Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990
STRIÐSASTANDIÐ VIÐ PERSAFLOA
EB-ríkin reka
hermálafuiltrúa
Iraka úr landi
Fulltrúa flughersins í herráði
Bandaríkjanna vikið úr starfí
Brussel, Washington. Reuter, dpa.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB)
ákváðu á fundi í Brussel í gær að vísa úr landi öllum hermálafull-
trúum íraka, sem starfandi eru í rikjunum 12. Nokkur aðildarríkj-
anna hyggjast ganga enn lengra og fylgja fordæmi Frakka með
því að takmarka ferðafrelsi þeirra sendifúllrúa íraka sem eftir
verða.
Litið er á ákvörðun þessa sem
svar EB-ríkjanna við brotum íraka
gegn alþjóðalögum er íraskir her-
menn ruddust inn í nokkur sendi-
ráð í Kúvæt á föstudag í síðustu
viku. írösku hermennimir hand-
tóku m.a. hermálafulltrúa frönsku
ríkisstjómarinnar í landinu. Mitt-
errand Frakklandsforseti skýrði
frá því á laugardag að ákveðið
hefði verið að vísa hermálafulltrú-
um íraka og nokkrum lejmiþjón-
ustumönnum úr landi auk þess
sem ferðafrelsi þeirra sendimanna
sem eftir yrðu í Frakklandi yrði
takmarkað.
Utanríkisráðherrar EB-ríkjanna
samþykktu síðan í gær að sýna
samstöðu með Frökkum með því
að reka alla hermálafulltrúa íraka
frá aðildarríkjunum 12. Bretar
lýstu að auki yfir því að ferða-
frelsi sendiherra íraka í Lundún-
um og undirsáta hans yrði tak-
markað og hermdu heimildarmenn
Reuters-fréttastofunnar að fleiri
ríki bandalagsins hygðust gera
slíkt hið sama.
Dick Cheney, vamarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, vék í gær
fulltrúa flughersins í herráði
Bandaríkjanna úr starfi vegna
orða sem hann hafði látið falla án
þess að hafa heimild til þess. Her-
foringinn, Michael Dungan, sagði
í viðtali við bandaríska dagsblaðið
The Washington Post um helgina
að fulltrúar herafla Banda-
ríkjanna, sem sitja í herráðinu,
hefðu komist að þeirri niðurstöðu
að flugher Bandaríkjanna myndi
koma til með að gegna lykilhlut-
verki brytust átök út í Mið-Aust-
urlöndum. Sagði að hann að þá
yrði einkum lögð áhersla á
sprengjuárásir á Bagdad, höfuð-
borg Iraks. Með því móti yrði unnt
að valda mestum skaða auk þess
sem stefnt yrði að árásum á höllu
Saddams Husseins, forseta íraks.
Talsmaður bandaríska vamar-
málaráðuneytisins lýst yfír því í
gær að Dungan hefði látið þessi
orð falla í leyfisleysi og hefði hann
því verið leystur frá störfum. Það
mun aðeins hafa gerst einu sinni
áður í sögu Bandaríkjanna að fé-
lagi í herráðinu sé leystur frá
störfum en árið 1949 var flotafor-
ingja einum gert að taka poka
sinn.
Reuter
Saudar ogSovétmenn taka upp stjórnmálasamband
Sovétmenn og Saudi-Arabar hafa ákveðið að taka upp stjórnmálasamband að nýju en Saudar slitu því
árið 1938. Gengið var frá samkomulagi þar að lútandi á fundum Saud Al-Faisals prins, utanríkisráðherra
Saudi-Arabíu, með Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtoga sovéska kommúnistflokksins, og öðrum ráðamönnum í
Moskvu í gær. Myndin var tekin er Faisal (t.h.) og fylgdarmenn hans ræddu við Edúard Shevardnadzhe
utanríkisráðherra (t.v.) og fulltrúa hans. Faisal sagði í gær að það væri viðeigandi að taka upp stjórnmála-
samband við Sovétmenn á þessum tímamótum þar sem þeir síðamefndu hefðu sýnt Saudum mikinn stuðn-
ing með öflugri andstöðu sinni við innrás íraka í Kúvæt.
Talið að fáir hafi séð ávarp Bush
Nikósíu. Reuter.
IRASKA sjónvarpið sýndi á sunnudag myndband með átta mínútna
löngu ávarpi George Bush Bandaríkjaforseta til írösku þjóðarinnar.
Vart var sýningu ávarpsins lokið er sjónvarpið birti fréttaskýringu
sem var þrisvar sinnum lengri en ávarp Bush og þar var Bandaríkja-
forseti kallaður lygari og deilur íraka við Bandaríkjamenn sagðar
vera uppgjör hins góða og hins illa.
Talið er að sýning myndbandsins þúsundir íraka höfðu farið að til-
hafi0farið fyrir ofan garð hjá þorra
íbúa því það var sýnt fyrirvaralaust
á rás eitt á sama tíma og vinsælar
teiknimyndir voru á rás tvö. Þá
hófst sýningin nokkru eftir að tug-
mælum stjórnarinnra og hópast á
götur út til að mótmæla hervæðingu
Bandaríkjanna og annarra ríkja á
Persaflóasvæðinu.
