Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 21 Læknafélag íslands: Við blasir algert lækna- leysi í hér- uðum með einum lækni Á AÐALFUNDI Læknafélags Islands, sem haldinn var nýlega, var m.a. samþykkt eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Læknafélags ís- lands, haldinn á Kirkjubæjar- klaustri dagana 31. ágúst til 1. september, átelur þann drátt sem orðið hefur á ákvarðanatöku og framkvæmdum í tilefni bókunar 7 með kjarasamningi fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkissjóðs og Læknafélags íslands vegna fastr- áðinna lækna, sem undirritaður var 25. mai 1989. Aðalfundurinn furð- ar sig á skeytingarleysi ríkisvalds- ins um þjónustu heilsugæslustöðva í dreifbýli og vekur athygli á því að nú þegar blasir við algert læknaleysi á Hl-stöðvum, þ.e. læknishéruðum þar sem einn lækn- ir er starfandi, með haustinu. Ljóst er, að þrátt fyrir að lækna- samtökin og landlæknisembættið hafi í áraraðir lagt á sig ómælda vinnu til að manna Hl-stöðvar, þá eru þær tilraunir hættar að bera árangur. Aðalfundurinn varar við frekari tilraunum til skammtímalausna á þeim vanda sem heilbrigðisþjón- 'usta í dreifbýli á við að etja. Slíkar lausnir eru aðeins til þess fallnar að viðhalda vandanum. Aðalfund- urinn lýsir ábyrgð á hendur þeim aðilum sem stuðla að og taka þátt í slíkum lausnum meðan ekki er tryggð varanleg lausn þessa alvar- lega ástands. Það er því krafa aðalfundar, að þetta vandamál verði leyst nú þeg- ar, og ekki seinna en fyrir 1. októ- ber nk., á grundvelli þeirra tillagna sem nú liggja fyrir.“ Jarðskjálft- ar á Reykja- nesi og Bárð- arbungu Jarðskjálftahrinu varð vart á Reykjanesi síðdegis á laugardag og fram eftir kvöldi. Sterkasti kippurinn varð laust fyrir klukk- an sex og mældist 4,5 á Richter. Hann fannst víða um Suðurnes og allt til Reykjavíkur og Selt- jarnarness. Þá varð á laugar- dagskvöld jarðskjálfti við Bárð- arbungu á Vatnajökli sem mæld- ist 5,2 á Richter en Veðurstof- unni er ekki kunnugt um að hans hafi orðið vart í byggð, að sögn Barða Þorkelssonar jarðfræð- ings. Skjálftamir á Reykjanesi áttu upptök skammt frá Reykjanesvita og þar varð fjölda skjálfta vart. 6-7 skjálftar voru á bilinu 3-3,5 á Ric- hter og fundust nokkrir þeirra einn- ig i Grindavík. Aðeins mældist einn skjálfti við Bárðarbungu. Sá varð laust eftir klukkan ellefu á laugardagskvöld. Að sögn Barða Þorkelssonar jarðfræðings á Veðurstofu Islands er ekki óvenjulegt að skjálftahrinur geri vart við sig á Reykjanesi, sem er þekkt jarðskjálftasvæði. Sama máli gegni um Bárðarbungu þar sem gera megi ráð fyrir skjálftum af þessari stærð á nokkurra ára fresti. Þ.ÞORGRlMSSON&CO mm RUTLAND mm ÞÉTTIEFNI Aþök-veggi-gólf ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 Ný Mið fjarðarrétt Hvammstanga. SUNNUDAGINN 9. septem- ber réttuðu Miðfirðingar í nýrri rétt sem er hið besta mannvirki. Réttin er í landi Brekkulækjar. Bygging henn- ar hófst í október á síðasta ári og var hún byggð af heima- mönnum. Miðfirðingar geta nu boðið gestum til réttar með stolti, en gamla réttin var orð- in ellihrum. Að sögn Eggerts Pálssonar á Bjarghóli er hin nýja rétt 26 dilk- ar að stærð, en ekki er lokið bygg- ingu hennar að fullu. Byggingar- kostnaður er orðinn um þijár milljónir króna, en af þeim greiða bændur kostnað við dilkana, en upprekstrarfélagið greiðir „al- menninginn“. Eggert sagði að á árum áður hefði fé fækkað sem rekið hefði verið til réttar en nú virtist komið á jafnvægi og hefðu komið um átta þúsund fjár og rúm 300 hross. Ástand á beitarlendi Arnar- vatnsheiðar sagði Eggert vera með besta móti, enda sprettutíð afburðagóð. - Karl Morgunblaðið/Arinbjöm Sigurgeirsson Miðfirðingar réttuðu í nýrri rétt sunnudaginn 9. september. Við kynnum nýjan einkaumboðsaðila á Islandi. Umfang kf kefur tekið við umboði KONICA Ijósritunarvéla og telefaxtœkja. Umfang kf. kefur ennfremur opnað nýja verslun að Síðumúla 23, 108 Reykjavík. Við óskum þeim innilega til kamingju um leið og við Minnum kina fjölmörgu viðskiptavini okkar á Islandi á, að Umfang kf hefur einnig fullkomna viðkalds- og varaklutaþjónustu á sinni könnu, ásamt sölu á öllum nauðsynlegum rekstrarvörum. Með bestu kveðjum KONICA BUSINESS MACHINES INTERNATIONAL GmbH. lConica

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.