Morgunblaðið - 23.08.1990, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 23.08.1990, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990 of seint Betra er seint en Nýtt álver á Islandi - vanhugsað örþrifaráð eftir Einar Má Guðvarðarson Orvæntingin fær menn oft til að grípa til örþrifaráða. Ákvörðunina um að reisa nýtt álver, álít ég vera örvæntingarfulla tilraun stjórnvalda til að bæta efnahag þjóðarinnar. Yfirveguð er sú ákvörðun allavega ekki. Eg leyfi mér að fullyrða, að ef við ekki áttum okkur, áður en það ^ er um seinan, muni þetta álver, sem og önnur meira eða minna meng- andi stóriðja, hafa alvarlegri áhrif á efnahaginn og öll lífskjör í landinu en flestir gera sér grein fyrir. Því ef flestir gerðu það, hefði þessi ákvörðun aldrei verið tekin. Yitund og vitleysa Þegar við bregðumst við í aðstæð- um, tökum ákvarðanir og fram- kvæmum, er nærtækt að álykta, að vitund okkar um aðstæðurnar ráði mestu um viðbragðið. Ef við einlæg- lega og hreinskilnislega spyrjum okkur, hvað við vitum um efnið al- uminium, framleiðslu þess, og þáu áhrif sem framleiðslan hefur á íslenskt lífríki og náttúru í heild, *■' ekki síst í framtíðinni, þá komumst við ekki hjá að viðurkenna, að við vitum í rauninni ósköp lítið. Við verð- um einnig að viðurkenna, að stór hluti þess litla, sem við teljum okkur vita, er ekki áþreifanleg vitneskja, en samansafn mismarktækra upp- lýsinga, sem í sumum tilvikum koma frá þeim, sem einungis hafa fjár- hagslegra hagsmuna að gæta, og hvers starf felst í því að þykjast vita. Einungis til að skapa jákvæða og lofandi mynd. Mynd sem þjónar þeim -,, málstað, sem þeir samsama sig með, sem er þeirra. En margir stjórnmála- menn, vísindamenn og mörg okkar hinna eru sama markinu brennd. Tií að geta þjónað eigin hagsmunum, þá verðum við að vita, og þegar við vitum ekki, þá þykjumst við vita í stað þess að viðurkenna, að við vitum ekki. Öryggi okkar, sjálfskennd okk- ar, felst í því að vita. En það er þessi yfriborðslegi þekkingarhroki, sem leiðir okkur á villigötur, gerir okkur óábyrg, elur sektarkenndina og fær okkur oft til að sjá eftir gjörð- um okkar, en því miður oft, alltof seint. Hvað vita erlendir álframleið- endur um íslenskt lífríki? Hafa þeir einhveija tilfinningu fyrir íslenskri náttúru? Er hún þeim kær? Hefur íslensk náttúra einhvern raunhæfan sess í vitund þeirra? Ef við lítum í eigin barm, getum við þá ætlast til annars, en að þeim sé nákvæmlega sama um afleiðingarnar, allavega svo lengi, sem þeir fá sínar álblokk- ir að klappa og krónur í kassann, þó helst ekki íslenskar. Þeir eru eng- in ofurmenni og því fá engin lög eða reglur eða reglugerðir breytt. Heldur engin hreinsunartæki, sama hversu fullkomin þau eru. Ég vil einnig benda á, að álfram- leiðsla í heiminum er það ung, að enda þótt fyrir hendi séu nægilega uggvekjandi upplýsingar um skað- vænleg áhrif hennar til að snúa sér að öðrum efnum, þá er heldur ekk- ert vafamál, að ótalmargt hefur ekki sýnt sig enn. í sögu jarðarinnar er tímaþáttur álframleiðslu ekki einu sinni brot úr sekúndu. í einfeldni minni leyfi ég mér því að spyija: Erum við fær um að ákveða slíka innrás í íslenskt umhverfi og lífríki, sem umrætt álver óneitanlega er? Liggur ekki styrkur okkar fyrst og fremst í því að viðurkenna, að við vitum ekki nægilega mikið um af- leiðingarnar og áhrif slíks fyrirtækis á umhverfið til að geta tekið ábyrga ákvörðun um að reisa það. Þessum spurningum beirti ég fyrst og fremst til ykkar, íslenskir ráðamenn. Lyft- um okkur yfir múr skammsýninnar