Morgunblaðið - 25.09.1990, Page 29

Morgunblaðið - 25.09.1990, Page 29
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 29 fttnri0Uín®>Wi!!i Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Er verið að semja um EB-aðild? Viðræður fulltrúa aðildarríkja Fríverslunarbandalags Evr- ópu (EFTA) og Evrópubanda- lagsins (EB) í síðustu viku þykja gefa til kynna að ekki sé ástæða til að örvænta um að samkomu- lag náist að lokum. Fyrir fund viðræðunefndanna bárust um það fréttir úr ýmsum áttum, að forystumenn í EFTA-ríkjunum væru æ fleiri að komast á þá skoðun, að ekki beri að útiloka aðild að bandalaginu. Þetta á að vísu ekki við um ísland, þar sem hið gagnstæða hefur gerst hjá Steingrími Hermannssyni for- sætisráðherra. Hann segir til dæmis nýlega þegar hann svarar spumingu blaðs Stjórnunarfé- lags íslands um framvinduna á næstu 10 árum: „Ég hef mikið velt fyrir mér hvort við eigum að gerast aðilar að Evrópubanda- laginu og niðurstaðan er sú að við eigum ekki að gera það.“ í Morgunblaðsviðtali taldi hann EB versta kostinn fyrir okkur íslendinga. Enn á mikið vatn eftir að renna til sjávar þar til samningar EB og EFTA era í höfn. Hvað sem líður efnisatriðum málsins era samningaviðræðurnar sjálfar gagnlegar að því leyti, að í skjóli þeirra hefur nú þegar verið haf- ist handa við hina miklu sam- ræmingarvinnu, sem nauðsynleg er til að ekki rísi múrar milli markaða EFTA og EB. Um þetta verk era allir sammála. Ágrein- ingur verður þegar rætt er um frekari samvinnu og samrana. Á þessari stundu vitum við í raun ekki um hvers konar Evr- ópu við eram að tala eftir tvö til fimm ár, svo að ekki sé litið lengra fram á við. Á tæpu ári síðan Berlínarmúrinn hrundi hafa breytingarnar orðið örari en nokkurn granaði. Geijunin í Evrópu er mikil. Með vísan til hennar telja forystumenn hlut- lausra EFTA-ríkja eins' og Svíþjóðar og Finnlands sér fært að horfa fram hjá hefðbundinni hlutleysisstefnu þjóðanna, þegar rætt er um framtíðarsamskipti og aðild að Evrópubandalaginu. Þeim er ljóst, að samningar EFTA og EB takast aldrei nema menn séu reiðubúnir til að ganga svo langt, að þeir geti í raun ekki verið andvígir aðild að EB, ef meginatriði eins og fastheldni í hlutleysi hindra hana ekki. Eftir að viðræður EFTA og EB komust á rekspöl hefur and- staða innan EB við samning um evrópska efnahagssvæðið (EES), sem er yfirlýst markmið viðræðn- anna, einkum byggst á stjórn- skipulegum viðhorfum. Innan EB vilja menn ekki að stjórnkerfi bandalagsins verði gert enn flóknara með samstarfssamningi við EFTA-ríkin. Hverfur and- staðan innan EB við EFTA- samninga ekki eins og dögg fyr- ir sólu, ef í ljós kemur að yfir- lýst markmið EES-samnings er aðeins að skapa EFTA-ríkjunum umþóttunartíma eða ráðrúm til að gerast aðilar að EB? Ef yfirlýsingar sænskra og finnskra ráðamanna éru skoðað- ar með þetta í huga og rifjað er upp að í Noregi er meiri áhugi á aðild að EB en nokkru sinni síðan 1972 auk þess sem Aust- urríkismenn hafa sótt um aðild að EB og í Sviss er að fara af stað hreyfing til stuðnings aðild, er sérstaða Islands í EFTA-EB viðræðunum að skerpast, ekki aðeins varðandi óskir um undan- þágur vegna fiskveiða og sjávar- afurða heldur einnig varðandi höfuðmarkmið viðræðnanna sjálfra. Er ríkisstjórn undir for- sæti Steingríms Hermannssonar reiðubúin til að standa að samn- ingum EFTA