Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990
Minninff:
Andrés Fjeldsted
Sveinsson fulltrúi
Vinur minn, Addi Sveins, lést 10.
september eftir vonlitla baráttu við
illkynja sjúkdóm í tæp 2 ár. Leiðir
okkar lágu snemma saman, vestast
í Vesturbænum, og tókst með okk-
ur mikil og góð vinátta, sem hélst
æ síðan. Áttum við margar ánægju-
legar stundir saman á æskuheimil-
um okkar og síðar á okkar eigin.
Addi var engum líkur og væri
upprifjun á liðnum tíma með honum
efni í margar bækur. Ótal minning-
ar hrannast upp, fljúga fram hjá
eins og myndir á tjaldi, minningar
úr gagnfræða- og menntaskóla,
minningar úr ferðalögum, göngu-
ferðum, minningar af ótrúlegustu
uppátækjum og prakkarastrikum.
Við vorum böm okkar tíma, ólumst
upp við batnandi þjóðarhag eftir-
stríðsáranna. Nú var ekki aðeins
sjálfsagt að fá sér duglega í staup-
inu, heldur var enginn maður með
mönnum nema hann reykti, og helst
svo að hann yrði allur gulur, illu
heilli.
Þá var taða, þá var skjól,
þá var fjör og yndi,
þá var æska, þá var sól,
þá var glatt í lyndi.
(Matt. Joch.)
Vorið 1966 ákváðum við hjónin
okkar fyrstu utanferð og á leið
heim eftir að hafa keypt farmiða,
hitti ég Adda og sagði honum
tíðindin. Hann var að þvo nýja
Bronkóinn sinn og kvaðst mundi
koma heim til mín á eftir. Hann
birtist skömmu síðar og bað mig
að skreppa með sér á Ferðaskrif-
stofuna Sögu en þar hafði ferð
okkar verið skipulögð. Þegar þang-
að kom sagði Addi: „Ég ætla að
fá alveg eins og hinn strákurinn".
Kvöldið fyrir brottför gengu þau
Ragnhildur í hjónaband og við vor-
um saman í ógleymanlegri og
óvæntri brúðkaupsferð þeirra.
Þama hefst sambúð þeirra og sam-
vinna, sem um margt var afar
óvenjuleg og ánægjulegt að fylgjast
með.
Það er ekki fyrir neina aukvisa
að rífa sig upp frá erfiðu dagsverki
við Höfnina, ljúka námi í símvirkj-
un, taka síða upp þráðinn, þar sem
frá var horfið í menntaskóla og
ljúka stúdentsprófi, samhliða vinnu,
svo eitthvað sé nefnt. Þegar Agga
er annars vegar, er reyndar eins
og nánast allt sé hægt og fyrir
hennar stuðning og hvatningu var
Addi ævinlega þakklátur. Eg vil
sérstaklega mi'nnast þess, hversu
vel þau studdu hvort annað, er erf-
iðleikar steðjuðu að og það hefur
ekki farið fram hjá neinum, sem til
þekkir, með hvílíkri hugprýði og
hvílíku jafnaðargeði þau hafa borið
mótlæti sitt og harm síðustu 2 árin.
Sorg í minni sálu bjó,
svip þinn nam ég skoða:
horfðir þú með hugarró
heljar-móti -voða.
(Matth. Joch.)
Þegar ég nú felli tár við dánar-
beð vinar míns, er ég óneitanlega
sleginn, jafnvel sár og reiður. Hvers
vegna hann og það langt um aldur
fram? Hann, sem var allra manna
skemmtilegastur og kátastur, hvers
manns hugljúfi, sífellt með gaman-
yrði á vörum, hann, sem var manna
hjálpsamastur og mátti ekkert aumt
sjá. Hann var mörgum góðum kost-
um betur búinn en flestir aðrir, vin-
margur og tryggur og gerði aldrei
neitt á hlut nokkurs manns.
