Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 49 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . . Köttur klórar smábarn Faðir hringdi: „Við búum í Vesturbænum og höfum við tvisvar orðið fyrir því að köttur hefur komist í barna- kerru sonar okkar og klórað hann. í fyrra skiptið var þetta minni- háttar en í síðara skiptið var hann klóraður til blóðs. Ég kem þessu á framfæri til að aðvara aðra for- eldra. Við erum með net á kerr- unni en það virðist koma að litlu haldi. Hér er nokkur hætta á ferð- um því ef kötturinn hefði klórað barnið í augað hefði ef til vill orð- ið um alvarleg meiðsl að ræða. Ég vil því beina því til fólks að það gæti vel að börnum sem látin eru sofa úti í vögnum eða kerrum. Eins hefur heyrst um rottugang í görðum hér í Vesturbænum en þær geta einnig verið börnum hættulegar.“ Veski Svart seðlaveski með skilríkjum tapaðist sl. miðvikudag líklega í miðbæ Garðabæjar. Veskið er eig- andanum mikils virði af persónu- legum ástaðum. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í Margréti í síma 656310 eða vinn- usíma 92-11795. Amon Ra týndur Kötturinn Amon Ra fór að heiman frá sér að Barmahlíð 15 fyrir nokkru. Hann er grábrön- dóttur með hvíta bringu, hvítan kvið og hvítar hosur. Upplýsingar í síma 624718 heima eða vinn- usíma 31975. Úr Delma kvenúr með svartri leðu- ról tapaðist á Whitesnakehljóm- leikunum í Reiðhöllinni. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Lindu í síma 676206. Skjalataska Skjalataska með skólabókum tapaðist 12. september, sennilega í versluninni Árnes við Barónstíg eða þar í grennd. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 17994. Plastumbúðir - smóking Emilía hringdi: „Við vorum 18 samna á heilsu- skóla í Danmörku í sumar og var okkur meðal annars kennd aðferð til að geyma grænmeti í plast- frauðtunnum eða plastfrauðköss- um. Nú vantar mig svona kassa og væri þakklát ef einhver gæti sagt mér hvort þeir fást hér á landi og hringi í síma 40254. Þá tapaðist smóking þjónsbúningu merktur Hótel Sögu fyrir skömmu og er finnandi vinsamlegast beð- inn að hringja í ofangreint síma- númer.“ Veski S.D. hringdi: „Dóttir mín varð fyrir því að týna seðlaveski á Borginni og er- um við óánægðar með hversu erf- iðlega gengur að fá upplýsingar um óskilamuni á skemmtistöðum. Þetta á ekki aðeins við um Borg- ina heldur virðast flestir skemmti- staðir ekki hirða um að koma óskilamunum til eigenda. Þetta var Ijóst veski með ýmsum skilríkjum. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 71049. Fundarlaun.“ Gullarmband Gullarmbandi tapaðist við end- urvígslu Fossvogskirkju 26. ágúst. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 685741. Úlpa Svört úlpa með appelsínugulu fóðri tapaðist á leiðinni frá Graf- arvogi niður á Langholtsveg, sennilegast við Eikjuvog, Barða- vog eða Snekkjuvog. Merkt „Biynjar" innan í innri vasa. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja síma 675436. Fundar- laun. Köttur í óskilum Fress köttur fannst við Kassa- gerðina í Reykjavík sl. miðviku- dag. Hann er svartur með hvítar loppur og bílvanur. Hann er í geymslu á Dýraspítalanum í Víðidal. Myndavél Ricoh myndavél var tekin í misgripum í flugstöðinni á He- atrow-flugvelli 4. september. Eigndinn er vinsamlegast beðinn að hringja í Ingu í síma 685689. Páfagaukur Lítill gulhvítur páfagaukur tap- aðist í Vesturbænum 8. ágúst. Hafi einhver fundið hann, vinsam- legast hefið samband í síma 10993 eða 687408 eftir kl. 17 á daginn. Úr Fíngert kvenmannsúr fannst við Leikskólann við Eiriksgötu. Upplýsingar í síma 625207. Macintosh fyrir byrjendur Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á , © 15 klst námskeiði fyrir byrjendur! Fáiö senda námsskrá. Ö5p <Sfo Tölvu- og verkfrœðiþjónustan Grensásvegi 16 - fjögur ár f forystu