Morgunblaðið - 25.09.1990, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990
45
arprófi og framtíðin var björt.
En leiðir skildu um hríð. Hugir
manna stefndu í ýmsar áttir. Fyrir
tæpum áratug lágu þær saman aft-
ur og í stað æskukynna urðu sam-
verustundirnar nánari, í gamni og
alvöru, úti sem inni og það allt árið.
Það hjálpaði til, að konurnar unnu
í sama húsi, en á þeim bæ er fólki
oft hóað saman til fagnaða.
Þá var stofnað litríkt félag vina
og kunningja úr ýmsum hornum
þjóðfélagsins, sem gengið hefur
undir ýmsum nöfnum, en með þjóð-
legan fróðleik og samát á stefnu-
skrá sinni. í báðum þessum hópum
hefur Jóhannes verið hrókur alls
fagnaðar, óspar á þverrandi orku
sína og brunnur skemmtilegra hug-
mynda.
Þriðji hópurinn, sem í hafa átt
sæti fimm trúnaðarvinir í meira en
sex ár, var þá sá nánasti. Þar hefur
verið mætt einu sinni í viku og í
stærri hóp, sem sá minni er hluti
af, einnig einu sinni í viku hverri.
Þar hefur sjálfs- og mannrækt skip-
að öndvegi og eflt alla aðila til að
stunda betra og ríkara líferni. Nú
er skarð fyrir skildi á öllum þessum
vígstöðvum.
í mörg ár hefur Jóhannes barist
við Parkinsonsveiki, sem var honum
óvæginn, en Jóhannes var líka
- óvægin við veikina og neytti allra
krafta til að láta hana ekki buga
sig. Enginn má við ofurefli, svo
sjúkdómurinn og sá með ljáinn
höfðu sitt fram á endanum.
Þrotinn af kröftum lést Jóhannes
í stuttri ferð sinni til Helsinki 15.
september sl. aðeins tæpra 53ja ára
að aldri.
Við sem unnum honum, erum
þakkláUfyrir, að heilsteyptur góð-
vinur skyldi fá að fara með reisn,
óbugaður, þó við hefðum viljað í
eigingirni okkar njóta hans lengur.
Það var honum sjálfum líka hið
mesta mál.
Við fjórir, sem eftir erum úr viku-
lega hópnum og fjölskyldur okkar,
sendum Önnu Fríðu og niðjum
þeirra Jóhannesar hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Hrafn Pálsson
Jóhannes L.L. Helgason varð
bráðkvaddur í Finnlandi fimmtánda
þessa mánaðar. Nokkrum dögum
áður en hann fór til Finnlands leit
hann inn á skrifstofuna hjá okkur.
Að vanda var margt skrafað á kaffi-
stofunni í það skiptið sem endranær
þegar Jóhannes kom við, sagðar
sögur, bæði í gamni og alvöru, þó
mest í gamni, mikið hlegið. Jóhann-
es kvaddi okkur síðan með enn einni
gamansögu og við ákváðum að hitt-
ast fljótt aftur.
Þrátt fyrir hið létta yfirbragð og
viðmót Jóhannesar fór ekki framhjá
okkur að sjúkdómur sá sem hann
gekk með var farin að há honum
verulega. Engum okkar datt þó í
hug að þetta væri í síðasta sinn sem
við sæjum Jóhannes á lífi.
Hugurinn leitar nú til baka til
okkar fyrstu nánu kynna, sem voru
í lagadeild Háskóla Islands. í skóla
bar Jóhanness af öðrum sem frá-
bbær námsmaður. Hann var góður
félagi, vinsæll og hrókur alls fagn-
aðar hvarvetna þar sem fleiri komu
saman. Við útskrifuðumst saman
úr iagadeild vorið 1962 .
Á þessum árum kynntist ég for-
eldrum Jóhannesar, öndvegishjón-
unum Helga Jóhannessyni loft-
skeytamanni og Dagmar Árnadótt-
ur. Helgi var sonur Jóhannesar L.L.
Jóhannessonar prests á Kvenna-
brekku _ í Dölum en Dagmar var
dóttir Árna Jónssonar trésmíðam.
í Rvík. Það stóðu styrkir stofnar
að Jóhannesi í báðar ættir.
