Morgunblaðið - 25.09.1990, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990
9
Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim, sem
glöddu mig á áttrœðisafmœli mínu.
Lilja Finnsdóttir.
ORYCGI FYRIR OLLU
Tvöfaldi sólinn í öryggisskónum frá
JALLATTE gerir skóna mjúka, létta og
gripgóða, auk þess þolir hann vel olíur og
sýrur. Stálþynna í sólanum er naglheld og
þolir högg.
Stálhetta hlífir tánum fyrir höggum og
hnjaski og hefur nægilegt rými fyrir
tærnar.
í hælbótinni er hlíf til varnar hásin og
öklabeini.
JALLATTE öryggisskórnir —
öruggt val.
Skeifan 3h - Sími 82670
TOYOTA
NOTAÐIR BÍLAR
Athugasemd!
Bílar meö staðgreiðsluverði
eru einnig fáanlegir með lánakjörum skv. lánatöflu Toyota bilasölunnar.
TOYOTA COROLLA SEDAN ’85
Grár. 5 gíra. 4 dyra. Ekinn 95 þús/km.
Verð 420 þús. stgr.
DAIHATSU CHARADE TX ’88
Hvítur. 5 gíra. 2 dyra. Ekinn 61 þús/km.
Verð 450.000 þús. stgr.
MAZDA 626 GLi '89
Rauður. 5 gira. 2 dyra. Ekinn 12 þús/km.
Verð 1.230 þús. stgr.
MMCCOLT’88
Hvítur. 4 gíra. 2 dyra. Ekinn 21 þús/km.
Verð 560 þús.
VOLKSWAGEN GOLF C ’86
Dökkgrár. 5 gíra. 2 dyra. Ekinn 81
þús/km. Verö 480 þús. stgr.
FORD FIESTA ’86
Hvítur. 4 gíra. 2 dyra. Ekinn 75 þús/km.
Verð 340 þús.
TOYOTA
NYBYLAVEGI 6-8, KOPAVOGI
Víðtæk sam-
staða
Mörg stórtiðindi ger-
ast nú á svo skömmum
tima á alþjóðavettvangi
að erfitt er að fá tóm til
að skoða þau hvert og
eitt í sögulegu Ijósi. Með-
al þessara merku tiðinda
er hin víðtæka samstaða,
sem hefur myndast á
vettvangi Sameinuðu
þjóðanna um markvisst
svar við innrás íraka í
Kúvæt. Er einstakt, að
stórveldi úr austri og
vestri sameinist með
þessum hætti og ákveði
að standa sameiginlega
að hafnbanni gagnvart
einhverju ríki. Jafnframt
er einstakt að dregið sé
saman jafn mannmargt
og öflugt alþjóðlegt her-
lið án þess að komi til
ágreinings milli Banda-
ríkjaima og Sovétríkj-
aima. Sýnir þetta al-
menna fordæmingu á
yfirgangi Saddams Huss-
eins, einræðisherra í Ir-
ak, og hvílík þáttaskil
hafa orðið í samskiptum
austurs og vesturs.
Við framkvæmd þess-
ara víðtæku aðgerða
hafa menn staðið frammi
lyrir ýmsum skipulags-
vanda, sem má meðal
annars rekja til þess að
ekki er um sameiginlega
herstjórn hins alþjóðlega
herafla að ræða. Þótt
Bandaríkjainenn hafi
haft ótvíræða forystu í
aðgerðunum hafa þeir
ekki stjórn neins herafla
nema síns eigin með
höndum. í umræðum um
þetta hafa vaknað ýmsar
spurningar, meðal ann-
ars sú hvort ekki væri
eðlilegt að aðildarríki
Atlantshafsbandalagsins
(NATO) nýttu sér sam-
eiginlegt herstjómakerfi
sitt við þessar aðstæður.
Bandalagið getur það
iiins vegar ekki, þar sem
vamarsvæði þess miðast
við landamæri aðlild-
arríkjanna; þótt Tyrk-
land (eitt NATO-rikjanna
16) eigi land að írak ná
afskipti bandalagsms
ekki til Saudi-Arabíu.
Hhigað til hafa ríkis-
stjórnir NATO-landanna,
Tíminn
HAUSViFrFRjALSLYNDIs; SAMVmHU OG fÍUQSHYGQJU
iNATO og heimurinn
i Tímabréfmu í dag cr fjallað um þann krossferðar
anda sem gripið hefur um sig vegnammasiu baka,
Framsókn og Persaflói
Framsóknarmenn hafa löngum siglt milli
skers og báru í utanríkismálum eins og
á öðrum sviðum. Þeir eru hinir dæmi-
gerðu miðjumenn sem sveiflast eftir því
hvaðan vindur blæs hverju sinni. Annað
veifið halla þeir sér til vinstri og síðan
til hægri. Á ótrúlega skömmum tíma
getur Framsóknarflokkurinn haft gagn-
stæðar skoðanir á sama málinu. Nú hef-
ur það gerst varðandi hættuástandið við
Persaflóa.
en hver þeirra hefur neit-
unarvald, hafnað því að
stækka varnarsvæðið;
hafa nokkur Evrópuríki
innan bandalagsins leit-
ast við að nota Vestur-
Evrópusambandið til að
samræma aðgerðir sínar,
en líta má á það sem eins-
konar forvera NATO.
