Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990
Minning:
Ólöf Helgadóttir
Fædd 21. nóvember 1924
Dáin 8. september 1990
Ólöf Helgadóttir, hjúkrunarfræð-
ingur og húsmóðir frá Seglbúðum
í Landbroti, andaðist í Borgarspít-
alanum að kvöldi laugardagsins 8.
september, eftir löng og ströng
veikindi.
Ólöf fæddist 21. nóvember lð24
í Seglbúðum, dóttir hjónanna
Gyðríðar Pálsdóttur frá Þykkvabæ
og Helga Jónssonar frá Seglbúðum.
Foreldrar hennar voru óvenjulega
glæsileg og vel gefín hjón. Helgi
lést langt um aldur fram 1949, 55
ára, en Gyðríður lifír í hárri elli.
ALLT
fyrirGLUGGANN
úrval, gæöi, þjónusta
<^>-gardínubrautir
eftirmáli meö úrvali af
köppum í mörgum
litum.
Ömmustangir, þrýsti-
stangir, gormar o.fl.
Sendum í póstkröfu um
land allt.
Einkaumboð á íslandl
Síðumúla 32 - Reykjavík -
Simi: 31870 - 688770.
Tjarnargötu 17 - Keflavík -
Sími: 92-12061
Honda 91
Accord
Sedan
2,0 EX
Verd fró 1.315 þúsund.
GREIDSLUSKILMÁLAR
FYRIR ALLA
W HOMDA
VATNAGÖROUM 24 RVÍK., SÍMI 689900
Dvelur hún á Hrafnistu í Reykjavík.
Ólöf var önnur í röð fjögurra
systkina, en þau eru Margrét, gift
Erlendi Einarssyni, fyrrverandi for-
stjóra SÍS, Jón þingmaður, fyrrver-
andi forseti sameinaðs þings og
ráðherra, giftur Guðrúnu Þorkels-
dóttur, og Asdís hjúkrunarfræðing-
ur, gift Einari Hauki Ásgrímssyni
verkfræðingi, en hann er látinn.
Ólöf ólst upp á mannmörgu heim-
ili. Sama fólkið dvaldi þar um ára-
bil, sumt fór þaðan ekki fyrr en það'
lést. Hjá foreldrum hennar í Segl-
búðum var orðlagt rausnar- og
myndarheimili. Menning, hreinlæti
og umgengni til fyrirmyndar. Var
búið með stærstu búum sýslunnar.
Mjög er fagurt í Seglbúðum, fögur
fjallasýn og fagurt landslag, sér-
staklega við Grænalæk. Ólöf unni
mjög fæðingarsveit sinni.
Ólöf ólst upp við öll venjuleg
sveitastörf og lærði innanbæjar-
störf af móður sinni, er var frábær
húsmóðir.
Um fermingu fór hún í unglinga-
skóla í Vík. Hún fór á Húsmæðra-
skólann á Hallormsstað. Þar lærði
hún meðal annars vefnað. Er til
mjög fallegur vefnaður og hannyrð-
ir eftir hana. Eftir það lærði hún
hjúkrun. Hún hafði mikla hugsjón
til hjúkrunar og var mjög fær í því
starfi.
Hinn 2. júlí 1949 giftist Ólöf
Birni Bergsteini Björnssyni frá Vík,
sem var um langt árabil verzlunar-
stjóri í bílabúð SÍS. Björn var allra
manna duglegastur, kappsamur og
var alltaf fremstur í flokki þar sem
á reyndi. Var alltaf hvetjandi og
latti aldrei til stórra verka. Sem
ungur maður stundaði hann sjó-
mennsku um tíma. Þótti hann í
starfi úrræðagóður, útsjónarsamur
og mjög handlaginn, vinsæll greiða-
maður og ráðholiur vinum sínum.
Ólöf og Bjöm eignuðust 4 börn.
Þau eru Ragnhildur kennari, gift
Ólafi Ófeigssyni viðskiptafræðingi.
Þau eiga 2 syni, Björn og Ófeig.
Helgi flugumferðarstjóri, kvæntur
Soffíu Wedhoim Gunnarsdóttur.