og EB, sem í raun jafngilda samningum um aðild að EB? Ef ríkisstjórnin er ekki tilbúin til þess, hvenær ætlar hún þá að velja aðra leið en EFTA- ríkin, Austurríki, Finnland, Nor- egur, Sviss og Svíþjóð? Hagkerfi í rúst? Dr. Þráinn Eggertsson, pró- fessor í hagfræði við Há- skóla íslands, spyr þeirrar spurn- ingar í viðtali við tímaritið Þjóðlíf nýlega, hvers vegna hagsýnir menn leggi hagkerfí sín í rúst fremur en að móta skynsamlegar reglur. Hann spyr að þessu eftir að hann segir að á Nýfundna- landi, Grænlandi, íslandi, í Fær- eyjum og Norður-Noregi sé verið að leggja hagkerfi í rúst, sem gætu staðið með blóma ef rétt væri haldið á spilunum. Og hann segir einnig: „íslendingar standa á kross- götum. Það eru töluverðar líkur á því að um næstu aldamót verði ísland eitt fátækasta ríki í Evr- ópu og þótt víðar væri leitað. Ástæðan felst í skipulagi hag- kerfisins sem ræðst öðru fremur af stjórnkerfinu og hugmynda- fræði fólksins." Þetta eru stór orð og aðeins 10 ár til aldamóta. Höfundur hlýtur að gera nánari grein fyrir hinum hættulegu meinsemdum. Hógvær tillag'a sem trygg- ir að Þjóðarbókhlaðan verður fullg'erð árið 1992 eftir Robert Cook Ofmælt er að glöggt sé gests aug- að. Segi útlendingur eitthvað mark- tækt, er það ekki vegna þess að hann viti meira en heimamaðurinn en ein- mitt vegna þess að hann veit minna er hann viljugri til að opna munninn og segja það sem allir vita að er satt, eins og drengurinn í ævintýri H.C. Andersens, „Nýju fötin keisarans". Mig iangar að bera hér fram þijár fullyrðingar varðandi Þjóðarbókhlöð- una, sem er í ætt við fyrrnefnt ævin- týri, og koma síðan með hógværa til- lögu sem mér virðist vera rökrétt af- leiðing þeirra. Ég vona að góðir íslend- ingar forláti mér þó ég tali með ein- földu orðalagi barns og dirfsku útlend- ings. Fyrsta fyllyrðing: Það er ekki verið að vinna að byggingu Þjóðarbókhlöðunnar Eða ef eitthvað miðar áleiðis er hægagangur svo mikill að orðatiltækið „að sniglast áfram“ er of fast að orði kveðið. Gestir sem komu í safnið á þessu sumri sem nú er að líða urðu ekki varir við aðrar framkvæmdir en þær að fáeinir menn voru að einangra fyrstu hæðina og nokkrir bókaverðir voru að koma fyrir bókum til geymslu til bráðabirgða í kjallara. Þó að fyrsta skóflustungan væri tekin 1978, er ósennilegt að húsið verði komið í gagn- ið fyrir lok aldarinnar með núverandi framkvæmdahraða, og geta aðstand- endur hússins örugglega öðlast sess í heimsmetabók Guinness fyrir seina- gang við byggingu bókasafns. Ég vona að öllum Islendingum sé ljós sú skelfi- lega kaldhæðni sem felst í því, að þjóð sem kallar sig bókaþjóð og stærir sig af menningu sinni á sviði bókmennta, lætur sér sæma þvílíkan seinagang við að koma sér upp bókasafni, að þjóðir sem búa við ólæsi myndu skammast sín fyrir. Nú er því lofað að safnið verði opnað 1994 (samanber greinina „Allt flutt inn 1994“, eftir Svavar Gestsson, Mbl. 16. nóv. 1989), en hver trúir því eftir það sem á undan er gengið? Fyrsta skóflustungan að Kringlunni var tekin 20. júní 1985 og byggingin var tekin í notkun 13. ágúst 1987. Segir munurinn á tveim og tuttugu árum okkur eitthvað um gildismat Is- lendinga? Fyrsta skóflustungan að nýja ráðhúsinu vartekin klukkan 15.00 14. apríl 1988, og borgarstjóri hefur lofað formlegri opnun klukkan 15.00 14. apríl 1992. Það loforð mun án efa