Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 23 Irakar opna landamæri Kúvæt: Þúsundir Kúvæta flýðu y fir til Saudi-Arabíu Reuter Kúvæsk börn á harðahlaupum við landamæri Saudi-Arabíu. Um 6.000 kúvæskar fjölskyldur flýðu til Saudi-Arabíu um helgina er írösku innrásarherirnir í Kúvæt opnuðu landamæri ríkjanna. Nikósíu. Reuter. IRAKAR opnuðu landamærin milli Kúvæt og Saudi-Arabíu um helgina og notuðu þúsundir Kú- væta tækifærið og flýðu eyði- legginguna í heimalandi sínu. „Þeir ætla sér greinilega að rýma borgina af Kúvætum og fiytja íraka þangað í staðinn. Það virðist vera ætlun þeirra að má ríkið af landa- kortinu og eyðileggja minninguna um það,“ sagði kúvæskur kaup- sýslumaður að nafni Ahmed er flýði til Saudi-Arabíu um helgina. Hermt er að íraskir hermenn hafi hirt vegabréf af Kúvætum er þeir hleyptu þeim yfír landamærin. Kúvætarnir sem komust til Saudi-Arabíu um helgina sögðu að matvæli væru nánast gengin til þurrðar í Kúvætborg. Dvölin þar hefði verið orðin svo óbærileg að þeir hefðu ekki átt annarra kosta völ en yfirgefa heimili sín og flýja. írösku innrásarherirnir gengju um og skytu á fólk. Þeir hefðu breytt skólum borgarinnar í fangelsi og söfnuðu þar fólki saman. Hefðu þeir hengt upp áskoranir og heitið fólki verðlaunum fyrir að vísa sér á vestræna menn sem kynnu að fara huldu höfði í borginni. Loks stunduðu innrásarsveitirnar kerfis- bundin rán og virtist tilgangurinn að svipta borgina, stofnanir hennar og fyrirtæki, öllum tækjabúnaði. Tveir flóttamenn sögðu sögur af verslunarstjóra stórmarkaðar sem var dreginn fyrir aftökusveit á al- mannafæri og skotinn er hann neit- aði að hengja upp myndir af Sadd- IRA rænir lögreglu- manni og myrðir hann St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímanns- syni, fréttaritara Morgunblaðsins. IRA stöðvaði bíl rétt norðan við landamæri Irlands og Norður- Írlands á laugardagskvöld, tók þrjá farþega til fanga, en sleppti tveimur þeirra síðar um kvöldið. í gærmorgun tilkynnti IRA, að lögreglumaðurinn, sem þeir héldu, hefði verið myrtur. Louis Robinson hafði verið á leið heim til sín úr veiðiferð á írlandi ásamt fimm félögum sínum. Hann var lögreglumaður í Ulster-lögregl- unni, en hafði sætt læknismeðferð í þrjú ár vegna þunglyndis og ekki unnið reglulega. IRA stöðvaði bílinn, sem Robin- son ferðaðist í með félögum sínum, rétt norðan við landamæri írlands og Norður-írlands. Hryðjuverka- mennirnir vissu, að Robinson var í bílnum og kröfðust þess, að hann kæmi út. Þeir tóku tvo aðra, en slepptu þeim fljótlega, eftir að hafa misþyrmt þeim. Eiginkona Robinson bað IRA, að láta mann sinn lausan, í ijölmiðlum á sunnudag. Á mánudagsmorgun tilkynnti IRA, að Robinson hefði verið myrtur. Síðar þann dag fannst lík, sem talið var lík Robinsons. am íraksforseta í versluninni. „Her- mennirnir tryllast er þeir verða var- ir þjóðrækni Kúvæta. Þeir þola t.d. hvorki að sjá fánann né minnstu hollustu við Emírinn,“ sagði opinber starfsmaður sem flýði með fjöl- skyldu sína til Saudi-Arabíu. Láta