Morgunblaðið - 23.08.1990, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990
STRIÐSASTAND VIÐ PERSAFLOA
Saudi-Arabar ætla að
sjá Jórdömun fyrir olíu
Amman. Reuter.
SAUDI-Arabar ætla að sjá Jórdönum fyrir milijón fata af olíu í septem-
ber, að því er olíumálaráðherra Saudi-Arabíu, Thabet al-Taher, skýrði
frá í gær.
Taher sagði Saudi-Arabar hygð-
ust dæla 33.000 fötum af olíu til
Jórdaníu í olíuleiðslu, sem hefur ekki
verið notuð á undanförnum árum.
Jórdanir fengju þannig milljón fata
í september en síðan yrði ákveðið
mánaðarlega hvert framhaidið yrði.
Jórdanir þurfa tvær milljónir fata
á mánuði og fá nú 85 af hundraði
olíunnar frá írak. Taher sagði að-
spurður að ekki væri ljóst enn hvort
Jórdanir fengju einnig olíu frá Irak
í september.
Arabískur stjórnarerindreki sagði
að Jórdanir hefðu boðið greiðslu fyr-
ir olíuna en óljóst var í gær hvort
Saudi-Arabar myndu þiggja hana.
Efnahagur Jórdana er slæmur og
hafa Saudi-Arabar veitt þeim mikla
efnahagsaðstoð á undanförnum
árum. Samskipti ríkjanna hafa hins
Reuter
Verðfall
í Tókíó
Persaflóadeilan og ótti við
vaxtahækkun olli miklu verð-
falli á verðbréfamörkuðum í
Tókíó í gær. Lækkunin var sú
níunda mesta sem mælst hefur
á einum sólarhring í kauphöll-
inni. Nokkur lækkun varð einn-
ig í New York vegna vaxandi
hættu á átökum milli Banda-
ríkjamanna og íraka en á hinn
bóginn réttu verðbréf á Evrópu-
mörkuðum heldur úr kútnum
eftir skyndilega lækkun á
mánudag og þriðjudag. Á
myndinni sjást áhyggjufullir
verðbréfasalar í Tókíó.
vegar verið stirð að undanförnu
vegna stríðsástandsins við Persaflóa.
Jórdönsk stjórnvöld hafa ekki enn
fyrirskipað yfirvöldum í hafnarborg-
inni Aqaba við Rauðahaf að_ vísa
burt skipum með varning til Iraks.
Þá hafa olíubílar haldið áfram að
flytja olíu frá írak til Jórdaníu, auk
þess matvæli eru enn flutt yfir landa-
mærin til íraks, sem er helsta við-
skiptaland Jórdana.
Taro Nakayama, utanríkisráð-
herra Japans, heimsótti Jórdaníu á
þriðjudag og sagði að stjórn sín
væri reiðubúin að veita Jórdönum
efnahagsaðstoð þegar refsiaðgerðir
gegn írak færu að hafa áhrif á efna-
hag þeirra.
Liðsmenn öryggissveita Jórdaníu við sendiráð Bandaríkjanna í Amman.
Reuter
Vestræn ríki neita að loka
sendiráðum sínum í Kúvæt
írakar afturkalla brottfararleyfi Evrópubúa
Washingfton, Lundúnum, Brussel, Berne, París. Reuter.
TALSMAÐUR bandaríska utanríkisráðuneytisins, Richard Boucher,
sagði í gær að sendiráði Bandaríkjanna í Kúvæt yrði ekki lokað. Ríkis-
stjórnir fjölmargra annarra vestrænna ríkja höfðu áður birt sams
konar yfírlýsingar en Irakar hafa gefíð erlendum ríkjum frest þangað
til á morgun, föstudag, til að loka sendiráðum í Kúvæt, sem írakar
hafa nú innlimað. Stjórnvöld í írak hyggjast ekki heimila um 650
Vestur- Evrópubúum að halda til síns heima frá Kúvæt.
