Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 41 Minning: Margrét Hálfdán- ardóttir frá Hesti fengi engan veginn fullan bata og yrði að búa við varanlega örorku. Sumarið 1989 dvaldi Ólöf nokk- urn tíma í sumarbústaðnum í Land- brotinu. Voru ættingjar og vinir hennar að vona, að heilsa hennar hefði nú náð því marki að hún gæti notið þess að vera í sveitinni og haft börn og barnabörn hjá sér eins og áður var þegar Björn var lífi. En aftur skipaðist veður í lofti og dökkt ský dró fyrir sólu. Nýr alvarlegur sjúkdómur gerir vart við sig og aftur þarf Óiöf að þola nýja læknismeðferð bæði á sjúkrahúsum og heima. Og áður en varði virtist ljóst að hveiju myndi draga. Við sem fylgdumst með hinni erfiðu sjúkdómsmeðferð sem Ólöf þurfti að þola síðustu 4 árin sem hún lifði, undruðumst hið mikla andlega þrek, æðruleysi og hug- arró, sem hún hafði til að bera. Aldrei var kvartað um slæma líðan. Þegar spurt var kom alltaf sama svarið: „Mér líður vel, ég þarf ekki að _kvarta.“ Á sjúkrahúsinu naut Ólöf mjög góðrar umhugsunar, bæði af hendi lækna og hjúkrunarfólks og á það miklar þakkir skilið fyrir framúr- skarandi störf. Það var alveg ljóst að þrátt fyrir veikindin var Ölöf mjög sátt við lífið. Hún hafði sjálf notið mikillar hamingju í sínu einkalífi, eignast góðan mann sem hún dáði og með honum börn, sem notið hafa ham- ingju í sínu lífi. Þau eru öll gift og eiga sín börn. Heillaríku lífsverki var lokið. Heisjúk en æðrulaus hafði hún orð á því, að nú væri ekki eft- ir neinu að bíða. Og kallið kom laugardagskvöldið 8. september. Náðarsvefninn mikli leysti hana frá hinu langa veikinda- stríði. Og nú hefur Ólöf lokið göngu sinni hér á jörð. Við Margrét þökk- um henni fyrir samfylgdina. Við minnumst með þakklæti margra samverustunda á liðnum árum og óskum henni góðrar ferðar til nýrra heimkynna. Þar munu verða fagn- aðarfundir. Okkar innilegustu samúð vottum við börnum hennar, aldinni móður og öðrum ástvinum. Blessuð veri minning Ólafar frá Seglbúðum. Erlendur Einarsson Móðursystir mín, Ólöf Helgadótt- ir, hefur hlýtt kalii guðs eftir erfið veikindi. Ólöf var kærleiksrík kona og mörgum kostum gædd. Einn af þeim var að liggja aldrei á liði sínu gæti hún hjálpað. Sýndi hún mér og móður minni ómetanlegan stuðn- ing þegar við urðum fyrir miklum missi og sorg ríkti á heimili okkar. Enginn var gjöfulli en hún á ýmis heilræði og hvatningu þegar þörf var á slíku. Síðustu misseri áttum við margar ánægjulegar stundir saman. Þær lifa sterkt í huga mér og munu eigi gleymast. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður, kærleikurinn öfundar ekki, kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp; hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin; hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa; hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en sam- gleðst sannleikanum; hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, um- ber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi (1. Kor. 13, 3—8). Með þessum fáu orðum kveð ég góða frænku. Börnum hennar, tengdabömum og barnabörnum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Gyða Sigríður Fædd 6. janúar 1901 Dáin 7. september 1990 Margrét var fædd að Hesti í Hestfirði við ísaijarðardjúp á fyrsta ári aldarinnar. Hún var dóttir hjón- anna Daðeyjar Daðadóttur frá Eiríksstöðum í Ögursveit og Hálf- dáns Einarssonar frá Hvítanesi Hálfdánarsonar prófasts á ísafirði. Hún var næstyngsta dóttir þeirra hjóna, en þær voru fimm og synirn- ir fjórir. Allt var þetta mikið mynd- ar- og manndómsfólk, sem mikill ættgarður er af kominn við Djúp, en nú eru þessi systkini, börn Dað- eyjar og