Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 52
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Morgunblaðið/Rúnar Þór Gránar í fjöll nyrðra Kuldalegt var um að litast fyrir norðan í gær þegar ljósmyndari Morgunblaðsins á Akureyri tók þessa mynd. Víða gránaði í fjöll og hálku gerði á fjallvegum. Skorar Vegagerðin á ökumenn að sýna fyllstu aðgæslu. Tap Álafoss hf. um 747 milljónir á síðasta ári: Um 2000 milljóna tap á tveimur og hálfu ári Eiginijárstaðan neikvæð um 266 milljónir í árslok HEILDARTAP Álafoss hf. varð um 747 milljónir á síðastliðnu ári að því er fram kom á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var i gær. Tap Álafoss hf. frá því fyrirtækið tók til starfa í ársbyrjun 1988 við sameiningu gamla Álafoss og iðnaðardeildar Sambandsins, nemur nú um tveimur milljörðum á núgildandi verðlagi. Á árinu 1988 nam tapið um 724 milljónum og fyrstu sex mánuði þessa árs varð um 165 milljón króna tap. Afkoman á fyrri helmingi þessa árs er mun betri í ár en á sama tíma í fyrra þegar 391 milljón króna tap varð hjá fyrirtækinu. Eiginljárstaðan var í árslok neikvæð um ^67 milljónir króna en var jákvæð um 204 milljónir árið áður. Afskriftir, niðurfærsla vöru- birgða og viðskiptakrafna ásamt tapi af sölu fastafjármuna námu alls rúmum 314 milljónum króna á síðastliðnu ári. Þá námu vaxtagjöld, verðbætur og gengismunur 563 Hraðbanka- kerfin tvö '‘sameinuð Sjálfsafgreiðslukerfi banka og sparisjóða, hraðbankar og tölvu- bankar, hafa nú verið samtengd undir heitinu hraðbankar. Alls er um að ræða 25 afgreiðslu- tæki á 26 stöðum víðsvegar á höfð- uðborgarsvæðinu, í Keflavík og á Akureyri. milljónum króna, en reiknaðar tekj- ur vegna verðiagsbreytinga námu 417 milljónum. I lok síðastliðins árs var ráðist í fjárhagslega endurskipulagningu hjá Álafossi þegar ljóst varð hvert stefndi í rekstrinum. Miðaði hún að því að minnka skuldir félagsins með sölu eigna og töku nýrra lang- tímalána. Álafoss hefur allt frá stofnun átt miklar eignir umfram þarfir rekstrar sem ekki hefur tek- ist að selja. Jafnframt hafa verið gerðar miklar breytingar á rekstri, bæði í stjórnun og verksiniðjum fyrirtækisins. Að sögn Ólafs Ólafs- sonar, forstjóra Álafoss, verður fjárhagslegri endurskipulagningu lokið á næstu mánuðum með yfir- töku lánardrottna á fasteignum fyr- irtækisins að andvirði 500 milljónir króna. Ríkið hefur þegar aukið við víkjandi lán fyrirtækisins um 60 milljónir og Hlutafjársjóður hefur lagt 100 milljónir í fyrirtækið. Þá hefur Atvinnutryggingasjóður lán- að Alafossi 200 milljónir. Ólafur segir að fyrstu sex mán- uðina sé um að ræða óveruleg frá- vik frá þeirrj rekstraráætlun sem unnið hafi verið eftir. Frávikið sem fyrirtækið standi frammi fyrir sé að dollarinn hafi fallið úr 62 krónum niður í 57 krónur. Þannig valdi lækkun bandaríkjadals á gjaldeyris- mörkuðum um 35 _ milljón króna lægri framlegð hjá Álafossi en gert hafi verið ráð fyrir í áætlunum fé- lagsins. Sala Álafoss til sovésku inn- kaupastofnunarinnar verður ein- ungis 2,3 milljónir dollara á þessu ári en viðskiptabókun landanna hljóðar upp á 4,5-6 milljónir. Sala til annarra fyrirtækja í Sovétríkun- um nemur hins vegar 4,6 milljónum dollara. Nokkur dráttur hefur orðið á greiðslum frá innkaupastofnun- inni