Morgunblaðið - 23.08.1990, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990
15
stöðum. Samtökin ákváðu að fara
með ágreininginn eftir þeim leið-
um sem lög gera ráð fyrir og
stefndu málinu fyrir Félagsdóm.
í kjölfar úrskurðar Félagsdóms
ákvað ríkisstjórnin að ómerkja
dóminn og eyðileggja samninginn
af því að henni féll ekki niðursfað-
an. Það er erfitt fyrir löghlýðna
borgara að búa við það, að nái
þeir lögvernduðum rétti sínum fyr-
ir dómi, þá sé lögunum einfaldlega
breytt. Ríkisvald sem slíka iðju
stundar grefur undan allri réttar-
vitund. Það er skiljánlegt að mörg-
um komi til hugar að við slíkar
aðstæður eigi ólögleg viðbrögð
1 fullan rétt á sér. Það er samt hið
mesta óráð. Með ólölegum aðgerð-
um leggjast menn aðeins á plóginn
með skammsýnum stjórnmála-
mönnum við að grafa undan rétt-
arríkinu.
BHMR hefur frá upphafi lagt
áherslu á_að fara að lögum í öllum
málum. Á sama hátt hafa hvorki
samtökin, aðildarfélögin eða ein-
stakir félagsmenn skirrst við að
beita löglegum aðferðum eins og
verkföll, uppsagnir og ótalin mála-
ferli bera vott um. Mörgum félags-
mönnum hefur þótt nóg um þessa
löghlýðni þegar að okkur hefur
verið vegið en fátt verið um varn-
ir. Til lengri tíma er ég þó sann-
færður um að þessi leið er okkar
styrkur, svo lengi sem við nýtum
löglegan rétt okkar til fullnustu
og fylgjum hveiju máli eftir svo
langt sem lög leyfa.
En það eru ekki aðeins óþreyju-
fullir félagsmenn, sem hafa átt
erfitt með að skilja þessa lög-
hlýðni. Vorið 1988 réðist ríkis-
stjórn Þorsteins Palssonar gegn
fijálsum samningsrétti með bráða-
birgðalögum. Þessi lög voru ítrek-
uð og hert um haustið af sömu
ríkisstjórn. Núverandi íjármála-
ráðherra hvatti þá ákaft forystu-
menn BHMR til að æsa til pólit-
ískra verkfalla gegn ríkisstjórninni
og ekki vantaði frýjunarorðin þeg-
ar menn vildu ekki fara að ráðum
hans. Pólitísk verkföll eru ólögleg,
þó að honum hafi ekki fundist það
þá þungbær röksemd. Sá er mun-
lltll-
HRINGDU OG FAÐU
SENT EINTAK.
BÆJARHRAUN114,220 HAFNARFJÖRÐUR
PÖNTUNARLÍNA
91-653900
urinn á bráðabirgðalögunum nú
og 1988 að erfitt var að sýna fram
á að bráðabirgðalögin 1988 hafi
verið lögleysa en engum duldist
að þau voru siðlaus. Bráðabirgða-
lögin nú eru hins vegar bæði lög-
leysa og lýsa siðblindu þeirra sem
að þeim standa. í samræmi við
það verður að svara þeim.
Fyrir dómstólum verður að
reyna á það, hvernig stjórnarskrá-
in vemdar einstaklinga og félaga-
samtök fyrir valdamönnum, sem
ekki sjást fyrir í drottnunargleði
sinni. Dómstólaleiðin tekur langan
tíma þannig að fullnaðarúrskurður
fæst tæpast innan þessa gildistíma
sem samningurinn hefur skv. lög-
unum. Engu að síður er það mikil-
vægt fyrir framtíðina að freista
þess að stöðva svona valdníðslu.
Til þess gæti komið að reyna
þyrfti á það fyrir alþjóðlegum
dómstólum, hvort á íslandi sé það
réttarríki , sem ráðamenn hér
guma svo gjarnan af í útlöndum.
Jafnframt þessu verða félags-
menn að leita allra löglegra leiða
til að gera ráðamönnum ljóst að
framferði þeirra verður ekki liði
og að enginn raunverulegur friður
næst um þá starfsemi sem há-
skólamenntaðir ríkisstarfsmenn
stunda fyrr en staðið verður við
löngu gefin loforð.
Loks ber okkur að nota þau
lýðræðislegu réttindi sem við höf-
um þannig, að þeir sem eru tilbún-
ir til að fórna grundvallar mann-
réttindum til að leysa stundar-
vanda komist aldrei aftur í valda-
stöðu.
Höfundur er formnður BHMR.
Hraðlestrarnámskeið
Hraðlestrarskólinn mun halda opinn kynningarfund um
hraðlestrarnámskeið skólans í stofu 201 í Árnagarði,
Háskóla íslands, laugardaginn 25. ágúst nk. kl. 14.
Okkur væri það ánægja, ef þú sæir þér fært að koma
og kynnast námskeiðinu.
Hraðlestrarskólinn hefur haldið námskeið frá árinu
1980. Árangur á námskeiðunum hefur verið mjög
góður. Nemendur þrefalda að jafnaði lestrarhraða
sinn, með jafn góðri eða betri eftirtekt en þeir hafa
vanist.
Getir þú ekki mætt , getur þú fengið upplýsingar um
námskeið skólans í síma 641091.
HRAOLESTRARSKÚLIHN
10ÁRA
POTTAPLO
T U
20-50% AFSLÁTTUR
Okkar árlega pottaplöntuútsala stendur nú yfir. Aldrei
fyrr höfum við boðið jafn góðar plöntur á jafn góðu
verði! Ótrúlegt úrval af fyrsta flokks plöntum með
20-50% afslætti!
Afsláttur á fallegum jukkum og burknum:
JUKKUR 50%
BURKNAR 50%
KAKTUSAR 30%
Dæmi um verð:
Aður Nú
Jukkur 35 sm J79Í- 396,-
Jukkur 45 sm XA9l,- 596,-
Jukkur 60 sm i<9Tl,- 988,-
urknar, minni >4T,- 270,-
Burknar, stærri A49j- 324,-
Fíkusar J92j- 475,-
Pálmar (Areka)
Pálmar (Areka)
Stofnaskur
Gúmmítré
Kaktusar, minni
Kaktusar, stærri
Áður Nú
245,-
L029,- 720,-
A25,- 437,-
JTfT,- 539,-
Í08139,-
199,-
Sérstök tilboð í tilefni útsölunnar:
KERAMIKPOTTAR 20-40% AFSLÁTTUR.
SÉRLAGAÐUR BLÓMAÁBURDUR
- KYNNINGARVERD.
Landsbyggðarþjónusta - sendum hvert á land sem er.
Nú er kjörið að fegra umhverfi sitt með fallegum
plöntum - og ódýrum!
btófnaud
Opið alla daga frá kl. 9-21. Sími 689070.
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA