Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 51
I 1 I I I í í I I I I I- I I I I MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 51 Stjórn og starfsfólk Sparisjóðs Norðfjarðar. Morgunbiaðið/Ágúst Biöndai Neskaupstaður: Haldið upp á 70 ára afmæli Sparísjóðsins Ncskaupstað. LAUGARDAGINN, 1. september sl. var haldin sérstakur hátíðar- fundur Sparisjóðs Norðíjarðar í tilefni af 70 ára starfsafmæli sjóðs- ins við það tækifæri afhenti Reynir Zoéga formaður stjórnar spari- sjóðsins, Björgunarsveit og kvennadeild SVFÍ á Norðfirði, form- lega hálfrar milljóna króna peningagjöf til húsbyggingar fyrir starfsemi þeirra. Einnig var samþykkt að gefa út á bók sögu Sparisjóðsins, sem koma mun út á næsta ári og munu Smári Geirs- son annast ritun hennar. Sparisjóður Norðfjarðar var formlega stofnaður 2. maí 1920 en hóf starfsemi 1. september sama ár. Það var Málfundafélagið Austri á Norðfirði sem hafði undir- búið stofnun sjóðsins, en undirbún- ingurinn hófst snemma árs 1919. Aður en Sparisjóður Norðfjarð- ar kom til höfðu Norðfirðingar orðið að leita til Seyðisfjarðar og Eskifjarðar ef þeir þurftu á þjón- ustu peningastofnunar að halda. Þótti slíkt óviðunandi og því kvikn- aði áhugi fyrir stofnun sparisjóðs í Nesþorpi. Alls gengust 18 einstaklingar í ábyrgð fyrir sjóðinn í upphafi og kusu þeir stjórn úr sínum hópi. I fyrstu stjórn áttu sæti eftirtaldir ábyrgðarmenn: Páll Guttormsson Þormar, formaður, Ingvar Pálma- son, bókari og Sigdór V. Brekkan, gjaldkeri. Fyrstu árin annaðist stjórnin alla starfsemi á vegum sjóðsins en á árinu 1926 var ráðinn sér- stakur forstöðumaður fyrir hann. Fyrsti sparisjóðsstjórinn var Tóm- as Zoéga og gengdi hann því starfi í tæplega 30 ár, 1925-1955. Jón Lundi Baldursson tók við af Tómasi og stýrði sjóðnum í um 20 ár, 1955-1976 en i kjölfar hans komu Sigfús Guðrnundsson, 1976-1979 og Ragnar Á. Sigurðs- son 1979-1988. Núverandi spari- sjóðsstjóri Sveinn Árnason, hefur gegnt starfinu frá árinu 1988. Hagur sparisjóðsins hefur alla tíð farið mjög eftir efnahags- og atvinnuástandi í Neskaupstað. Al- mennt séð hefur þróun sjóðsins verið jákvæð og hann eflst jafnt og þétt, en vissulega hafa erfið- leikaskeið eins og kreppa fjórða áratugarins og árin eftir síldar- ævintýrið sett sitt mark á starf- semina og afkomuna.' Núverandi stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar skipa eftirtaldir: Reynir Zoéga, formaður, Friðrik Vilhjálmsson, Jóhann K. Sigurðs- son, Björn Björnsson og Ágúst Ánnann Þorláksson. Alls starfa 11 manns hjá spari- sjóðnum í um 9 stöðugildum. Norðfirðingar geta verið stoltir af Sparisjóði sínum, því segja má að hann sé eina peningastofnunin á Austurlandi sem alfárið lýtur stjórn heimamanna. - Ágúst. HBRmARÍMFIMÍ KVFNNA OG KARIA Haustnámskeió hefjast mánudaginn 24. september nk. Excelnámskeið • Macintosh Excel er öflugasti töflureiknirinn fyrir Macintosh og PC! Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 - fjögur ár í forystu © <%> <%> % . Vinningstölur laugardaginn 15. sept. 1990 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 ! 0 2.058.587 2.4Í1® 4. 89.431 3. 4 af 5 97 6.361 4. 3af 5 3.430- 419 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.470.498 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 BLOMBERG Oll heimmstækm i samræmdu utliti Mjúk lína fyrír nútíma heimili Einar Farestvett&Co.nff. BORGARTÚm 28, SÍMI622901. L*M 4 stoppar vM dymar Vertu velkomin tilokkar. Vió munum veita þér faglega ráógjöf. Eóa hringdu eftir glæsilegum 60 síóna litmyndabæklingi á íslensku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.