Morgunblaðið - 25.09.1990, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990
Helga Sigurðar-
dóttir - Minning
Fædd 30. janúar 1944
Dáin 16. september 1990
Það er 17. september, ósköp
venjulegur haustmorgunn, frekar
svalur en mildur. Ég hélt að þessi
dagur myndi líkjast öðrum mánu-
dögum, en þá berast mér þessi sorg-
legu tíðindi, hún Helga frænka mín
hafði látist í bilslysi kvöldið áður,
•*®þann 16. september. Með henni í
bílnum var sonur hennar Snorri
ásamt unnustu hans Önnu Björk
og tveggja ára syni þeirra. Þau slös-
uðust öll, en þó mest Anna Björk,
sem liggur enn á sjúkrahúsi.
Það er erfitt að sætta sig við það
að hún Helga sé horfin okkur, og
hræðileg sú staðreynd að í umferð-
inni leynist hættur eins og þær sem
urðu valdar að þessu slysi.
Helga fæddist á bænum Gröf
æá Vatnsnesi 30. janúar 1944, dótt-
ir hjónanna Unnar Ágústsdóttur og
Sigurðar Gestssonar. Hún ólst upp
í foreldrahúsum á bænum Mörk í
Hvammstangahreppi. Hún var gift
Sævari, syni Snorra hótelhaldara á
Blönduósi og Þóru konu hans. Börn
Helgu og Sævars eru Þórunn, Anna
Kristín, Snorri og Sigrún, öll búsett
á Reykjavíkursvæðinu.
Helga var ákaflega vel gerð
manneskja, greind og hafði sérstak-
lega fágaða framkomu. Fjölskyldan
er afar samhent og fjölskyldubönd-
in mjög sterk. Helga valdi sér hjúkr-
un að ævistarfi og hafði hún, að
mínu mati, alla þá kosti til að bera
sem þarf til þeirra starfa.
í bernskuminningu minni er
" ákaflega bjart í kringum Helgu þar
sem hún er lítil stúlka heima í Gröf.
í minningunni er hún fallegt og
elskulegt barn, sem mér þótti ákaf-
lega vænt um. Við munum öll sakna
Helgu sárt, en minningin mun lifa
björt og tær.
Ég sendi Sævari, börnum, barna-
börnum, foreldrum og systkinum
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Dedda
Vinkona mín og skólasystir,
Helga Sigurðardóttir, er látin.
Henni var kippt út úr þessu lífi
fyrirvaralaust. Éftir sitjum við dofin
og skiljum ekkert í þessu óréttlæti,
að kona í blóma lífsins skuli allt í
einu hverfa á brott svo snögglega.
Ég kynntist Helgu vinkonu minni
haustið >1988 í Námsflokkum
Reykjavíkur þar sem við vorum
saman á sérhæfnisnámskeiði á veg-
um Sóknar. Þá stundaði Helga einn-
ig nám í skólanum á kvöldin til að
rifja upp móðurmál, stærðfræði,
o.fl. því hún ætlaði sér að hefja
sjúkraliðanám strax eftir áramót.
Þá lágu leiðir okkar aftur saman,
við hófum samtímis sjúkraliðanám
og kláruðum einnig sérhæfnisnám-
skeiðin á þeim tíma. Við vorum því
mikið samvistum og ég komst að
raun um að hún var góður og
traustur félagi, það var hægt að
tala um allt við hana, hún var róleg
og aldrei neinn æsingur í henni þó
svo hún væri oft hlaðin verkefnum.
Hún var samviskusöm og dugleg.
í haust þegar ég hitti Helgu aft-
ur eftir sumarið fann ég hvað mér
þótti vænt um hana, hún sagði mér
að hún og Sævar maðurinn hennar
væru að flytja út úr bænum skammt
frá Reykjavík, og hún ætlaði samt
sem áður að stunda skólann í vetur
og fara heim um helgar og þegar
tími innist til. Þá dáðist ég að dugn-
aðinum í henni og þrautseigju. Hún
var þannig að hún gafst ekki upp
og fór ekki frá hálfkláruðu verki.
Hún vildi klára allt til fulls sem hún
byijaði á.
Núna þegar ég kveð kæra vin-
konu finn ég að söknuðurinn er
mikill og í hópi okkar skólasystra
er stórt skarð sem aldrei verður
fyllt, en minningin um góða konu
lifir og varðveitist.
Sævari og bömum hennar votta
ég samúð mína og bið þess að þau
hljóti styrk í sorg sinni.
Katrín Sól. Högnadóttir
Það er erfitt að sætta sig við
það, þegar góður vinur hverfur svo
skyndilega úr tilveru okkar eins og
raunin hefur orðið með vinkonu
okkar, Helgu Sigurðardóttur.
Þau Sævar höfðu ráðið sig í starf
sem þau bundu miklar vonir við.
Þessa örlagaríku helgi höfðu þau
notað til að flytja búslóð sína aust-
ur og Helga var á leið til Reykjavík-
ur með syni sínum, tengdadóttur
og litlum sonarsyni þegar kallið
kom, alveg fyrirvaralaust og án
þess að nokkuð væri hægt að gera
til að afstýra því.
