Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.09.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990 Þu sparar með = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER EPSON EPSON 24 nála gæöaleturs-prentarar í miklu úrvali. EPSON LQ-550 Heimilisprentari meö fullkomleika skrifstofu- prentara. Sérstaklega fullkomin papp- írsstýring. PC (861) og ISO 8859/1 stafamengi. EPSON LQ-850/1050 Þrælsterkur og öflugur skrif- stofuprentari meö 230 st/sek. Fullkominn pappírsmeö- höndlun og 360x360 pt/þumlung. PC (861) og ISO 8859/1. Aö sjálfsögöu eigum viö fleiri 24 nála prentara bæði dýrari og ódýrari. EPSON prentararnir hafa veriö margverölaunaöir fyrir leturgæöi og styrkleika. Líttu viö þegar þig vantar prentara. ö PÚRÞ SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11 Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! A Alitsgerð vegna útflutningsleyfa: Utanríkisráðherra óheimilt að framselja vald til Aflamiðlunar íslenskur fískur á markaði í Grimsby. Skipaþjónusta Suðurlands, Skipaafgreiðsla Vestmannaeyja, Gámavinir sf. og Hrellir hf. fóru þess á leit við Jón Steinar Gunn- laugsson hrl. að hann semdi lög- fræðilega álitsgerð varðandi rétt manna til útflutnings á ísuðum fiski. Lögmaðurinn kemst að þeirri niðurstöðu, að stjórnvöld- um sé óheimilt að binda leyfí til útflutnings á físki skilyrðum og að utanríkisráðherra sé óheimilt að framselja til Aflamiðlunar vald til að gefa útflutningsleyfi. Birtist álitsgerð Jóns Steinars Gunnlaugssonar hér í heild: „I ódagsettu bréfi yðar, sem mér barst 11. september 1990, segir svo: „Við undirritaðir, útgerðarmenn og útflytjendur á ísuðum fiski, höf- um komið okkur saman um að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni, hæstaréttarlögmanni, að semja lög- fræðilega álitsgerð varðandi rétt manna til útflutnings á ísuðum fiski. Vonast er til þess, að fá svar við eftirfarandi spurningum: 1. Hafa stjómvöld leyfi til þess að stjórna (takmarka) útflutningi ísvarins fisks? 2. Samrýmist 4. mgr. 5. gr. laga nr. 3/1988 um 15% álag á ferskan (óunninn) fisk sem sendur er á er- lendan markað, ákvæðum stjómar- skrár íslands og/eða samningum íslands við GATT, EFTA og EB? 3. Hefur utanríkisráðuneytið heim- ild til að veita Aflamiðlun eða öðrum aðila vald til að stjórna útflutningi? 4. Bréf Aflamiðlunar dags. 10.9.90 um stöðvun útflutnings hjá til- teknum fyrirtækjum og stoð í lögum til þeirra aðgerða." Eg mun hér á eftir leitast við að veita svör við spurningum yðar. Um. 1. í iögum n. 4/1988 um útflutningsleyfi o.fl. er utanríkis- ráðuneytinu í 1. gr. heimilað að ákveða að ekki megi bjóða, selja né flytja vörur til útlanda nema að fengnu leyfí. í lögunum er ekkert sagt um hvaða skilyrði menn þurfa að uppfylla til að fá leyfi. Aðeins er sagt (1. gr. 1. mgr. 2. ml.): „Úflutningsleyfi getur ráðuneytið bundið skilyrðum sem nauðsynleg þykja.“ í 2. gr. laganna er síðan ákveðið, að ráðherra geti í reglu- gerð sett nánari ákvæði um fram- kvæmd þeirra. í reglugerð nr. 27/1988 um út- flutningsleyfi er í 1. gr. ákveðið að útflutningur á vörum í öðrum toll- flokkum en þeim, sem nánar eru tilgreindir, skuii vera háður leyfi utanríkisráðuneytisins. Meðai þeirra vara sem þurfa útflutnings- leyfi skv. þessu eru allar vörur í 3. kafla tollskrár (sjá augl. nr. 82/1987), þar sem m.a. er að finna hinar ýmsu tegundir fisks. í 2. gr. reglugerðarinnar er sagt að ráðu- neytið geti bundið útflutningsleyfi