Morgunblaðið - 25.09.1990, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990
39
að fletja út efnistökin eða gera
tímann að óvini.
Mér eru einnig minnisstæðar
góðar stundir sem við Stefán Jóns-
son áttum saman við veiðar. Þá
kynntist ég honum best. Þar kom
skýrast fram ást hans á lífinu, leit-
in að tilgangi jarðvistarinnar og
fijó hugsun og athyglisgáfa. Þekk-
ing hans á náttúrunni og lífríki
hennar var yfirgripsmikil.Hann var
hafsjór af fróðleik. Á Alþingi sátum
við saman í nokkur ár og þar var
samstarf okkar snurðulaust að
mestu.
Ég man nokkuð glögglega eina
morgunstund með Stefáni Jónssyni
í kaffistofu fréttastofu „gufunnar"
við Skúlagötu 4. Þá reyndum við
að skilgreina nokkuð af ljóðum
Steins Steinarrs. Eftir að_ hafa dok-
að nokkra stund við „Ég geng í
hring í kring um allt sem er..
þá notuðum við drjúgan tíma til að
reyna að skilja rétt þessa vísu
Steins:
í unglingsins ástarloga,
og öldungsins feigðargrun,
er sáðkom af sama toga
með samskonar tilætlun.
Það er langt síðan þessar heim-
spekilegu vangaveltur áttu sér stað.
Kveðskapinn skildum við og skynj-
uðum með nokkuð misjöfnum hætti.
Aldur og þroski réð þar miklu.
Ég veit nú að niðurstaða Stefáns
var réttari en mín. Allt tekur enda;
rétt eins og ástarlogi unglingsins
slokknar, þá tæmist stundaglas
hvers manns. En allt hefur þjónað
einhveijum tilgangi, þeim helstum
og merkustum að viðhalda lífí.
Ég vona að Stefán Jónsson gangi
nú án stafs um nýjar veiðilendur.
Árni Gunnarsson
Ég minnist með trega og þakk-
læti góðvinar míns Stefáns Jónsson-
ar. Aðrir sem betur þekkja til munu
minnast framlags hans til íslenskra
stjórnmála og menningar, stöðu
hans sem afburða útvarpsmanns
og rithöfundar svo og virðingar
hans fyrir náttúru íslands og ást á
fluguveiðum sem hann var óþreyt-
andi við að kenna öðrum.
. Stefán Jónsson var einn víðlesn-
asti maður, sem ég hef kynnst,
einkum á enska tungu og minni
hans var ótrúlegt. Sem sögumaður
átti hann sér fáa jafningja og var
aldrei betur í essinu sínu en í eldhús-
um á sveitaheimilum, þar voru hans
heimavellir. En einkum verður hans
minnst fyrir hið stóra hjarta vináttu
sem sló í bijósti hans. Við sem
nutum þeirrar vináttu hörmum frá-
fall hans. Kristjönu og fjölskyldunni
sendi ég samúðarkveðjur.
Noel Rice, M.D., F.R.C.S.
augnskurðlæknir, Lundúnum.
Þar sem Stefán Jónsson veiði-
maður er nú kominn til hinna eilífu
veiðilenda og væntanlega tekinn til
við að hrella þar fiska og fiðurfé í
góðri samvinnu við landeigendur
þar efra, langar okkur félagana til
þess að senda honum línu, enda
varla seinna vænna.
Eins og við skiljum málið er hann
í draumastöðu hvers veiðimanns,
nóg er af fugli og fiski, landeigend-
ur vinsamlegir og veiðileyfin ódýr
og eflaust vandalítið fýrir valin-
kunnan veiðimanninn að fá leyfi á
besta tíma. Við verðum bara að
vona að hann veiði ekki svo mikið,
að það verði allt búið þegar við
komum á svæðið. En það er varla
ástæða til að óttast það, því fáir
kunna sér betur hóf í veiðiskap.
Mottóið sem hann kenndi okkur var
„hámarks ánægja yfir lágmarks
veiði“. Við reyndum auðvitað að að
stríða honum með því að segja hám-
arki ánægjunnar væri þá fyrst náð
þegár ekkert veiddist, en hann rak
það náttúrulega strax ofan í okkur
aftur.
En við álítum að mannlegar tak-
markanir séu fleiri á okkar svæði
en færri á hans. Þannig höldum
við, að okkur verði mun oftar neitað
um leyfi á gæs en honum, og það
var svo sem ekki vandræðagangi í
þeim málum um að kenna hvað við
veiddum lítið þegar við fórum á
veiðar hér um árið austur í Hreppa,
til þess að liggja fyrir gæsum í
kartöflugarðinum í Birtingaholti
morguninn eftir. Hvorugur okkar
strákanna hafði séð annan eins
íjölda af gæsum samankominn á
einum stað — þær skiptu hundruð-
um — en hann hafði kannski séð
fallegri flota einhvern tímann áður.
En ætli menn verði timbraðir á
hans veiðislóð? Við vonum ekki. Ef
svo er hljóta vekjaraklukkurnar að
hringja hærra þarna uppi, því eins
og við munum varð léleg ídukka til
þess að hafa af okkur góða veiði.
Ekki var þar hvítvíninu um að
kenna, enda bragðaðist það mæta
vel með slátrinif. og sviðunum og
enn síður átti viskýið nokkra sök á
því hvernig fór. Ékki var því um
að kenna að við vöktum fram eftir
nóttu við umræður um veiðiskap,
skoðanaskipti um landsins gagn og
nauðsynjar og svolítið pólitískt rifr-
ildi. Ekki má gleyma hörðum deilum
um byssulöggjöfina og var óbrúan-
leg gjá á milli okkar á því sviði, en
ágreiningurinn spillti ekki
ánægjunni um kvöldið, enda geng-
um við allir glaðir til náða og það
tiltölulega snemma.
