Morgunblaðið - 09.09.1990, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990
C 35
Slökkviliðið dældi sjó á hliðar Hærings til kælingar.
Vegna reykjakófs mótar ekki fyrir Hæringi en utan á honum sést Súðin sem er með slagsíðu og norsk-
ur hvalveiðibátur og togarinn Helgafell frá Vestmánnaeyjum. Til vinstri er breskt eftirlitsskip sem hér
var statt. Myndin er tekin frá Miðbakka ekki Qarri núverandi skrifstofu tollstjóra.
SÍMTALIÐ...
ER VIÐ HILMAR SNORRASON, SKIPSTJÓRA
Fyríreinhæfa dellukarla...
36119
Góðan dag, er Hilmar Snorra-
son við?
Bíddu augnablik ...
Já, halló.
- Sæll Hilmar, Kristján Þor-
valdsson heiti ég, blaðamaður á
Morgunblaðinu. Mér datt í hug
að forvitnast um áhuga þinn á
skipasögu íslendinga. Þú hefur
nýlokið við sögu Skipaútgerðar
ríkisins og í fyrra kom út eftir
þig skipasaga Eimskip. Hvað
kemur til að ungur skipstjóri fer
að skrifa sögu skipanna?
Ég hef áhuga á skipum. Upp-
haflega hafði ég hugsað mér að
skrifa sögu allra kaupskipa sem
verið hafa í eigu Islendinga. Svo
fréttu þeir af þessu hjá Eimskip
og báðu mig um að skrifa skipa-
sögu sína á sjötíu og fimm ára
afmælinu sínu. Þetta spann síðan
upp á sig og Skipaútgerð ríkisins
bað mig um að skrifa sina sögu
í tilefni afmælis útgerðarinnar.
Þessar tvær bækur eru nánast
úrdrag úr heildarverkinu sem ég
hef verið að vinna að.
- Hvenær kviknaði áhuginn?
Frá fæðingu hefur líf mitt snú-
ist um sjómennsku. Ég hef nánast
hvergi unnið annars staðar en á
sjó.
- Þú hefur sem sagt verið far-
inn að viða að þér upplýsingum
löngu áður en þú fórst að velta
fyrir þér að skrifa bók?
Já. Ég byijaði að viða að mér
gögnum árið 1976.
Finnst þér sem fræðimenn hafi
sniðgengið skipa-
söguna?
Þetta er nú erfið
spurning. Ætli það
sé ekki frekar, að
málið henti betur
einhæfum dellukörl-
um, en sagnfræð-
ingum.
- Þetta er greini-
lega orðið meira en
della hjá þér. Losn-
arðu nokkurn
tímann við þetta?
Nei, aldrei. Svo
lengi sem skip fljóta á- hafinu,
losna ég ekki frá þessu.
- Hvert er þitt uppáhaldsskip?
Sem sjómaður hlýt ég að halda
mest upp á það skip sem ég er á
hveiju sinni. Uppáhaldsskipið mitt
í dag er því Askjan, þar sem ég
er nú skipstjóri. En það er mjög
erfitt fyrir mig að taka eitt skip
fram yfir annað í skipasögunni.
- Mörg þeirra eru náttúrulega
á hafsbotni...
Jú, stór hluti er farinn í brota-
járn eða hvílir á hafsbotni. Nokk-
ur eru þó ennþá á fioti, meira
segja skip sem voru hér um alda-
mót. Skip sem hét ísafold hefur
líklega verið hvað þrautseigast á
heimshöfunum af þeim sem Is-
lendingar hafa eignast. Það var
smíðað fyrir aldamót og er ennþá
í notkun í Tyrklandi, þó að vísu
hafa verið gerðar á því miklar
breytingar.
- Væri eitthvað vit því að
reyna eignast þetta skip?
Nei, síður en svo.
- Hvenær hófst saga Skipaút-
gerðar ríkisins, sem þú laukst við
nú síðast?
Hún hófst árið 1930, þegar
útgerðin var stofnuð. En ég skrifa
líka um skip landsstjórnarinnar.
Eftir að Eimskip gat ekki haldið
uppi strandferðum árið 1916, eft-
ir að Goðafoss fórst, keypti lands-
stjórnin þijú skip á árinu 1917.
Eimskip sá reyndar um rekstur
þeirrar strandþjónustu.
- Er saga Ríkisskips búin að
vera erfiðleikasaga frá upphafi?
I okkar siglinga-
sögu var mikið
blómaskeið í stríðinu
og reyndar má segja
að siglingasagan sé
í heildina farsæl.
- Jæja, Hilmar
ég þakka þér fyrir
spjallið og vona að
enn miði þér áfram
við ritun skipasögu.
Ég þakka þér
sömuleiðis, vertu
blessaður.
Blessaður.
Barna- og ungiingaskóli í Vestmanna- Runar eymgurmn
eyjum. Helgason ArniJohn-
sen vill
slökkva
eldinn.