og njótum þeirrar víðáttumiklu feg- urðar, sem þá blasir við okkur, í sannri gleði og trausti. Islensk nátt- úra er okkur alltof kær, til að við getum leyft okkur slíka fásinnu, sem að reisa nýtt álver, óneitanlega er. Nokkur rök og rökleysur Er ekki eitt af höfuðrökunum fyr- ir að reisa þetta álver, að það muni bæta atvinnuástand þjóðarinnar? Þrátt fyrir allt, þá þykir mér nú svo vænt um mína landsmenn, að ég er ekki tilbúinn til að óska neinu ykkar þess hlutskiptis að hafa lifibrauð af því að vinna í álveri. Ég minnist þess, að þegar ég sá álrútuna í Firð- inum safna upp mannskapnum á leiðinni til Straumsvíkur, þá einfald- lega vorkenndi ég þeim. Það var mitt tilfinningalega viðbragð. Ég vona að þeir, sem hlut áttu að máli, fyrirgefi mér, ef þeir taka því þann- ig. Það var eitthvað svo fangelsislegt yfir þessari rútu. Og ég efast heldur ekki um, að margir hveijir stigu upp í þessa rútu, eldsnemma á hveijum morgni eða þá síðdegis, meir af neyð en löngun. Ég á allavega erfitt með að ímynda mér, að nokkurn langi virkilega til að vinna í bullandi og spúandi álveri. Að einhver eigi sér þann draum. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór? Álkall???? Það var einnig þetta með atvinnu- sjúkdómanna. Hafa menn gleymt öllu um þá, eða hvað? Það er að segja þá sjúkdóma, sem nú þegar hafa verið greindir. Við megum ekki gleyma, að það eru aðeins tæp tutt- ugu ár síðan ófreskjunni í Staumsvík var klambrað saman. Og það er heldur ekki einu sinni brot úr sek- úndu í lífi mannsins. Og hvað með rollurnar, fuglana, gróðurinn, lífríki sjávar? Auðvitað erum við meðvituð um alla þessa þætti, allavega undir niðri, og er það ef til vill þess vegna, að það ríkir slík óvissa um staðar- val, að íslenskir ráðamenn kasta frá sér allri ábyrgð með orðunum: Ekki Straumsvík eða nágrenni hennar. Þar er ósóminn nægur fyrir. Látum þessa útlensku álkalla velja þann stað, sem þeir álíta ákjósanlegastan. Eða getur verið, að þeir hafi bara hoppað á hina gömlu brellu kaup- andans: Ef þið viljið ekki selja mér land, þá eru margir aðrir tilbúnir til að selja betra land en þetta krumma- skuð á sama verði og jafnvel ódýr- ara. Og gleymið ekki, að þar er Efnahagsbandalags-land eða alla- vega væntanlegt Efnahagsbanda- lags-land með á sölulistanum. Að hótanir fái okkur til að grípa tii ör- þrifaráða er allavega, ekki neitt nýtt. Raunveruleg lífsgæði Ef við nú eitt augnablik slökum á, höllum okkur makindalega aftur í stólnum, drögum djúpt að okkur andann, einbeitum okkur að andar- drættinum, þar tii hugurinn er í þokkalegri ró, og spyijum einlæg- lega: Hver eru okkar raunverulegu lífsgæði? Segir ekki svarið við þeirri spurningu jafnmikið um hver við erum, og hvað við sjáum, sem okkar raunverulegu lífsgæði? Segir ekki svarið við þeirri spurn- ingu jafnmikið um hver við erum. og hvað við sjáum, sem okkar raun- verulegu lífsgæði? Erum við ekki Ég fer í fríið eftir Magdalenu Ingimundardóttur Ég fer í fríið. Ég fer í fríið, söng landsþekktur fjölmiðlamaður inn á plötu fyrir nokkrum árum. Þegar vora tekur, má heyra lagið sungið af og til á hin.um ýmsu út- varpstöðvum. Það minnir á væntan- Iegt sumarfrí. Fólk spyr gjarnan á förnum vegi; Jæja, hvert á að ferð- ast í sumar? Eins og aðra eyþjóðir erum við íslendingar haldnir mikilli útþrá. Þar sem hafið umlýkur landið okkar °er það bæði dýrara, tímafrekara og á allan hátt meiri fyrirhöfn að kom- ast til annarra landa en t.d. fyrir fólkið á meginlandi Evrópu. Eins er farið með Breta. Þess vegna stofnuðu þeir orlofs- húsakeðjuna