Að loknu háskólanámi gerðist
Jóhannes deildarstjóri hjá Vátrygg-
ingafélaginu hf. og vann þar til
ársloka 1962. Af starfi hans var
m.a. sögð sú saga að hann hefði
tekið við starfi tveggja manna sem
höfðu ekki undan afgreiðslu verk-
efna sinna. Þegar Jóhannes hafði
unnið þarna í nokkrar vikur var
málabunkinn sem hann tók við af-
greiddur og hann óskaði eftir fleiri
verkefnum. Það var þó ekki verk-
efnaskortur sem varð til þess að
Jóhannes skipti um vinnu og tók
að sér starf háskólaritara í ársbyij-
■un 1962. Ástæða þéss var vafa-
laust margþætt en ekki síst hvatn-
ingarorð háskólarektors sem vildi
njóta starfskrafta hans, þekkingar,
gjörhygli, samviskusemi og dugn-
aðar og á hinn bóginn áhugi Jó-
hannesar á kennslu og skólamálum
almennt. Starfi sínu sem háskólarit-
ari gegndi hann til 1971 við mikinn
og góðan orðstír. Áhugi Jóhannesar
á kennslustörfum birtist á þessum
árum í því að hann gerðist kennari
í sínum gamla skóla, Verslunar-
skóla íslands, frá 1966 til 1977 og
síðar einnig í háskólanum frá
1971-1988.
Við Jóhannes rákum saman lög-
mannsstofu í samvinnu við Guð-
mund Ingva Sigurðsson hrl. og
Svein Snorrason hrl. til ársins 1977.
Það tímabil verður okkur öllum
ógleymanlegt. í lögmannsstarfinu,
sem ekki hvað síst er fólgið í ráð-
gjöf af ýmsu tagi, naut Jóhannes
sín vel. Þekking hans, skarpskyggni
og dómgreind ásamt jákvæðu og
alúðlegu viðmóti varð fljótt til þess
að hann varð hlaðinn störfum. Þótti
hveiju máli vel borgið í hans hönd-
um. Við félagar Jóhannesar nutum
samvistanna við hann sem félaga
og góðan vin, í umræðum um fag-
lega lausn erfiðra úrlausnarefna og
spjalli af léttara tagi. Fáum var
betur gengið að koma öðrum til að
hlæja, varpa ljósi léttleikans inn í
grámyglu hversdagsleikans. Það
var aldrei lognmolla þar sem Jó-
hannes var.
Á árinu 1977 skipuðust veður svo
að Happdrætti Háskóla íslands
fékk Jóhannes til starfa sem for-.
stjóra og því starfi gegndi hann til
æviloka. Eg hef fyrir satt, að Há-
skóli Islands þakki Jóhannesi það,
að þessi lind fjármagns til háskóla-
starfseminnar hafi haldið áfram að
vera jafn gjöful og hún er enn í
dag, þrátt fyrir mjög aukna ásókn
annarra aðila á undanförnum árum
í hliðstæða ijármögnun. Samhliða
starfi fyrir Happdrætti HÍ. gegndi
Jóhannes áfram kennslustörfum
auk þess sem á hann hlóðust ýmis
önnur ábyrgðarstörf. Hann átti
sæti í ríkisskattarefnd um tíma, var
varaformaður matsnefndar eignar-
námsbóta frá 1973 auk þess sem
hann átti sæti í stjórnum Stúdenta-
félags Reykjavíkur, Lögfræðifélags
íslands, Verslunarskóla íslands og
Lögmannafélags íslands. Hann var
skipaður setudómari í Hæstarétti
íslands í nokkrum málum.
Lifsförunautur Jóhannesar hefir
verið hans ágæta eiginkona Anna
Björgvinsdóttir. Mér er til efs að
til séu mörg jafn myndarleg og hlý-
leg heimili og þau hjónin áttu í
Hjálmholti 13 og reyndar einnig í
sumarbústaðnum við Þingvallavatn.
Það var gott að sækja þau Önnu
og Jóhannes og börn þeirra tvö,
Helga og kristínu, heim. Það var
gaman að vera með þeim, það dróg-
ust allir að þeim hvar sem þau fóru.
Veikindi Jóhannesar á síðustu árum
vörpuðu vafalaust skugga á tilveru
þeirra, en hvorugt lét á því bera.
