Morgunblaðið - 09.09.1990, Page 10

Morgunblaðið - 09.09.1990, Page 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ SÚNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 A Gluggaö í skýrslur Olafs Sveinssonar sölustjóra Afenqis- verslunar ríkisins Ljósmynd/Vigfus Sigurgeirsson 6 eftir Pól Lúðvík Einarsson ÞAÐ ER erfitt selja áfengi löglega á íslandi. Mönnum kann að finnast þettá fráleit fullyrðing. Eftirspurn eftir þessari vörutegund er um- talsverð og þar að auki hefur einungis einn aðili söluleyfi, það er að segja Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR. — En þegar betur er að gáð er ljóst að vandi fylgir vegsemd hverri; ÁTVR og þar áður Áfengisverslun ríkisins er ekki einungis ætlað að hella dýrum veigum niður kok viðskiptavina. Starfsmönnum hefur löngum verið ætlað víðtækara uppeldis- og gæsluhlutverk. Forráðamenn ÁTVR eru að jafnaði fáorðir um starf og stefnu fyrirtækisins, og flest gömul skjöl eru ekki aðgengileg; — hefur jafnvel, eftir því sem næst verður komist, verið eytt. — Blaðamanni Morgunblaðsins var því nokkur svölun — fróðleiksþorsta — þegar hann í sögugrúski rakst á nokkur skjöl frá heimsstyrjaldarárunum. Á drottinsdegi, sunnudegi, eru athugasemdir og álitsgerðir Ólafs Sveinssonar sölustjóra Afengisverslunarinnar til forstjórans, Guð- brands Magnússonar, hressandi afréttari — á margháttaða fordóma og misskilning. En það er margra manna mál að frá Ólafi hafi kom- ið góðar veigar. skoðun. Ólafur var um margt fijáls- lyndari en búast mætti við af manni í hans stöðu. Samt er ekki víst að viðskiptavinir ÁTVR telji öll hans úrræði til fyrirmyndar og eftir- breytni í dag. Sagnfræðingar minna á, að það verði að meta orð og gjörðir með hliðsjón af samtíma þeirra. Sala áfengis á íslandi markast af stefnu stjórnvalda á hveijum tíma. Og hafa verður i huga að á stríðsárum framfylgdu Guðbrandur Magnús- son og samstarfsmenn stefnu sem um margt var óvinsæl og erfíð í framkvæmd. Skömmtun ÁFENGISSEÐHJL Júlí 1941 Gegn seðli þessum heimilast Áfengisverzlun ríkis- ins eða útbúum hennar, að afgreiða: ÍD 1 — eina hálfflösku af sterkum drykkjum, eða □ 1 — heilflösku af heitum vinum, eða □ 2 — heilflöskur af borðvinum. Kvittun móttakanda: % .............................................. •( ? eiginhandar nafn á lafur Sveinsson var sonur Sveins Ólafssonar al- þingismanns frá Firði í Mjóafírði og Katrínar Jónsdóttur frá Kirkjubóli í Norð- fírði. Ólafur varð kunnur sem kaup- maður og útgerðarmaður austur á Eskifírði. Hann var bindindismaður, var m.a. æðsti templarí þár eystra. Um miðjan fjórða ártuginn fluttist hann suður til Reykjavíkur og var heimilis/ang og dagsetning sölustjóri Áfengisverslunarinnar á árunum 1936-58. Ólafur er faðir Einars Ólafssonar sem ræður „ríki“ á Lindargötu, þ.e.a.s. er sölustjóri f vínbúð ÁTVR við þá götu. Starfsmenn Áfengisverslunar- innar og síðar Áfengis- og tóbaks- verslunarinnar hafa oft átt undir högg að sækja. Áfengisneytendur hafa stundum talið þá vera ósann- gjama reglugerðarþræla, sneydda kímnigáfu og mannlegum tilfínn- ingum. Álitsgerðir Ólafs hrekja þá íslensk stjómvöld reyna enn þann dag í dag að hafa nokkra stjóm á áfengisdrykkju lands- manna. Á stríðsárunum var stjórn- lyndi ekki síður ríkjandi viðhorf; 2. október 1940 var gefín út reglugerð þess efnis að þeir sem aldur hefðu til (þ.e.a.s. eldri en 21 árs) og t þyrsti í áfengi skyldu verða sér út um áfengisbók. Mánaðarskammtur karia var 4 hálfflöskur-af st.erkum drykkjum eða 8 flöskur af létturn vínurn. — Áfengisskammtur kvenna var helmingi minni. — Þessar reglur höfðu verið nokkurn tíma í undirbúningi. 27. ágöst sama ár skrifaði Ólafur Svejttsson sölustjóri Guðbrandi M^fcússyni forstjóra Áfengisversl- unajÉiar. „Athugasemdir um sköinmtun áfengls. Ég er á móti skömmtun. 1. Af því að vínneytend- ur eru henni yfirleitt andvígir og bindindismenn trúa á bann. Skömmtun vantar því nauðsynleg- an bakhjarl í almenningsálitinu ... Ef skömmtun er óumflýjanleg... verður skammturinn frekar að vera rúmur en rýr til þeirra, sem vilja kaupa vín og hafa efni á því, t.d.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.