Eiga þau 3 börn, Gunnar, Ólöfu og
Ellen Björk. Erlendur líffræðingur
og bóndi í Seglbúðum. Sambýlis-
kona hans er Þórunn Júlíusdóttir
fóstra, eiga þau 1 son, Leif Bjarka.
Gyða Björk búfræðingur og líffræð-
ingur, húsmóðir í Skipholti, gift
Bjama Guðmundssyni búfræ.ðingi,
bónda í Skipholti. Eiga þau 1 son,
Bergstein Bjöm. Stjúpdóttur átti
Ólöf, Bimu gifta Guðmundi Þor-
steinssyni kennara og eiga þau 3
börn.
Björn og Ólöf voru mjög samhent
í að skapa sér og börnum sínum
bjarta framtíð.
Árið 1966 stofnuðu þau fata-
hreinsunina Snögg. Ólöf vann þar
alla tíð á meðan þau ráku hana.
Björn vann áfram hjá SIS þar til
fyrirtækið var orðið það stórt að
Ölöf gat ekki verið ein um daglegan
rekstur. Eignuðust þau marga vini
meðal viðskiptavina. Voru þau róm-
uð fyrir lipurð og góða vinnu. Var
Snögg orðið stórfyrirtæki á sínu
sviði, er þau hjón kusu að selja
það, en þá voru þau orðin þreytt
og Bjöm gekk ekki heill til skógar.
Ætluðu þau að taka lífinu með ró
og sinna hugðarefnum sínum.
Þau hjón áttu sumarbústað í
Stekkjardal við Grænalæk. Þar
undu þau sér vel í fögru umhverfi,
við silungsveiði og seinna skóg-
rækt. Er þar nú orðinn fallegur
lundur. Ólöf dvaldi þar öll sumur
meira og minna með börn þeirra.
Þar áttum við hjónin með þeim
ótaldar ánægjustundir sem aldrei
gleymast. Gestrisni þeirra var slík
að við höfum ekki kynnst öðru eins.
Ekki má heldur gleyma andlegu
hliðinni, þar skorti ekki heldur veit-
ingar. Þau hert og þroskuð í gegn-
um ýmislegt mótlæti, sem hollt var
að kynnast. En alltaf var gleðin og
góðvildin í fyrirrúmi. Við munum
líka heimili þeirra þar sem við áttum
með þeim margar ógleymanlegar
stundir. Einnig áttum við margar
góðar stundir með þeim á heimili
okkar og í ferðalögum og veiðiskap.
Ólöf var mjög vel gefín kona og
vel gerð. Vel máli farin og orðhepp-
in og glaðlynd. Hún var ákaflega
hlý í lund og mátti ekkert aumt
sjá. Ólöf var hjúkrunarkona af lífí
og sál, vildi hlúa að öllum, sem eitt-
hvað amaði að, ekki hvað síst öldr-
uðu fólki.
Ekki var gata Ólafar alltaf blóm-
um stráð. Þurfti hún að ganga í
gegnum mikið veikindastríð með
sínum nánustu. Mikið áfall var þeg-
ar Björn þurfti að fara til Boston
í hjartaaðgerð 1955. Var hann með
fyrstu íslendingum sem gengust
undir þess konar aðgerð. Bar Olöf
þetta með ótrúlegum kjarki og
styrk. Oft hefur hún verið kvíðin
um heilsu Björns því ekki náði hann
fullri heilsu eftir þessa aðgerð og
nánast kraftaverk að hann lifði
hana af. Þó gaf hann aldrei eftir
og hélt sínu striki.
Upp úr 1980 var Björn orðinn
lélegur til heilsu og 1982 fór hann
til Lundúna í aðra hjartaaðgerð.
Þá fóru Ólöf og Erlendur sonur
þeirra með honum. Hann virtist ná
þolanlegri heilsu.
En svo dundi reiðarslagið yfír.