mun nærri að um 6.000 kúvæskar fjölskyldur hafi flúið þangað um helgina. ÓL 1996: Kosið milli sex borga í Tókýó Tókýó. Reuter. TILKYNNT verður I dag hvaða borg verður falin framkvæmd Ólympíuleik- anna sumarið 1996 en það ár verður öld liðin frá því fyrstu leikarnir í nútima sið fóru fram. Sex borgir hafa bitist um leikana og varið af því tilefni jafnvirði milljarða ÍSK í margs konar kynningarstarf. Eru það Atlanta í Bandaríkjunum, Aþena í Grikklandi, Belgrað í Júgóslavíu, Manchester á Eng- landi, Melbourne í Ástralíu og Toronto í Kanada. Fyrstu nútímaleikarnir voru haldnir í Aþenu 1896 og hefur mörgum þótt eðlilegt að 100 ára afmælis leikanna yrði minnst þar í borg. Margt þykir þó mæla gegn umsókn Aþenu og segja menn, sem málum eru kunnugir, að líkur á því að Atlanta verði fengnir leikarnir hafi aukist. Enginn hefur viljað afskrifa Melbourne og Toronto en fáir spá því að þeir fari fram í Manchester og enginn veðjar á Belgrað. Atkvæðagreiðsla hefst í Al- þjóðaólympíunefndinni (IOC) í Tókýó klukkan 9,45 að íslensk- um tíma í dag og verður kosn- ing endurtekin þar til ein borg hlýtur hreinan meirihluta, 44 atkvæði eða fleiri. Fækkar borgum um eina í hverri um- ferð. Klukkan 11,47 er ráðgert að Juan Antonio Samaranch, forseti IOC, opni innsiglað um- slag með niðurstöðum kosning-" anna og tilkynni hvar leikarnir fari fram árið 1996. Leitið til okkar: SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 MANEX HÁRVÖKVINN Jóhannes S. Jóhannesson: „Ég hafði í gegnum árin reynt allt til að losna við flösuna en ekkert dugði. Ég hélt ég yrði bara að saetta mig við þetta. En nú veit ég betur. Vökvinn virkilega virkar". Elín Sigurbergsdóttir: : „MANEX hárvökvinn hefur I j virkað með ólíkindum vel fyrir | j mig. Ég var því sem næst að 1 k missa allt hárið. Það datt af i | flygsum og ég var komin með | l'í hárkollu. Fljótlega eftir að ég | | byrjaði að nota MANEX hætti j hárlosið og í dag er ég taus I j við hárkolluna og komin með ( jí mikið og fallegt hár. Læknirinn | ['. minn og kunningjar minir eru | [ hreint undrandi á þessum ár- | | angri". ■ I Sigríður Adólfsdóttir: j „Fyrir 15 árum varð ég fyrir | ; því óhappi í Bandaríkjunum að [ j lenda i gassprengingu og p ; missti við það augabrúnirnar, | ■ sem uxu aldrei aftur. Ég fór | ! að nota MANEX vökvann fyrir | 4 mánuðum og í dag er ég I j komin með fullkomnar auga- | brúnir. Hárgreiðslumeistarínn 1: j minn, Þórunn Jóhannesdóttir i Keflavík, segir þetta vera i hreint kraftaverk". Jóna Björk Grétarsdóttir: | Ég missti megnið af hárinu 1 1987 vegna veikinda. Árið 1 1989 byrjaði hárið fyrst að | I vaxa aftur, en það var mjög 1 j lélegt, svo þurrt og dautt og 1 s vildi detta af. Síðan kynntist | ég MANEX. Eftir 3ja mánaða | 1 notkun á MANEX próteininu, 1 Ivítamíninu og sjampóinu er hár 1 mitt orðið gott og enn i dag I finn ég nýtt hár vera að vaxa “. Fæst í flestum apótekum, hárgreiðslu- og rakarastofum um lantí allt. Dreifing: anfóraia S. 680630. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.