standa. íslendingar geta unnið þrek- virki — þegar vilji er fyrir hendi. Ef litið er stuttlega á sögu Þjóðar- bókhlöðunnar má draga af því nokkum lærdóm um vilja íslendinga í þessu máli. 29. maí 1957 samþykkti Alþingi Islendinga tillögu sem lögð var fyrir þingið af nefnd sem Gylfi Þ. Gíslason skipaði árið áður, og ályktaði „að sam- eina beri Háskólabókasafn Landsbóka- safni eins fljótt og unnt er á næstu árum“. En síðan virðist lítið hafa gerst fyrr en 1966, þegar ný nefnd mælti eindregið með því, að þingsályktunar- tillögu um sameiningu safnanna frá 1957 yrði framfylgt og bókasafnshús reist í næsta nágrenni við Háskólann. Árið 1967 var stofnaður Byggingar- sjóður safnhúss, síðar nefndur Bygg- ingarsjóður Þjóðarbókhlöðu. í júlí 1971 samþykkti borgarráð Reykjavíkur fyr- irheit sín um allt að 20.000 fm lóð á svæðinu við Birkimel nálægt Hring- braut. Þjóðin var nú að búa sig undir að halda hátíðlega þjóðhátíðina 1974, og þann 7. feb. 1969 lýsti Þjóðhátíðar- nefnd yfir, að hún teldi eðlilegt og sjálf- sagt að Þjóðarbókhlaðan yrði byggð, og yrði þá væntanlega helsta gjöfin, sem þjóðin færði sjálfri sér á ellefu hundruð ára afmæli byggðarinnar. Þann 3. apríl 1970 samþykkti Alþingi, með 51 atkvæði gegn 1, þessa tillögu frá Gylfa Þ. Gíslasyni: „Alþingi álykt- ar, að í tilefni af ellefu hundruð ára afmæli íslandsbyggðar 1974 skuli reist Þjóðarbókhlaða, er rúmi Landsbóka- safn íslands og Háskólabókasafn." En ýmsar tafir komu í veg fyrir að verkið hæfist á hátíðarárinu 1974, og það var ekki fyrr en 28. janúar 1978 að Vil- hjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra tók fyrstu skóflustunguna. 23. sept. 1981 lagði forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, homstein, á 740. ártíð Snorra Sturlusonar. Allar götur síðan hefur saga Þjóðar- bókhlöðu verið sorgarsaga um of naumt skammtað fé, og ýmsir myndu segja saga svika. Þótt margir þekki þessa sögu, er hún aldrei of oft sögð. Þann 6. maí 1986 var það fyrir at- beina Sverris Hermannssonar mennta- málaráðherra, að Alþingi samþykkti „Lög um þjóðarátak til byggingar Þjóðarbókhlöðu", þar sem lagður var á sérstakur eignarskattur fyrir gjaldár- in 1987, 1988 og 1989, „er renna skal óskiptur til byggingarsjóðs Þjóðarbók- hlöðunnar" (lög nr. 49/1986). Ætlunin var að ljúka byggingunni á fjórum árum, en einhvem veginn fór það svo að féð var ekki notað eins og áætlað hafði verið. Til dæmis höfðu áætlaðar tekjur af þessum skatti fyrir árið 1988 verið 177 þús. kr., en aðeins 5 þús. kr. af þeirri upphæð var úthlutað til bókasafnsins. Árið 1989 var ákveðið að fram- lengja eignarskattinn fram til alda- móta, en nú höfðu lögin fengið nýtt nafn: „Lög um Þjóðarbókhlöður og endurbætur menningarbygginga" (lög 83/1989), og skattfénu skal veija „til að standa straum af kostnaði við end- urbætur á húsakosti menningarstofn- ana og stuðla að verndun gamalla bygginga í eigu ríkisins.