Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990
M YNDLIST/i/vernig er listaverkakaupum háttabf
Listaverkaeign safnanna
1
Jón Gunnar Árnason: Ego, 1969. Gifs og stál-
hnífar. Keypt til Listasafns íslands 1989.
Nokkur síðustu ár hefur Listasafnið leitast
við að bæta fyrir þessi mistök með því að
kaupa verk frá þessu tímabili.
FYRIR viku var í pistli um
myndlist fjallað um uppbygg-
ingu nokkurra safna, einkum
þeirra sem eruí vörslu ríkis-
ins. Listasafni Islands er ætlað
sérstaklega veigamikið hiut-
verk í lögum, og óvíst að stofn-
un með fámennu starfsliði fái
valdið öllum þeim þáttum, sem
þar voru nefndir. Mikilvægasti
þáttur starfins er hins vegar
ótvírætt að safnið eignist svo
fullkomið safn af islenskri
myndlist sem mögulegt er,
enda er það helsta hlutverk list-
asafna í augum almennings.
Samkvæmt 8._grein laganna um
Listasafn Islands skal sér
stök innkaupanefnd annast kaup
listaverka til safnsins. Þar sem
þessi nefnd hefur ein það hlutverk
að ákvarða kaup
listaverka til
þessa þjóðar-
safns íslendinga
(þó forstöðu-
maður safnsins
gegni þar einnig
e|tir sérstöku hlut-
Þorióksson verki) hlýtur
skipun hennar að
vera mjög mikilvæg. Samkvæmt
fyrrnefndri grein laganna gegna
listamenn hér lykilhlutverki, þar
sem nefndin er skipuð aðeins
þremur aðilum; forstöðumanni og
tveimur fulltrúum listamanna í
safnráði. í innkaupanefnd ræður
meirihluti atkvæða úrslitum, þó
hægt sé að skjóta ágreiningi til
safnráðs, og því ljóst að fulltrúar
listamanna hafa þama mikið vald
um hvaða verk eru keypt til
safnsins.
Það er því miður reynsla fyrir
því að þessu valdi hafi verið mis-
beitt. I tíð fyrri forstöðumanns
keypti innkaupanefnd lítið eftir
listamenn sem komu fram á sjón-
arsviðið allt frá miðjum sjöunda
áratugnum og langt fram yfír
1980; þeim mun meira var keypt
af verkum þeirra afstraktlista-
manna sem bar hæst í íslenskri
myndlist á sjötta og sjöunda ára-
tugnum, og var jafnvel talað um
bandalag þeirra og Listasafnsins
til að halda nýjum liststraumum
í skefjum. Þetta hafði þau áhrif
að listaverkaeign safnsins var orð-
in nokkuð misvísandi um listþróun
í landinu, og var það m.a. ein af
orsökunum fyrir því að Nýlistasaf-
nið var stofnað á sínum tíma til
að halda í verk listamanna, sem
Listasafnið hafði í engu sinnt.
Nokkur síðustu ár hefur Lista-
safnið leitast við að bæta fyrir
þessi mistök með því að kaupa
verk frá þessu tímabili, og hefur
forstöðumanni og innkaupanefnd
að nokkru tekist að bæta skað-
ann, þó slíkt verði aldrei hægt til
fullnustu. Hins vegar er stundum
skemmtilegt að fylgjast með því,
að það eru oft þessi innkaup á
tuttugu ára gömlum verkum sem
verða til þess að lesendadálkar
fýllast af bréfum hneykslaðra
áhorfenda, og má segja að það
sé ánægjulegt til þess að vita að
þessi verk ná enn að hreyfa við
fólki; sérstaklega þegar haft er í
huga, að við öll innkaup á verkum
til safnsins ber innkaupanefnd að
„fara eftir listrænu gildi þeirra
og hafa í huga hvað safnið á
eftir sama höfund".
í lögunum um Listasafn íslands
er 10. greinin ein sú skemmtileg-
asta, vegna þess að þar er gert
ráð fyrir að mistök kunni að eiga
sér stað við innkaup listaverka,
og safnið eignist eitthvað sem því
er ekki boðlegt; slíkt þurfí að leið-
rétta. En leiðréttingunni er snið-
inn þröngur stakkur: „Heimilt er
að selja myndir úr eigu safnsins
I því skyni að kaupa annað verk
eftir sama listamann er æskilegra
þykir fyrir safnið. Sala er þó því
aðeins heimil að meiri hluti safnr-
áðs og höfundur, sé hann á lífí,
séu um það sammála." Það þarf
ekki að búast við því að þessi
heimild verði oft notuð, þar sem
hún nær einungis til að kaupa
annað verk eftir sama aðila — og
þeir eru varla margir listamenn-
imir sem munu samþykkja að
verk þeirra verði seld úr
listasafni þjóðarinnar!
