Morgunblaðið - 23.08.1990, Page 26

Morgunblaðið - 23.08.1990, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HáraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. Þjóðarsátt í spegli fj áiiagadæmisins Samkvæmt lögum nr. 12/1986 skal Ríkisendur- skoðun hafa á hendi eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um þá framkvæmd, frá 1. janúar til 30 júní í ár, er nýkomin í hend- ur Ijölmiðla. Þar er m.a. lagt mat á afkomu A-hluta ríkissjóðs í árslok 1990 og gerður saman- burður á launakostnaði og starfsmannaijölda hjá stofnun- um, sem falla undir A-hluta ríkissjóðs. Skýrslan leiðir ótví- rætt í ljós að ekki gildir það sama um séra Jón og bara Jón, það er um ríkisbúskapinn og atvinnulífið eða ríkisstjórnina og almenning, að því er varðar að- hald, samdrátt og sparnað í anda þjóðarsáttar. Þau vinnubrögð íjármálaráð- herrans að efna til sérstaks blaðamannafundar um fram- kvæmd íjárlaga á fyrri hluta liðandi árs, þar sem ijárlagadæ- mið er „matreitt“ fyrir fjölmiðla og alþjóð að hans hætti, án þess að minnast á skýrslu Ríkisend- urskoðunar um sama efni, hefur vakið nokkra athygli. En verkin sýna merkin í þessu sem öðru. Meginmarkmið ijárlaganna, samanber skýringar í ijárlaga- frumvarpi, voru þrjú: 1) Að stuðla að óbreyttum viðskipta- halla, þrátt fyrir samdrátt út- flutningstekna og minnkandi verðbólgu. 2) Að hækka ekki skatta sem hlutfall af lands- framleiðslu. Talað var um 1,5% lækkun ríkissjóðstekna að raun- gildi eða lækkun þeirra um 1.500 m.kr. 3) Að halli ríkissjóðs yrði innan þeirra marka að hægt væri að ijármagna hann með innlendum Iántökum, án þess þó að hækka vexti. Til þess að ná þessum markmiðum var talið nauðsynlegt, að því er fram kom í frumvarpinu, að skera ríkisút- gjöld niður um 4% eða um 4.000 m.kr. milli ára. Frumvarp ijármálaráðherra tók nokkram breytingum í með- ferð Alþingis, þar sem stjórnar- liðið réð ferð. Skatttekjur ríkis- ins voru hækkaðar um 1.200 m.kr. og útgjöld um 2.000 m.kr. Áætlaður ríkissjóðshalli óx sem þessu nam. Þegar aðeins þrír mánuðir fjárlagaárs voru liðnir gerir Alþingi enn „bragarbót" á ríkissjóðsdæminu með ijárauka- lögum [nr. 72/1990], m.a. í tengslum við kjarasamninga. Að þeim breytingum gerðum var ríkissjóðshallinn áætlaður 4.300 m.kr. í júnímánuði tekur dæmið enn breytingum, að þessu sinni til að hemja framfærsluvísitölu innan hinna rauðu strika í þjóð- arsáttinni. Að því loknu eru áætluð ríkissjóðsútgjöld komin 4.600 m.kr. fram úr áætluðum tekjum, að því sagt var. Þegar niðurstöður úr skýrslu Ríkisendurskoðunar um fram- kvæmd ijárlaga á fyrri hluta ársins 1990 eru skoðaðar í ljósi þeirra fyrirheita um niðurskurð í ríkisbúskapnum og lækkun rauntekna ríkissjóðs, er ijár- málaráðherra gaf í kynningu á fjárlagafrumvarpi sínu, vekur sitt hvað almennings athygli. í fyrsta lagi að heildartekjur A-hluta ríkissjóðs árið 1990 eru nú áætlaðar 92.500 milljónir króna, samanborið við 71.280 m.kr. árið 1988, samkvæmt ríkisreikningi þess árs. Þær hafa hækkað um 3.600 m.kr. frá fyrri áætlunum ársins eða 4,1%, þar af skatttekjur um 3.200 m.kr. í annan stað að heildarútgjöld A-hluta ríkissjóðs eru nú áætluð 97.900 m.kr., samanborið við 73.415 m.kr. samkvæmt