Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 Insignia Herrapeysur kr. 2.958,- Stutt greining á veikindum Stöðvar 2 PETIT í veibitúrinn ert annað en látlaust bruðl með pen- inga grandalausra áskrifenda. Lítum aðeins á forgangsröðina: 1. Forysta Stöðvar 2 úthlutaði sjálfri sér nánast ómældu fé í formi launa og risnu. 2. Nýir glæsivagnar voru keyptir undir menn í helztu ábyrgðarstöðum þegar á fyrstu starfsdögum fyrir- tækisins. 3. Reyndir starfsmenn voru keypt- ir frá öðrum fjölmiðlum með stór- felldum yfirboðum umfram alla launataxta og eru þau enn stunduð þrátt fyrir hina nýju aðhaldsstefnu, sem boðuð hefur verið hjá fyrirtæk- inu. 4. Stöð 2 hóf verðstríð við Sjón- varpið til að komast yfir eftirsóknar- vert erlent myndefni. Það dugði ekki að bjóða sama verð og Sjónvarpið gerði. Starfsmaður Stöðvar 2 hefur lýst því í blaðaviðtali að hagur ís- lendinga hafi stórskaðazt á erlend- um sjónvarpsmörkuðum að updan- förnu. Þessi sami starfsmaður er nýkominn frá því að stunda yfirboð á'sömu mörkuðum til að skáka bæði Stöð 2 og Sjónvarpinu. Það var gert í nafni Sýnar hf. Nú situr Stöð 2 í súpunni með Sýn hf., starfsmanninn og yfirboð hans. 5. Stjórnendum Stöðvar 2 var svo mikið í mun að sýna sig og sanna í gerð innlendra þátta að ráðizt var 1 hvert verkefnið af öðru, meira af kappi en forsjá. Nýir þættir voru auglýstir með látum en hurfu jafn- skyndilega og hljóðlaust af skjánum aftur, áskrifendum til mikillar furðu. Af þessu hlutust stórfelld fjárútlát sem engu skiluðu til baka. 6. Ein alvarlegustu mistökin voru gerð á auglýsingamarkaðnum. Stöð 2 kom sér upp tækniaðstöðu til að undirbúa auglýsingagerð annarra framleiðenda. Það átti að gleypa þann bita í heilu lagi, sem ekki tókst. Auglýsingagjaldskrá var mjög svo sveigjanleg og hægt að semja um nánast hvað sem var. Auglýs- ingamínútur voru notaðar í vöru- skiptum. Svo langt gekk þessi vit- leysa, að dagskrárgerðarmenn fengu borgað með auglýsingatíma. Menn hlupu hver um annan þveran út um hvippinn og hvappinn að koma þess- um mínútum sínum í verð. Má nærri geta hvaða verðlagspólitík hefur gilt í þeim viðskiptum. Ég fullyrði að ekkert af hinum grónustu og stöndugustu fyrirtækj- um á íslandi myndi nokkurn tímann leyfa sér þá óhófseyðslu og sællífis- stefnu, sem varð aðalsmerki og leið- arljós forystusveitar Stöðvar 2 frá byijun og áður en fyrirtækið hafði slitið barnsskónum eða hefði nokkra burði til að berast á með þeim hætti sem gert var. Meðhöndluð með silkihönzkum Fá dæmi eru um að fyrirtæki á íslandi hafi notið jafnmikillar og al- mennrar velvildar og Stöð 2, þegar hún hóf göngu sína. Blöð og bankar báru hana á örm- um sér. Almenningur fagnaði auknu vali. Upplýsingum um ótrúlega vel- gengni hins nýstofnaða fyrirtækis var reglulega komið á framfæri. Það er athyglisverður kafli í íslenzkri blaðamennsku, þegar horft er um öxl. Um síðustu áramót las ég blaða- grein eftir fyrrverandi markaðs- stjóra Stöðvar 2, þar sem fullyrt var, að auglýsingatekjur stöðvarinn- ar hefðu numið 350 milljónum króna á síðasta ári. Áskrifendur voru sagð- ir 47.000 í fyrra og meðalverð áskriftar var 1.803 kr. á mánuði. Heildarárstekjur Stöðvar 2 hefðu því átt að nema rúmlega 1,3 milljörðum 1989 samkvæmt heimildum frá fyr- irtækinu sjálfu. Sjónvarpið með sína 70.000 notendur hafði 1 milljarð í tekjur árið 1989, þar af 280 milljón- ir af auglýsingum. Svo kveinka þessir menn sér und- an litlu ráðstöfunarfé og aðstöðu- mun í samkeppni við „ríkisrisann"! Óvandaður málflutningur Við áramótahvellinn í Verzlunar- BÚSÁHÖLD - GJAFAVÖRUR - LEIKFÖNG OFL. PANTIÐ JÓLAVÖRURNAR NÚNA Verð miðað við gengi 23.8.1990 PÖNTUNARSÍMI52866. eftir Míirkús Örn Antonsson Undanfarið hafa mér borizt sér- stakar kveðjur frá nokkrum for- ráðamönnum Stöðvar 2, gömlum og nýjum, í blaðagreinum um sam- keppni ljósvakamiðlanna. Skítkast Stöðvarmanna að Ríkisútvarpinu ætti ef til vill að virða þeim til vorkunnar. Það er að sínu leyti vottur um yfirklór manna í miklum vanda, sem vilja fyrir alla muni beina athyglinni frá eigin óför- um með ófrægingarskrifum og upp- lognum sökum um helzta