Morgunblaðið - 25.09.1990, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 25.09.1990, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 25 Alþj óðagj aldey rissj óður inn: Persaflóadeilan leiðir til þess að vextir hækka Washington. Reuter, dpa. FORY STUMENN í fjármála- heiminum þinga um þessar mundir í Washington á vegum Alþjóðabankans og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (IMF). Takast þeir meðal annars á við vandamál sem skapast hafa vegna hernaðar- ástandsins við Persaflóa. Vonir manna um að breytingin í sam- búð austurs og vesturs hefði í för með sér samdrátt hernaðarút- gjalda urðu að engu í byrjun ágúst, þegar Saddam Hussein íraksforseti sendi her sinn inn í Kúvæt. Hækkun á olíuverði sigldi í kjölfarið og nú telja ýmsir að skortur á peningum hækki þá einnig í verði. Fastanefnd IMF, skipuð 22 fjármálaráðherrum og seðlabankastjórum, hvatti í gær til bráðra aðgerða til aðstoðar þeim löndum sem verða fyrir Alþjóðabankinn: Þörf á stórfé til sam- göngubóta í ríkj- um þriðja heimsins Washington. Reuter. VEGIR, brýr og önnur mannvirki sem eru forsenda eðlilegrar efna- hagsþróunar eru að grotna niður í ríkjum þriðja heimsins. Embættis- maður Alþjóðabankans telur, að viðgerðir á samgöngumannvirkjun- um kosti hundruð miiljarða dollara. Á vegum Alþjóðabankans verður unnið að úttekt á þeim vanda sem við er að etja í samgöngumálum þriðja heims ríkja. Er ætlunin að skvrsla um málið liggi fyrir snemma á næsta ári. Arturo Israel, starfs- maður bankans, sem stjórnar út- tektinni, sagði að hér væri um fram- kvæmdir að ræða, sem kostuðu hundruð milljarða. Til marks um hve mikill vandinn er má nefna, að Alþjóðabankinn taldi 1988, að á næstu 10 árum þyi-ftu þróunarríkin 85, sem njóta aðstoðar bankans, að fá um 90 milljarða dollara (um 500 milljarða ÍSK) aðeins til vegagerðar. í Afríku eru ýmsar þjóðbrautir þannig, að vegirnir hafa horfið í orðsins fyllstu merkingu vegna skorts á viðhaldi. í Kairó búa menn við vatns- og holræsakerfi, sem er að stofni til frá árinu 1900. Það er nú að hruni komið og viðgerðin kostar himinhá- ar fjárhæðir. Á eyjunni Jakarta eru þjóðvegir á milli borga í góðu lagi en út frá þeim eru leiðirnar næstum ófærar. í Lagos, höfuðborg Nígeríu, hafa fyrirtæki ráðist í að smíða eig- in raforkuver vegna þess að þau sern borgin rekur ganga ekki leng- ur. í Mexíkóborg var lögð góð neð- anjarðarbraut en kostnaðurinn við hana var svo mikill, að öll önnur þjónusta hefur orðið að gjalda þess. Vandamálin eru ekki einvörð- ungu í ríkjum þriðja heimsins. Bandaríkjamenn glíma til dæmis við mikinn vanda. Hið mikla banda- ríska þjóðveganet, sem var lagt á sjöunda og áttunda áratugnum er víða farið að gefa sig og vegna halla á ríkissjóði Bandaríkjanna hefur viðhald dregist saman. fjárhagsáföllum vegna Persaf- lóadeilunnar. Michel Camdessus, forstjóri Ál- þjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur bent á, að markaðarnir átti sig á því, að sparnaður sé of lítill í heiminum og auk þess sé töluverð eftirspurn eftir fjárfestingu. Við þessar að- stæður sé óhjákvæmilegt að vöxt- um sé þrýst upp á við. Bandaríkjastjórn hefur farið fram á 20 milljarða dollara (rúm- lega 110 milljarða ÍSK) alþjóðlega aðstoð til að standa straum af kostnaði við liðssafnað í Saudi- Arabíu og á höfunum í nágrenni íraks. Þá bitnar það þungt á mörg- um ríkjum, að viðskiptabann skuli sett á lrak. Olíuverð hefur hækkað um helming frá því í byijun ágúst og þannig mætti áfram telja. Allt hefur þetta áhrif á fjármagnsmark- aðinn og ýtir undir eftirspurn eftir peningum. Vestur-Þjóðveijar og Japanir eru þær þjóðir sem átt hafa mestan afgang undanfarin ár. Frá þeim hefur einnig komið mikið fjármagn í alheimsviðskipti. Nú glíma þessar þjóðir við eigin vanda; Þjóðveijar standa straum af kostnaði vegna sameiningar ríkisins og hlutabréf hafa fallið í verði í Japan. Hallinn á ríkissjóði Bandaríkjanna kallar einnig á mikið lánsfé. Ráðherrarnir á ársfundi Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í Washington