ríkis- reikningi 1988. Þetta er um 4.400 m.kr. hækkun frá fyrri áætlunum ársins. í þriðja lagi hefur reiknuðum störfum hjá A-hluta ríkissjóðs fjölgað um rúmlega fjögur hundrað stöðugildi frá fyrri hluta árs 1989, eða um 2,7%, samanborið við 0,9% fjölgun frá fyrri hluta árs 1988 til jafn- lengdar 1989. Yfirvinna jókst um rúmlega 90 stöðugildi, eða um 3,8%, en dróst saman um 6,5% milli fyrri hluta áranna 1988 og 1989. Ríkisbúskapurinn þenst út, þvert á hin stóru orðin um niðurskurð. Loks telur Ríkisendurskoðun að „að öllu óbreyttu stefni í tæplega 5,4 milljarða króna rekstrarhalla á A-hluta ríkis- sjóðs á árinu 1990“. Það stefnir í þennan halla, þrátt fyrir það að skorin hafa verið niður framlög ríkissjóðs til ýmissa opinberra sjóða — og þrátt fyrir það að hann hefur tekið til sín dijúga ijármuni af mörkuðum tekjum til ýmissa sérsviða. Og hver er staðan hjá þeim þáttum ríkisbúskaparins, sem falla utan A-hluta ríkis- sjóðs? Það gilda greinilega önnur sparnaðar- og þjóðarsáttarvið- horf í ríkisstjóminni en hjá heimilunum í landinu eða at- vinnuvegunum, þar sem verð- mætin í þjóðarbúskapnum verða til. mm Hulda Cathinca Guðmundsdóttir og Stefán H. Finnbogasson að Krosseyrarvegi 7, Reynir Þórðarsson og Stefanía K. Sigurðardóttir að Glitvangi 3. Hafnarfjörður: Veittar viðurkenningar fyr ir garða og snyrtimennsku Fegrunarnefnd Hafnarfjarðar garða, snyrtimennsku og fegrun Athöfnin fór fram í Hafnarborg. Níu garðar og lóðir hlutu viður- kenningu að þessu sinni. Ásta Lárusdóttir og Eyjólfur Ein- arsson fengu viðurkenningu fyrir garðinn að Þrastarhrauni 6. Garður- inn er að sögn Eyjólfs tuttugu ára gamall. í honum er mikill gróður, blóm og tré, auk þess sem hraun er áberandi. Eitt einkenni garðsins eru blóm sem plantað hefur verið við hraunið. Garðurinn er um það bil 100 fm að flatarmáli. Eigendur Brekkuhvamms 9, Val- gerður Jónsdóttir og Bjami Blomst- erberg, fengu viðurkenningu fyrir fallegan garð með fjölbreyttum gróðri. Sonur hjónanna, Valur Blomsteberg, tók við viðurkenning- unni fyrir hönd foreldra sinna. Hann sagði að garðinum hefði verið um- bylt fyrir tveimur árum í þeim til- gangi að auðvelda nauðsynlegt við- hald. Auk fjölbreytts gróðurs eru í honum garðhús og 36 fm gróðurhús. í gróðurhúsinu er gosbrunnur og stytta sem vatn er leitt um. í garðin- un er auk þess stétt þar sem hægt veitti viðurkenningar fyrir fallega á vegum bæjarins, á fímmtudaginn. er að grilla eða liggja í sólbaði. Þess má geta að garðurinn að Brekku- hvammi 9 var árið 1971 valinn feg- ursti garður Hafnarfjarðarbæjar. Gerður María Gunnarsdóttir og Karl Birgir Júlíusson að Bröttukinn 31 fengu viðurkenningu fyrir sér- stakan garð í gömlu hverfi. Gerður María sagði í samtali við Morgun- blaðið að garðurinn væri hannaður sem útivistarsvæði fyrir fjölskylduna. í honum er leiksvæði fyrir börn, körfuboltakarfa, sólbaðsaðstaða og jarðhús svo eitthvað sé nefnt. Að auki eru þar ýmsir sjaldséðir munir. Má þar nefna hákarlakrók, hvalbein, hverfistein, hestakerru og orf og ljá. Af gróðri í garðinum má nefna háar aspir og sumarblóm. Framan við íbúðarhúsið eru hjólbörur, gosbrunn- ur og stytta, tré og blóm. Eigendur Glitvangs 3 fengu