Við höfum lengi átt þau að vinum
og höfum því fylgst vel með þeim,
bæði á tímum þegar vel gekk og
eins þegar erfíðleikar steðjuðu að.
Séð hvernig þau tóku á þeim vanda-
málum sem við var að glíma og
hvernig þau unnu sig út úr þeim
með dugnaði og samviskusemi.
Helga var fædd á Hvammstanga,
en fluttist ung til Blönduóss, þar
sem hún kynntist Sævari Snorra-
syni og rugluðu þau saman reytum
sínum langt innan við tvítugt. Þau
hafa verið samstíga gegn um lífið
alla tíð síðan.
Einhvern tímann sagði Sævar
okkur, á sinn „kómíska" hátt,
hvernig fundum þeirra bar saman
í fyrsta sinn. Hún hafði komið með
rútunni til Blönduóss. Bílstjórinn
hafði boðið Sævari, sem þá vann á
hótelinu hjá föður sínum, að koma
með upp í sveit, en konuefni hans
biði út í bíl. Sævar sagðist muna
það að hún hefði verið í ullarsokk-
um, sem hún braut niður yfir skóna.
Hann bætti því við að hann hafi
verið fyrstur ungra manna á staðn-
um að sjá hana og hann hafi nýtt
sér það forskot sem hann fékk
þarna út í æsar. Ekki vildi Helga
þó gangast við því að þetta væri
rétt munað hjá honum. Sérstaklega
þetta með sokkana.
Börn Helgu og Sæars eru ijögur
og barnabörnin eru orðin fimm.
Yngst þeirra er Helga, aðeins tæpra
þriggja mánaða og hélt amma
hennar henni undir skírn viku fyrir
þetta hörmulega slys.
Með Helgu er gengin góð mann-
kostakona sem ekki hefði verið að
skapi að kostir hennar væri dregnir
fram í blaðagrein. Hún kaus að
vinna sín störf í kyrrþey og án alls
þess trumbusláttar og auglýsinga
sem auðkennir nútíma samkeppnis-
þjóðfélag.
Blessuð sé minning hennar.
Við vottum Sævari, börnum og
bamabörnum samúð okkar og virð-
ingu og óskum þeim alls hihs besta
í framtíðinni.
Þórey og Ásgrímur
Hún Helga er dáin, þessi frétt
kom ’eins og þungt högg og var
okkur skólasystrum hennar næsta
óskiljanleg. í þessa tvo vetur sem
við höfum verið hjá Námsflokkum
Reykjavíkur minnumst við þess
ekki, þegar til baka er litið, að
Helgu hafi nokkru sinni vantað í
skóla.
Það var því óvanaleg sjón mánu-
dagsmorguninn 17. september að
sjá sætið hennar autt. Helga hafði
látið lífið í hörmulegu slysi kvöldið
áður.
Helga var mjög ósérhlífin, hún
vann fulla vinnu auk heimilisstarfa,
en það aftraði henni ekki frá að
stunda nám sitt af dugnaði og sam-
viskusemi. Henni var ekki tamt að
kvarta yfir ýmsum smámunum sem
við hinar létum angra okkur. Hún
hélt sínu striki með þeirri festu og
ró sem einkenndi hana.
Hann var ekki stór þessi hópur
sem kom frá Námsflokkum
Reykjavíkur til að ljúka námi á
sjúkraliðabraut við Ármúlaskóla í
haust, í þennan hóp hefur nú verið
höggvið stórt skarð. Við þökkum
fyrir að hafa fengið að njóta sam-
fylgdar Helgu þessa vetur og hörm-
um að sú samfylgd varð ekki lengri.
Eiginmanni Helgu, börnum og
öðrum aðstandendum vottum við
innilega samúð.
Skólasystur
Kveðja frá samstarfsfólki
Þeir sem hafa unnið við umönnun
veikra og geðsjúkra vita hve góð
samvinna skiptir miklu máli, þar
sem hver og einn starfsmaður er
mikilvægur hlekkur, hvaða stétt
sem hann tilheyrir. Það var því með
nokkurri eftirvæntingu og ef til vill
örlitlum kvíða að við biðum þess
að Helga Sigurðardóttir, sem við
kveðjum í dag, hæfi störf á deild 28
í ársbyijun 1989. Sá kvíði reyndist
ástæðulaus, eins og síðar átti eftir
að koma í ljós. Okkar kynni af henni
voru öll á einn veg. Hún reyndist
fær í sínu starfi, nákvæm, vandvirk
og dugleg. Skjólstæðingum sínum
sýndi hún nærgætni og hlýju. Það
sama gilti um samstarfsmenn henn-
ar.
Eftir að hafa kynnst Helgu og
mannkostum hennar, skiljum við
hvers vegna hún hafði valið sér það
starf sem hún nú stefndi markvisst
að með námi sínu, þ.e. sjúkraliða-
starfið, þar sem hinir góðu eigin-
leikar hennar kæmu til með að fá
notið sín. Okkur setti hljóð er við
fréttum lát hennar, svo snöggt og
svo óvænt.
Við teljum okkur ríkari af að
hafa átt hana að samstarfsmanni
og kveðjum hana með söknuði. Öll-
um ástvinum Helgu vottum við
dýpstu samúð.
Samstarfsfólk á deild 28,
Hátúni 10A.
H