Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 Reuter Leiðtogar skála Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sótti Vaclav Ha- vel, forseta Tékkóslóvakíu, heim í gær og drakk honum þá til undir málsverði í forsetakastalanum í Prag. Er Thatcher fyrsti breski forsætisráðherrann sem fer til Tékkóslóvakíu eftir stríð. I gær hvatti Marian Calfa forsætisráðherra til hraðra og róttækra efnahagsumbóta en áætlanir sem tékkneska þingið hefur nú til meðferðar byggjast á einkavæðingu. Sænskir jafnaðarmenn; Vilja útiloka herskip með kjamorkuvopn frá höfnum ^ Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunbladsins. Reuter. ÁRSÞING sænskra jafnaðarmanna sem nú er haldið í Stokkhólmi samþykkti á sunnudag að eftir tvö ár mættu aðeins þau herskip athafna sig í sænskum höfnum, sem væru örugglega ekki með kjarn- orkuvopn um borð. Tveggja ára umþóttunartíminn var samþykktur að ósk Stens Anderssons utanríkisráðherra sem vildi fá ráðrúm til að vinna að framgangi tillögu Svía um bann við kjarnorkuvopnum um borð í herskipum og kafbátum á þingi Sameinuðu þjóðanna. Ráðherrann vísaði einnig til þess að í upphafi næsta árs væri fyrsta skýrslan væntanleg um leiðir til að koma á kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndunum. Kjarnorku- veldin játa hvorki né neita tilvist kjarnorku- vopna um borð í herskipum sínum og kafbát- um. Hafa Svíar ekki gengið sér- staklega eftir því við þau að skýra sten Andersson frá vopnabúnaði skipa sinna, áður en þeim er veitt leyfi til að koma í sænskar hafnir. Hinn 3. septem- ber skýrðu Greenpeace-samtökin frá því, að 31 sinni á tímabilinu 1960 til 1988 hefði bandarískt her- Einnota vörur • Vinnufatnaður • Raðgjöf • O.fl. o.fl. HIÆnSOAGAR '90 DAGANA 19-22. SEPT. KL. 13-17. Kynning á tækjum, hreinsiefnum, pappír og áhöldum til daglegra þrifa í matvælafyrirtækjum, almennum fyrirtækjum, stofnunum og heimilum. í glæsilegum sýningarsal RV og RV-Markaðar að Réttarhálsi 2. ioMSS Frá K.EW. verða kynntar nýjar geröir af staðbundnum háþrýstitækjum, gufuþvottatækjum, almennum háþrýstitækjum, vatnssugum og teppahreinsi- vélum. Nú fást hjá RV hentugar gerðir af þessum tækjum fyrir allar stærðir fyrirtækja, stofnana og heimila. Frá Celtona verður kynnt ný lína af endurunnum, óbieiktum pappírsvörum s.s. W.C. pappír, hand- þurrkur, iðnaðarþurrkur o.fl. Frá Scan-Otarés verða m.a. kynnt nýju FREE-EFNIN, þ.e.a.s. ofnæmisprófuð hreinsiefni án ilm- og litarefna. Öll hreinsiefni frá Scan-Otarés brotna niður í náttúrunni innan 48 klst. frá notkun. Frá RV verður m.a. kynnt nýja RV-línan í hreinsiefnum. Góð vara á sériega lágu verði fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA. KYNNINGARAFSLATTUR ! Q0rrui HEM/ Scan-Otarés Hreinlega allt til hreinlætis REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi2 -110R.vik - Símar31956-685554 skip flutt kjarnorkuvopn inn í sæn- skar hafnir. Var vísað til þessrar skýrlsu á flokksþinginu og sagði Maj Britt Theorin, talsmaður flokksins í afvopnunarmálum, að Bandaríkjastjórn yrði að taka af öll tvímæli um að Greenpeace hefði rangt fyrir sér. Áður hafa sænsk stjórnvöld formlega leitað álits Bandaríkjastjórnar á skýrlsu Gre- enpeace. Sten Anderson hafnaði kröfu þingfulltrúa um að bann við komu herskipa án öruggrar vitneskju um vopnabúnað þeirra tæki þegár í stað gildi. Taldi hann að þar með gætu Svíar orðið áhrifalausir í afvopnun- arviðræðum. Hann sagði, að í haust myndi sænska ríkisstjórnin leggja fram á allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna tillögur