26. nóvember 1986 leggja þau hjón
af stað frá Seglbúðum til
Reykjavíkur. Ætluðu þau að dvelja
í íbúð sinni í Sólheimum 30 eitthvað
fram eftir vetri. En margt fer öðru-
vísi en ætlað er. Á Hrífunesheiði
lentu þau í ákeyrslu með þeim af-
leiðingum að Björn mun hafa látist
samstundis. Ólöf slasaðist mjög
mikið. Var hún föst í bílnum og gat
sig ekki hrært. Varð hún að bíða
eftir hjálp í langan tíma, þar til
þyrla kom og sótti hana, en með
litlu lífsmarki þegar komið var með
hana á Borgarspítalann. Lá hún þar
milii heims og helju í margar vik-
ur. Hún náði sér aldrei líkamlega
eftir þetta, en kjarkur hennar virt-
ist vera óbilaður. Var þetta yfirnátt-
úrulegt þrek. Þurfti hún oft að vera
á sjúkrahúsi eftir þetta.
Fyrir ári kenndi hún þess sjúk-
dóms sem dró hana til dauða. Vissi
hún strax hvað um var að ræða.
Þá sýndi hún hverslags óvenjuleg-
um hugarstyrk hún var gædd. Tók
hún þessu sem sjálfsögðum hlut og
kveið engu endalokunum. Var hún
veitandi fram á það síðasta. Ólöf
veitti samsjúklingum sínum styrk í
þeirra veikindum fram á það síðasta
er hún hafði fótavist.
í byijun ágúst sl. dvöldum við
hjónin með henni í Stekkjardal.
Undraði okkur viljastyrk hennar.
Hún var að pijóna peysu handa
yngsta bamabami sínu, Leifi
Bjarka. Sagðist ætla að ljúka við
hana, sem hún og gerði. Þó var
líkamsstyrkurinn ekki meiri en svo
að hún virtist stundum ekki geta
lyft pijónunum. Alltaf tók hún þátt
í öllu gleðitali og var hún þó svo
mikið veik á stundum að sækja
þurfti lækni.
í vor fór hún til Bandaríkjanna
með mági sínum Haraldi og
Kristínu konu hans að heimsækja
mágkonu sína Ingibjörgu Smith.
Var hún þá nýkomin úr meðferð á
sjúkrahúsi. Hafði hún mikið yndi
af þeirri ferð.
10. ágúst kom hún að austan
með Helga syni sínum og fór þá
beint á sjúkrahúsið og þar lést hún
8. september að kvöldi, að viðstödd-
um 2 elstu bömum sínum og
tengdadóttur, en böm hennar önn-
uðust hana af frábærri alúð í veik-
indum hennar. Þar kvaddi mikil
kona og sterkur persónuleiki lífíð.
Við hjónin þökkum Ólöfu allar
yndislegu samverustundirnar sem
við áttum saman og allt það sem
hún gerði fyrir okkur.
Bömum hennar, móður og bama-
börnum og öðm venslafólki sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Guð blessi hana.
Betty og Einar J. Einarsson
Laugardaginn 8. september
síðastliðinn lést Ólöf Helgadóttir frá
Seglbúðum, eftir erfíð veikindi.
Olöf var gift föðurbróður mínum
Birni Björnssyni, en hann lést fyrir
nokkrum ámm.
Óla - eins og ég var vön að
kalla hana var einstök kona um
margt. Gestrisni og manngæska var
henni í blóð borin. Ég var nýfædd
þegar Óla tók mig að sér og annað-
ist mig í veikindum móður minnar
og alla tíð síðan fannst mér ég eiga
eitthvað í henni.
Þær em margar minningamar
sem ég á frá heimsóknum mínum
til Ólafar og fjölskyldu hvort heldur
var í sumarbústaðinn eða á heimili
hennar í Sólheimum 30, Reykjavík.
Sumarbústaður fjölskyldunnar er
á æskustöðvum Ólafar, í landi Segl-
búða, Landbroti og var hann henn-
ar draumastaður, þar átti Ólöf sínar
bestu stundir hvort heldur var í
faðmi fjölskyldu eða vina, því hún
var höfðingi heim að sækja. Þrátt
fyrir erfið veikindi lét Ólöf ekki
aftra sér að dvelja austur í bústaðn-
um sínum megnið af nýliðnu sumri
og njóta sveitasælunnar til hinstu
stundar.