viður- kenningu fyrir fallegan og hlýlegan garð. Þau Stefanía K. Sigurðardóttir og Reynir Þórðarsson sögðu að garð- urinn krefðist enn sem komið væri ekki mikils viðhalds enda væri hann einungis fimm ára gamall. Reynir sagði að Stanislas Bohic hefði teikn- að garðinn. í honum er meðal ann- ars garðhús og heitur pottur. Flötin er fremur lítil en skemmtilega lýsing setur svip á garðinn. Umhverfis garðinn er há girðing sem skýlir honum fyrir veðri og vindum. Hulda Cathinca Guðmundsdóttir og Stefán H. Finnbogason að Kross- eyrarvegi 7 fengu viðurkenningu fyr- ir fallegan garð unninn við erfið ræktunarskilyrði. Hulda og Stefán sögðu að garðurinn hefði orðið til smám saman. I garðinum éru hraun- hleðslur áberandi og lítill burstabær og kirkja setja skemmtilegan svip og heildina. Heiðurinn af þessum dvergvöxnu byggingum á heimilsfað- irinn Stefán sem er að sögn eignkonu sinnar smiður af guðs náð. Þau sögðu að töluverður tími færi í að hirða garðinn en hann er rúmlega 700 fm að flatarmáli. Sér til aðstoðar hafa þau börnin sín sem eru að sögn for- eldranna dugleg að hjálpa til. Hjónin að Skjólvangi 6, Sigríður Björg Eggertsdóttir og Guðmundur G. Jónssson, fengu viðurkenningu fyrir fallegan og gróskumikinn garð. Sigríður og Guðmundur sögðust hafa Guðmundur G. Jónsson og Sigríður Björg Eggertsdóttir að Skjólvangi 6. || >8^1 hí 1 |7_ fe L 4 íM 1 USm Iþj ^ I Að Fagrahvammi 11 lagt áherslu á að halda hrauninu í garðinum. í garðinum eru þau með blóm og tré en yfir gjótu í hrauninu hafa þau byggt brú. Framan við húsið hafa þau í hyggju að gera endurbætur á næstunni, plantað kvistum og Ijölærum plöntum. Þau sögðust eyða mörgum stundum í garðinum og bættu við að garðyrkja væri sameiginlegt áhugamál þeirra. Lóa Sigrún Leósdóttir og Sigur- mann Rafn Stefánsson fengu viður- kenningu fyrir garðinn að Fagra- hvammi 11. Lóa sagði að byrjað hefði verið á garðinum fyrir fimm árum en eftir það hefði eitthvað ver- ið gert í garðinum á hveiju sumri. Hún sagði að hjónin hefðu séð sjálfu um alla vinnu í garðinum en eitt ein- kenni hans væru trépallar sem Sigur- mann hefði smíðað. í garðinum er töluvert af tijám en ekki mikið af fjölærum plöntum. Fyrir snyrtimennsku við tvíbýli fengu, Kristín Guðmundsdóttir og Ólafur Veturliðason og Olga Sigurð- ardóttir og Ármann Ólafsson, að Blómvangi 18 viðurkenningú. Bæjar- hraun 2 fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi iðnaðarhúsnæðis og garðyrkjuflokkur Hafnarfjarðar fékk viðurkenningu fyrir vinnu að uppbyggingu og hleðslu gijótgarða á Víðistaðasvæðinu. Tvö gömul hús í Hafnarfirði hafa verið merkt með nafni og byggingarári. Það eru Aust- urgata 31 (Hagakot), sem er byggt árið 1892, og Kirkjuvegur 15 (Illuga- hús), sem er byggt árið 1902. Glitvangur var valin stjörnugata Hafnarfjarðar árið 1990 Bjarni Blomsterberg og Valgerður Jónsdóttir að Brekkuhvammi 9. Að Bröttukinn 31 Veit ekki betur en farið hafí verið eft- ir settum reglum -segir Pétur Guðmundsson flug'vallarstjóri um nauðlendinguna á Reykjanesbraut Pétur Guðmundsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurvelli, segist ekki vita betur en farið hafi verið eftir settum reglum þegar ferjuflug- vél nauðlenti á