Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 19 Merkilegar breytingar á grunnskólalögnm í Danmörku eftir Birgi ísleif Gunnarsson Á undanförnum árum hefur verið unnið að mjög róttækum og merki- legum breytingum á dönsku grunn- skólalögunum_ sem nauðsynlegt er fyrir okkur íslendinga að íhuga vandlega. Ný grunnskólalög tóku gildi í Danmörku um síðustu ára- mót sem gæti verið okkur til fyrir- myndar. Þar er valdi i raun dreift mjög mikið, bæði út til sveitarfélag- anna og til skólanna sjálfra. Markmið breytinganna Helstu markmið breytinganna á lögunum í Danmörku voru: Að draga úr miðstýringu, að einfalda meðferð mála og ákvarðanatöku, að marka hverri stjórnsýslueiningu ákveðin'n bás og hlutverk innan skólakerfisins. Dregið er verulega úr valdi ráðuneytisins þannig að hlutverk þess verður almennt eftir- lit, að gefa út heildarreglugerðir og ýmsar viðmiðunarreglur og úr- skurða í ágreiningsmálum sem upp kunna að koma. Dregið er úr valdi amtsráðanna, en það er þriðja stjórnsýslustigið í Danmörku, stig milli sveitarfélaga og ríkis. Þeirra verkefni verða nú eingöngu á sviði sérkennslumála. Það eru hins vegar sveitarstjórnirnar og skólarnir sjálf- ir sem fá valdið í sínar hendur. Valddreifing og sjálfsstjórn eru lyk- ilorðin í þessum brejdingum. Sveitarstjórnirnar fá fj árveitingavaldið Helstu verkefni sveitarfélaganna verða þessi: Ákveða skólunum um- fang og hafa eftirlit. Þau fá íjárveit- ingavaldið, ráða allt starfsfólk en geta í þeim efnum framselt heimild- ir sínar t.d. til skólastjórnar eða skólastjóra. Þau ákveða gerð hvers skóla og skipulagsramma skóla- Birgir ísleifur Gunnarsson „Eg tel það mjög æski- legt að við fylgjumst rækilega með hvernig til tekst með þessa breytingu, því ég tel að það sé ekki síst á grunn- skólasviðinu sem við eigum að huga að aukn- um völdum til sveitarfé- laganna.“ starfsins. Jafnframt eiga þau að viðurkenna námsskrár skólanna. Skólastjórinn og stjórn skólans fá vald til að fara með íjárhagsleg- an rekstur skólans og að bera ábyrgð á faglegu starfi innan skólans. Allsráðandi í skólastjórn- unum eiga að verða foreldrarnir sem eiga börn í viðkomandi skóla. Jafnframt á sveitarstjórn að til- nefna einn sveitarstjórnarmann með málfrelsi og tillögurétti. Við hlið skólastjórnar á að starfa sérs- takt fagráð þar sem starfsmenn skólans t.d. kennarar eiga sæti. Kennarar verða starfsmenn sveitarfélaga Sveitarstjórnirnar fá sem sagt aukinn íhlutunarrétt um málefni grunnskólans. Bekkjarstærð og tímaijöldi nemenda er ekki lengur miðstýrt frá ráðuneyti. Vinnutími og vinnufyrirkomulag kennara breytist og sem fyrr segir annast sveitarfélögin kjarasamninga við kennara sem verða starfsmenn þeirra. Sveitarfélögin fá framlög frá ríkinu sem eru ákveðin upphæð á hvern nemanda en annast síðan sjálf um aðrar fjárveitingar. Þessi róttæka breyting kom til framkvæmda í Danmörku um sl. áramót. Ég tel það mjög æskilegt að við fylgjumst rækilega með hvernig til tekst með þessa breyt- ingu, því ég tel að það sé ekki síst á grunnskólasviðinu sem við eigum að huga að auknum völdum til sveit- arfélaganna. Grunnskólar eru til í hveiju einasta sveitarfélagi og þó að nauðsynlegt sé að tryggja jafn- rétti á milli sveitarfélaga og lands- hluta að því er snertir möguleika nemenda til menntunar og að tryggja verði lágmarksskilyrði í lög- gjöf og framkvæmd, þá tel ég að grunnskólinn eigi að vera næsta stóra verkefni sem sveitarfélög og samtök þeirra taka að sér. Þá hef ég auðvitað í huga að sveitarfélögin fái nýjar tekjur til að bera uppi þann kostnað sem af þessu hlýst. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykja víkurkjördæmi. Heimsmeistaramótið í brids: Hjördís og Jacqui enduðu í 32. sæti HJÖRDÍS Eyþórsdóttir og Jac- qui McGreal enduðu í 32. sæti í kvennaflokki heimsmeistara- mótsins í brids, en þær náðu sér aldrei á strik í úrslitakeppninni. Heimsmeistarar í tvímenningi urðu Brasilíumennirnir Gabriel Chagas og Marcello Branco. Þeir unnu opna flokkinn með miklum yfirburðum, fengu 356,63 stig eða 59,4% skor að meðaltali. Þetta er í annað skipti sem Branco verður heimsmeistari í tvímenningi, og þeir Chagas eru auk þess núver- andi heimsmeistarar í sveitakeppni. í næstu sætum urðu Peter Nagy og Ralph Katz frá Bandaríkjunum og Cezary Balicki og Tadeusz Zmudzinski frá Póllandi. Briinzell 'Og Nielsen frá Svíþjóð urðu í 6. sæti og Henriksen og Scháffer frá Danmörku í 8. sæti. Kvennaflokkinn unnu Kerri Shuman og Karen McCallum frá Bandaríkjunum eftir mikinn enda- sprett. Þær eru jafnframt heims- meistarar kvenna í sveitakeppni. Kathie Wei og Judi Radin frá Bandaríkjunum urðu í 2. sæti og og Arnolds og Vriend frá Hollandi urðu í 3. sæti. FRJÁISI lífEYRISSJÓÐLRIlNN er hagstæður kostur fyrir mai*ga. -10,4% raunávöxtun á síðasta árí. - 20% ársvextir miðað við 6 fyrstu mánuði ársins. - Öll inneign sjóðfélaga erþeirraséreign. - Inneign sjóðfélaga erfist samkvæmtvenjulegum erfðareglum. <n> VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF - Löggilt verðbréfafyrirtæki - HAFNARSTRÆTI28566 ■ KRINGLUNNI689700 ■ AKUREYR111100 Vetrartmiiim hjá SJÓVÁ-ALMENNUM er frá níu til fímm Haustið er komið og veturinn. nálgast óðum. Hjá SJÓVÁ-ALMENNUM skiptum við yfír í vetrarafgreiðslutíma sem er frá klukkan níu til fimm. Vetrartíminn gildir frá 15. september til 1. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.