Hálfdáns, öll látin. Margrét flyst með foreldrum sínum frá Hesti árið 1921 til Bol- ungarvíkur. Litlu síðar fer hún til Reykjavíkur í vist og til náms í hannyrðum og heimilishaldi. Að því loknu fer hún aftur vestur og kynn- ist þá mannsefni sínu, Ólafi M. Ólafssyni, smið, af Hólsætt og þau giftust og stofna sitt heimili í Bol- ungarvík 1924. Þar eignast þau fimm börn, Margréti sem nú er búsett í Bandaríkjunum. Hún átti tvo syni. Yngri son sinn missti hún um tvítugt; Hálfdán Daða sem á sex börn er öll eru á lífi; Steinunni sem átti fjögur börn. Elsta son sinn missti hún fimmtán ára; Álfhildi sem á fjóra syni, búsetta í Banda- ríkjunum og eina dóttur búsetta á Akranesi; Kristján Gunnar mat- svein er fórst með Júlí á Nýfundna- landsmiðum 9. febrúar 1959. Hann átti ijögur börn sem öll lifa. í Bolungarvík búa þau Margrét og Ólafur til ársins 1944 að þau flytjast á Isafjörð. I Bolungarvík vann Ólafuar sjálfstætt við smíðar og Margrét vann utan heimilis, mikið við saltfísverkun. Margrét var alla tíð mikil dugnaðar- og fyrir- myndarhúsmóðir, gestrisin og vin- mörg. Á heimili hennar var alla tíð mikill gestagangur og opið hús öll- um ættmennum og vinum. Hún var í sambandi við allt ættfólkið og ef maður vildi fá fréttir af fólkinu, þá gat hún alltaf leyst úr því. Henni féll helst aldrei verk úr hendi ef ekki voru bein heimilisverk, þjón- usta við heimilisfólkið eða gesti. Þá var gripið í pijónana eða heklað og saumað, meðan heilsan og sjón- in leyfði. Þessa handavinnu sína gaf hún vinum sínum og ættingjum og barnabörnum sínum. Þijú barna- börn sín ólu þau upp, Ólafur og Margrét, þau Ólaf, Róbert og Sig- rúnu. Barnabörnin urðu 21, af þeim lifa 19 en barnabarnabörnin eru tuttugu og níu. Á Isafirði búa þau til ársinsv1947. Ólafur vann þar við smíðar, m.a. hjá skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar, og Margrét utan heimilis við rækjuvinnslu. Árið 1947 flytjast þau til Reykjavíkur og kaupa sér íbúð á Rauðarárstíg 22. Ólafur stundaði húsgagnasmíðar og þótti frábær smiður. Árið 1960 fara þau hjónin í heimsókn til Banda- ríkjanna í boði dætra sinna. Það var þeim mikil upplifun. Þau fóru mikið um í Kaliforníu og sáu margt er vakti undrun þeirra og ánægju og lifðu lengi á minningunum það- an. Ólafurlést 16. janúar árið 1974. Ævidagur og lífsreynslubraut Margrétar er löng, starfsöm og af- kastamikil. Fyrir það er mér efst í huga virðing og þökk. Virðing fyrir þeim lífsmáta er hún hafði tileinkað sér og þökk fyrir allt það er hún var mér og fósturmóður minni og öllum öðrum meðan henni entist aldur og heilsa. Þegar ég nú lít yfir farinn veg þá er margra ljúfra stunda og at- burða að minnast frá æsku minni í Bolungarvík og kynnum okkar Margrétar, sem ég þekkti frá barn- æsku. Hinn 14. desember 1924 ferst mb. Njörður með allri áhöfn utar- lega í Isaijarðardjúpi í aftakaveðri. Jónatan Björnsson, móðurbróðir minn, var skipstjóri á bátnum. Hann var giftur Jónu, systur Margrétar. Litlu eftir þennan válega atburð flyst Jóna, fósturmóðir mín, með mig til Bolungarvíkur til þess að vera nær ættfólki sínu, er þangað flutti 1921. Við fósturmóðir mín bjuggum í nábýli við Hólsá, þar sem áin rennur yfir fjörukamþinn til sjávar, í svokölluðu Hálfdáns-húsi. Eg var þá 5-6 ára og fer út á ísinn á ánni um vorið og féll í ána, og lendi á milli skara og var nær dauða en lífi, er ég náðist. Fékk ég alvar- lega lungnabólgu og lá lengi veikur en Halldóri Kristinssyni, héraðs- lækni, tókst þó að halda í mér líftór- unni. Margrét og Ólafur bjuggu þá beint á móti okkur hinu megin við ána. Hver þáttur Margrétar var í björgun minni veit ég ekki en þegar ég kom til heilsu hræddi Margrét mig ægilega með ánni, og sagði síðan með þungum áherslum og byrsti sig: „Það ætti að rassskella öll börn upp úr ískaldri ánni sem eru að príla nálægt henni.