Reykjanesbraut 5. ágúst.. Hann segir að flugvélin hafi flogið yfir Ytri-Njarvík til lendingar á þriggja kílómtra langri flugbraut sem liggi frá austri til vesturs og er notuð í autsan- og vestanáttum eða ef aðalbrautin er lokuð. Yfirvöld í Njarðvík hafa krafist skýringa vegn nauðlendingarinnar. í samtali við Morgunblaðið sagði Pétur að þijár flugbrautir væru á vellinu. Aðalbrautin er þriggja kíló- metra löng en að sögn Péturs er reynt að beina sem mestri umferð um hana. Þvert á hana liggur um- rædd þriggja kílómetra braut frá austri til vesturs. Aðflugslína braut- arinnar til vesturs og brottflugslína hennar til austurs fara yfir byggð í Ytri-Njarðvík en að sögn Péturs hefur því verið beint til flugmanna í brottflugi að beygja vélunum frá byggð ef aðstæður leyfa. Brautin er að sögn Péturs aðeins notuð ef loka þarf aðalbrautinni eða ef blæs þvert á hana eins og daginn sem feijuflugvélin nauðlenti á Reykja- nesbraut. Þá sagði hann að upplýs- ingar um lokun aðalbrautarinnar mætti jafnan finna í staðarblaði Njarvíkinga. Miðlína þriðju brautarinnar, sem er tveir kílómetrar að lengd og ligg- ur frá norðaustri til suðvesture, liggur yfir Keflavík en Pétur sagði að sú braut væri ekki notuð nema í aftkaveðri. Hann sagði að á flugvellinum væru til ítarlegar reglur um flest sem varðaði flug að vellinum og sagðist ekki vita til annars en þeim hafi verið fylgt í einu og öllu þegar slysið átti sér stað. Neskaupstaður: Nýr bátur í flotann Neskaupstað. HLÍFAR Pétur NK 15 bættist nýlega í flota Norðfirðinga. Báturinn, sem er 63 lesta trébátur búinn 500 hestafla aðalvél, var smíðaður árið 1955 en allur endurbyggður árið 1985. Hann var keyptur frá Húsavík og hét þar Skálaberg. Báturinn er útbúinn til línu, neta- og togveiða og fylgir honum um 200 lesta þorskkvóti og 100 lesta rækjukvóti, sem eigendur hyggjast skipta yfir í þorskkvóta. Hinn nýi eigandi Hlífars Péturs er fiskverk- unarfyrirtækið Saltlaug hf., en aðaleigendur þess eru bræðurnir Höskuldur og Kristinn Guðmunds- synir. Skipstjóri á Hlífari Pétri er Á innfelldu myndinni eru bræð- urnir Höskuldur og Kristinn Guð- mundssynir um borð í bátnum. Jón Ölver Magnússon. Báturinn fer fljótlega á togveiðar. - Ágúst Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Hlífar Pétur er hann kemur i fyrsta sinn til heimahafnar. Hofsós: Hraðfrystihúsið leigt Fiskiðju Sauðárkróks STJÓRN Hraðfrystihússins iif. á Hofsósi hefur leigt Fiskiðju Sauðár- króks hf. eignir félagsins frá og með 20. ágúst síðastliðnum og hætt rekstri á meðan áfram er unnið að fjárhagslegri endurskipu- lagningu fyrirtækisins. Leigusamningurinn við Fiskiðju Sauðarkróks hf. er gerður til að tryggja atvinnu verkafólks við fisk- vinnslu á Hofsósi, segir í frétt frá stjórn Hraðfrystihússins hf. á Hofs- ósi. Gert er ráð fyrir að öll áunnin réttindi verkafólksins yfirfærist, reksturinn verði öruggari og ekki komi minni afli til vinnslu en hefði orðið með eðlilegri starfsemi Hrað- frystihússins hf. Næstu vikur verða notaðar til að semja við lánveitend- ur Hraðfrystihússins hf., fá kröfur niðurfelldar og lán lengd, þannig að greiðslubyrði verði viðráðanleg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.