Morgunblaðið - 23.08.1990, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990
49
IÞROTTIR UNGLINGA
Ofl málti sjá snilldar-
takta hjá unglingunum
skrifarfrá
Keflavík
Snilldartakta mátti oft sjá hjá
ijölda keppenda á Unglinga-
meistaramótinu í Golfi sem fram
fór á Hólmsvelli í Leiru um síðustu
helgi. Mesta athygli
Björn vakti keppnin í
Blöndal flokki pilta 15-18
ára, en þar sigraði
Örn Arnarson frá
Akureyri sem lék feyknagott golf
eftir frekar slæma byrjun. Karen
Sævarsdóttir, GS, nýbakaður ís-
landsmeistari sigraði með fádæma
yfirburðum í sama flokki stúlkna,
var heilum 42 höggum á undan
næstu keppendum. Keppendur á
mótinu voru 131 frá 14 klúbbum.
Flestir í eldri flokki pilta 15-18 ára,
77. Þar var keppnin einnig mest
spennandi um sigurinn eða allt þar
til að 18 holur voru eftir. Þá voru
þeir Örn Arnarson GA og Rúnar
Geir Gunnarsson NK efstir og jafn-
ir eftir 54 holur á 223 höggum. Þá
fataðist Rúnari Geir flugið á meðan
Örn lék eins og sannur meistari og
tryggði sér glæsilegan sigur, lék á
296 höggum — 6 höggum betur en
Rúnar Geir sem varð í öðru sæti.
Öm bytjaði ekki vel og fátt benti
til að þess hann yrði sigurvegari
að loknum 18 holum. Þá var Örn í
10-11. sæti á 79 höggum. En Rúnar
Geir var með forystuna — lék á 72
höggum. Að loknum 36 holum var
Örn kominn í 3. sæti á 151 höggi,
3 höggum á eftir Ástráði Sigurðs-
syni GR sem þá var kominn með
forystuna og 2 höggum á eftir
Rúnari Geir Gunnarssyni NK sem
var í öðru sæti. Þeir Örn og Rúnar
Geir komu síðan jafnir inn eftir 54
holur og úrslitin réðust svo á síðasta
hringnum eins og áður sagði. „Örn
lék feykna vel og hvaða meistara-
flokksmaður gæti verið ánægður
með að ná skori sem þessu,“ sagði
Sigurður Sigurðsson liðsstjóri GS
sveitarinnar um árangur Arnar.
Karen Sævarsdóttir GS kom sá
og sigraði í stúlknaflokki 15-18 ára
eins og vænta mátti og var í sér-
flokki. Karen gerði sér lítið fyrir
og setti nýtt vallarmet á 18 holum
sem hún lék á 73 höggum og bætti
eigið vallarmet um eitt högg. Karen
lék 72 holur á 305 höggum. Jafnar
í öðru til þriðja sæti urðu svo þær
Herborg Árnarsdóttir GR og Rakel
Þorsteinsdóttir sem léku báðar á
347 höggum og í þriggja holu um-
spiji um 2. sætið sigraði Herborg.
í flokki drengja 14 ára og yngri
sigraði Davíð Jónsson GS nokkuð
örugglega. Davíð tók strax foryst-
una á fyrsta hring og lét hana ekki
af hendi eftir það. Hann lék á 315
höggum. Birgir Leifur Hafþórsson
GL tryggði sér annað sætið með
góðum árangri á síðustu 18 holun-
um sem hann lék á 73 höggum og
kom inn á 319 höggum. 1 þriðja
sæti varð Gunnar Örvar Helgason
einnig í GL — hann lék á 327 högg-
um. Ölöf María Jónsdóttir GK sigr-
aði af miklu öryggi í flokki telpna
14 ára og yngri. Ölöf lék holurnar
72 á 424 höggum. í öðru sæti varð
Ásthildur M Jóhannesdóttir GR
450 höggum og í þriðja sæti varð
Rut Þorsteinsdóttir GS á 495 högg-
um.
URSUT
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Örn Arnarson úr Goifklúbbi Akureyrar þótti leika sérstaklega vel í 15-18
ára flokki og sigraði.
Meistaramót ungiinga í
golfi á Hólmsvelli
Úrslit í flokki pilta 15-18 ára:
Öm Arnarson GA.......79 72 73 72 296
Rúnar G. Gunnarss. NK .72 77 75 78 302
Kjartan Gunnai'ss. GOS..80 72 77 76 305
TryggviPétui'SsonGR....78 79 75 73 305
Ástráðui'Sigurðsson GR 73 75 78 79 305
Tómas Jónsson GKJ....77 78 76 75 306
Hjalti Nielsen GL....76 78 78 77 309
Arnar Ástþóreson GS..81 83 72 75 311
Helgi Þórisson GS....81 77 72 81 311
Sigurpáll G. Sveinss. GA 74 78 82 78 312
Úrslit í flokki stúlkna 15-18 ára:
KarenSævarsdóttirGS.,80 76 73 76 305
Herborg Arnarsd. GR..86 91 84 86 347
RakelÞorsteinsdóttirGS87 87 81 92 347
Andrea Ásgi'ímsd. GA ....89 97 87 83 356
Halla Arnarsdóttir GA..95 91 100 99 385
Bergljót Borg GA..102 100 104 96 402
Úrslit í flokki drengja 14 ára og yugri:
Davíð Jónsson GS.....76 80 80 79 315
Birgir L. Hafþórsson GL.83 82 81 73 319
GunnarÖ. Helgasson GL81 83 80 83 327
Ólafur Siguijónsson GR .86 83 80 79 328
Guðni Rúnar Heigas. GH79 87 84 81 831
Helgi Dan Steinsson GL .80 91 84 81 336
Jónas Stefánsson GK...81 85 86 86 338
Sveinn Bjarnason GH..86 84 88 81 339
Örn ÆvarHjartars. GS..83 81 92 83 339
SlefánGuðjónssonGS....89 88 85 90 352
Úrslit í flokki telpna 14 ára og yngri:
Ólöf M. Jónsd. GK ....98 110 110 106 424
Ásthildur M. Jóhannesd. GR........
.............112 114 117 107 450
Rut Þorsteinsd. GS. 118 112 138 127 495
■ FJÓRIR ungir kylfingar eru á
förum til Köln í V-Þýskalandi, þar
sem þeir keppa í Evrópumóti ungl-
inga 28. til 30. september. Það er
fyrirtækið Sony sem býður kepp-
endunum til V-Þýskalands og far-
arstjóra þeim að kostnaðalausu.
■ RAGNHILDUR Sigurðardótt-
ir, GR og Björn Knútsson, GK,
keppa í flokki unglinga sem eru
fæddir 1970-71, en Karen Sæ-
mundsdóttir, GS og Örn Arnar-
son, GA, keppa í flokki ynglinga
fæddum 1972 og yngri.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Ólöf M. Jónsdóttir úr Gk slær af teig. Hún sigraði örugglega í flokki stelpna
14 ára og yngri.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Karen Sævardóttir sigraði með
miklum yfirburðum í flokki 15-18 ára.
Morgunblaöið/Bjöm Blöndal
Til hamingju. Unnur Steinþórsdóttir óskar syni sínum, Davíð Jónssyni úr GS
til hamingju með sigurinn í flokki 14 ára og yngri.