„Með aðstoð kennaranna við
skólann rannsakaði eg 3 efstu
bekki skólans 12. febrúar
siðastliðinn, og kom þá í ljós
sem fæsta mun hafa grunað,
að 64% af börnum þessum
höfðu gert sig sek í að reykja
— reykja þennan tóbaks-
óþverra sem fæst í vindlingum
... Sé miðað við efstu bekkina
3, sem nokkurnveginn áreiðan-
leg rannsókn eftir atvikum fór
fram í, hafa sem næst 41%
stúlkna og 87% pilta átt meiri
eða minni þátt í að reykja.“
Mcrrgunblaðið leitaði álits Ás-
geirs Rúnars Helgasonar
fræðslu- og upplýsingafulltrúi
Krabbameinsfélagsins á þessari
frétt Steins Sigurðssonar kennara
í Skólablaðinu: „Þetta eru ugg-
vænlegar tölur, — en athyglis-
verðar. Þegar svona reyksprengj-
ur springa í skólum er það megin-
reglan að það séu stelpurnar sem
séu að fikta við að reykja. Hvar
er þessi skóli?"
Gáfnasljó Eyjabörn
„Hér í „Eyjum“ (Vestmanna-
eyjum) er ástandið því miður ekki
sem glæsilegast. Eg var oft búinn
að verða þess var að, að sum
skólabörnin voru farin að leggjast
í reykingar," sagði Steinn Sig-
urðsson í 6. tbl. skólablaðsins sem
kom út í júní 1912. Skólablaðið
var tímarit um uppeldis- og
kennslumál styrkt eða gefið út
af Hinu íslenzka Kennarafjelagi.
Steinn vildi fá eitthvað staðbetra
FRÉTTALIÓS
ÚR
FORTÍÐ
Reyk-
sprengja
- segir Ásgeir Rúnar
Helgason upplýsinga-
fulltrúi Krabbameins-
félagsins
á að byggja en lauslegar ágiskan-
ir og komst að þeim niðurstöðum
sem frá var greint. Greinarhöf-
undur taldi áhrif tóbaks „ill og
skaðvænleg" og þeim mun geig-
vænlegri þegar börn ættu í hlut.
Nikótín safnast fyrir í líkamanum,
„þangað til svo getur farið að ein-
kenni eitrunarinnar gjósi upp alt
í einu: skjálfti, svimi, taugaverk-
ur, hjartsláttur, meltingaróregla
og lystarleysi, og stundum veiklun
skilvita, einkum sjónar og og
heyrnar. (Dr. Flöystrup). Ofnautn
tóbaks getur haft mjög margt ilt
í för með sér, svefnleysi, drunga
og skerpuleysi, minnisbilun og
sljóleik til andlegra starfa.“ Steinn
sagði vel gerða unglinga hafa
orðið að láta af námi, svo mjög
hafí gáfurnar sljpvgast. „Og það
er ekki fátítt að þeir hafi leiðst út
á drykkjuskaparbrautina á eftir,
og þaðan út á ýmsa aðra háska-
lega glapstigu." Steinn Sigurðs-
son hvatti til þess að löggjafar-
valdið fyrirbyði með lögum að
selja börnum og unglingum tóbak.
Alþingismennirnir Sigurður
Sigurðsson, Benedikt Sveinsson
og Matthías Ólafsson brugðust
við herhvöt Steins. Árið eftir lögðu
þeir fram frumvarp til laga í neðri
deild, um sölubann á tóbaki til
barna og unglinga yngri en 16
ára. Á Alþingi reyndust skiptar
skoðanir, sumir töldu málið þarft
og fulls stuðnings vert en aðrir
töldu erfitt að framfylgja sölu-
banni og svo gæti jafnvel fariðað
„forboðnir ávextir", þ.e.a.s.
tóbak, freistuðu unglinga og
barna enn frekar en ella. Að lok-
um var skipuð fimm manna nefnd
til að kanna málið. 8. september
samþykkti deildin að skora á land-
stjórnina að afla sér upplýsinga
og tillagna til úrbóta hjá fræðslu-
málastjórninni. Málið kom þó ekki
til umræðu á næstu þingum.
Eldur í Eyjum
Tóbaksneytendur, — jafnt ung-
ir sem aldnir — telja sig hafa orð-
ið vara við aukinn áhuga uppal-
enda á tóbaksvörnum hin síðari
ár. Árið 1984 var með lögum —
auk annarra takmarkana og
skyldugrar fræðslu um tóbak-
svarnir — bannað að selja ein-
staklingum undir 16. ára aldri
tóbak. Þess verður að geta að
Vestmanneyingurinn Ámi John-
sen hefur átt umtalsverðan þátt
í að framfylgja lögum þessum en
hann var formaður tóbaksvarnar-
nefndar árin 1984-88.
Undanfarin 14-15 ár hefur
stórlega dregið úr tóbaksreyking-
um íslenskra barna og unglinga.
1974 reyktu 54-55% 16 ára ungl-
inga en í dag er talið að um fjórð-
ungur íslenskra unglinga neyti
reyktóbaks.
Könnun á reykingum bama og
unglinga í Vestmannaeyjum í vor
leiddi í ljós dregið hefur úr barna-
reykingum í Eyjum; einungis 18
af 547 börnum á aldrinum 9—16
ára reyktu. Á aldursbilinu 12—14
ára reyktu 5,2% nemenenda.