Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 Vestfjarðakjördæmi: Sjálfstæðismenn með prófkjör 27. október KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðisflokksins á Vestíjörðum hefur ákveðið að efnt verði til prófkjörs 27. október til að velja fram- bjóðendur á lista flokksins fyrir alþingiskosningarnar næsta vor. Ljóst er að annar þingmanna flokksins í kjördæminu, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, mun taka þátt í prófkjörinu, auk fyrsta vara- þingmannsins, Einars K. Guðfinnssonar, en ekki liggur fyrir hvort hinn þingmaðurinn, Matthías Bjarnason, verður í framboði. Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisfiokksins í Vestfjarða- kjördæmi var haldinn síðastliðinn laugardag. Þar var samþykkt ein- róma að halda prófkjör 27. októ- ber nk. til að velja frambjóðendur 100 milljón- ir seldust í húsbréfum GUNNAR Helgi Hálfdanarson, forstjóri Landsbréfa hf., segir að lífeyrissjóðirnir hafí brugðist mjög vel við nýjum kjörum sem boðin eru á húsbréfum og hafi þau selst fyrir 100 milljónir króna í gær, fyrsta daginn sem tilboðið var í gildi. „Miðað við þessar undirtektir erum við að vona að það sé kominn skriður á sölu húsbréfanna. Þetta eru góð viðbrögð, þó of snemmt sé að dæma,“ sagði Gunnar Helgi enn- fremur. á lista flokksins í kjördæminu fyr- ir alþingiskosningarnar næsta vor. Kosningarétt í prófkjörinu eiga flokksbundnir sjálfstæðismenn á Vestfjörðum og auk þess þeir kjós- endur í kjördæminu, sem undirrita stuðningsyfirlýsingu við flokkinn. Á fundinum lýstu þeir Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingismað- ur, og Einar K. Guðfinnsson, fyrsti varaþingmaður flokksins í kjör- dæminu, því yfir, að þeir hygðust gefa kost á sér i prófkjörinu. Matt- hías Bjarnason, alþingismaður, rifjaði upp að hann hefði áður lýst því yfir að hann myndi ekki fara aftur í framboð til Alþingis. Hins vegar hefði sér borist fjöldi áskor- ana um að sitja áfram og hann hefði ekki enn gert upp hug sinn í þessu efni. Á aðalfundinum var kjörin ný stjþrn kjördæmisráðsins. Formað- ur var kjörinn Einar Oddur Kristj- ánsson, Flateyri, varaformaður Geirþrúður Charlesdóttir, ísafirði, og aðrir í stjórn eru Björg Guð- mundsdóttir,^ Bolungarvík, Óli M. Lúðvíksson, ísafirði og Gísli Ólafs- son, Patreksfirði. Sala á Hafþóri RE: Hæstbjóðandi hafði ekki nægar tryggingar INGÓLFUR Vestmann Ingólfs- son, sem áttí hæsta tilboðið í rækjutogarann Hafþór RE, hefur ekki lagt fram fullnægjandi tryggingar fyrir útborgun í skip- ið og veð fyrir eftirstöðvunum, eins og sjávarútvegsráðuneytið hefur gert kröfu um. Frestur Ingólfs til að leggja fram trygg- ingarnar rann út í gær og hefur ráðuneytið boðið Ljósavík hf. í Þorlákshöfn að ganga til samn- inga um kaup á skipinu, en fyrir- tækið átti næsthæsta tilboðið í skipið. Tryggingaverðmæti Hafþórs er rúmar 200 milljónir króna en kvóta- verðmæti um 80 milljónir. Ingólfur Vestmann Ingólfsson átti hæsta til- boðið í skipið, eða 240 milljónir króna, en Ljósavík í Þorlákshöfn bauð 233 milljónir. í síðustu viku veitti sjávarútvegsráðuneytið Ing- ólfi frest fram á mánudag til að leggja fram bankatryggingu fyrir útborgun sinni í skipið og fullnægj- andi veð fyrir eftirstöðvunum. . Að sögn Gylfa Gauts Pétursson- ar, lögfræðings í sjávarútvegsráðu- neytinu, gat Ingólfur ekki lagt fram þær tryggingar sem ráðuneytið gerði kröfu um, heldur