“ Þrátt fyrir víðfeðmari tilgang nýju laganna var skýr skuldbinding þess eðlis að bóka- safnið hefði algeran forgang: „Þá skal veija sjóðnum í upphafi til þess að ljúka byggingu Þjóðarbókhlöðunnar" (1. gr.). „Þar til byggingu Þjóðarbókhlöðu er lokið skal sérstakur eignarskattur samkvæmt lögum þessum renna til þeirrar framkvæmdar eftir því sem þörf krefur“ (ákvæði til bráðabirgða). Voru þessi lög framkvæmd sam- kvæmt skilningi þeirra eða tilgangi? Engan veginn. í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1990 var ákvarðað, að af 215 milljóna króna áætluðum tekjum af eignarskattinum skyldi einungis úthluta 6 milljónum til Þjóðarbókhlöð- unnar; afgangurinn skyldi renna til annarra bygginga. Hins vegar var Þjóðleikhúsinu úthlutað 125 milljónum króna, og hefur það fé verið notað til að fjármagna breytingar á húsinu, sem þekkt fólk í íslensku leikhúslífi hefur barist hatrammlega gegn. En hvað Þjóðarbókhlöðuna varðar, hefur þetta árið verið varið 67 milljónum króna til byggingarfrarokvæmdanna, og Há- skólinn hefur lagt fram 53 milljónir króna til kaupa á tölvukerfi fyrir söfn- in sem fara eiga í bókhlöðuna (þ.e. Hbs og Lbs.). Samanlagt verða þetta 120 milljónir króna, sem sýnist allrífleg fjárhæð, en mikilvægt er að menn átti sig á að einungis 67 milljónir eru notað- ar til sjálfra byggingarframkvæmd- anna. Til samanburðar má nefna að u.þ.b. 600 milljónir eru áætlaðar í ráð- húsið á árinu 1990. Önnur fullyrðing: Öllum stendur á sama Nú er komið að því sárgrætilegasta í þessari byggingarsögu. Jafnvel þótt sú ákvörðun að veita fé úr sjóðnum til annarra verkefna en lög segja fyrir um kunni að tefja það um tíu ár í við- bót að Þjóðarbókhlaðan komist í gagn- ið, stendur öllum á sama. Engar fjölda- samkomur hafa verið haldnar á Lækj- artorgi, engin samtök borgara hafa verið virkjuð til stuðnings byggingar- framkvæmdunum, engri fjársöfnun meðal almennings hefur verið hleypt af stokkunum. Umburðarlyndi íslend- inga er vissulega kostur, en sannarlega er þó aðgerðarleysi þeirra í þessu máli athyglisvert. Hvernig stendur á því að ekki birtast daglega fyrirsagnir, greinar og ritstjórnargreinar í blöðun- um, þar sem þess er krafist að bygg- ingunni verði lokið sem fyrst? Af hveiju hafa blaðamenn ekki safnað og birt, aftur og aftur, nákvæmar upplýsingar um hvað orðið hefur um hinn sérstaka eignarskatt, sem innheimtur var vegna Þjóðarbókhlöðunnar? Því fara ekki fram ákafar umræður um málið í umræðuþáttum útvarpsins? Hvers vegna eru þeir embættismenn í ríkis- kerfinu sem málið heyrir undir ekki beittir daglegum þrýstingi? Það er merkilegt að menn geta ekki einu sinni hneykslast, þegar skattpeningar sem lagðir eru á í ákveðnum tilgangi eru teknir til annarra hluta. Ofbýður eng- um ástand þessara mála? Jafnvel sá hópur sem ætti að sækja málið af kappi hefur látið lítið á sér kræla: allt háskólafélagið. Hvað starfs- menn háskólans varðar kann að vera, að þetta stafí sumpart af því, að enn er óljóst hvort þvinga á Háskólann til að leggja fram fé til byggingar Þjóðar- bókhlöðunnar af happdrættistekjum sínum, sem Háskólinn hefur brýna þörf fyrir að nota til hefðbundinna verkefna samkvæmt skuldbindingum: Byggingar nýrra háskólabygginga, viðhalds eldri bygginga og tækja- kaupa. Útlendingur á ekki að láta í ljósi skoðun á þessu viðkvæma og óleysta máli, en ég get þó ekki stillt mig um að gera tvær athugasemdir. (1) Ágreiningur um þetta kom aldr- ei upp fyrr en í fyrra, að því er ég best veit, og fyrir þann tíma var ævin- lega talið að Þjóðarbókhlaðan væri verkefni ríkisins; (2) Nú geta ráða- menn spilað „pólitískan fótboltaleik með málið, rætt það fram og aftur og sparkað því á milli sín árum saman án þess að taka ákvörðun eða komast að samkomulagi, og haft á meðan góða og gilda afsökun fyrir