og nema útistandandi skuldir Álafoss í Sovétríkunum á annað hundrað milljónum króna. Ekki er þó talin ástæða til að óttast greiðslufall þó um greiðsludrátt sé að ræða. Heildareignir Álafoss voru um síðustu áramót bókfærðar á 2.136 milljónir og heildarskuldir námu 2.403 milljónum. Dýrari olía er á leiðinni NYIR farmar af olíu og bensíni eru nú á leið til landsins. Ljóst er að þeir eru keyptir dýrara verði en það eldsneyti sem fyrir er í landinu og má því vænta verð- hækkunar um næstu mánaðamót, en ekki er enn ljóst á hvaða verði farmarnir eru keyptir. Samkvæmt upplýsingum frá olíu- félögunum eru á leiðinni tii landsins farmar af bensíni og olíum sem lagt var af stað með um helgina. Seljend- ur hafa nokkurra daga svigrúm til að skrá verð farmanna, þannig að það iiggur ekki fyrir fyrr en líða tekur á vikuna. Þó er ljóst að umtalsverðar hækk- anir verða á eldsneytisverði hér á landi. Verulega er gengið á þær birgðir sem til eru í landinu og voru keyptar áður en heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði í kjölfar innrásar Iraka í Kúvæt. Núverandi heims- markaðsverð á bensíni er 55-60% hærra en þegar síðustu innkaup voru gerð hingað, gasolíuverð hefur hækkað um tæp 20% síðan síðasti farmur kom og um 45-50% síðan sá næsti þar á undan kom. Þar sem skattar vega þungt í bensínverði er ekki ljóst hve þungt verðhækkun á heimsmarkaði vegur í útsöluverði hér fyrr en ákvörðun liggur fyrir um hvort skattheimtan verður óbreytt í krónutölu eða hvernig hún kann að breytast. Eldsneytisverð er ákveðið um mánaðamót, þannig að verðhækkan- ir koma ekki til framkvæmda fyrr en fyrsta næsta mánaðar. Steingrím- ur heimsæk- ir Alumax Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, mun síðar í þessari viku heimsækja höfuð- stöðvar Alumax-álfyrirtækisins í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum, í boði Pauls Dracks forsljóra. Steingrímur tekur þátt í sérsakri barnaráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, sem hefst í næstu viku í New York. Hann fer til Bandaríkjanna á miðvikudaginn og mun væntanlega heimsækja Alumax á fimmtudag eða föstudag. Alumax er eitt þriggja fyrirtækja Atlantsálshópsins, sem fyrirhugar að reisa álver hér á landi á næstu árum. Drengur fyrir bíl við biðstöð SVR: 5 börn fyrir bíl í september ÁTTA ÁRA drengur varð fyrir bíl á Hringbraut við hús númer 48 laust eftir hádegi á laugardag. Drengurinn fór þar út úr stræt- isvagni á biðstöð og fór fram fyrir hann út á götuna í veg fyrir fólksbíl á leið í vestur eftir vinstri akrein. Drengurinn var fluttur á Allan september í fyrra urðu tvö börn fyrir bíl. Telpa sem varð fyrir bíl með líkum hætti við biðstöð SVR á Suðurgötu í síðustu viku liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsi. var sjúkrahús. Hann var að sögn lög- reglu óbrotinn en gekkst undir rannsókn á höfði. Þetta er fimmta barnið sem orðið hefur fyrir bíi það sem af er septembermánuði. Gangandi vegfarandi, þýskur ferðamaður, fótbrotnaði á föstu- dag þegar bfll, sem rekist hafði á annan á mótum Suðurgötu og Vonarstrætis, kastaðist upp á gangstétt og klemmdi manninn upp við grjóthleðslu við hús núm- er 8. Annar ökumannanna tveggja var einnig fluttur á slysadeild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.