um bann við kjarnorkuvopnum bæði um borð í herskipum og kafbátum. Utanríkis- ráðherrann sagði einnig, að snemma á næsta ári væri fyrsta skýrslan væntanleg um hvemig staðið yrði að því að koma á kjam- orkuvopnalausu svæði á Norður- löndunum. „Ef við náum árangri á þessum sviðum, verða engin vanda- mál vegna heimsókna herskipa," sagði hann. Auglýsingar í sjónvarpi Meðal stórmála á flokksþinginu er spurningin um það, hvort leyfa beri auglýsingar í sænska sjónvarp- inu. Hingað til hafa jafnaðarmenn alltaf hafnað slíkum tillögum, við- horfin hafa hins vegar breyst vegna samkeppni frá gervihnattarstöðv- um. Fyrir helgina hófust útsending- ar á nýrri sænskri gervihnattarstöð, sem Wallenberg-fjölskyldan stend- ur að. Er stöðin fjármögnuð með auglýsingum. Seint á sunnudagskvöld sam- þykktu jafnaðarmenn að heirfiila auglýsingar í sjónvarpi. Var flokks- stjórninni falið að kanna í samvinnu við aðra flokka, hvernig að auglýs- ingunum skyldi staðið. Akveða þarf hvort auglýsingar verða á báðum ríkissjónvarpsstöðvunum eða aðeins í nýrri þriðju stöð ríkisins eða í öll- um þremur. Ætlar ríkisstjórnin að reyna að ná víðtækri samstöðu um framkvæmd málsins. Umræður um afstöðu Svía til Evrópubandalagsins hafa ekki tekið mikinn tíma á þinginu. I setningar- ræðu sinni sagði Ingvar Carlsson, flokksformaður og forsætisráð- herra, að Svíar kynnu að huga að aðild eftir 1993 ef öryggismálin hindruðu hana ekki. Er þetta í sam- ræmi við það sem ráðherrann hefur áður sagt og orð Stens Anderssons á utanríkisráðherrafundi Norður- landanna í Molde í Noregi í síðustu viku. Bretar deila um endurminningar Youngs lávarðar St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaó'ins. Endurminningar Youngs lá- varðar, fyrrum iðnaðar- og við- skiptaráðherra, eru að koma út • Hreinsiefni • Pappir • Velar • Ahold • Einnota vörur • Úinnufatnaður • Raðgjöf • O.fl. o.fl. RAFORKAN þarf ekki að vera staðbundin EG1900X Rafstöðin frá HONDA er hentug fyrir vertaka, við byggingar sumarbústaða og við almennar húsbygg- ingar. Hún gefur frá sér 220V straum. VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 um þessar mundir. Hafa þær strax vakið umræður og deilur. Bók Youngs, Framkvæmdaár- in, The Enter- prise Years, þyk- ir nokkuð opin- skárri en endur- minningabækur annarra stjóm- málamanna, sem setið hafa í ríkis- stjórn Margaret Thatcher. í henni greinir hann m.a. frá einkasam- tölum sínum við forsætisráðherrann og Norman Tebbit. Það, sem mesta athygli hefur vakið, er dagbók, sem Young hélt í kosningabaráttunni árið 1987. Þá var Tebbit formaður íhaldsflokksins og stjórnaði kosningabaráttu hans. Thatcher þótti Tebbit ekki standa sig nógu vel og fékk Young ti! að fylgjast með honum og gera tillögur um auglýsingar og annað á loka- stigum kosningabaráttunnar. I bókinni kemur fram, að Thatch- er réð á laun auglýsingastofu tii að gera tiilögur um auglýsingaher- ferð síðustu dagana fyrir kosning- ar. Norman Tebbit brást hinn versti við, þegar hann gerði sér grein fyr- ir, hvað hafði gerst. Young segir einnig, að Thatcher hafi verið mjög svartsýn í kosninga- baráttunni og gjarnan verið upp- stökk og þung í skapi. Hann grein- ir einnig frá ýmsum athugasemdum hennar um samráðherra sína, sem lýsa í versta falli tillitsleysi, en má vel skilja sem hreinskiptni. Thatcher er sögð líka illa frá- sagnir bókarinnar og aðrir ráðherr- ar eru Young reiðir fyrir lausmælg- ina. Ritdómarar hafa tekið bókinni fremur illa og þykir ekki margt markvert í henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.