aðgerða- leysinu. Það er svo á hinn bóginn und- arlegt að stúdentafélögin, sem beita sér af svo mikilli ákefð í eigin kosning- um og námslánum stúdenta, hafa lítinn áhuga á góðu bókasafni. Því má velta fyrir sér hvort íslend- ingar, bæði innan og utan háskóla- veggjanna, geri sér nokkra grein fyrir því hvílíkan dýrgrip þeir hafa innan seilingar, réttnefnda perlu. Þegar allt kemur til alls þá er bókasafn ekki geymslustaður gamalla úr sér geng- inna skræða, líkt og grafhvelfíng sem varðveitir rotnandi líkama. Bokasafn er heldur ekki einungis ætlað stúdent- um og vísindamönnum sem stunda sérhæfðar rannsóknir. Bókasafn er staður þar sem fólk og bækur koma saman og fólk hittist í návist bóka. Meira að segja nafnið „Þjóðarbók- hlaða“ gefur til kynna að safnið er ætlað fólki úr öllum þjóðfélagsstéttum, verkamönnum jafnt og fræðimönnum, ungum sem öldnum, staður þar sem menn geta tyllt sér niður með bók eða sökkt sér í lestur eftir því sem hugur þeirra stendur til. Sú stóra og fallega bygging sem reist hefur verið við Hringbraut hæfír þessu hlutverki svo vel, að þjóðin á að geta verið stolt af. Ætlunin er að safnið verði að nokkru opið fram á kvöld og um helgar. Þar verður m.a. kaffistofa og góð aðstaða til lesturs blaða og tímarita, auk hinna almennu lessvæða. Safnið getur því orðið hlýlegur og notalegur staður, þar sem fólk, langþreytt á sjónvarpi, kvik- myndum og myndböndum getur fundið sér annars konar (og kannski miklu ánægjulegri) afþreyingu. Slík stofnun gæti haft afdrifarík áhrif á líf einstakl- inga og á menningarlíf allrar þjóðar- innar. Hún gæti orðið sannkölluð Kringla sálarinnar. Þriðja fullyrðing: íslenska þjóðin vill ekki bókasafn Sú ályktun sem draga verður af 34 ára sögu Þjóðarbókhlöðunnar er aug- ljós: íslendingar skilja ekki mikilvægi Robert Cook „Sú ályktun sem draga verður af 34 ára sögu Þjóðarbókhlöðunnar er augljós: íslendingar skilja ekki mikilvægi bókasafna og hafa engan áhuga á að lokið verði við Þjóðarbók- hlöðuna.“ bókasafna og hafa engan áhuga á að lokið verði við Þjóðarbókhlöðuna. Sú nær algjöra þögn sem ríkir um málið er athyglisverð og gefur ákveðnar vísbendingar. Þrátt fyrir að Gylfi Þ. Gíslason og aðrir hafi beitt sér af skyn- semi í þessu máli, sýna íslendingar upp til hópa málinu algjört tómlæti. í aug- um útlendings eru það sannkölluð öfugmæli að þjóð sem stærir sig af því að hafa helgað sig hinu skrifaða orði öldum saman skuli vera öldungis áhugalaus varðandi einmitt þá stofnun sem getur haldið við og lengt þá hefð. Allur sá fjöldi bóka sem komið hefur verið fyrir í geymslum — meira en þriðjungur bókanna í eign Háskóla- bókasafns er í geymslum — og nýju bækurnar sem keyptar hafa verið til landsins þurfa að vera þar sem fólk getur haft not af þeim. Bækur sem staflað er í geymslur og blasa ekki við fólki eru eðlilega lítið notaðar. í nýja bókasafninu gætu áhugamenn um vísindi haft kynstur af bókum innan seilingar sem yrði hvatning til að við- halda ágætri íslenskri hefð „ólærðra sérfræðinga" — minna má á Jón Þor- láksson (1744-1819), fátæka prestinn sem þýddi Milton og Pope og Klopstock með slíkum ágætum, eða Eirík Jóns- son, stærðfræðinginn sem hefur gert merkilegar rannsóknir á verkum Hall- dórs Laxness. En kannski er tilgáta Englendings, sem birtist í Times Láterary Supple-- ment í fyrra (dags. 14.