Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 27 Útgefandi FramkvæmdaSitjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstraeti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Fæðingarhríðir í fjármálaráðuneyti Nú standa yfir fæðingarhríðir í fjármálaráðuneytinu. Frumvarp til fjárlaga fyrir kom- andi ár er í burðarliðnum. Ef að líkum lætur á arkitekt og yfír- smiður frumvarpsins, fjármála- ráðherrann, í æmum vanda, bæði vegna hrikalegs og nánast við- varandi ríkissjóðshalla og vax- andi ósamkomulags í ríkisstjórn- inni. Hallinn á A-hluta ríkissjóðs var um 7.200 m.kr. árið 1988, rúm- lega 6.000 m.kr. árið 1989 og stefnir í um 5.000 m.kr. í ár, þrátt fyrir verulega hærri ríkis- sjóðstekjur fskatta] en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir þjóðarsátt- ina, sem haft hefur jákvæð áhrif á ríkisbúskapinn - og þrátt fyrir aukið en að vísu mistækt aðhald í ríkisbúskapnum. Hallinn á A- hluta ríkissjóðs þessi þrjú ár verð- ur trúlega um 18 til 20 milljarðar króna. Sá halli, sem ríkissjóður stefnir í á líðandi ári, þrátt fyrir þjóðar- sátt um laun og verðlag, er vissu- lega áhyggjuefni. En það hefur auðveldað fjármálaráðherranum lánsfjárróðurinn, að hægt hefur mjög á almennri efnahagsstarf- semi og umsvifum í atvinnulífinu. Einstaklingar, fyrirtæki og at- vinnuvegir hafa ekki afkomu til að standa í framkvæmdum og fjárfestingum. Þess vegna hefur ríkið ekki haft mikla eftirspum- arsamkeppni á innlendum láns- fjármarkaði. Þetta hefur sagt til sín í stóraukinni sölu ríkisvíxla og spariskírteina. Aukin láns- fjárásókn ríkisins hefur síðan áhrif á vaxtastigið. Það er og skammtímalausn að velta stór- felldri umframeyðslu í ríkisbú- skapnum yfir á framtíðina. Það er nauðsynlegt að huga að því í tíma, hvaða áhrif nánast viðvarandi ríkissjóðshalli og til- heyrandi opinber lánsfjárþörf kann að hafa á efnahagsbúskap- inn og vaxtastigið í næstu fram- tíð - í ljósi þess að atvinnulífið kallar óhjákvæmilega á aukið fjármagn næstu árin til að styrkja samkeppnisstöðu sína út á við. Fyrirsjáanlegt er og að innlend umsvif aukast í kjölfar líklegra orku- og álversframkvæmda. Afkoma skattgreiðenda - fyr- irtækja og heimila - leyfir vart hækkun skatta, eina ferðina enn. Það árar ekki til þess að ríkið hrifsi til sín sfærri hlut af þjóðar- tekjum, sem hafa lítt eða ekki vaxið um árabil. Þeir, sem bera ábyrgð á ríkisbúskapnum, verða að stöðva frekari aukningu út- gjalda á þeim bæ. Að minnsta kosti um sinn meðan þjóðjn og atvinnulífið vinna sig upp úr öldudalnum, minnsta hagvexti í OECD-ríkjum, og laga sig að breyttu efnahagsumhverfi í heiminum. Lykilorð við fjárlagagerð eiga að vera sparnaður, aðhald og hagræðing. Til athugunar kemur og frekari bein kostnaðarþátt- taka notenda opinberrar þjón- ustu, ýmiss konar, án þess þó að skerða nauðsynlega grundvallar- þjónustu. Þegar höfð er í huga fjárlaga- afgreiðsla næstliðin ár (frumvarp með milljarðahalla, sem vex enn í meðferð löggjafans, en fram- kvæmdavaldið fer engu að síður fram úr), útgjaldagleði Alþingis þegar kosningar fara í hönd og loks ósamkomulagið á stjórnar- heimilinu, er eðlilegt, að þjóðin bíði komandi fjárlagafrumvarps og meðferðar þess á þingi með óttablandinni forvitni. Safnaðar- heimili Dómkirkj- unnar Safnaðarheimili Dómkirkj- unnar í gamla Iðnskólanum við Vonarstræti var vígt á dögun- um. Þar með hefur Dómkirkju- söfnuðurinn mætt brýnni hús- næðisþörf fyrir margs konar safnaðarstarf. í þessu aldna og virðulega húsi (byggt árið 1906) hefur söfnuðurinn innréttað einkar hentugt safnaðarheimili. Þar eru tveir rúmgóðir salir, skrifstofur presta, aðstaða fyrir sóknar- nefnd, organista og kirkjukór, sem og eldhús. Tæknibúnaður gerir fólki kleift að fylgjast með athöfnum í