Morgunblaðið - 23.08.1990, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990
35
framandiegan stóriðnað, þegar þið
hugleidduð áðurnefnda spurningu.
Það er hugsanlegt og einungis hugs-
anlegt. Það er mikill munur á raun-
verulegum lífsgæðum og þar með
hagsmunum og hugsanlegum. Eru
ekki hinir fyrrnefndu sjálf tilvist
okkar, við sjálf? Og sveija hinir
síðarnefndu sig ekki meira í ætt við
það sem við köllum ímyndir, draum-
óra og jafnvel tálsýnir?
Ef einhver er lengur í vafa um
hvaða hagsmuna sjálfskennd og
sjálfsvirðing okkar býður okkur að
gæta, okkar raunyerulega frelsi, þá
leyfi ég mér að ráðleggja viðkom-
andi að slaka aftur á, einbeita sér
að andardrættinum (í gegnum nef
og niður í kvið), gjarnan undir berum
himni, þó ekki í nánd við álverið eða
járnblendið eða . .. þar til hugurinn
er fullkomlega kyrr. Ég lofa því upp
á líf og æru að svarið mun ekki láta
á sér standa.
Tveir skuggar
Á ferðalögum mínum um heims-
byggðina síðastliðin tíu ár hef ég
oft lent í þeirri aðstöðu að vera
fyrsti íslendingurinn sem gistir til-
tekinn stað og íbúar staðarins hitta.
Það er ekkert merkilegt við það, og
það hafa mörg okkar reynt, svo fá-
menn og ferðaglöð sem við erum.
Þegar beint hefur verið til mín spurn-
ingum um land og þjóð, sem ég hef
oftar en einu sinni reynt að svara á
mynd- eða öðru orðsnauðu tákn-
máli, með misgóðum árangri eins
og gengur, þá er það tærleiki, fersk-
leiki og hreinleiki íslenskrar náttúru
sem hefur verið mér efstur í hjarta
og huga. í rauninni það sama og
landsmenn leggja áherslu á, þegar
þeir kynna land og þjóð fyrir útlend-
ingum í myndum og máli. En þegar
viðmælendur mínir hafa kunnað
meira og minna í mér skiljanlegu
tungumáli og spurt um atvinnuvegi
þjóðarinnar, og fiskurinn hefur feng-
ið sinn sess í svarinu, minnist ég oft
skugganna tveggja, álversins og
jámblendisins, sem myrkra fram-
andlegra aðskotahluta á landinu og
myndin sortnar. Það er heldur ekki
óalgengt að spyrjendur byrji að ef-
ast um hreinleikann. Ekki að
ástæðulausu, þar sem stóriðja í vit-
und flestra er tákn mengunar og
eyðileggingar. Hver trúir eða treyst-
ir á hreina stóriðju? Engin hreinsun-
artæki fá breytt þeirri mynd svo um
munar.
Máttur myndarinnar
Það er ekkert vafamál, að sú
mynd sem væntanlegir ferðamenn
til Islands ekki síður en kaupendur
og neytendur íslenskra afurða er-
lendis, og einnig innanlands, hafa
af landinu, ræður miklu um hvemig
„varan smakkast". það eru þær til-
finningar, sem myndin vekur, sem
ráða miklu um afstöðuna og þar
með gæðamatið. Með aukinni stór-
iðju, óhreinsuðu skólpi í sjó, og öðm
því sem er tákn mengunar og fólk
hefur óbeit á, minnkar ekki aðeins
aðdráttarafl landsins og möguleik-
arnir til að selja íslenskar afurðir
innanlands og erlendis, en einnig
máttur okkar sjálfra til að telja öðr-
um trú um það, sem við trúum ekki
sjálf.
Þótt ástæðulaust sé að nefna
dæmi um mátt myndarinnar og hin
tilfinningalegu viðbrögð við henni,
svo máttug sem hún er í myndun
skoðana, þá freistast ég þó til að
nefna þá mynd, sem margir útlend-
ingar fengu af íslendingum og
íslenskum hvalveiðum vegna baráttu
Grænfriðunga. Ef að það dæmi, svo
ég tali máli sem margir skilja, væri
gert upp fjárhagslega, þá er ekkert
vafamál, að íslenska þjóðarbúið hef-
ur tapað margfalt meiri fjármunum,
en það hefði gert, ef kröfum Græn-
friðunga hefði verið mætt á skiln-
ingsríkan og framsýnan hátt. Það
hefði í það minnsta verið kæn stjórn-
mennska. En íslenskir ráðamenn
vanmátu styrk og áhrifamátt Græn-
friðunga. Og ekki síst mátt myndar-
innar, sem er töluvert undarlegt, svo
vel sem hún þjónar þeim. Og því fór
sem fór, og því er ekki lokið enn.
Ég leyfi mér að blása á þá afsökun
íslenskra ráðamanna, að staða ís-
lands í „hvalveiðimálinu“ sé svo erf-
ið, vegna þess að í sendinefndum
margra annarra þjóða séu Grænfrið-
ungar meðal fulltrúa. Að þar sé að
finna bæði menn og konur, sem eru
meðvituð um kröfur samtímis í um-
hverfismálum, efast ég ekki um. En
þar eru einnig konur og menn, sem
tilfinningalega bregðast við mynd-
inni á sama hátt og flest okkar
hinna. Af myndinni er hvorki bragð
né lykt og m.a. í því liggur styrkur
hennar.