En fátið var mikið um morguninn
þegar við vöknuðum klukkutíma of
séint. En Stefán var ekki að kippa
sér upp við það.
„Þið verðið að borða áður en við
föram,“ sagði hann og það voru orð
að sönnu. Ætli við hefðum ekki
orðið enn vansælli en við raunveru-
lega vorum hefum við ekki farið
að hans ráðum. Það var ekki að
sökum að spyija, þegar við komum
að garðinum var hann svartur af
gæs og ekki varð það til að létta
okkar Iund. Stefán sá hins vegar
björtu hliðarnar á tilverunni, að
ekki sé talað um þær kómísku.
Honum fannst aðstaðaokkar hreint
út sagt hlægileg, eins og hún var
auðvitað var, þó við sæjum það
ekki fyrr en síðar. Stefán var líka
sannfærður um það, að ekki hefði
verið ætlunin að við kæmust í garð-
inn á réttum tíma og með þessu
væru forlögin að forða okkur frá
einhvetjum ókunnum hremmingum.
Vistin í skurðinum þennan dag
verður okkur ógleymanleg. Ekki
síst vegna þess hve gott lag Stefán
hafði á að halda hugum okkar
föngnum með skemmtilegri veiði-
sögu, eða hnyttilega ortri vísu. Það
verður okkur báðum minnisstætt
þegar hann gerði andartakshlé á
frásögninni, lyfti tvíhleypunni að
kinn og skaut önd sem flaug hjá.
Sögulokin voru síðan sögð á meðan
Padda sótti fuglinn, eins og sönnum
Labradorhundi sæmir. Tíkin sótti
fleiri fugla þennan dag, og áður en
yfir lauk vorum við orðnir sæmilega
ánægðir með daginn hvað veiðina
varðar og ógleymanlegur er hann
okkur að öðru leyti. Svo er Stefáni
fyrir að þakka.
Við öfundum svolítið nýju félag-
ana sém eflaust taka honum fagn-
andi á nýjum veiðislóðum, enda er
enginn félagsskapur svo skemmti-
legur að hann batni ekki með Stef-
áni. Stefán tekur eflaust til við að
kenna þeim góða siði í veiðiskap
og Verður sennilega kominn í stjórn
hjá félögum stangveiði- og skot-
veiðimanna áður en langt um líður.
Sennilega verða flestir farnir að
veiða með flugu og skjóta með
tvíhleyptum haglabyssum þegar við
komum. Okkur er svo sem sama
þó búið verði að bannfæra ánam-
akðinn sem agn fyrir flsk, en Stef-
án rétt ræður því ef hann lætur
banna hálf sjáflvirku hlagabyssurn-
ar sem við eram svo hrifnir af.
Hann verður allavega að bíða með
ákvörðun um það efni þangað til
við komum.
Okkur þykir leitt að ferðirnar hjá
okkur skyldu ekki hafa verið fleiri,
þrátt fyrir góð áform þar um, en
það hefur sína kosti því þá hefði
greinin bara orðið lengri. En við
biðjum Stefán vel að lifa á nýjum
vettvangi og fjölskyldu hans bless-
unar og við vonumst til þess að sjá
hann síðar. Hann leggur kannski
inn gott orð fyrir okkur svo við lend-
um ekki niðri!
Ólafur E. Jóhannsson,
Karl H. Bridde.
Fleivi greinar um Stefán Jónsson
bíða birtingar. Þær munu birtast
í blaðinu næstu daga.
Niður
með hita-
kostnaðinn
OFNHITASTILLAR
= HÉÐINN =
VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásídum Moggans! '
um varðveislu skjala
°9 upplýsinga á
ÖRCÖCNUM OC LJÓSDISKUM
(Micro Film) (Optical Disk)
• Minnkun skjalamagns
• Öryggisafrit • Eyðing gagna
• Vistun • Varsla
Félag um skjalastjórn og Stjórnunarfélag
Islands efna til námstefnu um örgögn og
Ijósdiska aS Hótel Loftleiðum,
þriðjudaginn 2. október, kl. 9 - 17.
Fyrirlesari:
DAVID O. STEPHENS CRM,
framkvæmdastjóri Dataplex og forseti ARMA
International, sem eru alþjóSasamtök á sviSi
skjalastjórnar.
Upplýsingar og skráning á námsstefnuna
hjá Stjórnunarfélagi íslands í síma 621066
fyrir 27. september. TakmarkaSur fjöldi.
Stjómunarf&ag íslands
ÁNANAUSTUM 15, 101 REYKJAVlK
VERÐBREFAVIÐSKIPTI
BÚNAÐARBANKANS
-þar færbu trausta ávöxtun
BINDITÍMl RAUNVEXTIR
SPARISKÍRTEINI RÍKISSjÓÐS 5-10 ÁR 6.0%
BANKABRÉF BÚNAÐARBANKANS 3ÁR 6.75%
SKULDABRÉF LÝSINGAR 3-5 ÁR 7.50%
HÚSBRÉF 1-25 ÁR 6.70%
Auk þess útvegum viö eldri flokka spariskírteina og
annarra bréfa sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands
gegn 0,5% þóknun.
VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI BÚNAÐARBANKANS
Hafnarstræti 8, sími 25600.
Einnig er verðbréfaafgreiðsla í öllum útibúum.
BUNAÐARBANKINN
VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI
'r * ' '» * v ^ l'.i?
.................................................................•
...,-