í maí síðastliðnum lét Ólöf gaml-
an draum rætast þegar hún lagði
land undir fót og hélt af landi brott
í heimsókn til mágkonu sinnar sem
býr í Bandaríkjunum. Þar átti hún
yndislegar stundir sem hún naut til
fulls.
Ég þakka Ólöfu góða samferð á
lífsleiðinni og bið henni Guðs bless-
unar á nýjum vegum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Ég og fjölskylda mín sendum
aðstandendum samúðarkveðjur.
Guð styrki þau og leiði.
Ebba
Ólöf Helgadóttir lést á Borg-
arspítalanum laugardaginn 8. sept-
ember sl., eftir stranga sjúkdóms-
legu. Ólöf fæddist í Seglbúðum í
Landbroti 21. nóvember 1924. Hún
var dóttir Helga Jónssonar, sem þar
var bóndi og konu hans Gyðríðar
Pálsdóttur frá Þykkvabæ. Helgi lést
fyrir aldur fram árið 1949 en
Gyðríður er enn á lífí og dvelur á
Hrafnistu í Reykjavík á nítugasta
og Jjórða aldursári.
Ólöf var uppalin hjá foreldrum
sínum í Seglbúðum. Hún var næst
elst fjögurra barna þeirra Helga og
Gyðríðar. Systkini hennar eru:
Margrét, gift Erlendi Einarssyni,
Ásdís sem gift var Einari Hauki
Ásgrímssyni en hann lést á sl. ári
og Jón kvæntur Guðrúnu Þorkels-
dóttur.
Seglbúðaheimilið var annálað
fyrir myndarskap. Fór þar saman
dugnaður og miklir mannkostir
húsbóndans og sérstök umhyggja
húsmóðurinnar fyrir heimilishald-
inu innan dyra. Helgi í Seglbúðum
var í forystu fyrir sveit sína í
bændasamtökunum og einnig innan
Kaupfélagsins. Var hann sérstak-
lega vinsæll, bæði innan og utan
sveitar. Það vakti sérstaka athygli
þerira sem komu á Seglbúðaheimil-
ið, hvað þar var allt fágað og snyrti-
legt, þótt húsakynnin í gamla bæn-
um byðu ekki upp á slíkt. Matar-
gerðin hjá Gyðríði var tilfyrirmynd-
ar og það taldist á sínum tíma til
nokkurra tíða að húsmóðirin rækt-
aði ýmsar tegundir grænmetis í
garðinum sínum, löngu áður en slíkt
varð almennt. Gyðríður í Seglbúð-
um var mjög trúuð kona og tók
mikinn þátt í safnaðarstarfi sóknar-
innar. Hún var einnig áhugasöm
um starfsemi kvenfélagsins í sveit-
inni og fulltrúi vestur-skaftfellskra
kvenna var hún um árabil á þingum
Kvenfélagasambands Islands.
Gyðríður hafði yndi af því að rækta
tré og blóm, enda fékk garðurinn
í Seglbúðum verðiaun fyrir fegurð
og snyrtimennsku.
Það fór ekki á milli mála, að
Seglbúðaheimilið var góður uppeld-
isskóli fyrir börnin sem þar ólust
upp. Þar fengu þau verðmætt vega-
nesti út í lífið og fékk Ólöf að njóta
þess. Hún stundaði barnaskólanám
í Þykkvabæ, en skóli sveitarinnar
var þá staðsettur þar. Síðan stund-
aði hún nám í unglingaskólanum í
Vík, veturinn 1938-39 og árið eftir,
1940, hóf hún nám í húsmæðraskól-
anum á Hallormsstað, en húsfreyj-
an þar á bæ var systir Gyðríðar í
Seglbúðum. Þar lauk hún námi vor-
ið 1942. Síðar lá leiðin í Hjúkr-
unarkvennaskólann í Reykjavík og
útskrifaðist hún þaðan vorið 1949.