kirkjunni - í máli og myndum - úr safnaðarheimilinu. Komið hefur verið fyrir lyftu og fullkomnu brunavarnarkerfi. I ráði er að leggja göngustíg frá kirkjunni að safnaðarheimilinu. Það fer vel á því að samnýta þessi öldnu og söguríku miðbæj- arhús, dómkirkjuna og fyrrum iðnskóla, með þessum hætti. Margs konar safnaðarstarf - æskulýðsstarf, öldrunarstarf og annars konar félagsstarf innan kirkjunnar - fær nú gjörbreytta og betri aðstöðu. Morgunblaðið samfagnar söfnuðinum með þetta framtak, ' Morgunblaðið/Sigfús Pétursson Frá dagskrá um ljóð Matthíasar Johannessen og Tomasar Tranströmers sem fór fram á Bóka- og bókasafnastefnunni í Gautaborg á laugardag. Bóka- og bókasafnastefnan í Gautaborg: Samhengi íslenskra bók- mennta og landið sjálft A dagskrá hjá Matthíasi Johannessen og Tomasi Tranströmer Gautaborg. Frá Jóhanni Hjálmarssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. „EKKI jarðskjálfti heldur titraði himinninn" nefndist dagskrá á Bóka- og bókasafnastefnunni í Gautaborg og Qallaði hún um skáldskap Matthíasar Johannes- sen og Tomasar Tranströmers sem hlaut Bókmenntavérðlaun Norðurlandaráðs 1990. Heiti dagskrárinnar var sótt í upphaf þekkts íslandsljóðs eftir Tranströmer. Skáldin voru bæði viðstödd, lásu upp og ræddu (jóð sín og annarra. Dagskránni stýrði Nils-Gunnar Nilsson, menningarritsljóri Sydsvenska Dagbladet. Matthías las ljóð sín á frummálinu, en leikkona las þau í sænskri þýðingu Christers Erikssons. Ljóðin voru flest úr úrvali Erikssons á ljóðum Matt- híasar, Harpkol ár din vinge, bók sem var afar vel tekið í Svíþjóð þegar hún kom út hjá Rabén och Sjögren 1981. Skáldin spjölluðu m. a. um yrkis- efni sín, nýjungar og hefðir og tengsl sín við önnur skáld. Matthías sagði að ljóð væru ferðalag frá einni hugsun til annarrar og sín ljóð ferðalög um eigið land. Hann minnti á að helstu þýðendur íslendinga hefðu gert erlend ljóð að íslenskum ljóðum. Heine væri til dæmis íslenskur hjá Jónasi Hallgrímssyni. Tranströmer sagðist hafa haldið að ísland væri líkt Svíþjóð, en svo væri alls ekki, það væri framand- legt og eiginlega líkara Arizona. Fullt hús var á dagskránni og hún mæltist vel fyrir, þótti lifandi og skemmtileg. Matthías sagði í samtali við Morgunblaðið að áheyr- endur hefðu verið mjög góðir og áhugasamir og ánægjulegt það sem kom fram að þeir vildu fá meira þýtt. Hann bætti við að hann hefði fundið hjá þeim áhuga á samhengi íslenskra bókmennta, hvernig islensk fomöld gæti verið lifandi staðreynd í nútímabókmenntum, ekki síst ljóðlist. Andstætt öðrum tungumálum vantaði ekki hlekk í islensku. Allir íslendingar gætu notið allra bókmennta okkar. Tomas Tranströmer sagðist hafa verið vantrúaður á Bóka- og bóka- safnastefnuna, haldið að hún yrði tóm froða, en svo væri ekki. Sér- staklega hefði hann notið þess að koma fram með Matthíasi Johann- essen, enda hefði hann sett það sem skilyrði fyrir þátttöku sinni að fá að lesa með Matthíasi. „Norrænt konfekt“ á næstu bókastefnu Gauiaborg. Frá Jóhanni Iijálmarssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ÞÓTT menn greindi á um mikilvægi Bóka- og bókasafnastefnunnar í Gautaborg og gagnrýnisraddir heyrðust voru þó flestir sammála um að gefast ekki upp. Sýnendum fækkaði að vísu, en mikil aðsókn var allan tímann. Næsta ár verður boðið upp á „Norrænt konfekt" sem felst í því að lögð verður áhersla á kynningu smárra mál- svæða. Þá verða Færeyjar, Grænland og Samábyggðir í öndvegi. Bóka- og bókasafnastefnunni tektir fyrir framlag sitt til bóka- lauk á sunnudag. íslenskir þátttak- endur sem flestir komu heim í gær voru mjög ánægðir með árangur- inn, ekki slst félagar íslensku óper- unnar, en þeir hlutu góðar undir- stefnunnar. Er ljóst að undirbúningsnefndin hér heima hefur unnið