skilyrðum, sem nauðsynleg þyki, þ. á m. um sölukjör, lánskjör, með- ferð skjala og fleira. í 3. gr. eru síðan ákvæði um skyldu útflytjenda tii að veita utanríkisráðuneytinu upplýsingar, svo sem um verð, umboðslaun o.fl. og um þagnar- skyldu starfsmanna ráðuneytisins um það sem upplýsingar eru veittar um og leynt á að fara. Þér spyrjið, hvort stjórnvöld hafí leyfi til að takmarka útflutning ísvarins físks. Svo sem að ofan greinir er utanríkisráðherra með lögum nr. 4/1988 veitt heimild til að áskilja að leyfí þurfí til útflutn- ings. Að formi til hefur hann því iagaheimild tii að ákveða slíka tak- mörkun á útflutningi. Til athugunar er þá hvort hann geti sett mönnum skilyrði fyrir því að fá leyfi. í lögun- um er aðeins sagt að ráðuneytið geti bundið útflutningsleyfí skilyrð- um, „sem nauðsynleg þykja“, en hins vegar er þar ekkert ákveðið um efni þeirra skilyrða sem binda má leyfisveitingu. í 69. gr. stjómarskrárinnar er svo ákvæði sem ætlað er að vemda atvinnufrelsi. Hljóðar það svo: „Engin bönd má leggja á atvinnu- freisi manna, nema almenningsheiii kreiji, enda þarf lagaboð til.“ Hæstiréttur fjallaði í dómi 15. des- ember 1988 um hvað fæiist f þessu stjórnarskrárákvæði. I dóminum segir m.a. svo: „Samkvæmt 69. gr. stjómar- skrárinnar þarf lagaboð til að leggja bönd á atvinnufrelsi manna. Með orðinu „lagaboð“ er átt við sett lög frá Alþingi. Reglugerðarákvæði nægja ekki ein sér. Lagaákvæði er takmarka mannréttindi verða að vera ótvíræð. Sé svo ekki, ber að túlka þau einstaklingi í hag, því að mannréttindaákvæði eru sett til verndar einstaklingum en ekki stjórnvöldum." Komst rétturinn síðan að þeirri niðurstöðu, að reglugerðarákvæði, sem gerði það að skilyrði atvinnu- leyfis hjá leigubifreiðarstjóra, að hann væri félagi í Bifreiðastjórafé- laginu Frama, stæðist ekki. Skilyrð- ið þurfi beina lagaheimild. I því dæmi sem hér er til athug- unar háttar svo til, að lögin kveða ekkert á um hvert megi vera efni þeirra skilyrða sem ráðherra getur sett fýrir útflutningsleyfum. Raun- ar er það einnig svo, að reglugerðin segir heldur ekki mikið um þetta. Þar er, að því er efni skilyrða snert- ir, aðeins nefnt, að skilyrði megi varða „sölukjör“, „lánskjör" og „meðferð skjala". Engin útlistun er gefín á því, hvemig þessi atriði eigi að orka á útgáfu leyfa. Með hliðsjón af fyrrgreindum dómi Hæstaréttar tel ég að ekki sé viðhlítandi lagaheimild fyrir ut- anríkisráðherra til að binda útflutn- ingsleyfí fyrir físk skilyrðum. Beri honum skylda til að veita þeim sem eftir leita slík leyfí án skilyrða. Um 2. í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 3/1988 um stjórn fiskveiða 1988- 1990 er sagt að ráðherra geti ákveðið að afli á ákveðnum fiskteg- undum, sem fluttur er óunninn á eriendan markað, skuli reiknaður með 15% álagi, þegar metið sé hversu miklu af aflamarki eða afla- hámarki skips sé náð hveiju sinni. í eðli sínu er þetta lagaákvæði hlið- stætt ákvæðum, sem leggja sérstök gjöld á hinar ýmsu tegundir físks, sem fluttur er út. Fæ ég ekki séð, að lagaákvæði þetta bijóti í bága við íslensku stjómarskrána. Ég hef ekki kannað, hvort þetta fyrirkomu- lag samrýmist milliríkjasamning- um, sem Island á aðild að. Læt ég því spurningu yðar þar að lútandi ósvarað. Um 3. Starfsemi svonefndrar Aflamiðlunar mun byggjast á bréfi Verðlagsráðs sjávarútvegsins til utanríkisráðherra dags. 25. febrúar 1990 sem hljóðar svo: „Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa lýst því yfir að samkomulag seljenda og kaupenda um fiskverð geti tekist að því tilskyldu að afla- miðlun með ferskan fisk verði kom- ið á. Til að greiða fyrir því að lausn, sem seljendur og kaupendur sætta sig við, fáist í þessu mikilvæga máli lýsa hagsmunaaðilar sig reiðu- búna að koma á fót aflamiðlun, sem hafði það hlutverk að greiða fyrir fískviðskiptum innanlands og hafa eftirlit með og aðlaga útflutning á óunnum fiski nýtingu ferskfísk- markaða fyrir neyslufísk (sbr. reglugerð nr. 27 um útflutnings- leyfi o.fl. frá 11. jan. 1988). Aðilar málsins hafa komið sér saman um að eftirtaldir menn skipi stjóm aflamiðlunar: Aðalmenn: Agúst Elíasson, Óskar Þórarinsson, Sigurbjörn Svavarsson, Snær Karlsson, Sæv- ar Gunnarsson. Varamenn: Arni Benediktsson, Sveinn Hjörtur Hjartarson, Eiríkur Tómasson, Guðmundur J. Guð- mundsson, Benedikt Þór Valsson. Aðilar afiamiðlunar samþykkja að aflamiðlun taki að sér að úthluta útflutningsleyfum (þó ekki vatna- físki svo sem lax og silungi) enda muni utanríkisráðuneytið ekki veita önnur útflutningsleyfí á ferskum fiski. Þessu fyrirkomulagi verði komið á strax og aflamiðlun, sam- kvæmt framangreindu, hefur verið stofnuð. Þetta fyrirkomulag verður endur- metið í byijun hvers árs með tiliiti til þess, hvort breytinga er þörf í ljósi reynslu." Bréf þetta hefur utanríkisráð- herra áritað með svofelldri áritun: „Utanríkisráðherra er samþykkur ofangreindu samkomulagi og mun beita sér fyrir framkvæmd þess.“ Ekki hefur utanríkisráðherra, svo kunnugt sé, sett neinar reglur um starfsemi Afiamiðlunarinnar, hvorki í formi reglugerðar né ann- arra birtra stjórnvaldsfyrirmæla. Hér virðist málinu vera svo hátt- að, að ráðherra hafí með samkomu- lagi við einkaréttarlega aðila, fram- selt vald sitt til útgáfu útflutnings- leyfa. Ljóst virðist vera, að sá aðili sem valdið er framselt til (stjórn Aflamiðlunar), getur vart talist vera stjórnvald, a.m.k. ekki í hefðbundn- um skilningi. Kemur þar framar öðru til, að ekkert er kveðið á um aðila þennan eða starfsemi hans í settum lögum né almennum stjórn- valdsfyrirmælum. Sýnist því ráð- herra með áritun sinni á ofangreint bréf hafa framselt vald sitt til út- gáfu útflutningsleyfa til aðila utan stjómkerfisins. Svo sem áður sagði er í lögum nr. 4/1988 utanríkisráðuneytinu heimilað að ákveða að ekki megi flytja út vörur nema að fengnu leyfí. Og í reglugerð nr. 27/1988 útgefínni af utanríkisráðherra er slík ákvörðun tekin og sagt að út- flutningurinn sé háður leyfi ut- anríkisráðuneytisins.. Verður ekki með nokkru móti talið að ráðherran- um hafí verið heimilt að framselja vald sitt með þessum hætti sem lýst var. Er það til enn frekari stuðnings þessari niðurstöðu, að í 3. gr. 3. mgr. regiugerðarinnar er kveðið á um þagnarskyldu starfs- manna ráðuneytisins og vísað þar til 32. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Myndi þetta reglugerðar- ákvæði, þó að ekkert annað kæmi til, standa í vegi fyrir því, að fá megi aðila utan ráðuneytisins, sem engar skyldur ber skv. lögum nr. 38/1954, verkefni á þessu sviði. Niðurstaða mín um þetta er því sú að þetta valdframsal sé utanríkis- ráðuneytinu óheimilt. Um 4. Ég lít svo á að í þessum lið séuð þér að óska eftir umsögn um skjal sem fylgdi bréfí yðar og er dagsett 10. september 1990. Þar virðist vera um að ræða fréttatil- kynningu frá stjórn Aflamiðlunar svohljóðandi:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.