Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 Gengið um skógarlundinn á Álfaskeiði. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands 1990; Almenn þátttaka aðals- merki Átaksins 1990 AÐALFUNDUR Skógræktarfélags íslands var haldinn á Flúðum í Hrunamannahreppi dagana 31. ág.-2. sept. Fulltrúar og gestir voru hátt á annað hundrað en í tilefni 60 ára afmælis félagsins voru gest- ir venju fremur margir. Meðal erlendra gesta voru skógræktarstjóri Noregs, Oluv Aaide, og sérstakir fulltrúar skógræktarfélaganna í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Forseti Islands, frú Vigdís Finnboga- dóttir var einnig gestur fundarins en hún er verndari „Átaks um landgræðsluskóga 1990“. Forsætisráðherra og landbúnaðarráðherra sátu og kvöldfagnað á Flúðum ásamt eiginkonum sínum. Auk hefðbundinna aðalfundar- starfa var „Átak um landgræðslu- skóga 1990“ helsta umræðuefni fundarins, en til þess var efnt í til- efni afmælisins í samvinnu við Skógrækt ríkisins, Landgræðsluna og landbúnaðarráðuneytið. Að sögn Huldu Valtýsdóttur, formanns fé- lagsins, þykir árangur af þessu sam- starfi hafa tekist svo vel að ákveðið var að halda því áfram á næsta ári þótt með breyttum áherslum verði. Um 8.000 manns tóku þátt í gróð- ursetningu landgræðsluskóga á 76 stöðum á landinu en gróðursettar verða á vegum átaksins 2,3 milljón- ir plantna á árunum 1990-91. Sjálfboðaliðastörf og almenn þátttaka landsmanna hefur að sjálf- sögðu sett aðalsmerki á þetta þjóð- arátak og þess verður lengi minnst. Þeir sem styrktu það með gjöfum skiptu hundruðum en þeir sem létu hvað mest af hendi rakna voru Eim- skipafélag íslands, Landsvirkjun, Olís, Ljósmyndavörur-Fujiumboðið, Hitaveita Suðumesja og Framleiðni- sjóður landbúnaðarins. Sala á „grænu greininni" nemur um 12 milljónum en lokauppgjör er ekki enn fyrir hendi. Á fundinum tóku margir þátt í umræðum um átakið og framhald á næsta ári, en nánari ákvörðun um skipulag framkvæmda hefur ekki verið tekin enn. Þó þótti augljóst að fá þyrfti tvo ráðunauta til að fara í reitina og leiðbeina um að- hlynningu plantnanna og framhald aðgerða. A fundinum var einnig gerð stutt- lega grein fyrir „Vinaskóginum" svonefnda í Kárastaðalandi í Þing- vallasveit. Þar var efnt til gróður- setningar fyrir fé sem erlend sendi- ráð á Islandi hafa gefið til átaksins en þær gjafír nema nú um 2 milljón- um króna. Til viðbótar kemur fé sem safnast hefur í söfnunarbauka sem komið hefur verið fyrir á fjölfömum ferðamannastöðum. í þennan reit hafa einnig og munu gróðursetja þjóðhöfðingjar sem hingað koma á vegum forseta okkar og þess óska og sömuleiðis tré sem fengin eru fyrir gjafir til forsetans og gefin í þeim tilgangi eða tengjast embætti forsetans, Stöpull úr stuðlabergi hefur verið settur í reitinn með áletr- un gefendafÞess má geta að forset- inn, frú Vigdís, minntist þess í ávarpi sem hún flutti á fundinum að Mitterrand Frakklandsforseti hefði Iátið í ljós áhuga á að koma upp slíkum vinaskógi í Frakklandi að íslenskri fyrirmynd. Fyrsta fundardegi lauk með er- indi Arnórs Snorrasonar skógfræð- ings sem Ijallaði um skipulag og markmiðssetningu aðildarfélaganna við skógræktarstörf. Amór lagði áherslu á nútímaleg sjónarmið og vinnubrögð sem þörf væra á að fé- lögin kynntu sér. Ráðgert er frekara kynningarstarf í félögunum um þau máj. Á fundinum var minnst 60 ára afmælis Skógræktarfélags íslands, en það var stofnað á Þingvöllum Alþingishátíðarárið 1930. Rifjuð voru upp orð Sigurðap Sigurðssonar þáverandi búnaðarmálastjóra á stofnfundinum í Almannagjá þar sem hann benti á að þjóðarsamtök þurfi til að klæða landið á ný — til þess þurfí mikið starf og sérstaka alúð og umhyggju. Þau orð séu jafn- gild í dag og þau voru þá. Bent var á að efling skógræktar væri ekki séríslenskt fyrirbæri — skógrækt væri einn mikilvægasti umhverfisverndarþátturinn um víða veröld — skipti jafnvel sköpum fyrir framhald mannlífs á þessari jörð. Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga, og kona hans. Oluv Aalde, skógræktarstjóri i Noregi, og Sigurður Blöndal, fyrrv. skógræktarstjóri. Allar þjóðir heims sem nokkurs eru megnugar ættu að sinna skyldum sínum í þeim efnum. „Það skýtur skökku við,“ sagði Hulda Valtýs- dóttir í setningarræðu sinni, „þegar sjálfstæð þjóð sem annað veifið vill hreykja sér á bekk með velferðar- þjóðum heims, bregður yfir ' sig skikkju beiningarmanns þegar talið berst að endurheimt íslensku skóg- anna“. Á fyrsta fundardegi var einnig minnst sérstaklega 50 ára afmælis Skógræktarfélags Árnesinga á þessu án og rakti formaðurinn Kjartan Ólafsson sögu þess. Fundarstörfum var fram haldið á laugardagsmorgun en eftir hádegi var farin skoðunarferð að Álfaskeiði og skógarreiturinn þar skoðaður. Því næst var farið að Snæfoksstöð- um en þar er víðáttumikið land í eigu félagsins í Árnessýslu með lífvænlegum skógi í góðum vexti. Efnt var til veislu á Flúðum á laugardagskvöld á vegum skóg- ræktarfélaganna og sýslunnar. Heimamenn önnuðust skemmtidag- skrá og ræður voru fluttar. Heiðrað- ir voru sérstaklega fyrir vel unnin störf á vegum Skógræktarfélags Árnesinga þeir Ólafur Jónsson, Sig- urður Ingi Sigurðsson og Stefán Jasonarson. Allir hafa þeir lagt fram dijúgan skerf til skógræktannála í sýslunni. Skógræktarfélagi Islands bárust höfðinglegar gjafir í tilefni afmælisins. Norska ríkisskógræktin færði félaginu að gjöf 20 þúsund norskar krónur til að standa straum af kostnaði við námsdvöl íslensks skógfræðings þar í landi og Danska heiðarfélagið gaf einnig veglega upphæð til námsdvalar fyrir íslensk- an skógfræðing í skógrækt í Dan- mörku svo nokkuð sé nefnt. Á síðasta degi fundarins voru ályktanir afgreiddar og stjórnarkjör fór fram. Jónas Jónsson búnaðar- málastjóri, sem setið hefur í stjórn félagsins í um það bil 20 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Hon- um voru þökkuð vel unnin störf í þágu skógræktar. Nú eiga sæti í stjórninni: Baldur Helgason, Björn Árnason, Hulda Valtýsdóttir, Snædís Gunnlaugsdóttir, Sveinbjörn Dagfinnsson, Tómas Ingi Olrich og Þorvaldur S. Þorvaldsson. Nokkrar tillagna sem samþykktar vora á aðalfundi Skógræktarfélags íslands að Flúðum 1990: Aðalfundurinn minnir á ákvæði í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkis- stjórnar um greiðslu fjármagns til sérstaks skógræktarátaks árin 1989-91 og að helmingur þess skuli renna til skógræktarfélaga. Aðalfundurinn skorar á landbún- aðarráðhérra að sjá til þess að auk- ið verði íjármagn til styrktar skjól- beltarækt í landinu. Aðalfundurinn átelur hve fjáiveit- ingar til skógræktar á bújörðum skv. ákv. skógræktarlaga hafa verið litlar og í engu samræmi við fram- kvæmdaáhuga bænda á þegar við- urkenndum skógræktarsvæðum. Fundurinn beinir þeim eindregnu tilmælum til fjárveitingavaldsins að bæta þar verulega úr. Ennfremur beinir fundurinn þeim tilmælum til Skógræktar ríkisins og landbúnað- arráðuneytisins að gengið verði frá almennum reglum um framkvæmd þessa kafla skógræktarlaganna. Brýnast er þó að gengið verði hið fyrsta frá samningum við þá bænd- ur sem þegar hafa hafið fram- kvæmdir í samræmi við samþykktar áætlanir fyrir einstök héruð. Aðalfundurinn beinir því til rikis- stjórnar og fjárveitingavalds að áætla fé á hverju ári til þess að standa undir námskeiði í gróður- setningu og umhirðu plantna fyrir skólaböm þannig að sumarvinna unglinga nýtist betur og markviss- ar. Aðalfundurinn beinir þeim til- mælum til landbúnaðarráðherra og Skógræktar ríkisins að hvergi verði gefíð eftir í framkvæmd þeirra áætl- ana sem gerðar hafa verið um rækt- un aspar til iðnaðarframleiðslu og eflingar skógræktar og landbúnaðar á Suðurlandi. Aðalfundurinn skorar á landbún- aðarráðuneytið og búnaðarsambönd landsins að vinna að skógrækt í þeim landshlutum sem til þess henta þar sem fyrirsjáanlegur er mikill samdráttur í sauðfjárframleiðslu og gefa bændum kost á að búa á jörð- um sínum við skógrækt með öðram búskap. Aðalfundurinn hvetur héraðs- skógræktarfélögin til að gera skóg- ræktarreiti sína sem aðgengilegasta fyrir almenning. Ennfremur hvetur aðalfundurinn til þess að félögin leggi áherslu á skipulagningu við nýjar gróðursetningar. Aðalfundurinn beinir þeim ein- dregnu tilmælum til Alþingis að í væntanlegum lögum um búfjárhald verði tekið tillit til gróðurverndar og aðstöðu ræktunarfólks til að veij- ast ágangi og tjóni sem vörslulaust búfé veldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.