Morgunblaðið - 25.09.1990, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990
héraðsdómslögmanns öðlaðist hann
1962 og hæstaréttarlögmanns
1970. Af margvíslegum trúnaðar-
og félagsstörfum má nefna setu í
ríkisskattanefnd 1972—79 ogmats-
nefnd eignamámsbóta frá 1973 svo
og formennsku í því gamalgróna
félagi, Stúdentafélagi Reykjavíkur,
1973— 74, Lögfræðingafélagi ís:
lands 1976—79 og skólanefnd VÍ
1974- 78.
í Verslunarskólanum vakti hann
þegar athygli fyrir gjörvileika. Það
gustaði af honum og hann vakti
sífellt glaðværð svo að lognmolla
þektist ekki væri hann nærri. Þann-
ig var það löngum síðan að hnyttni
hans setti svip á umhverfið og
gæddi lífi. Hann var öðmm mál-
snjallari, átti svo létt með að koma
orðum að hverju sem hann vildi og
hitta beint í mark. Auk þess var
hann stálminnugur. Það kom því á
óvart og stakk í stúf hvað hann gat
komið óömggur og sáróánægður
úr prófum, nagandi ekki bara negl-
ur heldur líka fingur ótt og títt.
Þvílík fjarstæða þótti þetta að um-
svifalaust var haft í flimtingum og
hann varaður við að hætta nú áður
en hann væri kominn upp að oln-
boga. Einkunnir sýndu líka von
bráðar að uggurinn var ástæðulaus.
En slíkur órói leitaði stöku sinnum
á hann af því sem öðmm fannst
lítið tilefni og skildu ekki.
Þegar Jóhannesi bráðungum var
sýnt það traust að fela honum starf
háskólaritara Háskóla Islands af
þeim vandaða manni Pétri Sigurðs-
syni var það mörgum sem Verslun-
arskólanum unnu sérstakt gleði-
efni. Þeir sáu í ráðningunni fulla
staðfestingu á að þau horn væru
horfin sem höfð vom í síðu VÍ þeg-
ar sett var upp í skólanum undir
forystu hins merka skóla- og út-
varpsmanns Vilhjálms Þ. Gíslasonar
lærdómsdeild í framhaldi af beinu
verslunamámi og farið að útskrifa
stúdenta þaðan á 5. áratugnum.
Ekki dró það heldur úr viðurkenn-
ingunni fyrir Jóhannes að á bak við
hann stóð dr. Ármann Snævarr þá
háskólarektor sem verið hafði einn
af aðalkennumm hans í lagadeild
og vissi því hverjum hann var að
fela þetta lykilstarf við æðstu
menntastofnun þjóðarinnar.
Eiginleikar Jóhannesar gerðu
hann að snjöllum málflytjanda og
því var ekki að undra að hann sneri
sér nær alfarið að lögmannsstörfum
á næsta skeiði sinnar of stuttu
starfsævi. Dómarar höfðu mætur á
honum fyrir skýran og heiðvirðan
málatilbúnað. Trúi ég því að hann
hafi verið einn þeirra sem gerði sér
ljóst að rétt takmark er ekki að
reyna að vinna röngum málstað sig-
ur fyrir dómi heldur að sanngjörn
niðurstaða fáist í ljósi málavaxta.
Þeir sem úr fjarlægð hafa fylgst
með þróun og umsvifum Happa-
drættis HÍ í forstjóratíð Jóhannesar
sem staðið hefur á annan áratug
hafa ekki komist hjá því að taka
eftir nýjungum sem styrkt hafa
þesa mikilvægu fjáröflunarleið há-
skólans þar sem nær 1 'A milljarður
er í veltu á ári.
