Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTBMBER 1990 9 Tcmitlæknir Hef opnað tannlæknastofu mína í Hamraborg 5, Kópavogi. Tímapöntunum veitt móttaka í síma 642288 fró kl. 9-18. Páll Ævar Pálsson, tannlæknir fSarnf 1715 7>#r,ii Ný kynslóð Háþrýsti- hreinsitækja Skeifan 3h - Sími 82670 TOYOTA NOTAÐIR BÍLAR Athugasemd! Bílar með staðgreiðsluverði eru einnig fóanlegir með lánakjörum skv. lánatöflu Toyota bílasölunnar. TOYOTA COROLLA XL '90 Rauður. 5gíra. Ekinn 12 þús/km. Verð 830 þús. stgr. TOYOTA COROLLA XL STW '88 Hvítur. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 39 þús/km. Verð 690 þús. stgr. TOYOTA CAMRY XLI STW ’88 Hvítur. Sjálfskiptur. 5 dyra. Ekinn 30 PEUGEOT 205 XR '87 Hvítur. 5 gira. 3 dyra. Ekinn 35 þús/km. þús/km. Verð 1.100 þús. stgr. Verð 450 þús. stgr. [ ; ; yrr MAZDA 626 GLX ’88 AUD1100 CC '84 Ljósblár. 5 gíra. 4 dyra. Ekinn 44 þús/km. Verð 1.000 þús. Hvítur. 5 gíra. 4 dyra. Ekinn 147 þús/km. Verð 600 þús. 44 1 44 44 7 33 TOYOTA NYBYLAVEGI 6-8, KOPAVOGI Miðstöðin í Prag Kommúnistar starf- ræktu ýmsar svokallaðar „front organisations" á alþjóðavettvangi, það er stofnanir eða félög sem komu fram i nafni ein- stakra stétta eða hópa, sögðust starfa að friði eða félagsmálum á hlut- lægan hátt en voru í raun ekki annað en þjónustu- stofhanir heimskommún- ismans. Höfðu margar slikar stofnanir höfuð- stöðvar í Prag og má þar nefha WFTU (Alþjóða- samband verkalýðsfé- laga), IOJ (Alþjóðasam- band blaðamanna) og IUS (Alþjóðasamband stúdenta). Islendingar hafa haft samskipti við allar þessar stofnanir. Meðal annars hefur oft verið tekist á um það innan Stúdenta- ráðs Háskóla Islands, hvort það ætti að vera í IUS og hefur ráðið verið það á stundum. Eftir hina friðsömu byltingu í Tékkóslóvakiu er upplýst að þessar stofnanir voru alfarið á framfæri kommúnistaflokka, eink- um kommúnistaflokks Tékkóslóvakiu. Á sínum tima var Ami Bjömsson þjóðháttafræðingur starfsmaður i skrifstofu IUS í Prag. í franska blaðinu Est et Quest var sagt frá því í sumar, að eftir að tékkneski kommúnista- flokkurimi glataði völd- um sinum lepji þessar stofnanir dauðann úr skel. Þær geti ekki leng- ur greitt starfsmönnum sinum laun og þeim hafi verið skipað að rýma húsnæðið sem flokkurinn hafi látið þcim í té, og ekki nóg með það, því að þær hafi einnig fengið skipun um að hypja sig frá Prag. Örlög IO J Franska blaðið segir, að örlögum stofiiananna sé best lýst með því að skoða hvemig farið hef- Frá miðborg Prag. Skjólstæðingar á berangri Hér í blaðinu hefur verið skipst á skoðun- um um hlutverk vináttufélaga við Austur-Evrópuríkin undir stjórn kommún- ista. Hefur athyglin einkum beinst að vinnáttufélaginu við Tékkóslóvakíu, sem var stofnað þegar harðstjórnin var sem mest þar í landi. Tilgangur þess félags var að sjálfsögðu að öðrum þræði pólitískur og Sósíalistaflokkurinn hér hafði milligöngu fyrir félagsmenn þess, til dæmis þegar þeir fóru til náms. Fé- lagsmennirnir standa nú á berangri og reyna að verjast eftir bestu getu eins og skjólstæðingar kommúnistastjórnanna í alls kyns félögum. ur fyrir Alþjóðasam- bandi blaðamamia (IOJ). Það hafi fengið mikið fé frá kommúnistum í Tékkóslóvakiu, ráðið yfir glæsilegum húsakynnum £ hjarta gömlu Prag, gesfahúsnæði og um- boðsskrifstofu fyrir túlka og þýðendur. Allar greiðslur til