Holiday Property . » Bond (skammstafað H.P.B.) árið 1981. Eftir vandlegan undirbúning um 2ja ára skeið hófst starfsemin formlega árið 1983. Á þessum 7 árum hefur starfsemin blómgast og stöðugt er verið að færa út kvíarn- ar. Fyrir fólk, sem hefur áhuga á ferðamálum, vill ferðast víða, dvelja á góðum orlofsstöðum og er aðgæt- ið í fjármálum, er tilvalið að festa kaup á orlofsbréfum Holiday Pro- perty Bond. Það er vissulega hag- sýni sem í hag kemur. Hvað er orlofsbréf Holidy ^ Property Bond? Orlofsbréf H.P.B. eru bresk skuldabréf orlofssjóðsins og eru því hlutdeildarbréf. Eðli orlofsbréfsins er tvískipt, annars vegar orlofsþátt- ur; afnotaréttur af fasteignum or- lofssjóðsins, hins vegar verðbréfa- þáttur. Orlofsbréfið er gefíð út af Isle of Man Assurance Limited. Orlofssjóður H.P.B. er í vörslu Mid- land Bank Trust. En allar greiðslur eru sendar beint til þeirra ígegnum bankastofnanir hérlendis. Sölu- menn handleika ekki fé frá kaup- endum orlofsbréfanna. Orlofssjóðurinn fjárfestir annars vegar í fasteignum og hins vegar í verðbréfum, venjulega ríkisskulda- bréfum eða Evrópuskuldabréfum. Hlutfall ljárfestinga orlofssjóðsins er 60-70% í fasteignum á móti 30-40% í verðbréfum. Eignir orlofs- sjóðsins eru endunnetnar tvisvar á ári og markast einingaverð orlofs- sjóðsins af því. Fasteignir orlofssjóðsins Orlofssjóður H.P.B. á nú fast- eignir í 10 löndum; í Cornwall, The Lake District og Norfolk á Eng- landi, á Bretagneskaga og Dordogne í Suður Frakklandi" á Lanzarote og Tenerife, Kanaríeyj- um, á Rocha Brava og Senhora du Rocha, Algarve, Portúgal, á Costa Blanca og Costa del Sol á Spáni, á Mallorku, Skotlandi, Austurríki, It- alíu og Florida í Bandaríkjunum. Völ er á glæsilegum einbýlishús- um, hvort heldur er innan- eða utan- dyra, svo og raðhúsum af ýmsum stærðum, alpahúsum, herragörðum og íbúðum af ýmsum stærðum — orlofsdvöl til sjávar eða sveita, í þéttbýli eða dreifbýli, hvenær ársins sem er. Orlofsbústöðunum fylgja öll þægindi, s.s. uppþvottavél og þvottavél. Margir orlofsstaðirnir eru sérhannaðir fyrir þá sem bund- ir eru hjólastól. Þjónustumiðstöð er á hveijum stað og geta dvalargest- ir leitað þangað eftir hvers konar aðstoð eða notið þeirrar aðstöðu, sem í boði er á hveijum stað. Fjárfesting orlofsbréfanna Villa Owners Club er söluaðili orlofsbréfanna í Bretlandi. Klúbb- urinn rekur ferðaskrifstofu fyrir eigendur orlofsbréfanna til að tryggja sem hagkvæmust fargjöld frá Bretlandi hverju sinni. íslensk- íbúðir í eigu H.P.B. í Tampa, Florida. um orlofsbréfaeigendum stendur að sjálfsögðu sú þjónusta einnig til boða. Bóka má orlofsdvöl í gegnum bókunardeild klúbbsins í Englandi eða láta íslenska umboðsaðilann sjá um þá hlið málsins. Lágmarksfjár- festing er 1.000 pund. Hárharks- fjárfesting engin. Innleysa má and- virði orlofsbréfa H.P.B. að tveim árum liðnum frá því þau eru keypt. Eigendur orlofsbréfanna geta fylgst með sölu og kaupverði þeirra í Fin- ancial Times í dálki, er nefnist Off- shore Insurances, undir nafninu Isle og Man Assurance Ltd. Holiday Property Bond og er einingaverð þeirra tilgreint þar. Þegar fjárfest hefur verið fyrir fyrstu 1.000 pundin er unnt að fjár- festa áfram að lágmarki hveiju sinni fyrir 250 pund. Þannig má safna uns þeim höfðustól er náð, er gefur þann arð, er hentar hveij- um og einum til orlofsdvalar árlega eða sjaidnar, allt eftir óskum hvers og eins. Nýting orlofspunktanna Eitt sterlingspund gefur einn or- lofspunkt. Arður orlofsbréfanna, orlofspunktarnir, eru verðtryggðir og hækka í samræmi