Af hinum mörgu og glæstu
mannkostum Jóhannesar risti
drengskapur hans dýpst. Mér er
minnisstætt þegar Jóhannes fyrir
nokkrum árum hljóp í skarðið fyrir
skólabróður sinn sem hafði átt að
vinna verk fyrir hópinn. Hann sagði
að það væri ekkert tiltökumál. Vin-
átta fælist í því að þegar vinir
þyrftu manns með legði maður ann-
að til hliðar. Vinátta hans var af
því tagi að ekki vaknaði spurningin
um hvort greiðinn væri verðskuld-
aður. Nóg var að þú þyrftir hans
með.
Um fertugsaldur varð þess vart
að Jóhannes væri kominn með
Parkinsonveiki. Þetta var alvarlegt
áfall en aðdáunarvert hve honum
tókst að halda glaðri lund sinni og
mæta af þolgæði og þrautseigju
erfíðleikunum sem þessu fylgdu.
Þeir vaxandi erfíðleikar sem hann
gat átt í vændum vegna veikinda
sinna — þótt alltaf sé von að
læknavísindin fínni leið — eru
kannski helsta huggunin andspænis
andláti hans svo snemma.
Að loknu lagaprófi gekk Jóhann-
es að eiga Önnu Fríðu Björgvins-
dóttur, Finnssonar læknis í
Reykjavík og konu hans, Kristínar
Ólafsdóttur, frábæra húsmóður,
líka skemmtilega og einkar geð-
þekka í viðkynningu. Stóðu þau vel
saman í mörgu. Glöggt má finna í
börnum þeirra tveimur, Helga lög-
fræðingi og Kristínu kennara, að
eplin hafa ekki fallið langt frá eik-
inni og gott er að vita af þeirri gleði
sem nýfætt fyrsta bamabarn náði
að verða afa sínum. Mikill er miss-
ir þeirra allra, en margt stendur
Iíka eftir.
Ekki verður því varist að dagar
glati lit sínum þegar á braut er
horfinn sá sem var mesti gleðigjaf-
inn í hópi skólafélaga sinna og vina.
En þó mun brátt hærra bera endur-
minningarnar um hann í essinu sínu
og gleðin yfir að hafa átt samleið
með svo góðum dreng.
Guð blessi Jóhannes L.L. Helga-
son og ástvini hans.
Ólafur Egilsson
Vinur okkar, Jóhannes L.L.
Helgason, er látinn. Það er eins og
lífíð breytist allt í einu. Þetta er
allt svo ótrúlegt. Getur það verið
að við eigum aldrei eftir að vera
með honum eða tala við hann fram-
ar? Þetta er staðreynd og henni
verður ekki breytt. Þessi gáfaði og
glæsilegi maður er horfinn sjónum
okkar.
Ung kynntust þau Anna Fríða
og Jói. Glæsilegra par sáum við
varla. Þau giftu sig 9. júní 1962.
Fljótlega byggðu þau sér glæsilegt
hús í Hjálmholtinu þar sem heimili
þeirra hefur verið síðan. Þau eign-
uðust tvö börn, Helga, lögfræðing,
giftur Önnu Maríu Sigurðardóttur
viðskiptafræðingi og Kristínu,
kennara, en sambýlismaður hennar
er Gísli Þór Reynisson viðskipta-
fræðingur. Börnin feta í fótspor
foreldra sinna, bæði glæsileg og
dugleg.
Jói varð þeirrar gleði aðnjótandi
að eignast barnabarn. Dóttir
Kristínar og Gísla fæddist 9. maí
sl. og var skírð Anna Fríða. Hún
er núna sólargeisli fjölskyldunnar.
Jói var gáfaður maður svo af
bar. Það sýndi hann bæði í námi
og starfi. Ókkur er minnisstætt að
á sama tíma og hann nam lögfræði
við Háskóla íslands lauk hann loft-
skeytamannsprófi. Hann var eftir-
sóttur lögfræðingur enda var hann
mjög áreiðanlegur og heiðarlegur
og hafði ríka réttlætiskennd. Hon-
um voru falin mörg trúnaðarstörf.
í mörg ár kenndi hann við Verslun-
arskóla íslands og Háskóla íslands.