gott starf þótt alltaf megi gera betur. Fjórir bræður frá Ólafsvík í sjávarháska: Þrír í sjónum en einn um borð Allir náðust um borð eftir mikið volk ÞRIR bræður frá Ólafsvík, þeir Brynjar, Óðinn og Sumarliði Krist- mundssynir, voru hætt komnir er þeir fóru allir fyrir borð í níu vind- stigum og haugasjó um fjórtán mílur vestur af Snæfellsnesi síðastlið- ið föstudagskvöld. Einn bróðirinn féll útbyrðis er bóma slóst í hann, og hinir tveir stungu sér á eftir honum. Fjórði bróðirinn, Ægir, náði að hjálpa bræðrum sínum um borð í bát þeirra, Steinunni SH. „Við fórum að hífa klukkan hálf- sjö og vorum búnir að hífa um sjö- leytið,“ sagði Brynjar Kristmunds- son, skipstjóri á Steinunni, þegar Morgunblaðsmenn spjölluðu við bræðurna í lúkarnum í gær. „Við vorum búnir að ganga frá trollinu um hálfáttaleytið og vorum rétt byijaðir að halda undan veðrinu. Strákarnir voru að slaka bómunni niður, og þurftu að rétta hana af, svo hún gæti farið í rétta stýringu. Óðinn slær henni aðeins til, en þá slæst hún svo skarpt út í stjór að Óðinn hrekkur fyrir borð. Sumarliði kallar á mig og segir að Óðinn hafi farið útbyrðis. Strákurinn var þá kominn hérna aftur með. Ég sný og legg að honum, og þá var Sumar- liði búinn að hlaupa niður og smella sér í flotgalla, sem er klár í bátn- um. Hann stekkur á eftir Óðni, en Ægir hleypur og nær í Markúsar- netið og hendir spotta út til Óðins, sem hann ætlaði að grípa, en náði ekki.“ Sumarliði náði taki á bi'óður sínum, en sogið við skipshliðina var svo mikið að hann sogaðist niður með bátnum og kastaðist svo frá aftur. „Svo fauk hann hreinlega frá bátnum," sagði Brynjar. „Oðinn komst aftur með, og náði að grípa •í trollið og hanga á því. Við tökum trollið aldrei alveg inn, og það hékk þess vegna niður undir sjávarborð. Ég hljóp út, tók spotta sem var aftur á, stökk út í og gat hnýtt utan um hann, en Ægir setti fast uppi. Þá átti ég eftir að fá spotta, og ég náði bandi, sem Ægir henti til mín, og gat hnýtt mig fastan. Þá var bara svo erfitt fyrir hann að ná okkur upp. Ég var í vinnuflot- galla, en ég gleymdi að herða fyrir ermarnar til þess að varna því að sjórinn færi eins skarpt inn. Það var orðið erfitt fyrir rnig að hanga aftan á, gallinn orðinn fullur af sjó og báturinn gekk svo til í öldugang- inum að maður kipptist upp úr sjón- um og keyrðist á bólakaf til skiptis." Ægi tókst að koma öðru reipi til bræðra sinna. Hann ætlaði fyrst að reyna að hífa þá upp með kraft- blökkinni, en gat síðan slakað gils- vírnum niður til þeirra og híft Brynjar upp í bátinn. „Ég fór þá á stjórntækin og slakaði niður aftur, Ægir setti ‘ krókinn um spottann sem Óðinn var í, og við náðum honum inn,“ sagði Brynjar. A meðan öllu þessu fór fram flaut Sumarliði burt frá bátnum, en hann var vel settur í flotgallanum, segist hvorki hafa blotnað né kólnað, en hann hafði litla stjórn á sér í flot- gallanum, segist hafa reynt að róa sig að bátnum en það hafi ekkert ^engið. „Við létum Öðin liggja aftur a meðan við lögðum að Sumarliða. Hann hefur verið kominn svona hundrað metra frá bátnum,“ sagði Brynjar. Óðinn var orðinn nokkuð kaldur og þrekaður eftir rúmlega hálftíma volk í köldum sjónum. Bræðurnir nudduðu í hann hita niðri í káetu og færðu hann í ullarnærföt, sem r" kvenfélagskonur í Ólafsvík gáfu í al!a báta í bænum fyrir nokkrum árum. Honum hlýnaði fljótlega og hann var kominn aftur á ról á heimstíminu, rúmlega hálftíma eftir að hann náðist úr sjónum. Bræðurnir eiga Steinunni saman ásamt föður sínum og fimmta bróð- urnum. Þeir eru fjórir saman á bátn- um, allir fjölskyldumenn. „Þetta leit ekki björgulega út á tímabili, þrír í sjónum og einn um borð,“ sagði Brynjar. „En það skipti mestu að allir komust heilir heim.