standa frammi fyrir því, að vextir hljóta að hækka vegna vaxandi eft- irspurnar eftir peningum. Markaðs- lögmálin leiða einfaldlega til þess. Fjármálaráðherrar sjö helstu iðn- ríkja heims — Bandaríkjanna, Bret- lands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og V-Þýskalands — virtust sannfærðir um það eftir einkafund sinn í Washington á laugardag, að skoitur á olíu eftir innrás Iraka myndi ekki draga úr efnahagsstarf- semi á heimsmælikvarða. Ráðherrarnir hvöttu Bandaríkja- stjórn eindregið til að minnka hall- ann á ríkissjóði. Hann stefnir í 250 milljarði dollara á fjárlagaárinu, sem hefst 1. október nk., ef forset- inn og Bandaríkjaþing ná ekki sam- komulagi um annað. Þá voru þjóðir heims hvattar til að ástunda sparn- að. Benazir Bhutto. Pakistan: Bhutto dreg’- in fyrir rétt Lahore, PakiaUm. Reuter. BENAZIR Bhutto, fyrrum for- sætisráðherra Pakistans, hefúr verið gert að mæta fyrir rétti 2. október til að svara til saka fyrir meinta spillingu í valdatíð sinni. M.B. Zaman ríkissaksóknari sagði á sunnudag að málsgögn bentu til að ýmislegt væri athuga- vert við feril Bhutto og ríkisstjórn- ar hennar þá tuttugu mánuði sem hún sat að völdum. Nefndi hann sérstaklega þá ákvörðun Bhutto að úthluta lóð til byggingar lúxus- hótels í höfuðborginni Islamabad i trássi við borgarskipulag. Verði Bhutto sakfelld eru líkur á að henni verði meinuð þátttaka í kosningum sem boðaðar hafa ver- ið 24. október næstkomandi. Loksins. Handkrem sem verndar ánkláða. pm - ekkibara heppni 38. leikvika — 22. september 1990 Röðin: XX2-111 -2XX-22X HVERVANN? 1.347.008,- 1. vinningur kr. 860.988,- 2. vinningur kr. 243.010,- 3. vinningurkr. 243.010,- 12 réttir: 9 raðir komu fram og fær hver 95.665,- 11 réttir: 107raðirkomuframogfærhver 2.271,- 10 réttir: 823raðirkomuframogfærhver 295,- * enginn er með 12 rétta leiki þá færist vinningsupphæðin a 1. vinning í næstu viku. * Ef vinningurinn fyrir 10 rétta er undir 200 kr. þá færist vinn- mgsupphæðin á 11 rétta í sömu vikunni. Norræna iistamiðstöðin óskar eftir að ráða ritstjóra tímaritsins SIKSI frá 1. janúar 1991. Ritstjóri SIKSI hefur útgáfu tímaritsins með höndum, skipu- leggur vinnsluna og stjórnar henni í samráði við aðra norr- æna ritstjóra. SIKSI er tímarit um listir og er sérstök áhersla lögð á víðtæka umfjöllun um nútímalist. Ritstjórinn þarf að vera vel heima í listasögu, ekki síst sögu nútímalistar og hafa reynslu af útgáfustarfsemi. Við- komandi þarf einnig að eiga auðvelt með að tjá sig bæði í ræðu og riti auk þess sem viðeigandi starfsreynslu er krafist. Ritstjórinn þarf að hafa fullkomið vald á dönsku, norsku eða sænsku en starfsmenn Listamiðstöðvarinnar tala sænsku. Stöðugt er unnið að frekari framþróun Norrænu listamið- stöðvarinnar. Stofnunin skipuleggur listsýningar þar sem einkum er lögð áhersla á norræna samtímalist. Þannig gengst miðstöðin fyrir tvíæringnum BOREALIS, gefur út tímaritið SIKSI, rekur 12 norrænar gestavinnustofur og skipuleggur ráðstefnur og fyrirlestra. í Listamiðstöðinni er að finna bæði bóka- og skjalasafn auk þess sem stofnun- in á einnig safn iistaverkabóka. Norræna listamiðstöðin er á eyjunni Sveaborg skammt frá Helsingfors. Staðan er veitt til fjögurra ára. Húsnæði er til reiðu á Sveaborg og þeir starfsmenn stofnunarinnar, sem flytja til Finnlands frá hinum Norðurlöndum, fá greidd- an styrk og sérstakar launauppbætur sökum þessa. Umsóknir um stöðu þessa þurfa að hafa borist þann 1. október 1990. Umsóknir skal senda: Nordisk Konstcentr- um, Sveaborg, SF-00190 Helsingfors. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Norrænu lista- miðstöðvarinnar, Staffan Carlén, í síma 358-0-668-143. ACO Mjuk Hander notalegt handkremsem verog verndar hendurnar aðeins meir en venjulega. Það er mýkjandi og í þvíer tvöfaldur skammtur náttúrulegra, rakabindandi efna. Og því fylgir enginn kláði. Það er því hægt að nota oft á dag, sé þess þörf. ACOMjukHand Með og án ilmefna. Fæst aðeins í apótekinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.