-20. júlí) rétt,1 að á íslandi séu höfundar fleiri en les- endur. Kannski beinist áhugi nútíma íslendinga fremur að því að framleiða og markaðssetja bækur en að nota þær eða njóta þeirra. Ef sú er raunin, skýr-1 ir það þá þversögn að það land sem gefur út flestar bækur í heiminum á hvert mannsbarn getur ekki hrundið af stað eða viðhaldið átaki til að ljúka byggingu bókasafns sem svo brýn þörf er á. Hógvær tillaga um að ljúka byggingunni Með því að draga ályktun af ofan- greindum staðreyndum, vil ég bera fram hógværa tillögu. Mér er ljóst að málið er viðkvæmt, og mér hrýs hugur við því að særa tilfinningar þeirra fáu sem láta sig bókasöfn einhveiju varða, en mér sýnist að nú sé tími til kominn að fínna byggingunni við Hringbraut og Birkimel nýjan starfsgrundvöll. Það er illt til þess að hugsa að svo fögur bygging standi ónotuðu í tíu ár enn, sérstaklega þar sem enginn áhugi er á að nýta bygginguna sem bókasafn; verði farið að tillögu minni má treysta því að byggingin verður komin í gagn- ið að fullu innan eins, eða í mesta lagi tveggja ára. Ollum sem komið hafa í bygging- una, en margir notuðu tækifærið til að skoða hana þegar þar var opið hús þann 11. mars sl., má vera ljóst að húsið myndi henta einkar vel sem frístundamiðstöð. Það er raunar heppi- legt hve vinna innanhúss við bygging- una hefur gengið seint. Með lágmarks- kostnaði má breyta húsinu á þann veg að það henti til annars konai' nota en upphaflega var ætlað. Ég sting upp á því að ríkið leigi bygginguna, í því ástandi sem hún nú er, einkaaðila sem ljúki henni og reki hana með hagnaði. Sá aðili ræður sér auðvitað arkitekta og hönnuði, en nokkrar bráðabirgða- hugmyndir gefa dálitla visbendingu um þá fjölmörgu möguleika sem fyrir hendi eru. Á fyrstu hæðinni allri, sem er um það bil 2.500 fm að flatarmáli, væri kjörið að setja upp keiiuspilsrennibraut á heimsmælikvarða með 48 rennum. Hún yrði langstærsta rennibrautin á landinu og líklega á öllum Norðurlönd- um. Önnur hæð, en þar er inngangur- inn í húsið, yrði öll notuð sem geysi- stórt dansgólf. Hljómsveitin (eða diskó- tekið) gæti verið í miðjunni og dans- svæðið allt í kring. Næst veggjum yrðu borð fyrir fastagesti, sem myndu njóta útsýnisins til allra átta gegnum sam- felldar glerrúðurnar. Á sumarkvöldum gæti útsýnið verið stórkostlegt. Þriðja og fjórða hæðin yrðu stúkað- ar sundur í herbergi til margs konar þarfa. Á þriðju hæð mætti setja upp stóran bar, sem hefði annan inngang en gegnum danssalinn, svo að þeir sem vilja fá sér í staupinu en kæra sig ekki um að dansa þurfi ekki að greiða aðgangseyri. í sumum herbergjum gætu verið kvikmyndasýningar og i öðrum gætu menn valið sér myndbönd úr stórum bing og horft á að vild. Þá væri hægt að hugsa sér herbergi með mörgum biljarðs-, vasábiljarðs- og snó- kerborðum. Fjórðu hæðina, sem jafn- framt er efsta hæð hússins, væri kjör- ið að nota fyrir ýmiss konar líkams- rækt. í æfingarherbergi mætti koma fyrir heilli röð af krómhúðuðum tækj- um til þjálfunar hveijum einasta vöðva líkamans. Sjálfsagt væri að efla borð- tennisíþróttina, sem hefur verið van- rækt hér á landi, með því að koma fyrir svo sem tuttugu borðum í her- bergi. Önnur herbergi yrðu nýtt fyrir æfmgaflokka og til júdó- og karate- þjálfunar. Hvað gera á við kjallarann veldur dálitlum heilabrotum, því þar hefur þegar verið komið fyrir bókum til