Talsmaður belgíska utanríkis-
ráðuneytisins skýrði frá þessu í gær
en á þriðjudagskvöld höfðu yfirmenn
íraska heraflans í Kúvæt sagt að
belgískum, dönskum, írskum,
grískum, hollenskum og spænskum
ríkisborgurum yrði leyft að fara úr
landi. Belgísk stjómvöld ákváðu að
rannsaka málið eftir að fregnir höfðu
borist frá Ítalíu þess efnis að yfir-
menn herafla íraks í landinu hefðu
skýrt sendiherrum ríkjanna sjö frá
því að 658 Evrópubúum yrði Jeyft
að halda yfír landamærin til íraks
og þaðan til Tyrklands og Jórdaníu.
Þótti sýnt að írakar hygðust með
þessum hætti freista þess að ijúfa
samstöðu ríkja Vestur-Evrópu og
refsa þeim ríkjum sem tekið hefðu
eindregna afstöðu í Persaflóadeil-
unni. Þannig benti talsmaður ítalska
utanríkisráðuneytisins á að Irakar
ætluðu sýnilega að undanskilja
breska og franska ríkisborgara.
írakar hafa á hinn bóginn veitt
portúgölskum, svissneskum, sænsk-
um og finnskum ríkisborgurum
heimild til að fara frá Kúvæt og var
ástæðan sögð sú að ríki þessi hefðu
ekki sent herafla til Persaflóa.
Á skyndifundi sem boðað var til
í París á þriðjudag samþykktu ut-
anríkis- og varnarmálaráðherrar
aðildarríkja Evrópubandalagsins og
Vestur-Evrópusambandsins að sam-
ræma viðbúnað herafla ríkjanna
vegna ástandsins við Persaflóa. Að
auki ákváðu utanríkisráðherrar Evr-
ópubandalagsins að hundsa með öllu
þá kröfu íraka að sendiráðum er-
lendra ríkja í Kúvæt verði lokað á
morgun, föstudag. írakar hafa lýst
yfir því að eftir þann tíma verði frið-
helgi erlendra sendimanna ekki virt.
Talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins skýrði frá því á frétta-
mannafundi í Washington í gær að
sendiráði Bandaríkjamanna í Kú-
væt-borg yrði ekki lokað. Yrði þess
krafíst að írakar virtu alþjóðalög og
tryggðu öryggi bandarískra embætt-
ismanna og óbreyttra borgara í
Kúvæt. Douglas Hurd, utanríkisráð-
herra Bretlands, sagði í útvarpsvið-
tali í gær að þess yrði freistað í
hvívetna að halda sendiráði Bret-
lands opnu á meðan írakar héldu
breskum ríkisborgurum í gíslingu.
Auk þessara ríkja hafa stjórnvöld í
Sovétríkjunum, Áusturríki, Póllandi,
Tékkóslóvakiu, Svíþjóð, Finnlandi,
Noregi, Kánada, Japan, Bangladesh,
Búlgaríu og á Filippseyjum andmælt
tilskipun íraka.
Stjórnvöld í Sviss skýrðu hins
vegar frá því í gær að ákveðið hefði
verið að loka sendiráðinu í Kúvæt-
borg þó svo enn hefði ekki fengist
fullnægjandi trygging fyrir því af
hálfu Iraka að svissneskum ríkis-
borgurum yrði leyft að halda til síns
heima. Indveijar hafa einnig afráðið
að flytja sendiráðið í Kúvæt til Iraks
og yfirvöld í Malasíu hafa þegar
kallað sendimenn sína heim frá Kú-
væt
írakar flytja sovéskar eldflaugar til Kúvæts:
Geta borið eiturhleðsl-
ur en þykja úrelt vopn
Lundúnum. The Daily Telegraph.
GREINT var frá því í Lundúnum á þriðjudag að írakar hefðu flutt
sovéskar eldflaugar af gerðinni Scud-B til Kúvæt. Háttsettur saudi-
arabískur hershöfðingi staðfesti síðar um daginn að eldflaugarnar
hefðu verið fluttar frá írak og væri tilgangur með þessu að öllum
líkindum sá að undirbúa eiturefnahernað. Margir vestrænir hemað-
arsérfræðingar telja þó líklegra að flaugamar séu búnar hefð-
bundnum sprengjuhleðslum.