Ef íslenskir ráðamenn vanmeta
vaxandi kröfur landsmanna og ann-
arra um hreinan iðnað, hrein mat-
væli, hreina ómengaða náttúru,
ásamt kröfum um skynsamlega nýt-
ingu landsgæða, þá held ég, að flest-
ir geti verið sammála um, að lífsgæði
og efnahagur þjóðarinnar mun
versna til muna frá því sem nú er.
Ég skora því eindregið á alla lands-
menn, og ekki síst íslenska stjórn-
málamenn, að endurskoða afstöðu
sína og ákvörðun um að reisa nýtt
álver, hvar sem er á landinu. Og ef
þið eru enn að hugsa um atvinnu-
ástandið og hallann á þjóðarbú-
skapnum þá gleymið ei, að það er
hvorki ál né annar mengandi stór-
iðjuvarningur, sem markaðir nútíðar
og framtíðar lífsnauðsynlega þarfn-
ast. Aftur á móti er farið að gæta
skorts á hinum hreinu afurðum sjáv-
ar, lofts og lands. Þeirri eftirspum
eigum við að mæta á hugvitssaman
hátt. Efist ei, því við munum fá ríku-
lega borgað fyrir.
Skilaboð mín til þeirra sem vinna
að ferðamálum eru: Því meðvitaðra
sem fólk er um umhverfi sitt og
heilsu, því meir sækist það eftir
ómenguðu, ósnortnu og styrkjandi
umhverfi til að njóta sumarfrísins í.
Aðdráttarafl svonefndra sólarlanda
fer stöðugt minnkandi af gildum en
miður góðum ástæðum. Island er
tvímælalaust eitt af ferðalöhdum
framtíðarinnar, ef vel er haldið á
máium og ekki síst umhverfismálum.
Á íslandi er enn mögulegt að njóta
náttúru og lífsgæða sem er orðið
erfitt að finna annars staðar á þess-
ari útpíndu jörðu. Því má vera ljóst
að hlutverk okkar er fyrst og fremst
að gæta þeirra gæða á kærleiksríkan
og hugvitssaman hátt.
ísland sem fyrirmynd annarra
landa í umhverfismálum er ekki
útópískur draumur, en möguleiki,
sem við getum ekki leyft okkur að
glata. Og það er ekki eftir neinu eða
neinum að bíða. Við verðum að
bregðast við í aðstæðunum hérna
og núna og í samræmi við hveijar
þær raunverulega eru. Veljum fram-
sýnan egóisma í stað glórulausra
draumóra.
Höfundur er búsettur í
Kaupmannahöfn.
PHILIPS VR 6349 HQ myndband. Myndleitarí í báðar áttir með tvöföldum hraða.
Ramma fyrírramma færsla. Hægurhraði. Leitarhnappur tengdur teljara. 365 daga
upptökuminni. Fjarstýring sem stýrir öllum aðgerðum.
PHILCO W85 RX Þvottavél. 800
snúninga vinduhraði. Tekur heitt og kalt
eða eingöngu kalt vatn. Sjálfstæð hita-
stilling. Tekur 5 kg. afþurrum þvotti.
Flæðiöryggi og yfirhitunarvarí.
segulband. Handhægt og létt. Sjálfvirk
upptökustilling. 8 Watta magnari. Inn-
byggður hljóðnemi.
VERÐ KR: 27.980
OC950-
OftrlKR. STGR.
...~ ' n.."1
PHILIPS ■ WHIRLPOOL AVM 611
örbylgjuofn. 750 Wött. 20 lítra. Pláss-
mikill, engin snúningsdiskur. Hreinsun
þægilegrí. 10 mismunandi stillingar.
60 mínútna klukka með hríngingu.
Mál; H:38 x B:40 x D:34 cm.
PHILIPS VKR6843upptökuvél og
myndband. Vélina má tengja beint við
sjónvarp. Veguraðeins 1,3 kg. Dagsetn-
ing og klukka sjást við upptöku. Sjálfvirkur
fókus- og birtustillir. Mjög Ijósnæm 10 lux.
Ljósop 1,2.
--sr
PHILIPS AS 9500 hljómflutnings■
samstæða með geislaspilara og
fjarstýringu.Hálfsjálfvirkurplötuspilarí.
Stafrænt útvarp með minni og sjálfleitara.
Magnarínn er2x40músík Wöttmeð tón-
jafnara. Tvöfalt snældutæki með tvöföld-
um upptökuhraða. Geislaspilarinn með
20 laga minni. Sjálfvirkur leitarí. Príggja-
átta hátalarar. Fullkomin fjarstýring sem
stýrír öllum aðgerðum.
F1385 hljómtækjasamstæða án
fjarstýringar.
Verð kr. 44.400,-
Stgr. kr. 39.450,-
PHILIPS GR 1250 sjónvarp.
20 tommu hágæða litaskjár. Fullkomin
þráðlaus fjarstýríng sem stýrír öllum
aðgerðum. Sjálfleitarí. 40 stöðva minni.
Frábær hljómgæði úr hátalara framan á
tæki. Sjálfslökkvandi stillir.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNI SÍMI6915 20
PHILIPS AW 7791
fullkomið
steríó útvarp og
tvöfalt segul•
band. Kraftmikill 16 Watta magnarí. FM
og miðbylgja. 3ja banda tónjafnari. Sí-
spilun á snældu. Tvöfaldurupptökuhraði.
Tveggja átta hátalarar sem hægt er að
losa frá samstæðunni.
(/cd C sajtuunyutK,
X*
UTSALA - UTSALA
Meiri háttar verðlækkun
//
SNORRABRAUT 56 SÍM113505 «14303