Vinnudagur hans var því oft lang-
ur. Það var því ekki algild regla
hjá honum að taka sér fn' um helg-
ar.
Minningarnar koma fram ein af
annarri, frá þvi við vorum börn í
sveit og svo allar götur síðan. Marg-
ar góðar og skemmtilegar stundir
höfum við vinir þeirra Jóa og Önnu
Fríðu átt með þeim í Hjálmholtinu.
Þau hafa verið höfðingjar heim að
sækja. Allar ferðimar sem við höf-
um farið saman bæði innanlands
sem utan verða ekki farnar oftar
en minningarnar um þær munum
við geyma.
Við eigum sameiginlega vini og
frændur í Hrútafirði og þangað
hafa leiðir okkar oft legið saman.
Okkur er minnisstætt hve dætur
okkar urðu alltaf ánægðar þegar
ákveðið var að fara norður með
Önnu Fríðu, Jóa og krökkunum.
Það var alveg öruggt að þær ferðir
urðu skemmtilegar. Það var eins
og það gerðist alltaf eitthvað óvænt
í þessum ferðum. Bílarnir biluðu
eða vegagerðin var búin að loka
Holtuvörðuheiðinni og við þurftum
að bíða í marga klukkutíma til þess
að komast yfir. Þá var Jói alltaf
jafn hress. Það var engin lognmolla
yfír því að ferðast með honum. Það
*
Blóma-
skreytingar
við öll tilefni
yBlómahajid
Stórhöfða 17. við Gullinbrú
® 67 14 70
Blomastofa
Friöfimis
Suöurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opiö öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
var eins og hann gæti alltaf snúið
svona uppákomum upp í skemmtun
hjá okkur og við hrifumst með. Við
höfðum ákveðið að fara saman
norður einhveija næstu helgi. Hann
verður ekki með okkur í þeirri ferð.
Jói var mikið á skíðum og það
var eins með það og annað sem
hann tók sér fyrir hendur. Hann
var fljótur að ná árangri og varð
góður skíðamaður. Hann naut þess
að fara upp í Bláfjöll á meðan heils-
an leyfði. Það rifjast upp fyrir okk-
ur núna að það eru um það bil tíu
ár síðan við vorum öll saman á
skíðum en þá nefndi Jói það að
hann væri eitthvað svo máttlaus í
vinstri fætinum og ætti erfítt með
að stjóma skíðunum. Hann fór fljót-
lega til læknis og úrskurðurinn var
Parkinsonveiki. Hann sagði okkur
sjálfur að hann gæti átt svona tíu
góð ár eftir. Það er hálf kaldhæðnis-
legt að hugsa til þess núna að jafn-
vel í þessu hafði hann rétt fyrir sér.
Við spurðum hann ekki oft
hvernig honum liði en við sáum það
þeim mun betur. Það er þyngra en
tárum taki að horfa upp á svo glæsi-
legan mann beijast við sjúkdóm
sinn. Við heyrðum hann aldrei
kvarta og til hinstu stundar gerði
hann allt sem honum var trúað fyr-
ir, áreiðanlega oft sárþjáður. Við
skiljum það best hversu dýrmætt
það er að eiga góða vini þegar þeir
hverfa snögglega frá okkur. Við
leituðum til hans bæði sem vinar
og lögfræðings. Alltaf brást hann
jafn vel við, sama hvernig stóð á.
Fyrir það viljum við nú þakka.
Elsku Anna Fríða, Helgi, Kristín,
tengdaböm og litla Anna Fríða og
aðrir aðstandendur, við sendum
ykkur okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Pálína Sigurbergsdóttir
og Stefán Kjartansson
í dag er til moldar borinn Jóhann-
es L.L. Helgason, hæstaréttarlög-
maður og forstjóri Happdrættis
Háskóla Islands, en hann lézt hinn
15. þ.m. langt um aldur fram á 53.
aldursári.