Addi var mikill gæfumaður, þrátt
fyrir ýmis óhöpp í lífinu, eins og
gengur. En það er nú einu sinni
svo, að við erum oft sjálfum okkur
verst, stundum af því að við vitum
ekki betur en of oft í hugsunar-
leysi. Það er því ánægjulegt, er
menn snúast til vamar en það gerði
Addi. Þegar honum var ljóst hvert
heilsutjón hann gat hlotið af óheppi-
legum lífsháttum. En það var of
seint. Ég fæ ekki varist þeirri bugs-
un, að orsakasamband hafi verið
þárna á milli og harma sárt að
hafa ekki getað haft þar áhrif, svo
öðmvísi hefði mátt fara.
Örlög sín fær enginn flúið, Addi
Sveins hefur lokið lífsskeiði sínu og
ég á eftir mína þraut. Með söknuði
kveð ég minn góða vin.
Hinum megin við heljar váðir
hittast skulum við glaðir báðir.
ísak G. Ilallgrímsson
Góður vinur og mágur er Iátinn
langt um aldur fram. Hann lést á
Borgarspítalanum mánudaginn 10.
september eftir Ianga og erfiða
sjúkdómsbaráttu.
Andrés Fjeldsted Sveinsson var
fæddur 12. desember 1934 sonur
hjónanna Sveins Ingvarssonar for-
stjóra Viðtækjaverslunar ríkisins og
konu hans Ástu Fjeldsted. Sveinn
var sonur þeirra hjóna Ingvars
Pálmasonar og konu hans Margrét-
ar Finnsdóttur. Ásta er dóttir Diljár
Tómasdóttur og eiginmanns hennar
Jochums Þórðarsonar skipstjórnar-
manns frá Móum á Kjalarnesi, en
hann fórst í hafi árið 1915. Var
hann þá stýrimaður á dönsku segl-
skipi á leið frá Danmörku til
Ameríku. Þau hjón eignuðust átta
börn og þegar Jochum drukknaði
var elsta barnið tíu ára gamalt og
Ásta þá um sex ára gömul. Hún
var þá tekin í fóstur af þeim hjónum
Andrési Fjeldsted augnlækni og
Sigríði Magnúsdóttur Fjeldsted
konu hans og varð kjördóttir þeirra,
en sjálf voru þau hjón barnlaus.
Frá Ándrési augnlækni hlaut mágur
minn nafn sitt.
Þegar Andrés fæddist var hann
fyrsti sonur þeirra hjóna Ástu og
Sveins, en þrír fæddust síðar. Fyrir
voru dæturnar Sigríður f. 1931,
eiginkona þess er þetta ritar,
Margrét f. 1932, gift í S-Afríku.
Bræður Andrésar eru Sveinn f.
1939 viðskiptafræðingur hjá Lands-
banka íslands, Sighvatur f. 1941
rafvélavirki starfar hjá Hrafnistu
Reykjavík og Ingvar f. 1943 starfar
hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Bernskuár hans voru erfið sökum
þrálátra veikinda og þegar Addi,
eins og fjölskyldan, vinir og sam-
starfsmenn hafa ætíð kallað hann,
var tæplega fimm ára gamall hélt
faðir hans og amma Sigríður með
hann til Kaupmannahafnar til að
leita honum lækninga. í kjölfar
rannsókna gekkst hann undir upp-
skurð og var tekið úr honum milt-
að. Þótti þetta einstök skurðaðgerð
og hafa læknar austan hafs og vest-
an fylgst með þroska hans og lífi
allt fram á síðustu ár. Þetta hafði
að sjálfsögðu ómæld áhrif á upp-
vöxt hans en úr þessu fylgdist hann
með jafnöldrum sínum bæði í leik
og síðar í skóla.
Addi stundaði sitt barnaskóla-
nám í Melaskóla hér í borg. Ekki
kemur á óvart þótt hann hafi sýnt
íslenskukennara sínum aðdáun og
virðingu því íslenska ásamt ensku
voru alltaf hans uppáhaldsfög. Sá
sem kenndi Andrési og reyndar
fleiri systkinum hans bæði.meðan
sá starfaði í Miðbæjarskóla og síðan
í Melaskóla þar sem hann var
íslenskukennari og síðar skólastjóri
var Árni Þórðarson.