óskaði eftir lengri fresti. Gylfi segir að ekki hafi verið hægt að fallast á þá beiðni. Þess í stað hafi verið haft samband við Ljósavík hf. og viðræð- ur við fyrirtækið um kaup á skipinu muni væntanlega hefjast í dag. Morgunblaðið/Júlíus Frá slysstað á Suðurlandsvegi. Lögreglu- og sjúkraliðsmenn við flak Mazda-bifreiðarinnar. Bifreið- in er opin þar sem búnaður björgunarbifreiðar slökkviliðsins var notaður til að klippa yfírbygg- ingu hennar af svo unnt væri að flytja hina slösuðu á brott. Kona lést í árekstri sem rak- inn er til ölvaðs ökumanns 46 ÁRA kona, Helga Sigurðardóttir, beið bana í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi, við Sandskeið, laust fyrir klukkan hálfellefu á sunnudagskvöld. Fjórir aðrir slösuðust alvarlega. Slysið varð með þeim hætti að bíl, með húsi af Moskvitsj en á jeppaundirvagni, var ekið yfir á öfugan vegarhelming þar sem hann rakst á bifreið sem í voru konan sem lést, sonur hennar, tengdadóttir og barnabam. Okumaður bílsins sem slysinu olli er grunaður um ölvun við akst- ur. Hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum vegna ölvunar- aksturs. Slysið bar að með þeim hætti að tveimur fólksbílum var ekið áleiðis til Reykjavíkur en jeppabif- reiðinni áleiðis austur. Skömmu áður en bílamir mættust var jepp- anum ekið yfír á öfugan vegar- helming. Ökumaður fremri fólks- bílsins, sem er af gerðinni Mazda, reyndi að sveigja undan en tókst ekki að forðast árekstur við jepp- ann sem skall á hægri hlið fólks- bílsins, þar sem konan sem lést sat í framsæti. Bíll, sem ekið var á eftir fólksbflnum rakst á hina tvo og skemmdist en enginn sem í honum var slasaðist. Þegar lögregla og sjúkralið komu ásamt lækni og tækjabíl slökkviliðs á slysstað var konan látin. Tengdadóttir hennar sem sat í aftursæti hafði lærbrotnað og hlotið höfuðáverka. Ungt barn hennar og ökumannsins, sonar Helgu heitinnar, sat í bílstól í aft- ursæti og hlaut einnig höfuðá- verka, svo og ökumaðurinn. Jeppa- bifreiðin valt við áreksturinn. Far- þegi í henni höfuðkúpubrotnaði og ökumaðurinn kenndi sér meins á fæti. Hann var útskrifaður af slysadeild að lokinni skoðun en aðrir hinna slösuðu voru lagðir inn á Borgarspítalann. Enginn þeirra var talinn í lífshættu í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Ökumaður jeppabílsins - er eins og fyrr sagði grunaður um ölvun við aksturinn en hann var að sögn lögreglu sjáanlega undir áhrifum áfengis. Hann var ökuréttindalaus; hafði verið sviptur þeim vegna ölv- unaraksturs. Hann gisti fanga- geymslur í fýrrinótt en að loknum yfirheyrslum í gær var hann látinn laus. Hann hafði þá játað sök sína. 15 mínútum áður en lögreglu var tilkynnt um slysið hafði henni verið tiikynnt að jeppinn væri í umferð og að ökumaðurinn væri Helga Sigurðardóttir. talinn ölvaður. Ekki var vitað að ferð bílsins væri heitið út úr bæn- um. Öll ökutæki lögreglunnar voru beðin að svipast um eftir bílnum en sú eftirgrennslan hafði ekki borið árangur þegar tilkynnt var um slysið. Helga Sigurðardóttir var fædd 30. janúar 1944. Hún var til heim- ilis að Hraunbæ 68 í Reykjavík. Helga lætur eftir sig eiginmann og 4 uppkomin börn. Fjonr aðilar fá ekki heim- ildir til að flytja út ísfisk FJÓRIR aðilar, Gámavinir í Vestmannaeyjum, Skipaaf- greiðsla Vestmannaeyja, Skipa- þjónusta Suðurlands og Kleif- ar-Sæhamar í Vestmannaeyj- um, fengu ekki úthlutað heim- ildum til