geymslu að hluta til. Én þær eru lítið notaðar og mætti eflaust flytja þær burt til geymslu utan borgarinnar og losa þannig kjallarann, sem svo vel vill til að er gluggalaus og niðurgraf- inn. Ég mæli með að hann verði hljóð- einangraður og notaður sem ofbeldis- miðstöð þar sem menn gætu svalað blóðþorsta og ásókn í byssuleiki, sem kvikmyndir sem sýndar eru í kvik- myndahúsum Reykjavíkur (nýlega t.d. „Die Hard 2“, eða „Á tæpasta vaði 2“) eða í sjónvarpi (t.d. „Sjö bræður") æsa upp í mönnum. Mér dettur í hug hríðskotabyssuskotmál, sömuleiðis Disneymyndalandslag þar sem hægt væri að setja á svið skæruliðahernað. Hér hafa einungis verið nefndir fáir af þeim fjölmörgu möguleikum til nýt- ingar hússins sem völ er á. En til að ekki gleymist upphaflegt hlutverk hússins, finnst mér nauðsynlegt að eitt herbergi sé ætlað eingöngu til lestrar; þar mætti stafla upp nýjustu eintökum af Mannlífi, Þjóðlífi, Nýju lífi, Heimsmynd, Vikunni, Gestgjafan- um, Húsum og híbýlum, Bláu og bleiku, ásamt öðru eftirsóknarverðu lesefni. Ég tel víst að ef farið yrði að uppá- stungu minni myndi hún gera betur en að fullnægja frístundaþörfum nútíma íslendinga; hún hefði þann kost í för með sér að byggingin við Hringbraut yrði fljótlega fullgerð. Loks langar mig til að bera fram eina ósk, í samræmi við næma skynjun íslendinga á eigin sögu; að nýja bygg- ingin, hvernig svo sem hún verður notuð, haldi nafni sínu, „Þjóðarbók- hlaða“. Höfundur er prófessor í ensku við Háskóla íslands. ' : Héðinn Steingrímsson skoðar vígstöðuna. Morgunblaðið/Þorkell Heimsmetstilraun í skák: Tefldu með lyfturum á 2500 fermetra skákborði HELGI Ólafsson og Héðinn Steingrímsson tefldu á stærsta skákborði landsins og þó víðar væri leitað, á laugardaginn. Helgi vann Héðin í 28 leikjum, en þeir verða báðir í skáksveit Islands á Ólympíumótinu. Til- kynning um atburðinn verður send til Heimsmetabókar Guinn- es. Skákin var liður í fjölskyldudegi Eimskips, en Eimskip styrkir Skák- samband íslands vegna Ólympíu- mótsins í skák, síðar í vetur. Ut- búið hafði verið skákborð, 50 metr- ar á hverja hlið, á hafnarbakkanum í Sundahöfn, og voru lyftarar notað- ir fyrir skákmenn. Á sunnudaginn fór einnig fram hraðskákmót á vegum Skáksam- bandsins í Kringlunni, og var þar keppt um Borgarbikarinn sem fyrst var veittur á afmæli Reykjavíkur- borgar 1986. Sigurvegari varð Þröstur Þórhallsson, sem keppti fyrir íslenska aðalverktaka. Karl Þorsteins varð í 2. sæti en hann keppti fyrir Búnaðarbankann, og Hannes Hlífar Stefánsson varð í 3. sæti en hann keppti fyrir Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Allir skák- mennirnir þrír fengu 6 vinninga. Mannbjörg er Ármann SH sökk: Stígvélin drógu mig í kaf og ég rétt gat haldið mér við bátinn TVEIR menn, Ríkharður Hjör- leifsson og Magnús G. Emanúels- son, björguðust er 10 tonna yfir- byggður bátur, Ármann SH, sökk á skammri stundu rétt undan hafnargarðinum á Rifi um klukk- an hálfníu á sunnudagskvöld. Mennirnir komust við illan leik í gúmmíbát og skutu upp neyðar- blysi. Trillan Jóa frá Rifi kom þeim til bjargar og færði til hafn- ar. „Við vorum út af hafnargarðinum á Rifi þegar við urðum varir við að báturinn var farinn að síga að aftan og á örfáum sekúndum var hann kominn upp á endann og í kaf, þann- ig að stefnið stóð eitt uppúr,“ sagði Ríkharður, seni var skipstjóri