Jóhannes skilur eftir í hugum
okkar, sem honum kynntumst
sterka mynd af glæsilegum manni
með fas og framkomu alla, sem bar
vott um óvenjulega mikinn dugnað
og kraft, einbeittan vilja og skýra
hugsun. Jóhannes gumaði aldrei af
verkum sínum eða eigin ágæti, fór
frekar leynt með, ef eitthvað var.
Þeir sem til þekkja, og þeir eru
margir, meta Jóhannes og það
mikla ævistarf sem hann skilaði að
verðleikum.
Við hjónin færum Önnu, fjöl-
skyldu hennar og öðrum ástvinum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Guðrún R. Eiríksdóttir og
Jónas A. Aðalsteinsson
„Það syrtir að er sumir kveðja."
Við óvænt andlát Jóhannesar Lár-
usar Lynge Helgasonar langt um
aldur fram eru vinir hans slegnir
djúpri hryggð. í hópi skólafélaga
var hann í sérstökum metum og
aðrir sem hann átti samleið með
lengur eða skemur komu fljótt auga
á mannkosti hans þ. á m. leiftrandi
gáfur og kímni, einstaka réttsýni
og drenglyndi í hvívetna.
Jóhannes var fæddur í Reykjavík
20. október 1937, sonur hjónanna
Helga loftskeytamanns Jóhannes-
sonar og konu hans, Dagmar Árna-
dóttur. Helgi var hægur og traustur
en hún hress til orðs og æðis. Bæði
voru þau einkar alúðleg við skólafé-
laga Jóhannesar sem að garði bar
og er ljúft að minnast umhyggju-
semi þeirra og hiýju á fallegu heim-
ili þeirra. Þau létust bæði alltof
snemma fyrir mörgum árum. Jó-
hannes, sem var skírður nafni föð-
urafa síns hins vel kunna kenni-
manns er lengi sat að Kvenna-
brekku í Dölum, erfði kosti úr báð-
um ættum og fór vel á því þar sem
hann var einbirni. Á uppvaxtarárum
sínum var hann í sveit og til sjós
og kynntist því þjóðlífínu vel.
Námsferill Jóhannesar var glæsi-
legur og starfsferill merkur. Hann
iauk stúdentsprófi frá Verslunar-
skóla íslands 1956 yngstur bekkjar-
systkina, lagaprófi frá Háskóla ís-
lands 1962, lét sig reyndar ekki
muna um að festa í fótspor föður
síns og taka loftskeytamannspróf
1959 meðan á háskólanáminu stóð,
var háskólaritari HÍ 1963—71, rak
málflutningsskrifstofu 1971—77 og
gerðist þá forstjóri Happdrættis HI
sem hann var til æviloka. Réttindi
ÆFINGABEKKIR
HREYFINGAR
(áður Flott form - Engjateigi 1)
Léiöbeinandi:
Sigrún Jónalansdóttir
Nuddbekkur
Slökunarbekkur
Er 7 bekkja æfingakerfið fyrir big?
Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki ó öllum aldri sem
ekki hefur stundað einhverja líkamsþjólfun í langan tíma. Æfingakerfið er einnig
gott fyrir fólk sem ekki stundar almenna leikfimi vegna stífra vöðva o.fl.
7 bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og eykur blóðstreymi til vöðva þannig að
rúmmól þeirro minnkar. Einnig gefur það gott nudd og slökun.
Getur eldra fólk notið góðs af bessum bekkjum?
Jó, þessi leið við að hreyfa líkamann er þægileg, liðkar og gefur góða slökun.
Og er þess vegna kjörin fyrir eldra fólk.
Innritun frá kl.1M5ísíma 30460.
Frír kynningartími.
HREYFING
Ármúla 24. Sími 680677
aBBK8nfe»»?n
ReYnSU" ■ðunaSndTreks«ar6rví!8"'él
Hjá okkur sitja gæðin í fyrirrúmi.
FAG kúi u- og rúllulegur
TIMKEN Keilulegur
(=^> Ásþétti
optjbeit (onlinenlal Viftu- og tímareimar
precision Hjöruliðir
ÍSACHS Höggdeyfar
ogkúplingar
F'MaiT'i Bón- og bílasnyrtivörur
Þekking Reynsla Þjónusta
FALKINN
SUÐURLANDSBRAUr 8 SÍMI 84670