ísfiskútflutnings í þessari viku. Jafnframt voru heimildir fjögurra annarra að- ila skertar um 30%, en þeir eru Jón Ásbjörnsson í Iteykjavík, Seifur hf. í Reykjavík, Vísir hf. I Grindavík og Hrellir hf. á Höfn í Hornafirði. Að sögn Sigurbjöms Svavarsson- ar, stjómarformanns Aflamiðlunar, er ákvörðun stjórnarinnar um að synja ofangreindum aðilum um út- flutningsheimildir byggð á því, að þeir hafi farið gróflega fram úr heimildum að undanförnu. Ekki sé hægt að veita þeim útflutningsleyfi meðan ekki sé hægt að tryggja að þeir haldi sig innan heimilda. Sigurbjörn segir, að stjórn Afla- Góðar líkur á að heimsmeistaramót- ið í brids 1995 verði haldið á íslandi GÓÐAR líkur eru taldar á því að heimsmeistaramótið í brids árið 1995 verði haldið hér á landi. Þetta er niðurstaða við- ræðna fulltrúa Bridssambands íslands og forsvarsmanna Al- þjóða bridssambandsins í Genf í Sviss í síðustu viku. Islandi hefur þegar verið boðið að halda heimsmeistaramót fyrir spilara 25 ára og yngri. Helgi Jóhannsson forseti Brids- sambandsins og Bjöm Eysteins- son ræddu við Jose Damiani for- seta Evrópu bridssambandsins og stjórnarmann í Alþjóðasamband- inu og lýstu áhuga íslendinga á að halda heimsmeistaramót á næstu árum. Helgi sagði við Morgunblaðið, að þessi málaleitan hefði fengið betri undirtektir en hann hefði þorað að vona. Komið hefði í Ijós, að búið væri að út- hluta mótinu árin 1991 og 1993, og Kínveijar hefðu sótt um að halda mótið árið 1995, en í ljósi atburða þar á síðasta ári hafi sú umsókn fengið dræmar undirtekt- ir. ; Helgi sagði að Damiani hefði komið til íslands í vetur, og litist vel á land og þjóð. Þá hefði það greinilega haft mikið að segja, að Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra og Davíð Oddsson borgarstjóri hefðu tekið með formlegum hætti þátt í umsókn Bridssambandsins. Miklar sviptingar hafa verið innan Alþjóða bridssambandsins undanfarið þar sem fulltrúar Evr- ópu og annara heimshluta hafa tekist á. Nú hafa náðst nokkrar sættir, og sagði Helgi að umsókn íslands hefði komið fram á réttum tíma hvað það varðaði, því íslend- ingar hefðu staðið fyrir utan þess- ar deilur og væri því góður kostur fyrir báða aðila. Þá hefðu fulltrú- ar Norðurlandanna í Genf stutt málaleitan íslands dyggilega. miðlunar muni fá ti) meðferðar á fundi sínum á fimmtudag upplýs- ingar frá tollayfirvöldum um leiðir til að fylgjast með ísfiskútflutningi. Á þeim fundi mun stjórnin taka afstöðu til þess, hvert framhaldið verði varðandi þá aðila, sem flutt hafa út ísfisk umfram heimildir. Að sögn Gylfa Gauts Pétursson- ar, lögfræðings í sjávarútvegsráðu- neytinu, er nú til athugunar í ráðu- neytinu hvort tilefni sé til að kæra útflytjendur, sem ekki hafa haldið sig innan heimilda. Hafi af því til- efni verið farið yfir allar tölur um útflutning á ísfiski frá því í febrúar og sé niðurstöðu að vænta á næst- unni. Nokkrir útflytjendur hafa óskað eftir því við Jón Steinar Gunnlaugs- son hrl. að hann svaraði nokkrum lagalegum spumingum um útflutn- ing ísvarins fisks. Niðurstaða Jóns er m.a. sú, að stjórnvöldum sé óheimilt að binda leyfi til útflutn- ings á fiski skilyrðum og að utanrík- isráðherra sé óheimilt að framselja til Aflamiðlunar vald til að gefa útflutningsleyfi. Sjá greinargerð Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. á bls. 12-13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.