Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 Félag hjartasjúklinga stofnað Morgunblaðið/Rúnar Þór Stofnfundur Félags hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu var haldinn á sunnudag, en félagið er deild inn- an landsamtaka hjartasjúklinga. Um 40 manns komu á fundinn. Gísli J. Eyland var kjörin formaður, en aðrir í stjórn eru Gísli J. Júlíusson, Barði B.enidiktsson, Geirlaug Sigfúsdóttir og Þorsteinn Svanlaugsson. Stefnt er að því að stofna til félagsskapar af þessu tagi í öllum kjördæmum landsins fyrir áramót, að sögn Gísla. Hann sagði að markmiðið væri að m.a. að efna til útivistarferða fyrir hjartasjúklinga og einnig yrði opn- uð þjálfunarstöð á Akureyri fyrir sjúklinga. Búið er að panta tæki á stöðina, en hún verður að öllum líkindum á Bjargi. Héraðsráð um staðsetningu álvers: Osmekklegur mál- flutningur o g vill- andi íyiár almenning „HERAÐSRÁÐ Eyjafjarðar mótmælir harðlega þeim vinnubrögð- um og málflutningi sem einstakir ráðamenn hafa undanfarið haft í frammi fyrir staðsetningu álvers á Keilisnesi. Þar sem viðræðum Eyfirðinga við Atlantsál og iðnaðarráðuneytið hefur ekki verið slitið telur Héraðsráð slíkan málflutning afar ósmekklegan og villandi fyrir almenning.“ Þannig hljóðar yfirlýsing sem samþykkt var á fundi Héraðsráðs Eyjafjarðar sem haldinn var í gær. í yfirlýsingu ráðsins segir einn- ig: „Héraðsráð Eyjafjarðar mót- mælir hugmyndum um ölmusu- gjafir til einstakra byggðalaga utan suðvesturlands verði álver reist á Keilisnesi. Þess í stað skor- ar Héraðsnefnd á ríkisstjómina að sýna fram á með hvaða hætti hún ætlar að uppfylla ákvæði málefnasamnings síns um eflingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Hér- aðsráð varar við þeim alvarlegu afleiðingum sem staðsetning ál- vers á höfuðborgarsvæðinu muni hafa fyrir atvinnulíf og búsetu á Tveir aðilar sýna kaupum á Hrað- frystihúsi Olafsfjarðar áhuga Kaupfélag Eyfírðinga óskar eftir viðræðum við stjórn um málefni fyrirtækisins TVEIR aðilar hafa sýnt áhuga á kaupum á Hraðfrystihúsi Ólafsfjarð- ar, en um helgina kom fram ósk frá Kaupfélagi Eyfirðinga til form- anns stjórnar HÓ um viðræður um kaup féiagins á eignum Hrað- frystihússins, sem eru frystihús, rækjuvinnslaj loðnubræðsla og tveir þriðju hlutar í togaranum Ólafi-Bekk ÓF-2. Áður hafði Gunnar Þór Magnússon fyrir hönd Stíganda og Sædísar hf. gert tilboð í hluta- bréf HÓ. Boðaður hefur verið hluthafafundur annað kvöld, miðviku- dagskvöld, þar sem fjallað verður um fyrirliggjandi tilboð Gunnars Þórs og greint frá ósk KEA um viðræður um málefni HÓ. hönd Stíganda og Sædísar gerir til- boð í öll hlutabréf HÓ og býður hann 50 milljón króna staðgreiðslu. Fyrir ári sameinuðust frystihúsin tvö í Ólafsfirði, þegar Hráðfrystihús Ólafsfjarðar keypti Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar hf., rækjuvinnslu ásamt eingarhlut fé- lagsins í Ólafi-Bekk. Þær eignir sem hér um ræðir eru því húsnæði beggja frystihúsanna, rækju- vinnsla, loðnuverksmiðja og og tveir þriðju hlutar í skuttogaranum Ólafi Bekk. Á þessum eignum hvíla skuldir upp á um 500 milljónir, þar af um 300 á togaranum. landsbyggðinni." Halldór Jónsson bæjarstjóri á Akureyri og formaður Héraðsráðs Eyjafjarðar sagði að Eyfirðingar hefðu lagt í mikinn kostnað m.a. vegna ýmiskonar rannsókna tengdu hugsanlegu álveri á Dys- nesi. Kostnaður þessi skipti millj- ónum króna og menn hefðu því í kjölfar yfirlýsinga ráðamanna undanfarið um staðsetningu ál- versins á Keilisnesi farið að spyija sig hversu lengi ætti að halda áfram að leggja fram fé vegna þessa máls. Viðræðum við Eyfirð- inga hefði hins vegar enn ekki verið slitið formlega. „Við drögum heiðarleika manna í þessu máli ekki í efa, en yfirlýsingar ráða- manna eru að okkar mati komnar út að þeim mörkum sem menn sætta sig við,“ sagði Halldór. Héraðsráð Eyjafjarðar er lítt hrifið af hugmyndum um t.d. að niðurgreiðsla orkuverðs úti á landsbyggðinni komi í stað þess að álver rísi á Keilisnesi. „Þetta snýst fyrst og fremst um atvinnu, að næg atvinna sé fyrir hendi á þeim stöðum sem menn ætla sér að halda í byggð á landinu. Ef fólk ekki hefur atvinnu, þá