Með Jóhannesi er genginn mætur
maður og gegn, sem verður mér
ætíð minnisstæður sakir mannkosta
hans og andlegs atgervis. Við Jó-
hannes áttum margvísleg samskipti
um árin, s.s. í málflutningsstörfum,
störfum í ríkisskattanefnd um ára-
bil, svo og í félagsmálum, en saman
sátum við í stjóm Lögfræðingafé-
lags íslands um nokkurt skeið. Og
fleiri minningar geymi ég um sam-
skipti okkar Jóhannesar og sam-
vinnu, sem allar eru góðar og bera
órækt vitni um drenglund hans.
Sem lögmaður var Jóhannes að
mínum dómi í fremstu röð. Eru mér
minnisstæð störf hans sem veijanda
í opinbemm málum fyrr á árum.
Þau störf rækti hann af frábærri
alúð, og nutu sín þar vel hinir miklu
hæfíleikar hans. Komu þar og
glöggt fram hinir eðlislegu eigin-
leikar hans, drenglyndi og mannúð,
samfara sterkum efnistökum á
málum. Er það sannfæring mín, að
Jóhannes hefði verið ágætlega hæf-
ur til æðstu starfa á sviði dóm-
gæzlu, hefði honum enzt aldur og
heilsa til. Jóhannes lét víða til sín
taka á starfsævi sinni, voru hæfi-
leikar hans slíkir, að hann hlaut að
verða eftirsóttur til ýmissa vanda-
samra starfa, sem hér verða ekki
rakin. En fleira kom og til, sem
gerði manninn eftirminnilegan.
Nærvera hans var ávallt góð og
ánægjuleg, og veit ég að upp í huga
margra koma minningar um gáska
hans og glaðlyndi á hveiju sem
gekk.
Ég kveð góðan dreng, þar sem
Jóhannes L.L. Helgason var og
heiðra minningu hans. Ástvinum
hans sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Hallvarður Einvarðsson
Kveðjuorð
Mjög var mér brugðið við þá
harmafregn, að Jóhannes L.L.
Helgason hæstaréttarlögmaður og
framkvæmdastjóri væri skyndilega
fallinn frá og horfinn á braut langt
um aldur fram. Undirritaður átti
því láni að fagna að kynnast honum
Eiginmaður minn,
ÁGÚST KJARTANSSON,
Blönduhlíð 10,
lést föstudaginn 21. september. só|vejg Sigurðardóttir.
Móðir okkar,
HALLDÓRA J. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Miðengi,
lést í sjúkrahúsinu á Selfossi 22. september.
Helga Benediktsdóttir
og Guðmundur Benediktsson.
t
SÉRA BJARTMAR KRISTJÁNSSON,
sem andaðist 20. september sl., verður jarðsunginn frá Munka-
þverárkirkju laugardaginn 29. september kl. 14.00.
Hrefna Magnúsdóttir,
börn, tengdabörn
og barnabörn.
Eiginmaður minn,
SVEINN KJARTAN KAABER,
lögfræðingur,
lést í Landakotsspítala 23. september.
Guðrún S. Kaaber.
allnáið fyrir nokkrum árum og eiga
með honum stutta en afar ánægju-
lega samfylgd sem aldrei þar
skugga á. Fyrir það vil ég nú þakka,
þó að þessi örfáu, fátæklegu orð
hrökkvi þar skammt.
Aðrir munu rekja prýðilegan fer-
il Jóhannesar sem lögmanns og
fagmanns á ýmsum sviðum. Þar
fórst honum allt vel úr hendi, enda
skorti ekkert á vandvirkni hans,
samviskusemi og skýrleika. Mér er
efst í huga maðurinn, Jóhannes, og
sérstæður persónuleiki hans. Ég
minnist Jóhannesar mjög greinilega
frá háskólaárunum sem karlmann-
legs glæsimennis, sem bar það með
sér að hann léti sér fátt fyrir bijosti
brenna og fátt stæði fyrir honum
ef hann beitti sér. Fjölmörgum
árum síðar lágu leiðir saman og
persónuleg kynni tókust sem áður
segir. Jóhannes var vasklegur sem
fyrr, en þá hafði hann raunar veikst
af alvarlegum sjúkdómi sem bakaði
honum þunga raun, þótt hann verð-
ist af miklu harðfylgi og æðruleysi.