Námskeiö í keramik's byrja 1. október á Hulduhólum, Mosfellsbæ. BYRJENDANÁMSKEIÐ FR AMH ALDSN ÁMSKEIÐ BARNANÁMSKEIÐ Upplýsingar í síma 666194. Steinunn Marteinsdóttir • • NYTT STJORNUKORT: 3 ára framtíðarkort Persónulýsing, 12 mánaða framtfðarkort, samskiptakort. Gunnlaugur Guðmundsson, Stjörnuspekistöðin, Miðbæjarmarkaðinum, Aðalstræti 9, sími 10377 ESAB RAFSUÐUVÉLAR vír og fylgihlutir Egill ólíkt skemmtilegri maður Til Velvakanda. „Egill Skallagrímsson var skepna" hefur Morgunblaðið eftir Einari Pálssyni, höfundi bókanna um „Rætur íslenskrar menningar" nú um helgina, og sýnist mér þetta orðbragð bera vott um lágt menn- ingarstig reykvíska menningar- blómans. Ég er ekki að taka höfund þessara orða einn út úr - hann talar svona af því að hann á sér vísa áheyrendur. - En ég held, að ekki mundi mönnum verða til fram- dráttar að komast þannig að orði um Karlamagnús í Frakklandi, Ses- ar á Ítalíu, Davíð kóng í Gyðinga- landi (sá drap tugþúsundir) eða Þútmes þriðja í Egyptalandi. Að flestir höfðingjar sögunnar hafa verið miskunnarlitlir og virt manns- lífin lítils - bendi menn á einhveija sem ekki voru það - er alkunn stað- reynd. En sumir höfðu þó annað en þetta til brunns að bera, og þeg- ar betri eiginleikar náðu að koma fram hjá þeim, þá er það minnis- vert og efni í sögur. Og það er fyr- I Níunda bók RÍM komin ut: Egill var ekki hreysti- menni lieldvit' skepna [ — segir Einar Pálsson um helstu niðurstöður I GGILS saga og úlfar tveir, níunda hefti bókaflokksins Rætur íslenskr- I ar menningar eftir Einar Pálsson er nú komið út. Einar segir í Miti' I fali við Morgunblaðið, að rannsóknir hans á goðsögnum og launsbgn- I um í Egils sögu, sem er meginviðfangsefni bókarinnar, leiði L1 niður- I stöðu sem gangi þvert á niðurstöður annarra. Hann segir Snorra I Sturluson hafa skrifað Eglu, ekki U1 þess að hampa hreysti Egils Iskallagrímssonar, heldur hið gagnstæða, L1 þess að syna skepnu- Iskap hans og tvieðli Mýramanna. n 'anesefni Knv.rinnarer Eeils til dærnis Sigurður Nordal og þeir Einar Pálsson. ir slíka hluti sem Egill á Borg er frægur maður enn í dag. Það sem Egill gerði af sér í róstum sinnar aldar er reyndar smámunir hjá „af- rekum“ hinna miklu hershöfðingja. En hann var ólíkt skemmtilegri maður en flestir slíkir - og það fann Snorri. Þorsteinn Guðjónsson Athyglisverður bæklingur SÆNSK GÆÐANÆRFÖT Til Velvakanda. Nýútkominn er bæklingur, Að- staða til laxahafbeitar á íslandi, er gefur gagnlegt yfirlit um þætti er ráða miklu um velgengni ellegar misfelli laxahafbeitar við ísland. Jafnframt bregður ritið upp mynd af lífsferli laxins, þessa ævintýrafisks sportveiðimannsins. Mun þetta eina heillega samantektin sem birst hefur á íslensku um framangreind atriði. Væntanlega reynist bæklingurinn gagnlegur þeim sem stunda fiskeld- isnám, þeim sem veita ráðgjöf á þess- um vettvangi, og ekki síst þeim sem sinna einhveijum framleiðsluþáttum laxahafbeitar. Efnisniðurröðun er skipuleg og framsetning auðskilin. Því mun mörgum áhugamanninum um laxa og laxveiðar forvitnilegt að blaða í bæklingnum. Þannig fór a.m.k. þeim sem þetta ritar, en hann er áhugamaður en ekki vísindamaður varðandi umræddan töfrafisk. Á sl. 30 árum hefur höfundur rits- ins, dr. Björn Jóhannesson, tínt sam- an gögn og unnið úr þeim til birting- ar. Er þetta unnið sem áhugastarf, án nokkurra opinberra styrkja eða aðstoðar, og Björn hefur einnig kost- að útgáfu bæklingsins. Á hann þakk- ir skildar fyrir þetta ósíngjarna fram- tak. Hallgrímur Björnsson, verkfræðingur. FYRIR • ALLA' FJÖLSKYLDUNA • Stinga ekKi ®Úr fínustu merinóull ®Mjög slitsterk • Má þvo viö 60°C SKATABUÐIN SN0RRABRAUT 60, S. 624145 HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIPJÓNUSTA - LAGER <: cn SIEMENS SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.