“ Eftir þetta kallaði ég hana aldrei annað en Grimm, sem rassskellir öll börn upp úr ánni. Hún reyndist mér síðar síður en svo grimm, þessi einlæga og hjartahlýja kona, er mér óx þrek og þroski og henni og hennar manni á ég það að þakka að þegar ég var 12 ára fór ég til þeirra frá ísafirði, til þess að læra sund, við nýbyggða sundlaug á bökkum Hólsár sem hituð var upp með kolum. Þetta þótti myndarlegt framtak af fá- mennu og fátæku þorpi þá. Sund- kennari var Gísli Kristjánsson. Lífið knýr okkur áfram ókunna vegu og árin líða og fyrir okkur öllum liggur hverfulleiki aldurs og tilveru. Enginn veit þó hvenær að þessum skilum kemur, að þrekið, getan og heilsulánið bregst og líkamlega og andlega atgervið hrörnar og þverr. Þá þarf æðru- leysi og kjark til þess að taka vand- anum og vangetunni og vitrænt þolgæði til þess að halda sálarró. I sambandi við hina gengnu kyn- slóð má enginn gleyma því hvað lífsbaráttan var hörð og hvað það fólk átti erfitt lif og kynntist lítið þægindum, munaði eða menntun. En það átti menningu hjartans. Það voru aðrir lífshættir og aðrar lífs- áherslur andlegar, er sköpuðu því mannkosti, fórnarlund, hæversku, trú og heiðarleika. Á þeirri tíð vissu menn að þeim er búið fall er byrgja augu sín og að höfuðið verður fót- unum falli að varna, og að enginn má missa stjórn á rökrænni hugsun sinni og dómgreind ef hann vildi teljast maður með mönnum. Andlegur þróttur, þolgæði, um- burðarlyndi og raunsæi, eru ávextir víðsýni, skilnings og manndóms. Það eru þeir fjársjóðir sem þjóðin hefur til skamms tíma búið að, og hvorki mölur né ryð fá grandað, og borið hafa uppi mannlífið í þessu landi. Þetta hugarfar var einkenn- andi fyrir allt ættfólk Margrétar. Það var allt trúrækið svo að af bar enda prestar, prófastar, sálmaskáld og biskupar í ættinni. Það var trú þess að hinn kristi- legi andi hefði grundvallaráhrif til góðs og blessunar á einstaklinginn sem og á samféiagið allt, og myndi leiða til hamingju og velferðar alls mannkyns í auknum og friðsam- legri samskiptum, og færa sigur í hverjum vanda. Aðalvandamál þjóðfélaganna væri ekki menntunarleysi fólksins heldur menningarleysið. Skortur kristilegs siðgæðis og skortur heil- brigðs og réttláts lífsstíls. Að elska þýðir að þjóna og fóma sagði það, og að enginn bætti ástand heimsins án kærleika, réttlætis og heiðar-. leika. Það er gleði mín, gæfa og lífslán, að hafa átt samleið með þessu góða fólki á lífsleið minni, því samstaða þess, hjartahlýja og drengskapur yljar enn sálu minni. Blessuð sé minning Margrétar Hálfdánardótt- ur. Guð gefí þeim frið, náð og blessr un er horfnir eru úr þessum heimi, og frið og líkn þeim er eftir lifa. Ég sendi börnum Margrétar og Ólafs og barnabörnum og öllum ættingjum og vinum einlægustu samúðarkveðjur. Björn Olafsson a ■ m m m m m m m Ritvinnsla -Töflureiknir 60 stundir, frábært verð Tölvuskóli Islands s: 67_1_4 66,jDjiið UJ Jd.22f HREINSIVÉLAR RYKSUGUR Mikiö úrval af ryksugum fyrir blautt og þurrt. TEPPAHREINSIVÉLAR Margar stæröir af hinum vinsælu teppahreinsivélum frá KÁRCHER. / SÁPUR í úrvali Teppasápa RM 60 0.8-10-20 kg. GÓLFÞVOTT AVÉLAR Léttar og meðfærilegar vélar fyrir íþróttahús, verksmiöjur, verzlanir, hótel o.fl. Sölu- og þjónustuaðilar Geisli - Vestmannaeyjum, Glitnir - Borgarnesi Póllinn - (safirði, Rafgas - Akureyri RAFLAGNIR - TÖLVULAGNIR - MÓTORVINDINGAR VERZLUN - ÞJÓNUSTA SlMI 91-82415 - 82117 ■ TELEFAX 1-680215 SKEIFAN 3E-F. BOX 8433. 128 REYKJAVlK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.