Paul Beaver, útgefandi her-
fræðitímaritsins, Jane’s Defence
Weekly kvaðst á þriðjudag hafa
fengið það staðfest að írakar hefðu
komið fyrir í Kúvæt 36 skotpöllum
fyrir Scud-eldflaugar. Er talið að
írakar eigi ekki fleiri slíka skot-
palla.
Scud-B eldflaugar eru sovésk
smíð og er drægi þeirra um 300
kílómetrar beri þær eins tonns
sprengjuhleðslu. Irakar hafa hins
vegar breytt hluta eldflauga sinna
og er drægi þeirra tæpir 500 kíló-
metrar. Talið er að írakar hafi
skotið um 190 slíkum á borgir í
íran árið 1988 sama ár og samið
var um vopnahlé í Persaflóastríð-
inu. Ekki er vitað hversu margar
Scud-eldflaugar eru í vopnabúrum
íraka en á hinn bóginn fullyrða
sérfræðingar að þeir geti ekki
fjöidaframleitt slík vopn.
Sovétmenn tóku Scud-eldflaug-
ar í notkun árið 1965 og þykja þær
í flestu tilliti úrelt vopn. Þær eru
hreyfanlegar en erfítt mun vera
að koma þeim í skotstöðu utan
vega. Þá er ónákvæmin slík að
ekki er unnt að reiða sig á að þær
geti grandað hemaðarlega mikil-
vægum skotmörkum.
Hermt er að hermálafulltrúi sov-
éska sendiráðsins í Washington
hafi í síðustu viku afhent embætt-
ismönnum í varnarmálaráðuneyti
Bandaríkjanna nákvæmar teikn-
ingar af miðunarbúnaði Scud-eld-
fiaugarinnar. Þetta þykir út af
fyrir sig sögulegur atburður og
upplýsingarnar kunna að reynast
Bandaríkjamönnum vel. Segja
heimildarmenn að bandarískir sér-
fræðingar hafi þegar tekið að
kanna hvemig trafla megi miðun-
arkerfíð með rafeindabúnaði. Á
þann hátt kann að reynast unnt
að beina eldflaugunum frá skot-
markinu og jafnvel koma í veg
fyrir að flugtak heppnist.
Unnt er að koma eiturefna-
hleðslum, sem írakar framleiða,
fyrir í eldflaugum þessarar gerðar.
írakar beittu sinnepsgasi gegn
hersveitum írana í Persaflóastríð-
inu og talið er að taugagasi hafi
verið beitt í viðurstyggilegri árás
á þorp Kúrda í norðurhluta lands-
ins, sem vakti hrylling víða um
heim.
Sérfræðingar telja hins vegar
að eldflaugar þessar myndu ekki
reynast sérlega áhrifarík vopn í
hugsanlegum átökum við herafla
Vesturlanda. Bent er á að írakar
verði að dreifa sinnepsgasi yfir
mjög stórt landssvæði ætli þeir sér
ÍRASKAR ELDFLAUGAR Á LANDAMÆRUNUM AÐ SAUDI-ARABÍU
Lance Bell / Ciaran Hughes / REUTER ——
SOVÉT-
RÍKIN
-r
-\ SOVÉT-
**___ RlKIN
írösk
útgáfa af
Scud-eld-
flaugum
getur
boriö
efnavopn*
•Heimild: Jane's Battlefield Support
ÍRAN
írakar flytja 36
skotpalla fyrir
Scud-eldflaugar
til Kúvæt
Hormuz-
Miðjardar-
hef
EGYPTA-
LAND
Arablu-
flól
SAUDI- QATAR
ARABÍA---------
ÓMAN
að koma í veg fyrir framrás vest-
rænna hersveita eða hindra liðs-
flutninga. Taugagas mun gufa
mjög hratt upp í þeim mikla hita
sem. ríkir á þessum slóðum og er
talið að hersveitum, sem búnar era
sérstökum skjólfatnaði gegn
slíkum efnum, stafí lítil hætta af
þeim. Segja fræðimenn að Scud-
eldflaugin sé, líkt og fyrirrennari
hennar, þýska V-2 flugskeytið,
fyrst og fremist hönnuð til árása á
borgir í þeim tilgangi að valda þar
ofsahræðslu og eyðileggingu.