keppinaut- inn. Þeir, sem lengst hafa gengið í þeirri iðju eru reyndar fulltrúar for- tíðarinnar á Stöð 2, menn sem óvefengjanlega bera höfuðábyrgð á alkunnu klúðri í rekstri fyrirtækisins síðustu árin. Dapurlegt er til þess að vita, að gamlir forvígismenn í nýjum hlutverkum skuli ekki geta brotizt út úr skugga hins liðna og leitt fyrirtækið til nýrrar sóknar. Hin gamalgróna ímynd er þeim greinilega fjötur um fót. Sjúkdómar Stöðvar 2 Ég leiði hjá mér að skattyrðast við þessa kunningja hvern og einn persónulega. Því eru hins vegar.tak- mörk sett hvað mönnum verður lengi liðið að spinna áfram þann blekking- arvef, sem frá upphafi hefur umvaf- ið Stöð 2 og næsta umhverfi hennar. Hinir nýju eigendur Stöðvar 2 komu hreint fram og lögðu spilin á borðið í augsýn fjölmiðla og almenn- ings á sérstökum blaðamannafundi hinn 10. júlí sl. Þá var upplýst að skuldir Stöðvar 2 hefðu um áramót numið tæpum 1.500 milljónum og tapið tyerið 155 milljónir á árinu. Mun lakari staða en þeim hefði ver- ið talin trú um, þegar björgunar- starfið var hafið. Athygli vakti hvaða áherzlu þeir lögðu á uppgjör við þijá fyrri aðaleigendur fyrirtækisins vegna skuldar þeirra upp á litlar 24 milljónir. Ekki var dregin nein Ijöður yfir að þarna væri um að ræða fé til einkaþarfa þeirra þremenninga, sem ekki hefði verið með neinu móti hægt að réttlæta í bókhaldi fyrirtækisins. Þessar upplýsingar sögðu meira og vörpuðu skýrara ljósi opinberlega á sjúkdóma Stöðvar 2 en flest annað, sem fram hefur kom- ið í umijöllun íjölmiðla. Forgangsröðin Stöð 2 lifði óheilbrigðu lífí. Vægt til orða tekið. Þar var stunduð fjár- málastefna sem í bezta falli gæti kallazt fyrirhyggjuleysi en var ekk- bankanum kom annað á daginn eins og alþjóð veit. Þá fékkst lokastað- festing þess, að forráðamenn Stöðv- ar 2 höfðu hagrætt sannleikanum um sín mál frá byijun, frammi fyrir bankaráði, blaðamönnum og al- menningi. Þeir framhaldsþættir, sem efnt er til þessar vikurnar með stöðugum árásum á Ríkisútvarpið, eru að sjálf- sögðu sama marki brenndir. Þar rekur hver rökleysan og rang- færslan aðra. Hér verða nefnd nokk- ur dæmi: 1. Það er uppspuni frá rótum, að Ríkisútvarpið virði ekki forsendur Ijárlaga og sé undir einhveiju sér- stöku eftirliti ljárveitingavaldsins. Rekstur Ríkisútvarpsins er fullkom- lega í samræmi við heimildir í íjár- lögum 1990. Varðandi niðurstöður í ijárlagadæmi Ríkisútvarpsins vísast til blaðsíðu 191 í prentuðum fjárlögum ríkisins, ef menn vilja sjá það svart á hvítu. 2. Það er alrangt, að Ríkisútvarp- ið keppi við undirboð Stöðvar 2 á auglýsingamarkaðnum með enn frekari undirboðum. Auglýsingatekj- ur Sjónvarpsins hafa farið vaxandi á árinu og voru orðnar rúmlega 160 milljónir í ágúst. Gjaldskrár hafa hækkað reglulega. Eins og sjónvarp- snotendur sjá bezt sjálfir flæða ekki undirboðsauglýsingar út yfír dag- skrá Sjónvarpsins. 3. Það er tilhæfulaust með öllu, að Ríkisútvarpið safni auknum skuldum á launareikningi sínum hjá ríkissjóði. Þær 318 milljónir króna, sem orðið hafa að umtalsefni í þessu sambandi er skuld, sem stendur óbreytt frá árinu 1988 og hafði safnazt upp af þeirri ástæðu, að Ríkisútvarpið var fyrirvaralaust svipt lögbundnum tekjum og fékk ekki að hækka afnotagjöld sín eins og fjárlög sögðu til um. Margoft hefur verið rætt um að gera þetta dæmi upp á þremur árum með því að Tryggingastofnun ríkisins greiði afnotagjöld fyrir bótaþega sína í stað þess að Ríkisútvarpið sé látið fella þau niður og þola af því tekjumissi upp á 100 milljónir króna árlega. Það þykir kannski einhveijum for.- vitnilegt, að Ríkisútvarpið hugðist taka 60 milljón króna lán hjá við- • • Herrasnyrtivörur 4 stk. kr. 814,- Barnapeysur kr. 886,- Dömubolir kr. 2.218,- 2 kg. Cadbury’s Roses Jólatréslampi konfekt kr. 1.898,- kr. 1.478,- „Því verður tæplega trúað, að málsmetandi forystumenn í verzlun og viðskiptum, þar á meðal hinir nýju eig- endur Stöðvar 2, ætli að festa sig í vonlausri varnarstöðu fyrir þessa taumlausu ævintýra- mennsku, sem dæmd var til að enda með skipbroti.“ Markús Örn Antonsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.