Morgunblaðið - 25.09.1990, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990
43
Jóna Margrét Jóns-
dóttir - Minning
Fædd 5. september 1910
Dáin 15. september 1990
í dag verður gerð frá Fossvogs-
kirkju útför Jónu Margrétar Jóns-
dóttur, Nóatúni 24, Reykjavík, en
hún andaðist á Landspítalanum 15.
september si. eftir stranga sjúk-
dómslegu.
Margrét, eins og hún var alltaf
kölluð, var fædd á Kalastöðum á
Stokkseyri 5. september 1910, dótt-
ir hjónanna Viktoríu Halldórsdóttur
og Jóns Þóris Ingimundarsonar,
sem lengst af bjuggu á Sólbakka,
Stokkseyri. Hún var elst 9 barna.
Margrét ólst upp á Sólbakka á
Stokkseyri en flutti um tvítugt til
Reykjavíkur. Hinn .10. nóvember
árið 1933 giftist hún eftirlifandi
eiginmanni sínum, Þoi’valdi Ár-
mannssyni, sjómanni og verka-
manni í Reykjavík, en Þorvaldur
vann mest allan starfsferil sinn hjá
Stálsmiðjunni í Reykjavík.
Þeim Margréti og Þorvaldi varð
4ra barna auðið en af þeim eru 3
á lífi, Dagrún, sem gift er Björgvini
Guðmundssyni viðskiptafræðingi,
Viktoría, sem gift er Magnúsi Sig-
urjónssyni bílstjóra, og Guðný, en
sambýlismaður hennar er Þórdór
Pálsson húsasmiður. Jóhannes,
fjórða barn þeirra Margrétar og
Þorvaldar, lést 1974, aðeins 28 ára
að aldri.
Eg, sem þessar línur rita, kynnt-
ist Margréti fyrir 37 árum er ég
kvæntist elstu dótturinni og var
tekinn í fjölskyldu hennar. Var mér
strax tekið opnum örmum og má
segja, að Margrét hafi alla tíð verið
mér sem móðir.
Margrét var glæsileg kona og
myndarleg húsmóðir. Enda þótt
efni væru ekki mikil varð þess aldr-
ei vart í heimilisrekstrinum. Hún
rak heimili sitt alltaf af miklum
myndarskap og snyrtimennsku. Til
skamms tíma bakaði hún reglulega
brauð og kökur eins og tíðkaðist í
gamla daga á myndarheimilum.
Saumakona var hún einnig mjög
góð og saumaði mikið.
Margrét hafði unun af lestri
góðra bóka og las mjög mikið. Hún
var vel að sér um þjóðfélagsmál,
fylgdist vel með og hafði ákveðna
skoðun á hlutunum. Hún var ein-
dreginn verkalýðssinni og vildi rétta
hlut þeirra, sem minna máttu sín í
þjóðfélaginu. Það var mjög gaman
að ræða við hana .um þjóðfélags-
mál. Enda þótt við værum í grund-
vallaratriðum á sömu skoðun vorum
við ekki alltaf sammála. Henni
þótti baráttan fyrir bættum kjörum
launafólks ganga alltof seint.
Margrét var hlý og elskuleg kona
og það fundu barnabörnin og barna-
barnabörnin best. Þau hændust að
ömmu og langömmu og þótti gott
að koma í Nóatún. Barnabörnin eru
nú 17 talsins. Eitt er látið. Barna-
barnabörnin eru orðin 20.
Margrét stóð áttræðu þegar hún
lést. Hún skilaði ævistarfi sínu vel,
kom upp 4 myndarlegum börnum
og stóð með manni sínum í blíðu
og stríðu. Hún var fyrst og fremst
móðir og húsfreyja, en er hún hafði
komið börnum sínum upp vann hún
einnig um skeið úti til þess að
drýgja tekjur heimilisins.
