúðir,
sem eru á skrá hjá miðluninni.
Herbergi eru að meðaltali dýrari
en íbúðir; leigusalar setja upp leigu
að upphæð tæplega 1.000 krónur á
fermetra. Leiga fyrir íbúðir allt að
60 fermetrum að stærð er um 500
kr. á fermetrann.
í núverandi framfærslugrunni
námslána er gert ráð fyrir að stúd-
ent í leiguhúsnæði borgi rúmar 8.000
kr. i leigu á mánuði. I nýrri könnun
Hagstofunnar á eyðslu námsmanna
kemur fram að húsnæðiskostnaður
stúdents í leiguhúsnæði sé að meðal-
tali 15.000 krónur á mánuði.
VEGNA tilmæla Bandalags há-
skólamenntaðra ríkisstarfs-
manna um að félagar í bandalag-
inu taki ekki þátt í störfum opin-
berra nefnda eða ráða, hafa tveir
fulltrúar ríkisins í stjórn Lána-
sjóðs íslenzkra námsmanna
beðizt lausnar frá stjórnarstörf-
um. Af þessum sökum kom upp
sú staða á stjórnarfundi LIN í
gærmorgun að fulltrúar ríkis-
valdsins voru í minnihluta gagn-
vart fulltrúum námsmanna.
Samkvæmt lögum skipar
menntamálaráðherra tvo menn í
stjórn LIN, fjármálaráðherra einn
og námsmenn þijá. Ríkisfulltrúarn-
ir hafa þó yfirleitt betur í atkvæða-
greiðslum í stjórninni, þar sem at-
kvæði formanns ræður úrslitum.
Guðrún Siguijónsdóttir sjúkraþjálf-
ari, annar af aðalfulltrúum mennta-
málaráðuneytisins í stjóm Lána-
sjóðs íslenzkra námsmanna, hefur
verið leyst frá störfum í stjóminni,
og Einar Birgir Steinþórsson kenn-
ari, sem er varafulltrúi skipaður af
menntamálaráðuneytinu, hefur
einnig óskað lausnar. Þau eru bæði
í BHMR.
í gærmorgun mættu aðeins tveir
af fulltrúum ríkisins á stjómarfund
í_ LÍN, og vom því í minnihluta.
Árni Þór Sigurðsson, formaður
stjórnarinnar, sagði að þetta hefði
ekki komið að sök, þar sem engar
atkvæðagreiðslur hefðu verið á döf-
inni og gott samstarf væri í stjóm-
inni. Hann sagðist hins vegar telja
afar bagalegt að missa Guðrúnu
og Einar Birgi úr stjóm LÍN, þar
sem þau væm bæði mjög hæf.
STJÓRNVÖLD í írak breyttu í
gær fyrri ákvörðun og neituðu að
leyfa fyrri hópi Norðurlandabúa,
aðallega Svía og Finna, sem kom-
Hann sagði að menntamálaráðherra
myndi skipa nýtt fólk í stjómina,
en ekki hefði verið gengið frá þeirri
skipun.
Ékki náðist í Svavar Gestsson
menntamálaráðherra í gær. Knútur
Hallsson, ráðuneytisstjóri í mennta-
málaráðuneytinu, sagðist ekki hafa
frétt af því að svipað væri ástatt
um fleiri nefndir eða stjómir á veg-
um ráðuneytisins. Ólafur Karvel
inn var að tyrknesku landamær-
unum, að yfírgefa landið, að sögn
iíeuíers-fréttastofunnar. íslend-
ingarnir í Kúvæt-borg, sem talið
er að séu þar enn, áttu að fara
með seinni hóp Norðurlandabú-
anna um Bagdad til tyrknesku
landamæranna en hópurinn var
ekki lagður af stað frá Kúvæt-
borg er síðast fréttist.
„írakar hafa breytt stefnu sinni í
málinu. Þeir halda því fram að
Svíamir hafi ekki vegabréfsáritun til
að yfírgefa landið," sagði Ingalil
Jonsson, fulltrúi sænska utanríkis-
ráðuneytisins í tyrkneska landa-
mærabænum Habur. „Þeir segjast
kannski leyfa konum og börnum að
fara yfir,“ bætti hún við. Austurríska
sjónvarpið sagði í gærkvöldi að hóp-
ur Evrópumanna, þ. á m. nokkrir
Austurríkismenn, sem kominn hefðu
verið að tyrknesku landamæmnum,
hefði verið fmttir aftur til Bagdad
og virðist hafa verið átt við hóp
Norðurlandabúanna.
Talsmaður sænskra yfirvalda seg-
ir að seinni hópurinn muni leggja
Pálsson, formaður aðgerðanefndar
BHMR, sagði að þeim tilmælum
hefði verið beint til félagsmanna
að þeir frestuðu störfum sínum í
nefndum og ráðum, en eftir setn-
ingu bráðabirgðalaga ríkisstjórnar-
innar á launahækkanir BHMR væri
ef til vill ekki undarlegt að félags-
menn bæðust lausnar frá slíkum
störfum. Hann hafði heldur ekki á
takteinum fjölda slíkra tilfella.
upp frá Kúvæt-borg jafnskjótt og
hinn fyrri sé kominn heilu og höldnu
til Tyrklands. í hópnum verða sæn-
skir stjómarerindrekar í Kúvæt en
talsmaðurinn tók fram að með þessu
væri ekki verið að láta undan kröfum
íraka um að erlendum sendiráðum í
Kúvæt yrði lokað. Sendiráðið yrði
að vísu mannlaust „en við erum ekki
að loka því“.
Framboð í
Dagsbrún?
NOKKUR hreyfing er á framboði
gegn stjórn Dagsbrúnar næst
þegar kjósa á, en það er í lok
janúar á næsta ári.
Til að framboð sé löglegt þarf
að stilla upp 120-25 mönnum, með-
al annars í fjölmennt trúnaðarráð
félagsins, en hátt á fimmta þúsund
manns eru í Dagsbrún, sem er fjöl-
mennasta verkamannafélag lands-
ins. Framboð gegn stjóm Dags-
brúnar kom síðast fram 1972.
Kristinn syngnr Comm-
endatore á geisladisk
Geisladiskur með upptöku á Don Giovanni, þar sem Kristinn
Sigmundsson óperusöngvari fer með hlutverk Cornmendatore,
kemur út hjá breska hljómplötufyrirtækinu Decca í september.
Óperan var tekin upp í Drottningholm-leikhúsinu í Stokkhólmi í
fyrrasumar.
í samtali við Kristin kom fram
að settar eru upp þijár til fjórar
óperur í Drottningholm-leikhús-
inu á hveiju sumri. Hann sagðist
hafa tekið þátt í uppfærslum í
leikhúsinu tvö sumur í röð en í
næsta mánuði mun hann syngja
í fimm sýningum á Íþígeníu og
nautinu í Drottningholm-leikhús-
inu. í október syngur Kristinn tit-
ilhlutverkið í Jevgeníj Onegín við
óperuna í Dusseldorf.
Auk samninga við óperuna í
Svíþjóð og Dusseldorf hefur Krist-
inn gert gestasamninga við óper-
una í Genf. Kristinn prufusöng í
óperunni í Hamborg í vor með
gestasamning í huga en ekki hef-
ur verið gengið frá neinum samn-
ingum. Hann segist munu hafa
aðalaðsetur í Wiesbaden áfram.
Norðurlandabúar í Kúvæt:
Irösk y firvöld neita fyrri
hópnum um fararleyfi
fslendingarnir eru enn í Kúvæt-borg