flytur það eflaust í burt þangað sem at- vinnan er, sama þó orkuverðið sé niðurgreitt." Tveggja ára drengur á Dalvík hætt kominn eftir fall í tjöm Jón Þórðarson formaður stjómar HÓ sagði að íjallað yrði um tilboð Gunnars Þórs Magnússonar í hluta- / bréf félagsins á hluthafafundi sem haldinn verður annað kvöld og væntanlega yrði einnig greint frá ósk Kaupfélags Eyfirðinga um við- ræður við stjórn um málefni Hrað- frystihúss Ólafsfjarðar. Jón sagðist ekki hafa rætt við kaupfélagsmenn vegna þessa máls, en kvaðst álíta að þeir hlytu að hafa áhuga á að kaupa fyrirtækið fyrst þeir óska eftir viðræðum við stjórnina um málefni þess. Hlutafjársjóður á 49% hlut í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar, bæjar- sjóður Ólafsfjarðar 20% og yfir 100 einstakir hluthafar eiga smærri hlut. Jón Þórðarson situr í stjóm- s. inni fyrir Hlutafjársjóð, en fer ekki með atkvæðisrétt fyrir sjóðinn. Jón Ellert Lárusson situr einnig í stjóm- inni fyrir Hlutafjársjóð. Bjami Kr. Grímsson bæjarstjóri, Gunnar Þór Magnússon og Björn Þór Ólafsson eiga einnig sæti í.stjórn HÓ. Hald- inn verður lokaður bæjarstjómar- fundur á morgun, þriðjudag, þar sem fjallað verður um Hraðfrysti- hús Ólafsfjarðar og fyrirliggjandi tilboð Gunnars Þórs auk áhuga KEA á fyrirtækinu. Bjarni Kr. Grímsson bæjarstjóri og stjómarmaður í HÓ sagði að verið væri að horfa til framtíðar varðandi það að selja fyrirtækið. Útgerðarfélag Ólafsfirðinga sem að tveimur þriðju hlutum er í eigu HÓ og einum þriðja bæjarins rekur tog- arann Ólaf Bekk-OF-2, sem aflað hefur vinnslunni í landi hráefnis. Togarinn hefði um 3.000 tonna þorskígildiskvóta, en við það að sóknarmarkið er lagt af hmndu veiðiheimildir hans niður í um 2.000 tonn. í því væri vandinn fólginn, rekstur togarans væri þungur fyrir og verið væri að leita allra leiða til að halda uppi fullri atvinnu í vinnsl- unni árið um kring. Til þess þyrfti meira en 2.000 tonna kvóta. Gunnar Þór Magnússon fyrir TVEGGJA ára drengur var hætt kominn er hann féll í tjörn skammt frá heimili sínu á Dalvík. Vegfarandi kom auga á drenginn, náði honum úr tjörn- inni og kom honum undir lækn- ishendur. Tókst að blása lífi í barnið sem er nú úr allri hættu. Leiðrétting Rangt var farið með föðurnafn Eyjólfs K. Siguijónssonar, form- anns bankaráðs Landsbankans, í frétt um fund ráðsins á Akureyrars- íðu s.l. laugardag. Er beðist velvirð- ingar á þessu. Tildrög slyssins eru ekki að fullu ljós en drengurinn var einn að leik við nýgerða tjom í Láginni við Karlsrauðatorg. Á einhvem hátt hefur hann fallið í tjömina og ekki getað haft sig upp af eigin rammleik. Svo heppilega vildi til að fólk sem þarna átti leið um sá til bamsins í tæka tíð og tókst að koma því strax undir læknishend- ur en ekki mátti tæpara standa. Lágin er að því talið er gamall árfarvegur í miðju bæjarins, við íbúðagötu er Karlsrauðatorg heit- ir. Undanfarin ár hefur verið unn- ið að því að snyrta þetta svæði og fegra með útplöntun tijáa. Til prýðis var gerð tjöm í Lágina og í sumar var vatn látið renna í hana. Ljóst er að finna þarf leiðir til að koma í veg fyrir slys af þessu tagi við tjömina. Fréttaritari Akureyrarvöllur - Evrópukeppni meislaralida K.A. - C.S.K.A. Sofia mióvikudaginn 19. sept. kl. 17.30. Forsala aógöngumióa i Sporthúsinu þriójudaginn 18. og mióvikudaginn 19. sept. frá kl. 13.00. Fóstrur -fóstrur Nú er gullið tækifæri að breyta til og reyna eitthvað nýtt. Staða hverfisfóstru á Akureyri í Glerárhverfi er laust til umsóknar. Staðan er 100% staða og starfið er mjög fjölbreytt. Hverfisfóstra sér um dagvistir, leik- velli og dagmæður í sínu hverfi. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt, vera skipulagður og hafa áhuga á því að vinna með fólki. Starfið veitist frá 1. desember nk. Allar nánari upplýs- ingar um starfið veitir dagvistarfulltrúi, alla virka daga frá kl. 10-12 í síma 96-24600. Skriflegar umsóknir skulu berast dagvistarfulltrúa fyrir 20. október 1990, á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá starfs- mannastjóra og dagvistarfulltrúa. Dagvistarfulltrúi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.