Hóf hún þá hjúkrunarstörf og starf-
aði við sjúkrahús í borginni og einn-
ig um styttri tíma úti á landi, m.a.
á ísafirði.
Hinn 2. júlí 1949 giftist Ólöf
Birni Bergsteini Björnssyni, ættuð-
um frá Vík í Mýrdal. Hófu þau fyrst
búskap í Skipasundi í Reykjavík,
en eignuðust síðar íbúð í Bólstað-
arhlíð og svo í Sólheimum 30. Björn
hafði flutt frá Vík til Reykjavíkur
1946 og starfaði fyrst við leigubif-
reiðaakstur. Hann gerðist síðar
starfsmaður Véladeildar Sam-
bandsins og_ starfaði þar til ársins
1974. Þau Ólöf og Björn stofnuðu
fatahreinsunina Snögg árið 1966
og hóf Ólöf þá störf við fyrirtækið
og Björn eftir að hann lét af störf-
um í Sambandinu. Farnaðist þeim
vel í þessum atvinnurekstri og nutu
almennra vinsælda hjá viðskipta-
vinunum.
Ólöf og Björn eignuðust fjögur
börn. Þau eru:_Ragnhildur f. 1951,
kennari, gift Ólafi Ófeigssyni við-
skiptafræðingi og eiga þautvo syni;
Helgi f. 1952, flugumferðarstjóri,
giftur Soffíu Wedholm og eiga þau
þijú börn; Erlendur f. 1956, líffræð-
ingur og bóndi í Seglbúðum. Kona
hans er Þórunn Júlíusdóttir og eiga
þau einn son; Gyða Björk f. 1964,
líffræðingur, gift Bjarna Guð-
mundssyni bónda og eiga þau einn
son. Þau búa í Skipholti í Hruna-
mannahreppi. Áður en Björn giftist
Ólöfu átti hann dótturina Birnu.
Birna er gift Guðmundi Þorsteins-
syni kennara og eiga þau þijú böm.
Kært var milli Birnu og fjölskyldu
Bjöms enda reyndist Birna stjúpu
sinni og börnum hennar sérstaklega
vel og var talin hluti af fjölskyld-
unni. Má segja að gagnkvæm vin-
semd hafí ríkt á milli þessara fjöl-
skyldna.
Árið 1986 seldu þau Bjöm og
Ólöf fatahreinsunina og hugðust
nú taka sér nokkra hvíld frá eril-
sömum störfum undanfarinna ára.
Þau höfðu á árum áður bundist
sterkum böndum við Landbrotið.
Bömin þeirra höfðu verið í sveit í
Seglbúðum og sonur þeirra, Erlend-
ur, hafði nýlega hafið þar búskap.
Þá höfðu þau Ölöf og Björn eignast
sinn eigin sumarbústað. Er hann
staðsettur nálægt Seglbúðum í hinu
fagra umhverfi við Grenlæk. Þang-
að var ætíð farið í sumarfríum og
reyndar oftar um helgar. Björn
hafði þá þegar hafið skógrækt við
sumarbústaðinn og gekkst hann
mjög upp í því starfí. Sumarbústað-
inn höfðu þau nú endurbætt og var
hann orðið hið besta íveruhús vetur
sem sumar. Það var því ljóst að þau
Ólöf og Björn gerðu ráð fyrir að
eyða meiri tíma í sveitinni eftir að
þau höfðu hætt atvinnurekstri í
Reykjavík.
■ En fljótt skipast veður í lofti. í
nóvember 1986 eru þau Ólöf og
Björn á leið úr Landbrotinu til
Reykjavíkur í bifreið sinni. í Skaft-
ártungu lenda þau í mjög hörðum
árekstri við bifreið sem kom á móti.
Skipti það engum togum að Björn
deyr samstundis og Ólöf er nær
dauða en lífí flutt með þyrlu til
Reykjavíkur á sjúkrahús. Hafði hún
slasast mjög mikið en þó tókst að
bjarga lífi hennar. Var hún vikum
og mánuðum saman til lækninga á
sjúkrahúsum, meira og minna
næstu tvö árin. Ljóst var að hún