En söfn eignast ekki einungis
listaverk með innkaupum, heldur
einnig með því að þiggja gjafir.
Eins og áður hefur verið bent á
eiga mörg söfn í landinu upphaf
sitt í gjöfum listamanna eða lista-
verkasafnara, sem hafa viljað að
þjóðin í heild fengi notið ver-
kanna; nú stendur yfír í Hafnar-
fírði sýning á einni slíkri lista-
verkagjöf. Þetta er gott og blessað
svo langt sem það nær, og það
er ætíð merkisatburður í íslensku
myndlistarlífi þegar listasöfnum
berast góðar gjafir. En þar sem
söfn eru flest hver bundin skilyrð-
um í þá átt að þar eigi aðeins að
varðveita það besta í myndlist-
inni, verða þau oft að fara varlega
þegar þeim bjóðast listaverkagjaf-
ir. Það er ekki sjálfgefið að slíkt
skuli ætíð þegið, þar sem í stöku
tilfelli getur tilgangurinn með
gjöfínni m.a. verið sá að koma
slökum verkum á safn, eða gera
verk viðkomandi listamanns áber-
andi á annan hátt. Því er skýrt
ákvæði um gjafír í lögunum um
Listasafnið, þar sem m.a. segir:
„Safnráð Qallar um gjafír sem
safninu eru boðnar og metur
hvort þær skuli þegnar. Þótt safn-
ið veiti listaverki viðtöku sem gjöf
má það eigi takast á hendur skuld-
bindingar um aðra meðferð þess
en annarra listaverka safnsins."
Það er því ljóst að þó gjafir séu
auðvitað vel þegnar. þá verði þær
aðeins hluti af Lis isafni íslands
án skilyrða, og samkvæmt list-
rænu mati safnráðs. Þetta ákvæði
er væntanlega sett til að tryggja
að safnið verði ekki að ruslakistu
fyrir annars flokks listaverk, sem
fólk telur ranglega, oftast vegna
persónulegra tengsla við viðkom-
andi listafólk eða myndefni, að
eigi heima í Listasafni Islands.
Því hafa lögin um Listasafn
íslands verið tekin fyrir hér, að
þar er að fínna einna skýrast
markaða opinbera stefnu um
myndlist hér á landi. Til saman-
burðar gefa t.d. samþykktir um
starfsemi Kjarvalsstaða og menn-
ingarmálanefnd
Reykj avíkurborgar
til kynna litla stefn-
umótun fyrir mynd-
listarsöfn borgar-
innar, en ijalla fyrst
og fremst um
stjórnunarþætti.
Þetta þýðir síðan í
raun að innkaup á
listaverkum og skip-
ulag sýninga er að
mestu komið undir
vilja meirihluta
menningarmála-
nefndar hvetju
sinni, sem aftur
byggir á undirbún-
ingi forstöðumanna
safna borgarinnar
og almennum áhuga
nefndarmanna.
Ekkert kemur held-
ur í veg fyrir að
fleiri aðilar 1 hafi
þama hönd í bagga,
t.d. borgarstjórnin
sjálf. Slíkt fyrir-
komulag veitir meiri
sveigjanleika fyrir
stjómendur, en það
er um leið veikleiki,
þar sem önnur við-
horf en listræn geta
augljóslega haft
áhrif á ákvarðanir.
Hlutverk safna hafa ef til vill
meira að segja um hvernig þau
eru mynduð en flest annað. Lista-
verkaeign Listasafns Reykjavíkur
er ekki jafn markvisst uppbyggð
og hjá Listasafni Islands, enda
hlutverk þess gjörólíkt; á meðan
hlutverk Listasafnsins er bundið
í lög, er listaverkaeign Reykjavík-
ur það ekki, enda ekki síður ætluð
til að prýða borgina, stofnanir
hennar og opinberar byggingar
(Kjarvalssafn sem slíkt er auðvit-
að hluti af Listasafni Reykjavík-
ur, sem til eru skýrari reglur
um). Og önnur söfn hafa önnur
hlutverk, sem hvert markast af
upphafí sínu. Áður hefur verið
bent á söfn tileinkuð einstökum
listamönnum, en svipað gildir um
fleiri, _eins og t.d. Listasafn Há-
skóla íslands og Nýlistasafnið.