og átti helminginn í Ármanni. Báturinn var þá á leið inn til Ólafsvíkur í þokka- legu veðri með um 2 tonn af fiski. „Þetta gerðist mjög snöggt. Við vor- um báðir í stýrishúsinu og fundum að eitthvað var að, Magnús hljóp út og losaði gúmmíbátinn en ég fór í stöðina og gat rétt kallað: „Báturinn er að sökkva“ áður en ég varð að koma mér út. Við fórum í sjóinn og vorum að bisa við að opna bátinn en það gekk mjög erfiðlega að toga út spottann. Ég var í stígvélum og gúmmíbuxum og kom ekki af mér stígvélunum, sem drógu mig í kaf eins og ég væri með grjót á fótunum. Ég var orðinn gjörsamlega búinn en gat komið tveimur puttum undir gjörðina á hylkinu á gúmmíbátnum og hangið þar. Magnús, sem náði strax af sér stígvélunum, komst svo til baka að trillunni þar sem hún maraði í kafi, náði að halda sér þar og toga í spottann þannig að bátur- inn blés út. Hann komst síðan af sjálfsdáðum um borð en ég mátti hafa mig allan við að halda mér við bátinn. Magnús gat svo sætt lagi og tosað mér upp í bátinn á bárunni,“ sagði Ríkharður. Ur gúmmíbátnum skutu skip- brotsmennirnir upp neyðarblysi og bátar frá Rifi héldu strax til hjálpar. Fyrst á staðinn var trillan Jóa frá Rifi og náði þeim félögum um borð. „Við vorum nokkrar mínútur inn til Rifs en það var engin kynding í trill- unni þannig að það var alveg jafnk- alt þar og í gúmmíbátnum. Mér var rosalega kalt; þungur á mér eins og blýkubbur," sagði Ríkharður. Frá Rifi var mönnunum ekið heim til Ólafsvíkur enda hvorki læknir né lögregla til taks á Rifí. Ríkharður vildi engum getum leiða að því hvað hefði valdið því að bátur- Krabbameinsfélögin á Norð- urlöndum efna í ár til sameigin- legs átaks í reykingavörnum. Þrjár norrænar vinabæjarkeðjur keppa sín á milli um fjölda þátt- takenda í fjögurra vikna reyk- bindindi. Hér á íslandi og í Svíþjóð nær átakið ekki aðeins til vinabæjanna þriggja heldur til alls landsins. Um er að ræða verðlaunasam- keppni í október 1990 og mun hvert land um sig verðlauna nokkra reykingamenn sem halda út reyk- bindindi í fjórar vikur. Hver þátt- takandi má tilnefna stuðningsmann sem reykir ekki. Vinni þátttakand- inn til verðlauna fær stuðningsmað- ur hans líka vinning. Sérstök verðlaun verða auk þess dregin út fyrir stuðningsmenn og veitt óháð því hvort reykingamenn- irnir sem þeir studdu hafa staðið sig eða ekki. Skráning þátttakenda er hafin. inn sökk. Stefnið af Ármanni SH maraði í kafi fram undir miðnætti en á þeim tíma rak bátinn einar þrjár mílur undan straumi vestur undir Hellissand og sökk hann þar til botns á um 15 faðma dýpi. Bátar fylgdust með reki bátsins og merktu staðinn þar sem hann sökk með baujum. Menn frá Köfunarstöðinni, sem voru við vinnu í Rifshöfn, hífðu bátinn svo upp síðdegis í gær, dældu úr honum og drógu hann í land. Snemma í gærmorgun var Ríkharður kominn vestur á Rif til að kynna sér aðstæð- ur fyrir björgunina. Merki reykingavarnaátaksins. Þátttakendur eiga að vera hættir að reykja 15. október. Dregið verð- ur úr innsendum þátttökutilkynn- ingum 12. nóvember og reykinga- menn sem dregnir eru út til verð- launa verða að sanna reykleysi sitt með því að gangast undir líffræði- legar prófanir. Aldurstakmark fyrir reykingamenn er 16 ára og 12 ára fyrir stuðningsmenn. (Fréttatílkynning) Samnorrænt átak gegn reykingum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.