Undanfarna mánuði átti Margrét
við mjög erfið veikindi að stríða. í
því sjúkdómsstríði dvaldist hún
lengst af á spítala en einnig var
hún um tíma heima. Þennan erfiða
sjúkdómstíma önnuðust dætur
hennar hana mjög vel. Má segja,
að síðustu mánuðina hafi þær varla
vikið frá henni. Veit ég, að það
létti Margréti mjög hina erfiðu sjúk-
dómsbaráttu að hafa dætur sínar
ávallt hjá sér.
Nú þegar Margrét hefur fengið
hvíldina vil ég þakka henni sam-
fylgdina. Drottinn blessi minningu
hennar.
Björgvin Guðmundsson
Amma mín, Jóna Margrét, er
farin. Nú setur mig hljóða og ég
hugsa til baka. Tilveran breytist því
amma var svo stór hluti af íjöl-
skyldu minni. Ömmu er sárt sakn-
að. Afi kallaði ömmu alltaf Möggu.
Nú heyrist sá ómur ekki lengur.
Þegar ég heimsótti ömmu mína
leið mér alltaf vel því amma var
svo notaleg kona. Alltaf hafði hún
mikið fyrir gestum sínum og eldri
börnin mín höfðu oft orð á því,
enda alltaf heimabakað meðlæti
þegar boðið var kaffi.
Amma var sterkur persónuleiki
sem fer seint úr minni. Börnin mín
nefndu alltaf heimsóknir til hennar
þegar þau voru í bænum, enda
Endurbætur á slátur-
húsi Króksfjarðamess
Miðhúsum.
MIKLAR endurbætur hafa verið gerðar síðastliðinn vetur og í
sumar á sláturliúsinu í Króksfjarðarnesi og þegar þeim er lokið
ætti sláturhúsið að vera þokkalegt, segir Guðbjörg Þorvarðardótt-
ir, dýralæknir í Búðardal. Yfirumsjón með endurnýjun á sláturhús-
inu hefur Magnús Helgason, bóndi og smiður, Múla í Gufudalssveit.
Slátrað verður í haust um 13
þúsund fjár og var byijað að
slátra 13. þ.m. Lömb virðast vera
allgóð og vel feit sem ekki þykir
kostur nú til dags.
Sláturhúsið í Króksfjarðarnesi
er eitt af fáum fyrirtækjum kaup-
félagsins sem skila arði. Ekki er
vitað um hver kostnaðurinn verður
við endurnýjun hússins, en hann
verður upp á nokkrar milljónir.
Sláturhússtjóri er Margrét
Ágústsdóttir, fyrrum bóndi í Mýr-
artungu. Ekki er ólíklegt að hún
sé fyrsta konan sem gegnir því
starfi hér á landi.
- Sveinn
þótti þeim virkilega vænt um hana.
Samúðarkveðjur vil ég senda til
allra ættingja og vina og sérstak-
lega vil ég senda móður minni sam-
úðarkveðjur og vona að guð gefi
henni styrk í raunum sínum. Afa
sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
Amma var mér svo kær. Guð
varðveiti hana.
BÁRUSTÁL
Sígilt form — Litað og ólitað
= HÉÐINN =
STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000
Þórir Björgvinsson
VETRARSTARFIÐ HAFIÐ
Þjálf unartímar fyrir alla
★ Líkamsrækt og megrun fyrir konur
á öllum aldri
★ Byrjendaflokkar - framhaldsflokkar
megrunarflokkar - lokaðir flokkar
NÝTT
NÝTT
OG FYRIR ÞIG
Sérstakur flokkur fyrir 17-23 ára
íkúrinn 28 + 7
Kvöldflokkar að fyllast, ennþá
pláss í morgun- og dagtímum
_______________ATH[_______________
Lokaðir flokkar
Tímum ekki haldið lengur en til 1. okt.
Jazzballettskólinn
Kennsla í öllum flokkum hafin
Bætum við flokk fyrir:
6-7 ára 1 x í viku í Suðurveri
Einnig tekið á biðlista fyrir alla
aldurshópa byrjenda
Upplýsingar og innritun í
símum 83730 og 79988
Næst færðu þér...