Morgunblaðið - 23.08.1990, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.08.1990, Qupperneq 30
Enn vantar kennara: Skólar heQa starf- semi 5. september Nemendur nokkru færri en undanfarin ár Randersbúar í morgunkaffi Morgunblaöið/Kunar Pör Bæjarstjórn Akureyrar bauð hópi ungs fólks frá vinabænum Randers í Danmörku til morgunverðar i gærmorgun. Hópurinn hefur verið hér á ferð í nokkra daga og m.a. farið í skoðunarferðir að Mývatni og á fleiri staði í nágrenni Akureyrar. Unga fólkið í hópnum er í skóla hliðstæðum Starfsdeildinni í Löngumýri, en krakkar þaðan fóru einmitt til Randers síðastliðið vor og tóku þá m.a. þátt í árlegu íþróttamóti sem gestir. Nemendurnir í ferðinni eru í lokaþjálfun, en starfið í skólanum miðar að því að búa þá undir að fara út á vinnumarkaðinn og að standa á eigin fótum. GRUNNSKÓLAR á Akureyri hefjast 5. september næstkomandi, en í vetur verða nemendur grunnskólanna frá 1.-10. bekk alls 2.425, sem er nokkru færra en verið hefur siðustu ár. Enn vantar nokkra kennara til starfa við skólana. ar, en síðan má segja að hafi ver- ið steindautt alveg fram í ágúst,“ sagði Ingólfur. Hann sagði að framboð leiðbeinenda væri meira en verið hefði síðustu ár og staf- aði það eflaust fyrst og fremst af því að þrengra er um á atvinnu- markaði. Starfsemi grunnskólanna hefst 5. september. Síðustu 12-15 ár hafa litlar sveiflur verið hvað varð- ar Ijölda nemenda og hafa að jafn- aði verið um 250 nemendur í ár- gangi. Nú í vor yfirgaf grunnskól- ann stór árgangur, eða um 250 unglingar, en sá árgangur sem inn kemur í haust er hins vegar óvenjufámennur. Alls eru 199 börn skráð í skólana og er það í fyrsta sinn í langan tíma sem svo fá börn hefja skólagöngu. Ljóst er að árgangar næstu 2-3 ára verða einnig fremur fámennir. Á síðasta skólaári voru 2.469 börn skráð í skólana á Akureyri, en eru 2.425 nú. Flestir nemendur eru í Síðuskóla, um 580, í Glerár- skóla verða um 470 nemendur, um 430 í Lundarskóla, 415 í gagn- fræðaskólanum, 375 í barnaskól- anum og um 180 í Oddeyrarskóla. Ingólfur Ármannsson skólafull- trúi Akureyrarbæjar sagði að nú, hálfum mánuði áður en skólarnir byija, vantaði 4-5 kennara og yrðu stöðurnar auglýstar fljótlega. Hann sagði að undanfarin haust hefði ástandið verið svipað. „Það kom mikil hviða í apríl og þá leit óvenjuvel út með kennararáðning- Heimalöndimarálag togara ÚA hækkað úr 12% í 30% SAMKOMULAG hefur náðst á milli Útgerðarfélags Akur- eyringa og sjómanna á togurum þess um hækkun á skiptaverði afla. Svonefnd heimalöndunar- uppbót sem greidd er ofan á fisk- verð Iandi togarar afla sínum heima og var ákvörðuð 12% af Verðlagsráði verður hækkuð í 30%. Urgur hefur verið í sjómönnum í Eyjafirði sem landa öllum afla til vinnslu heima og hefur þeim þótt fiskverð lágt miðað við það verð sem greitt er fyrir fisk á fiskmörkuðum syðra og erlendis. Fyrir nokkru rit- uðu áhafnir togara félagsins tii forr- áðamanna þess og kröfðust hækk- unar á skiptaverði afla. Vilhelm Þorsteinsson annar framkvæmdastjóra ÚA sagðist von- ast til að í kjölfar þessa samkomu- lags yrðu allir aðilar sáttir. Sjómenn hefðu verið óánægðir með það verð sem fengist hefði fyrir fiskinn. „Það verð sem ákvarðað er af Verðlags- ráði er allt annað en það sem geng- ur á fijálsa markaðnum," sagði hann. Aðspurður hvort hækkunin bryti gegn þjóðarsáttinni svokölluðu kvaðst hann telja að svo væri ekki, fiskverð væri með ýmsum hætti og þyrftu menn ekki annað en skoða lista yfir söluverð bæði á fiskmörk- uðum hér heima og erlendis til að sjá það. Öllum afla togara ÚA væri landað heima og hefði greiðsla félagsins fyrir fisk verið neðarlega á listanum miðað við það sem gerð- ist á fijálsa markaðnum. Handfærasinfónían, kvikmynd um líf trillukarla: Dragnótabátar skrapa Qörur en trillur leita lífsbjargar á hafi úti - segir Arni Tryggvason leikari og trillukarl í Hrísey sem telur trillukarla eiga undir högg að sækja HANDFÆRASINFÓNÍAN er vinnuheiti á nýrri íslenskri kvikmynd sem þeir Árni Tryggvason leikari og trillukarl og Páll Steingrímsson kvikmyndatökumaður vinna nú að. í myndinni verður lífí og starfi trillusjómanna gerð skil og síðasta vetur og sumar hafa verið teknir nokkrir kaflar í kvikmyndina. Ætlun þeirra félaga er að gera nokkuð nákvæma úttekt á lífi trillusjómanna, en báðir hafa þeir stundað sjó- sókn. Páll átti um skeið hluta í trillu á móti Ása í bæ og Árni ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Nikulásdóttur, hefur róið frá Hrísey síðastlið- in 35 sumur. Morgunblaðsmenn brugðu sér út í Hrísey í vikunni og ræddu við Árna um kvikmyndina og líf þess fólks sem sækir sjóinn á litlum, opnum bátum. Dragnótaveiði stærri báta í Eyjafirði er mál sem mjög brennur á trillusjómönnum og þar er Árni engin undantekn- ing. „í kvikmyndinni ætlum við að því hann fer að morgni og þar til fjalla um trillukarlinn í hnotskurn, hann landar afla að kvöldi. Það sem við munum reyna að gefa sem rak okkur út í þetta ævintýri var gleggsta mynd af athöfnum hans frá einskær áhugi á trillukörlum og Fóstrur/ þroskaþjólfar Óskum eftir að ráða fóstru/þroskaþjálfa til starfa sem fyrst. Pálmholt er 2ja deilda dagheimili á Akureyri með 17 börn á deild. Allar nánari upplýsingar veita forstöðumenn í síma 96-23941 eða dagvistarfulltrúi í síma 96-24600. þeirra lífí, en það þekkjum við báðir vel af eigin raun,“ sagði Árni Tryggvason þar sem hann sat í eld- húsinu heima hjá sér í Hrísey og gerði ýsunni sem hann hafði veitt á trillu sinni, Báru, þá um morguninn góð skil. Reiknað er með að kostnaður við gerð kvikmyndarinnar sé um 5 millj- ónir króna. Kvikmyndasjóður hefur veitt styrk að upphæð 2,5 milljónir króna og Landssamband smábáta- eigenda 500 þúsund króna styrk. „Með kvikmyndinni vonumst við til að geta gefíð fólki hugmynd um hversu margbreytilegt líf trillukarls- ins er, þó svo róið sé á sömu mið æ ofan í æ þá er alltaf eitthvað nýtt að sjá í hvert sinn,“ sagðiÁrni. „Það er til dæmis tignarleg sjón að sjá hóp höfrunga þurrka sig upp úr sjón- um samtímis, sá sem sér slíkt gleym- ir því aldrei. Hver sjóferð í fallegu veðri er á við margar ferðir til Spán- ar.“ Safna undirskriftum gegn dragnótaveiðum Ámi segir að ástæða þess að ráð- ist var í gerð myndarinnar sé einnig sú að mjög sé að trillukörlum þrengt og sér virðist sem smám saman sé verið að ýta þessari stétt manna til hliðar. Trilluútgérð eigi í vök að veijast, stærri útgerðir kaupi upp litlu bátana vegna kvótans og allt stefni í að fáar stórar og öflugar útgerðir muni í framtíðinni eiga allan V.^ Árni Tryggvason leikari og trillukarl í Hrísey. físk í miðunum kringum landið. Þetta sé að sínu áliti alröng stefna, m.a. vegna þess að í sumum sjávar- þorpum standi trilluútgerðin undir stórum hluta físköflunar. Dragnótaveiði báta í Eyjafirði er Árna einnig ofarlega í huga, en að undanförnu hafa sjómenn safnað undirskriftum með það að markmiði að fá dragnótaveiðar á grunnmiðum bannaðar í firðinum. Undirskriftum trillukarla er safnað á öllum þéttbýl- isstöðum við Eyjafjörð og er nú þeg- ar búið að skila þeim inn til sveitar- stjórna viðkomandi staðar eða það verður gert alveg á næstunni. „Margir trillukarlar sækja á þau mið sem bátar allt upp í tugi tonna að stærð eru að skrapa á jafnvel alveg upp í fjörur. Þeir fara meira að segja svo grunnt stundum að trillukarlar veigra sér við að fara svo grunnt.“ Þá segir Árni það vitað mál að firðirnir séu uppeldisstöðvar fýrir bolfisk og einnig hafí því marg- oft verið lýst yfir að fískistofnar séu í hættu. Því veiti ekki af að vernda hvern þann blett þar sem uppeldi á sér stað, sé það ekki gert er voðinn vís. Dragnótaveiði hafi verið tak- mörkuð í Eyjafirði á miklu skynsam- legri hátt á árum áður en nú er. Nú fá menn ekki bein úr sjó „Þetta er svo gróft núna að sum- ir toga á dragnót uppi í þara innan- um og yfir grásleppunet, menn hafa verið að toga svo gott sem við hafn- arkjaftinn og kvarti menn yfir þessu eru svörin þau að þetta sé leyfílegt. Við sem höfum fylgst með þessu í áraraðir vitum að þetta er alveg ótækt og verður að breytast. Margir trillukarlar róa með línu á haustin og höfðu af því dijúgar tekjur, en nú fá menn ekki bein úr sjó, drag- nótabátarnir hafa hreinsað allt upp, álana líka. Hér í firðinum er búið að taka upp tugi tonna af ýsu og þorski upp undir fjörum, en það er fiskur sem hefur verið uppistaða línuveiði smábáta að haustinu þegar veður fara að versna og okkur trillukörlum þykir það öfugsnúið þegar stóru bátarnir eru að skrapa fjörur alveg upp í tún, en smátrill- urnar þurfa að leita út í ballarhaf eftir lífsbjörginni. Við verðum að stöðva dragnótaveiðarnar, sem sjaldan hafa verið grófari en einmitt nú í sumar. Eina skynsamlega lausn- in á því máli ei að loka öllum ijörð- um fyrir þessum stórtæku veiðar- færum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.