Vilja sérstöðu
Eðlilegt er að skiptar
skoðanir séu um það i
aðildarríkjum NATO,
hvort þau eigi með sam-
ciginlcgum aðgerðum að
snúast gegn yfirgangi
Saddams Husseins. í
reynd hefúr verið um
samstöðu ríkjanna að
ræða, eins og siðast var
staðfest á fundi utaiu-ík-
isráðherra bandalags-
rikjanna fyrir tveimur
vikum. Þar létu ráðherr-
arnir hver um sig í (jós
vilja til þess að leggja
eitthvað af mörkum. Eft-
ir fundinn gaf Jón Bald-
vin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra til kynna
að sanngjam hlutur ís-
lands væri 120-140 miHj-
ónir króna, sem ætti að
greiða sem beint framlag
úr ríkissjóði. Ríkissjón-
varpið skýrði frá því um
helgina, að á föstudag
hefði ríkisstjómin ákveð-
ið að veija 140 miHjónum
krðna til þess að stuðfa
að því að ákvarðanir ör-
yggisráðs SÞ nái fram
að ganga.
Ef marka má afstöðu
málgagns Framsóknar-
flokksins, Tímans, er
ágreiningur um þessa
ákvörðun innan raða
stuðningsmanna ríkis-
stjórnarinnar. í ritstjóm-
argrein blaðsins, Tima-
bréfi, segir á laugardag:
„Hvað íslandi við kem-
ur sérstaklega í þessu
sambandi er það skýlaust
brot á utanríkisstefnu
landsins frá upphafi vega
og gegnuin allan aðild-
artímann að Atlantshafs-
bandalaginu, að Islend-
ingar fari að leggja fram
fé til hernaðar með þeim
hætti sem ýjað er að í
viðtali utanrikisráðherra
við Tímann [þ.e. með því
að borga 120-140 mil(jón-
ir króna]. Islendingar
hafa ekki her og engu
að miðla í þeim efnum.
íslendingum kemur
hernaðuriim á Persaflóa
ekkert við nema ef vera
skyldi að styðja að formi
til viðskiptabann Orygg-
isráðs Samcinuðu þjóð-
anna en án allra skuld-
bindinga um virka þátt-
töku í hafnbannsaðgerð-
um og öðmm hemaðar-
ráðstöfunum."
Málgagn for-
sætisráðherra
Tíminii vill greinilega
að íslendingar gangi sem
skemmst í því að taka
þátt í framkvæmd
ákvarðana Sameinuðu
þjóðanna um viðskipta-
og hafnbann á írak. Á
það áreiðcUilega eftir að
vekja athygli erlendra
sendimanna hér á landi,
að þessi tónn skuli gefinn
í málgagni forsætisráð-
herra landsins, ráðherr-
ans, sem hefúr gengið
fram fyrir skjöldu með
yfirlýsingum um að ís-
lendingar eigi að láta að
sér kveða ef spenna og
hætta myndast í öðmm
heimshlutum, svo sem
Mið-Austurlöndum. Ráð-
stafanimar sem gerðar
hafa verið í samræmi við
ályktanir öryggisráðs SÞ
em gerðar í nafni friðar
og til þess að hertekin
þjóð fá aftur yfirráð yfir
landi sínu. Umfjöilun
Tímans um þetta mál lýk-
ur með þessum orðum:
„íslendingar ættu a.m.k.
að halda sér utan við
þessar deilur.“
Það er misskilningur
hjá Tímanum að hernað-
urinn við Persaflóa komi
okkur íslendingum ekk-
ert við; hami hefur meðal
annars í för með sér
hækkun á olíuverði hér
á landi, sem snertir
hveija einustu fjölskyldu.
Er óhætt aö fullyrða að
átökin við Iraka komi
okkur meira við en fram-
ganga Yassirs Arafats,
leiðtoga frelsissamtaka
Palestínumamia, sem
Steingrimur Hermaims-
son, formaður Fram-
sóknarflokksins, hefur
gert að sérstökum vini
framsóknarmaima. Ara-
fat er að vísu einn hinna
fáu sem hafa opinberlega
borið blak af Saddam
Hussein og Iýst yfir skiin-
ingi á innrás hans i Kú-
væt.
ÖRYGGISFJÁRMÁL
Er íjárhagslegt öryggi
íjölskyldu þinnar tryggt?
í daglegu lífi er ýmislegt sem getur komið upp á og
veikindi, slys eða dauðsföll gera ekki boð á undan sér.
Oveður valda eignatjóni, og erfitt efnahagsástand
getur valdið atvinnumissi. í slíkum tilfellum getur
dálítill varasjóður létt byrðarnar en hann er hægt að
eignast smám saman með reglulegum sparnaði.
Ráðgjafar VIB aðstoða við að skipuleggja mánaðar-
legan sparnað að þörfum hvers og eins.
Verið velkomin í VIB.
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.