“ Morgunblaðið/KGA Bræðurnir fjórir voru að gera klárt fyrir næsta túr í Ólafsvíkurhöfn í gær. Frá vinstri eru Sumarliði 2. vélstjóri, Bryiyar skipstjóri, Ægir 1. vélstjóri og Óðinn stýrimaður. Til vinstri er Steinunn SH. Mennirnir voru hífðir inn með gilsinum, litla spilinu stjórnborðsmegin. Glöggt má sjá að aðstæður hafa verið erfiðar, hátt upp á borðstokkinn og báturinn gekk upp og niður í ölduganginum. íslenska óperan fékk afar góðar viðtökur í Gautaborg: Ferðin ævintýri líkust ÞAÐ VAR ánægður hundrað og íjörtíuinanna hópur listmanna sem safnaðist saman fyrir framan íslensku óperuna í gær eftir velheppn- aða tónleikaferð til Gautaborgar. Söngvarar, hljómsveitarmeðlimir og dansarar voru sammála um að ferðin hefði verið ævintýri líkust og að ómæld vinna hefði skilað sér margfalt í frábærum viðtökum gestgjafanna og þeirra íslendinga sem áttu þess kost að sjá sýning- ar hópsins í Stora Teaten í Gautaborg. Af verkunum voru flestir sammála um að Carmina burana eftir Carl Orff hefði hlotið mesta athygli en auk hennar flutti hópurinn Pagliacci eftir Leon Cavallo og Þjóðhvöt eftir Jón Leifs. Einnig voru flutt nokkur þjóðlög í útsetningu Jóns Ásgeirssonar. Blaðadómar voru mjög jákvæðir. „Ferðin tókst í einu orð sagt frábærlega vel,“ sagði Ásrún Dav- íðsdóttir, úr kór íslensku óperunn- ar, við komuna til’Reykjavíkur í gær. „Við héldum þrjár sýningar á föstudaginn, laugardaginn og sunnudaginn og þær tókust hver annarrj betur. Ef ég á að nefna eitthvað sérstaklega þá er það kannski Carmina burana sem fékk frábærar viðtökur. Uppfærsla hennar var líka leikræn og ólík þvi sem fólk á að venjast," sagði Ásrún en þess má geta að í upjp- færslunni dansa dansarar úr Is- lenska dansflokknum en kór ís- lensku óperunnar og einsöngvarar í verkinu taka einnig þátt í dansin- um. Ásrún nefndi líka Þjóðhvöt Jóns Leifs. Sagði að það væri fremur erfitt verk, bæði tónlistar- lega og raddlega, en flutningur Morgunblaðið/Ámi Tómas Ragnarsson Vigdís Finnbogadóttir og Svavar Gestsson voru meðal fjölmargra óperugesta sem heimsóttu listafólkið að tjaldabaki s.l. föstudagskvöld. þess hefði gengið framar öllum vonum. Meðal þeirra sem viðstaddir voru sýningu hópsins síðastliðið föstudagskvöld voru Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, og Svavar Gestsson, menntamálaráð- herra, en að sögn Ásrúnar hét hann því um kvöldið að óperuflutn- ingur legðist ekki af á íslandi. Sýningin á föstudaginn var sér- stök hátíðarsýning haldin til heið- urs Vigdísi Finnbogadóttur en hún heimsótti listafólkið að tjaldabaki eftir sýninguna og sagði þá meðal annars að það væri að stundum sem þessum sem hún væri hreyk- inn af því að vera íslendingur. Á sýningunni á föstudaginn flutti listafólkið Carmina burana eftir Carl Orff og Pagliacci eftir Leon Cavallo. Frammistaða Garðars Cortes i Pagliacci vakti sérstaka athygli og gera varð óvenju lang hlé eftir helstu aríu hans vegna langvinns lófaklapps og bravóhrópa. Garðar sagðist við komuna til Reykjavíkur afar ánægður með ferðina og nefndi sérstaklega að hópurinn hefði verið mjög samheldin. Hann sagði að verkin hefðu öll fengið frábærar mótttökur en þau væru afar ólík, þjóðlögin Ijúf, Þjóðhvöt sérstæð og óvægin, Carmina bur- ana leikræn og með uppfærslunni á Pagliacci hefði hópurinn sannað að hann stæði öðrum listamönn- um, sem sett hafa óperuna upp, jafnfætis. Eggert Pálsson, pákuleikari, sagði að ferðin hefði verið töluvert strembin en æfingarnar hefðu skil- að sér í frábærum móttökum í Gautaborg. Hann sagði að sam- starf listamannanna hefði verið gott og sagðist halda að hópurinn hefði komið gestgjöfunum á óvart. Á sunnudaginn söng kór ís-' lensku óperunnar íslensk þjóðlög á bókastefnu í Gautaborg. AGÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.