við verðbólgu í Bretlandi á hverjum tíma. Réttur til að dvelja í eignum orlofssjóðs H.P.B. er tryggður með orlofs- punktum sem fást árlega, meðan höfðustóllinn er óskertur. Þegar orlofsdvöl er ákveðin er litið á punktaskrána sem sýnir hversu marga punkta hver og einn þarfnast hveiju sinni fyrir sig og sýna fjölskyldu í viðkomandi orlofs- húsi. Fjöldi punktanna sem krafist er fer eftir verðgildi eignarinnar og hvenær ársins viðkomandi gistir orlofsstaðinn. Safna má orlofs- punktunum til 2ja ára í senn hjá H.P.B. Eigandi orlofsbréfsins þarf ekki að greiða árlegan viðhalds- kostnað eða fasteignagjöld af or- lofseignum H.P.B., heldur nokkurs konar þjónustugjald, þann tíma sem dvalið er í þeim (rúmfatnaður, þvottur og ræsting). Bónustilboð Ef orlofbréfaeigandi á yfir 4.750 pund í sjóðnum, hvort sem sá punktafjöldi er bundinn við eitt bréf eða fleiri, á viðkomandi kost á að dvelja á orlofsstöðum þeim sem Iausir eru hvetju sinni og dvelja þar án þess að skerða arð sinn, þ.e. orlofspunktana, heldur greiða ein- ungis þjónustugjaldið. Bókunarfyr- irvari er hér 28 dagar. Fréttabréf Orlofsjóður H.P.B. gefur út fréttabréf sem sent er til orlofs- bréfaeigenda er nefnist „NEWS AND VIEWS“. Þar geta eigendur orlofsbréfanna fylgst með fram- Einar Már Guðvarðarson „Ef þið eru enn að hugsa um atvinnu- ástandið og hallann á þjóðarbúskapnum þá gleymið ei, að það er hvorki ál né annar mengandi stóriðjuvarn- ingur, sem markaðir nútíðar og framtíðar lífsnauðsynlega þarfn- ast.“ það, sem við samsömum okkur með? Getum við nokkurn tíma verið ann- að? Það er hugsanlegt og einungis hugsanlegt. Eg er forvitinn um hvort eitthvert ykkar sá fyrir sér álver eða annan gangi orlofssjóðs H.P.B. og einnig geta þeir haft áhrif með atkvæði sínu hvar nýr orlofsstaður verður. Árlega sendir orlofssjóður H.P.B. egendum bréfanna skýrslu sjóðsins og yfirlit efnahagsreiknings, þar sem eigendum orlofsbréfanna gefst kostur á heildaryfirliti yfir stöðu sjóðsins. Sólarsetur hf. Hlutafélagið Sólarsetur hf. var stofnað af um 50 einstaklingum til þess að standa að sölu orlofsbréf- anna hér á íslandi. í fyrstu var félagið áhugamannafélag fólks, sem beitti sér fyrir því að geta eign- ast fasteignir erlendis á löglegan hátt. Að því leyfi fengnu voru marg- ar leiðir kannaðar sem best gætu hentað hugmyndum félagsmanna um erlenda orlofsdvöl með fram- tíðarfjárfestingu í huga. Sólarsetur hf. hefur einkaleyfi á sölu orlofs- bréfa Holiday Property Bond hér á landi. Seðlabanki íslands veitti Sólar- setri hf. leyfi til sölu á orlofsbréfum Holiday Property Bond árið 1988. Fyrir félagsmönnum í Sólarsetri hf. vakir fyrst og fremst að veita íslendingum örugga og góða þjón- ustu til þess að ná fram sparnaði í útgjöldum vegna orlofs, hvort heldur er að vetri eða sumri. Mörg- um hrýs hugur við því í fyrstu hversu hátt fjármagn þarf að leggja fram í byijun. En Róm var ekki byggð á einum degi. Breskir bankar lána hins vegar almenningi veru- lega til þess að fólkið geti fjárfest í orlofsbréfum H.P.B. og láta nægja að hafa sjálft orlofsbréfið að veði. Enda hefur salan nær tí-faldast frá janúar 1989 til janúar 1990 og haldi svo fram sem horfir verður Holiday Property Bond risi á breska markaðnum. Ég vil því hvetja íslandinga til þess að gefa þessu máli gaum og senda fyrirspurnir til Sólarseturs hf., Garðastræti 17, Reykjavík, og mun Sólarsetur hf. hafa samband. Ilöfundur er deildarfulltrúi hjá RR og einn af stofnendum Sólarseturs hf. og situr í stjórn þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.