Morgunblaðið - 23.08.1990, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990
37
Sigmjón Sigurðsson
kaupmaður - Minning
Fæddur 19. ágúst 1909
Dáinn 16. ágúst 1990
í dag fer fram útför föður okk-
ar, Siguijóns Sigurðssónar frá Ak-
braut, Akranesi. Hann andaðist 16.
ágúst síðastliðinn í Sjúkrahúsi
Akraness.
Okkur börnunum langar til að
minnast hans með nokkrum orðum.
Pabbi var sonur hjónana Sigurð-
ar Halldórssonar frá Nýlendu,
Akranesi og Jónínu Margrétar Guð-
mundsdóttur frá Lambhúsakoti í
Biskupstungum. Þau bjuggu á
Akranesi og varð sex barna auðið.
Pabbi var yngstur þeirra, missti
bræður sína þijá, unga menn, Guð-
mundur og Halldór drukknuðu,
Guðjón dó úr spönsku veikinni.
Matthildur dó fyrir fáum ánim,
Svanlaug er ein eftirlifandi þeirra
systkina, og er hún elst.
Pabbi stundaði sjó eins og flestir
ungir menn á þessum árum. Oft
var landað fyrir sunnan, eins og
sagt er á Akranesi. Þar bjó stúlka
sem fór í ferðalag með lúðrasveit
inn í Hvalijörð, þar kynntist pabbi
þessari stúlku, Þóru Pálsdóttur frá
Reykjavík. Giftu þau sig síðan í
höfuðstaðnum 9. desember 1933,
þaðan fóru þau beint upp á Akra-
nes og hófu búskap. Ekki blés byr-
lega fyrsta árið, pabbi veiktist hast-
arlega, fékk slæma lungnabólgu,
var vart hugað líf um tíma. Hann
barðist í meira en ár við ósköpin,
en náði sér smátt og smátt. Fyrsta
barnið, Margrét Sigríður, fæddist
sama ár. Pabbi fór ekki aftur til
sjós, en hóf störf hjá Síldarverk-
smiðju Akranes, og vann þar í
fjöldamörg ár. Það fjölgaði á heimil-
inu, Sigrún, Guðmundur og Aldís
fæddust, seinna komu Ragnar og
Sigþóra. Sex urðum við systkinin,
jafnmörg systkinum hans.
Verslunarleyfi fengu þau hjónin
árið 1942, hófu þá verslun, en pabbi
vann allmörg ár jafnframt í síldar-
verksmiðjunni. Verslun stunduðu
þau í 38 ár samfleytt, þar til þau
fluttu sig úr miðbæjarskarkalanum
við Kirkjubraut og upp á Grundir
þar sem honum leið ákaflega vel
síðustu æviárin, þaðan er örstutt
niður á Jaðarsbökkum, íþróttasvæði
ÍA.
Söngur var honum afar kær, var
í Karlakórnum Svönum í mörg ár.
Hann hafði mjög gaman af allri
tónlist, var fljótur að læra lög og
texta. Hann stundaði ijúpnaveiði á
haustin, fór í egg á vorin og hafði
mjög gaman af laxveiði með vinum
og kunningjum í Stangveiðifélagi
Akraness. Ferðalög innanlands
voru honum afar kær. Ekki er
hægt að minnast pabba án þess að
nefna fótbolta. Hann var einn af
stofnendum Knattspyrnufélagsins
Kára á Akranesi. Sérstaklega hafði
hann gaman af og fylgdist grannt
með öllum aldurshópum í knatt-
spyrnunni. Oft benti hann okkur á
þennan eða hinn strákinn sem nú
stundar íþróttina sem atvinnumað-
ur í dag. Þar voru vinir hans og
kunningjar seinni árin.
Barnabörnin áttu margar góðar
stundir hjá afa og ömmu. Ollum
stundum var hægt að leita þangað,
eftir hlýju og uppörvun. Ekki vant-
aði húmorinn, alltaf var hægt að
gantast í góðu. Barnalán hefur ver-
ið einstakt hjá föður okkar, afa og
langafa. Þetta er orðinn stór hópur,
myndarlegur og hraustur. Alls hálf-
ur fimmti tugur. Við munum geyma
í minningunni brosið hans, hlýtt og
fallegt, æðruleysið og prúðmennsk-
una. Hann vildi aldrei hafa hátt.
Börnin
MOTTU OC TífM
20*50%
Gram
TcpP'
afsláttur
-
3Z
TEPPAVERSLUN
FMÐRIKS BERHLSEN
FÁKAFEN 9 - SÍMI 686266
vrsA
TVÍ
HÁSKÓLANÁM í KERFISFRÆÐI
Markmið kcrfisfræði námsi ns cr að gcra nemendur hæfa til að skipu-
lcggja og annast tölvuvæðingu hjá fyrirtækjum og annast kcnnslu
og þjálfun starfsfólks scnt notar tölvur.
Hægt cr aö heQa nám í september ogjanúar. Stúdcntar af hagfræði-
braut Ijúka námi á þrcmur önnum. cn aðrir gcta þurft að sækja
tíma í fornámi, scm cr ein önn til viðbótar. Áhcrsla cr lögó á að fá
til náms fólk. scm í dag starfar við tölvuvinnslu og í tölvudeildum
fyrirtækja. auk nýstúdcnta. Scrstaklcga skal bcnt á. að þcir. scnt
hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest i starfi. þurfa að sækja um
nú þcgar um innritun á vorönn. Ncmcndur, scm vilja þalda áfram
að vinna hluta úr dcgi jafnframt námi. þurfa að ræða við kennslu-
stjóra unt mögulcika á þvi.
Umsóknarfrcstur fyrir vorönn 1991 cr til 17. septcmber nk. en
þcir, scm hafa áhuga að hcfja nám í haust, þurfa að sækja urn sem
allra fyrst. Umsóknarcyðublöð fást á skrifstofu Vcrzlunarskólans.
Ofanlciki 1.
TÖLVUHÁSKÓLI V.í.
BÁRUSTÁL
Sígilt form - Litað og ólitað
= HÉÐINN =
STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000
1 ... V ■
HAUSTTILBOÐ
Tulip PC Compact 2,
með NEC V20 örgjörva
• 10MHz tiftíðni • 640KB vinnsluminni •
eitt disklingadrif • 20MB harðan disk
• 12" svart/hvítan skjá • MS-DOS 4.01 stýri-
kerfi • Prentaratengi • RS-323 tengi
• 102 lyklaborð • HugKORN heimilisbókhald
83.900
ÖRTÖLVUTÆKNI
Tölvukaup hf., Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
Simi 687220, Fax 687260.
---------------------3------------------------