Fyrir mér var Jóhannes óvenju
tær og hreinskiptinn persónuleiki.
Góðgjam, greiðvikinn, skarp-
skyggn, algjörlega tilgerðarlaus og
einkar markviss í hugsun og máli.
Mér varð snemma hugstætt málfar
hans sem einkenndist af orðknöpp-
um beinskeyttum setningum sem*
tjáðu á augabragði það sem segja
þurfti, en sá eiginleiki er helst til
fágætur. Brátt varð mér og æ ljós-
ara, að á bak við hvassleitan og oft
óræðan svip hans bjuggu afar hlýj-
ar tilfinningar, samkennd, við-
kvæmni og sársauki sem hann tjáði
vinum sínum af einlægni, en um
leið reisn og virðingu. Fyrir kom
að við litum inn á vinnustaði hvors
annars enda stutt að fara. Sótti ég
til hans mörg góð heilræði. Oftast
hitti ég Jóhannes í hópi góðra vina
okkar beggja, en á einum af síðustu
fundum okkar voru þeir allir vant
við látnir. Ræddum við þá lífið og
tilveruna og glimdum við flókin rök
lengur og fastar en tíðkast hafði.
Jóhannes var þá ákaflega gefandi
og glettni, alvara og góðvild runnu
saman í einum farvegi.
Þannig er mynd sú og minning
Jóhannesar L.L. Helgasonar sem
lifír, greypt í huga mér, og ég veit
að eins mun farið um marga aðra
er áttu hann að vini. Slíkir menn
sem Jóhannes skilja eftir verðmæta
gjöf hið innra með okkur hinum sem
eftir lifum um sinn.
Magnús Skúlason
Ég var barn að aldri er fundum
okkar Jóhannesar bar saman. Hann
var þá að gera hosur sínar grænar
fyrir Önnu systur minni. Jóhannes
var einkabarn og kann það að hafa
leitt til þess að við urðum brátt
ekki einungis vinir heldur á vissan
hátt eins og bræður þótt talsverður
aldursmunur væri.
Segja má að þau Jóhannes og
Anna hafí allt frá fyrstu tíð verið
þátttakendur í lífshlaupi okkar
hjóna. Meðan við dvöldumst erlend-
is um árabil við nám og störf var
Jóhannes sú stoð og stytta hér
heima sem aldrei brást. Vinnustaðir
okkar hafa lengi legið saman og
leiddi það til daglegs sambands
okkar. Ósjaldan hef ég hlaupið til
Jóhannesar er vandi steðjaði að og
ævinlega fengið góða úrlausn.
Raunar má segja að lífsþræðir okk-
ark hafi tvinnast svo rækilega að
við hjónin höfum fátt gert án þeirra
eða þeirra góðu ráða.
Börnin okkar kunnu líka að meta
verðleika Jóhannesar sem var mik-
ill barnakarl og sakna þau nú vinar
í stað.
Fátækleg orð megna ekki að lýsa
hversu mjög fiölskylda mín syrgir
nú þennan skemmtilega og góða
dreng. En börnin hans, Þau Helgi
og Kristín, eru vinir okkar og munu
næra minninguna um föður sinn.
Bjartur sólargeisli lýsir nú skært
í myrkri sorgarinnar; fyrsta afa-
barnið, Anna Fríða, sem Jóhannes
fékk að njóta svo skamma stund.
Megi hann hvfla í friði.
Finnur Björgvinsson
Fleiri greinar um Jóhannes L.
L. Helgason bíða birtingar. Þær
munu birtast í blaðinu næstu
daga.