Addi tók landspróf frá Héraðs-
skólanum á Laugarvatni vorið
1952. Hann vann við stjórn öku-
tækja hjá Eimskipafélagi íslands
árin 1954-1957 og aftur 1959-1963
en vann að endurskoðun hjá KRON
árið 1958. Á þessum árum stundaði
Addi nám við Menntaskólann í
Reykjavík, en það var latínan sem
sveik þennan frábæra málamann
við lok fjórða bekkjar og þá gaf
hann þetta nám frá sér um sinn. Á
árunum 1963-1966 stundaði Andr-
és símvirkjanám samfara vinnu í
þeirri grein og lauk prófi í greininni
1966 og starfaði hann sem símvirki
árin 1966 og 1967.
Með þessu var Addi búinn að
hasla sér völl hjá þeirri stofnun
Póst- og símamálastofnuninni, sem
Birting af-
mælis og
minningar-
greina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
sljórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt
skáld, og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafni höfundar.
t
Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir,
JÓHANNES L. L. HELGASON
hæstaréttarlögmaður,
varð bráðkvaddur 15. september síðastliðinn.
Anna Fríða Björgvinsdóttir,
Helgi Jóhannesson, Anna Maria Sigurðardóttir,
Kristin Jóhannesdóttir, Gísli Þór Reynisson.
t
Maðurinn minn og faðir okkar,
STEFÁN JÓNSSON
rithöfundur
og fyrrv. fréttamaður,
lést á heimili sínu, Dunhaga 21, aðfaranótt 17. september.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristíana Sigurðardóttir
og börn hins látna.
t
Ástkær dóttir okkar, systir, móðir, tengdamóðir og amma,
ANDREA Þ. HRAUNDAL,
lést laugardaginn 15. september í Landspítalanum.
Vera Ingibergsdóttir, Þorsteinn Hraundal.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir og amma,
ÓLÖF HELGADÓTTIR,
Sólheímum 30,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju í dag, þriðjudaginn 18. sept-
ember, kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð Langholts-
kirkju.
Ragnhildur Björnsdóttir,
Helgi Björnsson,
Erlendur Björnsson,
Gyða Björk Björnsdóttir,
Birna Björnsdóttir,
Ólafur Ófeigsson,
Soffía Wedholm,
Þórunn Júlíusdóttir,
Bjarni Valur Guðmundsson,
Guðmundur Þorsteinsson
og barnabörn.
+
Útför eiginmanns míns og sonar,
ANDRÉSAR FJELDSTED SVEINSSONAR,
Ægisíðu 72,
Reykjavík,
sem lést 10. september, verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudag-
inn 18. september kl. 13.30.
Blóm afþökkuð en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent
á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Ragnhildur Þóroddsdóttir,
Ásta Fjeldsted
og aðstandendur.
+
Móðir mín,
GUÐRÚN LILJA ÞORKELSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
andaðist að morgni sunnudagsins 16. september á öldrunardeild
Landspítalans, Hátúni 10b.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnar Gunnarsson.
+
Faðir okkar,
HJÖRLEIFUR DIÐRIKSSON,
Hverfisgötu 87, Reykjavík,
lést í Landakotsspítala 16. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
' Börn hins látna.
+
Faðir okkar,
ALBERT ÞORGEIRSSON
vélstjóri,
andaðist í Hrafnistu í Reykjavík 16. september.
Kristín E. Albertsdóttír,
Gerður Welander,
Sveinn Albertsson,
Ester Albertsdóttir.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
Nóatúni 24,
Reykjavík,
andaðist í Landspítalanum 15. september sl. -
Þorvaldur Ármannsson,
Dagrún Þorvaldsdóttir, Björgvin Guðmundsson,
Viktoría Þorvaldsdóttir, Magnús Sigurjónsson,
Guðný Þorvaldsdóttir, Þórdór Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.