BLÚS/Gcta Svíarspilad blús?
1UNSE
Sértímar
Tjútt, Rock, Boogie og Bugý,
fyriralla aldurshópa, fyrir byrjendur
og framhald yngst 8 ára.
Ath: Nýir barnadansar
fyrir 3ja - 5 ára.
Barna og samkvæmisdansar
fyrir 6-9 ára.
Ath: NÝTT-NÝTT
fyriryngstu kynslóðina tjáningardansar.
NÝTT-NÝTT
„Soca-Dance“ fyrirbörn,
unglinga og hjón.
Fimm tíma námskeið
Kennsla hefst 12. september.
Kennt í 14 vikur og jólaball í lokin.
Kennslustaðir K.R. heimilið við
Frostaskjól, Félagsmiðstöðin
Bústöðum (í kjallara Bústaðakirkju).
Upplýsingar í síma 679590
frá kl. 17-21 alla daga.
Kennum alla samkvæmisdansa,
suður-ameríska, standard
og gömlu dansana, fyrir hjón,
einstaklinga og hópa.
NÝTT-NÝTT
Vouge-Freestyle,
Hip-Hop - Funk disko jazz
Allt nýir dansar
8-10 ára -11 -12 ára -13-15 ára -
16ára og eldri
Ath: Stepp fyrir alla
D.S.I
E ;
Raðgreiðslur.
Chicago-hraðlestin
BLÚSHEFÐ á Norðurlöndunum hefur alla tíð verið mest í Svíþjóð.
Þar hafa haldið tónleika flestir helstu biústónlistarmenn sögunnar
aukinheldur sem sænskar sveitir hafa ieikið blús í Qölda ára.
Fremsta blússveit Svíþjóðar um
þessar mundir er Chicago Ex-
pressen, sem hinn snjalli söngvari
Sven Zetterberg leiðir, og fyrir stuttu
sendi sveitin frá sér sína fyrstu
breiðskífu.
Chicago-hrað-
lestin var stofnuð
snemma á þessum
áratug, en sveitar-
meðlimir höfðu þá
Íverið að leika blús
— og soul-tónlist frá
eftir Arno því snemma á sjö-
Motthíasson unda áratugnum.
Framanaf var sveitin einskonar tóm-
stundagaman, því flestir höfðu með-
limir hennar nóg að dunda með öðr-
um sveitum. Með tímanum jukust
vinsældir sveitar-
innar og fyrir
tveimur árum helg-
uðu sveitarmeðlim-
ir sig eingöngu
blúsnum og
Chicago-hraðlest-
inni.
Sven Zetterberg,
sem leiðir sveitina,
er af mörgum tal-
inn einn fremsti
blús- og soulsöngv-
ari Norðurland-
anna, en hann þyk-
ir einnig snjall
munnhörpuleikari
Ljósmynd/Janne Rosenqvist
Sven Zetterberg Fremsti blús-
og liðtækur gítar- söngvari Norðurlanda?
leikari. Dtjúgur hluti tónleikadag-
skrár sveitarinnar er frumsamdir
blúsar, flestir eftir Sven. Hann
hreifst af blúsnum tólf ára og 1965
var hann byijaður að æfa sig á
munnhörpu. Síðar bættist við gítar,
en með tímanum varð söngurinn
stærri þáttur í blúsmenntinni.
Aðrir í Chicago-hraðlestinni eru
Janne Sjöström munnhörpuleikari,
Hank Jansson gítarleikari, Janne
Paltman hljómborðsleikari, Berra
Pettersson bassaleikari og trymbill-
inn Stoffe Sundlöf. Allir hafa þeir
fengist við blús frá því snemma á
sjöunda áratugnum, eins og áður
sagði, og koma með áhrif hver úr
sinni áttinni; einn hlustar á jassblús,
annar á Louisianablús, þriðji á
rytmablús o.sv.frv.
Chicago hrað-
lestin hefur verið
iðin við tónleika-
hald í Svíþjóð og
Norðinenn hafa
einnig tekið sveit-
inni vel. Sam-
kvæmt heimildum
frá Svíþjóð hefur
sveitin lýst áhuga á
að koma til íslands
til tónleikahalds og
er hér lýst eftir ein-
hveijum sem vill
taka skipulag
slíkrar ferðar að