í ávarpinu fordæmdi Bush innrás
íraka í Kúvæt 2. ágúst sl. og sagði
hana andstyggilega. Bandaríkja-
menn bæru engan kala til írösku
þjóðarinnar öllu heldur ættu þeir í
útistöðum við Saddam forseta sem
hefði hrundið þjóð sinni fram á
barm styijaldar. „Hafið það hugfast
að írak getuc.með engu móti unnið
þessa deilu. Á endanum verður
íraski innrásarherinn að hverfa frá
Kúvæt,“ sagði Bush.
Aquino vill að bandarísk-
um herstöðvum verði lokað
Manilu. Reuter.
CORAZON Aquino, forseti
Filippseyja, hvatti til þess í gær
að hafnar yrðu viðræður um lok-
un bandarískra herstöðva á
Filippseyjum og að samskipti
ríkjanna yrðu tekin til endur-
skoðuinar í ljósi þess að kalda
stríðinu væri nú lokið.
Á Filippseyjum er að finna
stærstu herstöðvar Bandaríkja-
manna utana sjálfra Banda-
ríkjanna. Tæplega 80.000 Filipps-
eyingar starfa í herstöðvunum og
er talið að beinar tekjur eyja-
skeggja af þeim nemi um einum
milljarði Bandaríkjadala (um 56
milljörðum ísl. ) á ári hveiju.
Aquino forseti sagði að tímabært
væri að hefla viðræður um brott-
flutning herliðs Bandaríkjanna frá
eyjunum. Hún lét þess ekki getið á
hve löngum tíma hún teldi eðilegt
að liðsaflinn yrði kallaður heim.
Bandarískir embættismenn hafa
sagt að til greina komi að loka
herstöðvunum á tíu árum en tals-
menn stjómvalda á Fillipseyjum
hafa sagt að það ætti að verða
unnt á þremur til fimm árum.
í dag, þriðjudag, hefjast í Man-
ilu, höfuðborg Filippseyja, viðræður
fulltrúa Bandaríkjastjórnar og
stjómvalda um framtíð herstöðv-
anna en núgildandi samningur
rennur út í september á næsta ári.
Götubardagar bmtust í höfuðborg-
inni í gær er vopnuðum sveitum
herstöðvaandstæðinga lenti saman
við lögreglu nærri sendiráði Banda-
ríkjanna. Tíu slösuðust og um 20
manns vom handteknir.
Moskva:
Reuter
Mikill mannljöldi gekk fylktu liði um miðborg Moskvu á sunnudag
og krafðist afsagnar ríkisstjórnar Nikolajs Ryzhkovs forsætisráð-
herra.
Tugþúsundir krefjast af-
sagnar Nikolajs Ryzhkovs
iveuier
Lögreglumenn berja á námsmanni er þátt tók í mótmælum í Manilu
í gær gegn veru herliðs Bandaríkjanna á Filippseyjum.
Moskvu. The Daily Telegraph.
UM ÞAD bil 30.000 manns gengu
fylktu liði um miðborg Moskvu á
sunnudag og kröfðust afsafnar
Nikolajs Ryzhkovs forsætisráð-
herra og ríkisstjórnar hans. Efnt
var til mótmælanna til að þrýsta
á Æðsta ráðið að það samþykki
róttækar áætlanir um markaðs-
búskap í Sovétríkjunum en hafni
hægfara áætlun Ryzhkovs þar-
aðlútandi.
Mannfjöldinn gekk frá Gorkí-
garði til Manezh-torgs við múra.
Kremlar. Þar fordæmdi hver ræðu-
maðurinn á fætur öðrum ríkis-
stjórnina og verk hennar. Mikið bar
á fánum keisarasinna sem nú hafa
skotið upp kollinum í Sovétríkjunum
að nýju. Gavríl Popov, forseti borg-
arráðs Moskvu, sagði að þolinmæði
almennings væri þrotin. „Ríkis-
stjórnin hefur fengið mörg tæki-
færi til að bæta ráð sitt en hún
hefur ekki fært okkur annað en
tómar búðarhillur," sagði Popov.
Hann sagði að skilaboðin til Ryzhk-
ovs væru skýr og mannfjöldinn tók
undir og hrópaði: „Afsögn, afsögn!“
Styrrinn stendur nú um hvort
Æðsta ráðið fylgi tillögum Ryz-
hkovs um hægfara þróun í átt til
markaðskerfis eða fari að ráðum
hagfræðingssins Staníslavs Shat-
alíns sem vill mun skjótari um-
skipti. Popov sagði að í raun ætti
þingið engra kosta völ; tillaga Shat-
alíns væri eina raunhæfa leiðin og
yrði hún fyrir valinu þá væri Ryz-
hkov knúinn til að segja af sér.