sambandsins og forystumanna þess voru í hörðum gjaldeyri en þýðendumir fengu lág laun i tékkneskum krónum. í mai síðastliðnum birti skrifstofa forseta Tékka og Slóvaka yfirlýsingu þar sem skýrt var ná- kvæmlega frá þvi hvem- ig staðið hefði verið að greiðslum til IOJ. Kom efhi tilkynningarimiar engum á óvart nema Finnanum Kaarle Nord- enstreng, sjálfinn forseta IOJ. Hann fól skrifstofu stofnunar sinnar að senda CTK, opinbem fréttastofu Tékkóslóv- akíu, yfirlýsingu, þar sem eftirfarandi stóð meðal annars: „Upp- ljóstmn skrifstofu for- seta lýðveldisins um ein- stök atriði varðandi fjár- stuðning • tékkneska konunúnistaflokksins við IOJ kom mér í opna skjöldu, og ég er viss um að hið sama má segja um meirihluta ábyrgra emb- ættismanna sambands okkar.“ Franska blaðið segir, að í einfeldni sinni hafi K. Nordenstreng farið fram á að reikningar IOJ yrðu endurskoðaðir af nákvæmni og kallaður yrði saman aukafundur „tíl að skýra fortíðina og hvemig fjárhag stofnun- arinnar er nú háttað“. Vandræði IUS í júni sendi CTK- fréttastofan frá sér fréttatílkynningu, sem bar yfirskriftina IUS (Al- þjóðasamband stúdenta) neitar þátttöku í vopna- sölu Tékkóslóvakíu. Þar segir: „IUS hafnar ásökun- um tékkneska ritsins Reporter og mánaðar- ritsins Studentske Listy um þátttöku sambandins í vopnasölu Tékkóslóv- akiu, að því er segir i yfirlýsingu IUS sem var birt í Prag 19. júní. I yfirlýsingunni er þvi einnig neitað að nokkur tengsl séu á milli IUS við 17. nóvember háskólann, en Josef Frolik, fyrrum njósnaforingi, sagði að þar væm þjálfaðir njósn- arar fyrir Sovétrikin og Tékkóslóvakiu og skól- inn aðstoðaði þá við að komast inn i stjórnkerfi þróunarlanda. IUS er ekki skóli fyrir njósnara og hryðjuverka- menn, segir í yfirlýsing- unni, og því er bætt við að sambandið starfi með samtökum sem spanni vitt pólitiskt svið, frá hægri til vinstri. Á 40 ára starfsferli sinum hefur IUS mistek- ist ýmislegt og tekið ranga afstöðu einkum undir áhrifum kalda stríðsins og alræðis- stjórnarhátta í Austur- Evrópu. Skrifstofa IUS lætur ekki í (jós álit á kröfu stúdenta í Tékkóslóvakíu um að hún verði flutt frá Prag, en segir, að við- ræður við fulltrúa í Tékkóslóvakíu hafi haf- ist í anda gagnkvæmrar virðingar og skilnings. IUS skuldbindur sig til þess að virða lög Tékkó- slóvakíu á meðan það starfar í landinu eins og sambandið segist hafa gert siðan það var stofti- að 1946.“ Þessi frétt CTK-frétta- stofunnar sýnir glögg- lega þann vanda sem skjólstæðingar kommún- ista standa frammi fyrir eftir að þeir em orðnir valdalausir. Staða vin- áttafélaga við kommún- istarikin er svipuð; þau hafa tapað starfsgmnd- velli sinum, þótt þau látí eins og starfsemi þeirra getí haldið áfram eins og ekkert hafi í skorisL HUSNÆÐISMAL Að minnka við sig til að auka tekjumar Þegar kemur fram á eftirlaunaárin er oft allt það sem sþarað hefur verið bundið í steinsteypu, heimilis- tækjum eða húsgögnum. Þótt gaman sé að eiga fallegt heimili er líka nauðsynlegt að geta notið lífsins og tryggt fjárhagslegt öryggi. Það er staðreynd að tekjur flestra minnka verulega þegar að eftirlaunaárunum kemur. Með því að minnka við sig húsnæði er hægt að mynda dágóðan sjóð til að bæta upp eftirlaunin. Verið velkomin í VIB. VIB VERÐBREFAMARKAÐURISLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.