Morgunblaðið - 23.08.1990, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990
fclk í
fréttum
gardeur
HAUSTVORUR
Stakir jakkar
Pils
Buxnapils
Buxur
GARDEUR - dömufatnaður
Gæðavara - Tískuvara
Udumv
HF
verslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi
Opið daglega frá kl. 9.00-18.00
laugardagafrá kl. 10.00-14.00
OSTÖÐUGLEIKI
Fagurgali Griffíns
reyndist innantómur
Griffín O’Neil, 25 ára gamall son-
ur leikarans kunna, Ryans
O’Neils, hefur yfirgefið eiginkonu
sína og átta mánaða gamla dóttur
þeirra. Karl faðir hans er æfur út í
piltinn og hefur boðið tengdadóttur-
inni, hinni mexíkósku Rimu, að
greiða allan málskostnað ef hún
kjósi að skilja við drenginn og að
hafa hana og barnið á sínu fram-
færi. Griffín hefur verið til vandræða
allt síðan hann náði fullorðinsaldri.
Hann hefur misnotað áfengi og fíkni-
lyf og sýnt sig vera skapofsamann
og glæfrasegg. Þegar hann giftist
Rimu bundu aðstandendur piltsins
vonir við að hann myndi taka að
róast og gekk það eftir, en einungis
í fáa mánuði.
í maí, er barnið var aðeins á
fimmta mánuði, kom Griffin fram
fyrir skjöldu í litskrúðugu viðtali við
vikuritið Hello, sem kemur út í Bret-
landi, Kanada og Bandaríkjunum,
og lýsti fjálglega hversu yndislegt
það væri að eiga konu og lítið barn,
slíkt heimilislíf og öryggi væri greini-
lega það sem hann hefði þurft á að
halda. Svo lýsti hann öllum bestu
kostum Rimu og sagði frá Dillon
litlu, hve stórkostleg hún væri. En
það vissu fáir eða engir, að á sama
tíma hafði drengurinn þegar tekið
saman við 18 ára gamla stúlku,
Christinu Brasciu, og nú fyrir
skömmu þoldi hann ekki lengur við
sem heimilisfaðir og stakk af með
nýju ástinni.
Sem fyrr segir hefur Ryan O’Neil
heitið Rimu fullum stuðningi og
tryggð. Það hefur oft kastast í kekki
milli þeirra feðga vegna óstöðugleika
Griffins. Frægt var árið 1984 er
Ryan sá sér þann kost einan að koma
í veg fyrir að Griffin æki ofurölvi
með því að kýla hann niður. Hafði
hann þá reynt með öllum ráðum
öðrum að hefta för sonarins, en án
árangurs. í maí var hann síðan tek-
inn ölvaður við akstur og vegna
mýmargra fyrri brota af líku tagi á
hann yfir höfði sér allt að 18 mán-
aða fangelsisdóm auk svimandi fjár-
sekta. 1986 komst hann einnig í
heimspressuna er hann var valdur
að bátsslysi þar sem náinn vinur
hans, Giancarlo Coppola, sonur leik-
stjórans Francis Ford Coppola, lét
lífið. Var Griffin sakaður um mann-
dráp af gáleysi.
SAKAMAL
Cheyenne Brando
grunuð um aðild að
morði Dags Drollet
að á ekki af Marlon Brando
að ganga, en sem kunnugt
er, situr sonur leikarans, Christ-
ian, undir ákæru um að hafa
myrt að yfirlögðu ráði unnusta
hálfsystur sinnar Cheyenne í vor
fyrir þær sakir að hann hafi mis-
þyrmt henni bamshafandi. Chey-
enne flýði vettvanginn í júní og
hélt til Tahiti, en fyrir skömmu
fékk íöggjafinn á Tahiti beiðni frá
Los Angeles um að handtaka
Cheyenne vegna gruns um aðild
hennar að málinu. í millitíðinni
hefur Cheyenne orðið léttari, eign-
ast sveinbarnið Tuki, og gengur
nú til sálfræðings vegna þung-
lyndis. Cheyenne er aðeins tvítug
og óttast fjölskylda hennar um
geðheilsu hennar. Ekki sat ungfrú
Brando lengi í steininum, því
henni var sleppt eftir að Marlon
greiddi tryggingarféð. Hún er
hins vegar í farbanni frá eyjunum
sem stendur.
Fjölskylda Dags Drollet, hins
myrta unnusta er í „heilögu
stríði" við Brandofjölskylduna
vegna morðsins. Faðir Dags er
upphafsmaðurinn að lögsókninni
gegn Cheyenne á Tahiti og fyrrum
sambýliskona Dags hefur stefnt
Marlon Brando og ætlar sér háar
skaðabætur vegna vígsins. Christ-
ian gengur mí laus eftir að trygg-
ing var greidd, en ekki sér fyrir
endalok réttarhalda eða skaðabót-
amála í bráð. Christian hefur aldr-
ei neitað því að hafa skotið Dag,
en ber að það hafi gerst af slysni
og hann hafi einungis ætlað að
skelfa manninn með því að munda
byssu. Lögfróðir menn hafa tjáð
sig um að vaxandi líkur séu á því
að dómur Christians muni miðast
við manndráp af gáleysi, en sak-
sóknari og fjölskylda Dags telja
að Cheyenne viti meira um málið
en komið hefur fram og binda
vonir við að hún leysi frá skjóð-
unni.
Griffin og Rima.
Cheyenne Brando á Tahiti.
Qi Námskeid í
handritagerð
Sjónvarpið, Stöð 1, efnir til námskeiðs í
gerð handrita að heimildarmyndum vikuna
17.-21. sept. nk. Kennt verður fjóra tíma á
dag, frá kl. 14.00-18.00 og verða kennarar
erlendir og innlendir. Myndbönd verða notuð
við kennsluna.
Þátttökugjald er kr. 10.000.-
Umsóknir skulu berast Sjónvarpinu fyrir 3.
september næstkomandi, merktar „IDD-
handritsgerð"
Námskeiðið er ætlað sérfræðingum á ýms-
um sviðum sem ekki hafa haft kynni af vinnu
fyrir sjónvarp, bókmenntafræðingum, blaða-
mönnum og kvikmyndagerðarmönnum, sem
vilja sérhæfa sig í þessari gerð sjónvarps-
þátta.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 15.
í góóum félagsskap á Hard Rock
Tommi, Tom Jones og Særún
ÓDÝR HÁDEGISVERÐUR
SÚPA FYLGIR
Velkomin á Hard Rock Cafe,
sími 689888